Tíminn - 19.09.1964, Blaðsíða 9
t
í Fljótsdal, og eiga þau þrjú
mannvænleg börn.
Ég mun ekki rekja starfsferil
Þóraríns Þórarinsssonar að öðru
leyti enda hefur það verið gert
ýtarlegar hér að framan, en þeir,
sem lengi hafa átt samstarf með
honum við Tímann eiga margs að
minnast og margt að þakka. Þór-
arinn hefur lengst af ekki aðeins
verið stjórnmálaritstjóri blaðsins,
heldur og leiðsögumaður um
marga aðra hlutl og langtímum
saman eini ritstjóri þess og átt
mikinn hlut að margvíslegum nýj-
ungum og öðru efni þess. Hann
hefur og ritað margt annað í blað
ið en um stjórnmál, og einkum
fyrr á árum gripið niður svo að
segja hvar sem var á starfsvangi
blaðamennskunnar.
Það er ljóst öllum, sem með r»or
arní hafa unnið, að hann er mik-
ill afkastamaður við ritstörf og
ritfær í bezta lagi, ósérhlífinn
mjög og fljótur til að hlaupa í
skarð, þegar þörfin knýr. Reglu-
semi hans í starfi er meiri en
títt er í blaðamennsku, og eftir
hans verkum þarf sjaldan að bíða
á blaðinu. Hófsöm leiðsögn hans
nýtur sín ætíð vel og vekur traust
og velvíld. Festa hans og skap-
stilling samfara ákaflega skýrri
greind leysir úr mörgum vanda,
áður en að herðir í hnút. En
þótt ég hafi orðið var margra
góðra kosta í fari Þórarins, held
ég, að mér þyki mest til koma
málefnalegs skýrleiks hans og
þeirrar festu að láta ekki stundleg
ar tiifínningar ráða mati mála.
Þekking hans á íslenzkum þjóðn»ál
um er mikil, og um erlend stjórn
mál les hann eins og fræðimaður
sérgrein sína, enda bera skrif
hans um þau mál því glöggt vitni.
Þórarinn Þórarinsson er óvenju
lega fljótur að átta sig á málum,
skilja kjarna þeirra og meginat-
riði, og á létt með að búa skoð
un sína þeim orðum, að greiðist
úr vafningum.
En þeim, sem eiga við hann
dagleg skiptí í samstarfi, þykir að
sjálfsögðu mest um vert félags-
lyndi hans, góðvild, hjálpfýsi, ósér
hlífni og umburðarlyndi. Þéir
kostir verða aldrei ofmetnir í dag
5ari. Glaðlyndi hans og gamansemi
í hópi samstarfsmanna léttir oft
geðið og er vel þegið á góðri
stundu.
Fyrir þetta allt saman vil ég
færa Þórarni innilegar þakkir frá
samstarfsfólkinu hér á ritstjóm
Tímans og árