Tíminn - 19.09.1964, Blaðsíða 14

Tíminn - 19.09.1964, Blaðsíða 14
EFTIR ELYESA BAZNA — Já. Moyzisch sagði, að hún sæti og gréti yfir þeim. Hún fékk stundum óstjórnleg grátköst við borðið sitt. — Ég gerið ráð fyrir, að jafn- vel svikarar fái sínar efasemdar- stundir. — Hvað vitum við, hvað fram fer í huga_ mannanna á tímum sem þessum? Ég dæmi hana ekki. — En hún var aðeins að leika til þess að sýna, hve sérstaklega góður Þjóðverji hún var, hún sem kom frá fjölskyldu sérstaklega góðra Þjóðverja. — Það er greinilega engin önn ur skýring tíl á þessu. Hún vildi villa um fyrir okku*. En hvað, sem öðru líður, þá var- hún svo taugaveikluð, að Moyzisch vildi losna við hana, því hann var búinn að fá nóg af henni. — Svo að það var ekki hún, sem vildi fara, heidur hann, sem vildí losna við hana? — Þetta tvennt getur vel hafa farið saman. Við vissum auðvitað ekki, að hún var næstum búin að komast að því, sem hún þurfti á að halda, og taldi sig vera í hættu. Ef til vill hélt hún, að Moyzisch hefði hana uiidir smásjá. Hafði hún haldið það, þá var það algjör misskilningur. Hann var aðeins búinn að fá nóg af henni. Hann fór til Papen ... — Hvers vegna? — Þeir vildu losna við hana á virðulegan hátt. Þar að auki var faðír hennar nú diplomati. Hug- myndin var sú, að láta hann segja, að hann vildi fá dóttur sína til sín aftur. Afsökunin var sú, að vegna heilsufars hennar væri hún ekki fær um að gegna störfum sínum. — Svo bréf var þá sent til Herr Kapp í Sofiu . . . — Nei, á meðan þessu fór fram, hafði hann verið sendur til Buda pest. Við skrífuðum honum þang að, án þess að Cornelia vissi nokk uð um það. — Svo hugmyndin var, að láta líta svo út, sem faðir hennar vildi fá hana afuur? — Já. Við vildum ekki sgpra til finningar gamla mannsins. Hún var ekki eftirtektarsöm, hún gerði of margar skyssur í vinn- unni, og þegar henni var bent á þær, fékk hún kast. Hún var þraut leiðinleg. — Hún hefur greinilega ekki lagt sig nóg fram við störfin fyrir Moyzisch, vegna þess að hún hugs aðí of mikið um að vinna fyrir hinn aðilann. Ég'hlustaði á bandið, og reyndi að ímynda mér, hvernig hugar-. ástand Corneliu Kapp hlýtur að hafa verið. Hún hafði næstum því náð markinu, hana grunaði, hver Cicero var, og á sama tíma var hún nær dauða en lífi úr hræðslu við, að Þjóðverjarnir kæmu upp um hana og hengdu hana. Segulbandsupptakan hélt áfram. Rödd Seilers sagði: — Við vorum undrandi og ánægðir, þeg ar hún kom dag einn, og bað sjálf um frí. Hún sagðist vilja vera hjá föður sínum í Budapest um pásk- ana. Moyzisch kom strax til mín, og sagði mér frá þessu og neri saman höndum af ánægju. Hann sagði, að þetta ætlaði að verða auðveldara, en hann hafði búizt við. Cornelia væri að fara í frí, og hann skyldi sjá svo um, að hún kæmi ekki til baka. Svo hann hélt, að hann væri aðeins og losna við tauga- veiklaðan ritara á þægilegan og aðuveldan hátt? — Já, og eftir þetta var hann hreint og beint vingjarnlegur við hana. Ég man, að hann fór einu sinni með henni í búðir. Hún vildi kaupa dálítið af páskagjöfum handa foreldrum sínum, og sömu- leiðis ýmislegt smávegis handa sjálfri sér. — Fór hún ef til vill með Moyzisch til A.B.C.? — Já, vegna þess að það var bezta búðin. Ég slökkti á segulbandinu. Svo það hafði verið Cornelia, sem ég hitti þennan dag í A.B.C. Mig langaði til að koma Esru þægilega á óvart. Við höfðum far- ið í verzlanir þá um daginn og skoðað í gluggana hjá, A.B.C. — Oh, en dásamiegt! hafði hún hrópað upp yfir sig, og starað dáleidd1 á fallegan kjól, sem gæti hiklaust gert hana að hefðar- konu. Um kvöldið sat ég í herberginu mínu og hugsaði um Esru. Ég mundi eftir kjólnum, og sá fyrír mér, hve glöð hún yrði, ef ég kæmi með einn af þessum flötu pappakössum frá A.B.C. og hún opnaði hann og sæi kjólinn niður í honum. A. B. C er.einhver fínasta verzl unin við Atatiirk Boulevard-föt handa fína fólkinu. Hefði einhver starfsmaður brezka sendíráðsins séð mig þar inni, hefði leiknum verið lokið. Hvernig gat ég haft ráð á að verzla í jafn dýrrí verzl un? Þeir höfðu lengi vitað, að svikari var á meðal þeirra, en þeir vissu ekki, að svikarinn var ég. Töfrarnir af hættunni héldu mér föstum. Allt, sem ég þurfti að geua, var að stinga hendinni undir gólftepp ið, þar sem seðlarnir lágu. Eg fylltjst stolti yfir að geta upp fyllt óskir hennar hvenær, Sem var sama, hvað það kostaði. Ég hafði náð tindinum, enda þótt ég vissi það ekki. Ég óttaðist ekki á þess- ari stundu hálar hlíðarnar hínum megin. Ég hélt að þetta myndi halda svona áfram um alla eilífð. Ég velti þessu ekki lengur fyrir mér, og rak allar efasemdir á braut. Hvenær, sem ég fór að ef- ast, lagði ég höndina ofan á pen ingana, og fékk aftur sjálfstraust ið. Ég var óseðjandi. Myndi þessu nokkurna tíma Ijúka, ég hélt ekki. Eínn góðan veðurdag myndi Cic- ero, njósnarinn og Elyese, kavass inn, hætta að vera til, en það þýddi aðeins upphaf lífs Bazna, hefðavmannsins. Ég var vellauðug ur maður. Ég var óskaplega auðugur, sama 40 í hvaða gjaldmiðli, ég reiknaði dæmið. Þennan kalda, bjarta vor dgg átti ég heilan fjársjóð. Ég átti 2.300.00 tyrknesk pund eða 300.000 ensk pund. Mig svimaði við tilhugsunina. Þegar ég gekk inn í A. B. C. sá ég Moyzisch. Hann leit á mig, og'lét sem hann þekkti mig ekki, andlit hans var svipbrigðalaust, en ég gat séð í augum hans, að hann bölvaði kæruleysí mínu og óskaði mér af hjarta til helvítis. Eg hafði engan áhuga á honum, heldur hinni aðlaðandi stúlku, sem hann fylgdi. Ég tók eftir ljósu hári hennar, löngum fótleggjunum, augunum — eirðarlausum augum konu, sem þyrstir í lífið. Þeim gekk erfiðlega að gera síg skiljanleg. — Má ég hafa þá ánægju að vera túlkur yðar? sagði ég. Ég spurði að þessu brosandi, án þess að gruna, að það var óvinur minn, sem ég var að bjóða að- stoð. Ég talaði við hana á frönsku og útskýrði síðan fyrir afgreiðslu- stúlkunni, hvers konar undirföt hún vildi. Moyzisch stóð fýlulegur við aðra hlið Corneliu og ég spjall aði glaðlega við þau. — Mér skilst, þér óskið að kaupa undirföt, madam. Vilduð þér gera svo vel að.segja mér, hvaða stærð þér notið? Okkur fannst þetta báðum skemmtilegt. Vikum saman höfð- um við verið dauðlegir óvinir, og nú, án þess að gruna hvort anfíað töluðum við glaðlega saman. — Eruð þér þýzkar? — Já. — Ég vona að yður líði vel hér í Ankara. — Já mér líkar mjög vel að vera hér. Hverníg átti ég að geta vitað, að Cornelia hafði í langan tíma vitað fyrir víst, hvar njósnarann Cicero var að finna? Hún hafði næstum því náð takmarki sínu. 39 Eftir nokkra stund — sem Rak- el þótti að vísu vera eilífðartími — komu þau að litlum bóndabæ. Davíð hafði lært hrafl í kóreönsku og tókst að gera manninum skilj- anlegt, hvað fyrir hefði komíð. En maðurinn yppti öxlum og sagðist ekki eiga neina hesta eða uxa. Hann ræktaði aðeins hrísgrjón og korn. En þeim væri velkomið að vera þama um nóttina. í eldhúsinu var eldur og setu- stofan var hítuð að neðan. Eigin- kona bóndans lánaði Rakel snjáð- an kinamo og hvatti hana til að fara úr blautu fötunum, svo að hún gæti hengt þau til þerris. Allt fór samtalið fram með bend- ingum og pati. Föt hennar og Dav íðs vora hengd upp við eldinn til þerris. Tvær þykkar mottur voru breiddar á gólfið handa þeim til að sofa á. Það var mjög einkennílegt að sofa í þessu herbergi með Davíð — eða réttara sagt reyna að sofa. Þau létu ljósið lifa eins lengi og unnt var, en það dó að lokum út. — Ertu vakandi, hvíslaði Davíð. — Já, ég er vakandi. — Líður þér vel, elskan mín. — Ég er dálítið utan við mig, en að öðra leyti líður mér bæri- lega. — Má ég koma og vera hjá þér, elskan, sagði hann hásum rómí. — Mér virðist þetta tækifæri sem af himnum sent til okkar. — Nei, Davíð. Nei. Rödd henn- ar var lág og áköf. — Nei, Davíð, reyndu að skilja mig. Það voru tár í augum hennar. — Allt í lagi, elskan mín, en þú veizt ekki, hversu mjög ég þrál þig, hversu mjög ég hef alltaf þráð þig. — Gerðu það fyrir mig að fara að sofa, sagði hún biðjandi. — Ég er enn bundin John. Ég get ekki ÖRLÖG I AUSTURLÖNDUM EFTIR MAYSIE GREIG brugðizt honum. — Ég virði að vísu óskir þínar, en ég skil ekki að þú sért bund- in John Kim. Ég er sannfærður um að giftingin hefur ekki verið lögleg. — En mér finnst ég bundin honum, sagði hún. — Gerðu það fyrir mig að reyna að skilja hvern ig mér er innanbrjósts. — En þú elskar míg, sagði hann hljóðlega. Hún svaraði ekki. Hún velti sér yfir á hina hliðina og reyndi að sofna. En návist hans tók á taug- ar hennar. En loks heyrði hún á reglubundnum andardrætti hans að hann var sofnaður. Hún varp önd-inni léttar, hagræddi sér á mottunni og reyndi á ný að sofna. 20. KAFLI Morgunverður bóndans næsta morgun var vel þeginn, þótt ekki væri annað á boðstólnum en te og hrísgrjónakökur. Bóndinn vann fyrir annan stærri bónda í grenndinni og sá átti jeppa. Og með aðstoð bifvélavirkja frá næsta þorpi tókst þeim loks að ná bílnum upp. Davíð reyndi að borga bóndanum fyrir greiðann, en þeir neituðu virðulega að taka við eyri. Þetta hafði aðeins verið ánægja fyrir þá, sögðu þeir, að hafa þau í sínu húsí. Rakel var enn óstyrk og eftir sig. En bíllinn virtist ekki mikið skemmdur. Storminn hafði lægt, sólin skein í heiði og þurrkaði fljótlega mestu bleytumar á veg unum. Ökuferðín til sjúkrahússins virt ist endalaus. Rakel þráði að kom- ast í heitt bað og hafa fataskipti. Davíð og hún virtust eiga fátt van talað. Allt sem þau hefðu getað sagt hafði verið sagt um nöttina. Hann vissi núna, að hún ætlaði ekki að bregðast John Kim, jafn- vel þótt hún elskaðí hann Davíð Burney. Þó að hann virti hana, var hann jafnframt beizkur og vonsvikinn. Og þess vegna gekk þeim erfiðiega að tala saman. Þau vora bæði fegin þegar þau komu að trúboðssjúkrahúsinu. Davíð reyndi að brosa þegar hann sagði: — Jæja, það var gaman að kynnast þér, Rakel. Eg býst við að nú sé þessu lokið? Hún kinkaði kolli og sagði. — Já. Þessu verður að ijúka. Við höfum ekki góð áhrif hvort á annað. — Þú hefur góð áhrif á mig, sagði hann. — Viltu alltaf muna það. — Þú hefur verið mjög góður við mig, Davíð, sagði hún. — Ég skal aldrei gleyma því. Hann sagði hörkulega. — Held- urðu að ég kæri mig um þakklæti þitt? — Ef til vill ekki. En þú verð- ur samt að trúa því, að ég er þér þakklát fyrir allt. Hún rétti fram hönd sína og hann þrýsti hana fast. Lífið á spítalanum gekk sinn vanagang. Hún starfaði í skurð- stofunni, aðstoðaði ýmist Davíð eða dr. Sturgeon. Hann var við- felldinn, lágvaxinn maður á miðj- um aldri, og ágætur skurðlæknir. Stundum vann hún á slysavarð- stofunni eða á barnadeildunum. Hún spjallaði við Davis matrónu á matmálstímum. Hún reyndi að vera vingjarnleg við systur Mary Henry, en það var erfitt, hún var óskaplega afbrýðissöm út í hana, vegna þess að hún vissi, að Davíð var aftur farinn að bjóða henni út. Nokkrum vikum síðar fékk hún boð um að hringja í ákveðið síma- númer. Þegar hún hringdi var svarað á kóreönsku og þegar hún sagði til sín sagði röddin: „Bíðið augnablik", og fáeinum augnablik um síðar kom madame Chong í símann. — Gerið svo vel og koma tii mín, sagði madame Chong. — Ég hef fréltir að færa yður. — Ég er laus klukkan tvö eft- ir hádegi, sagði Rakel. — Ég kem þá. Hún tók leigubifreið til heimil- is madame Chong. Kóreanska þjónustustúlkan hleypti henni ínn og leiddi hana inn í íburðar- mikla setustofu madame Chong. Fáeinum mínútum síðar birtist madame Chong í glæsilegum þjóðbúningi sínum. Konurnar hneigðu sig virðulega hvor fyrir annarri. En síðan gekk madame Chong til hennar og faðmaði hana að sér. ' — Barnið mitt, sagði hún. — Ég hef engar góðar fréttir að færa yður. John — — Hvað hefur komið fyrir hann? — Setjist niður, væna mín. Ég hef því miður ekki góðar fréttir af honum, sagði madame Chong dapurlega. — Hann er alvarlega veikur og hefur spurt mikið eftir yður. En ég taldi ekkí öruggt að þér legðuð í ferðina. Ég óttast að yður yrði veitt eftirför. En nú skilst mér að hánn sé í mikilli hættu staddur og þarfnist yðar sárlega. Hann er í felum í grennd við Pusan. Ef hann nær sér aftur, og guð gefi að svo verði, þá verð ur honum engin skotaskuld úr því að komast til Japans í fiskibát. En ég held að ef yður er það fært þá ættuð þér að fara til hans, barnið mitt. Rakel var orðin náföl. — En hvernig get ég komizt til hans? spurði hún. . — Eg get léð yður traustan leiðsögumann. Þetta er á strönd Suður-Kóreu. Þér getið farið þang að flugleiðis á nokkrum klukku- stundum. Gætuð þér fengið leyfi á spítalanum. — Eg ætla að spyrja matrón- una, sagði Rakel skjálfrödduð. Við erum mjög fáliðuð á sjúkra- húsirvU, en ég hugsa að hún leyfi mér að fara. Þér segið að hann sé alvarlega veikur? TÍMINN, laugardaginn 19. september 1964 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.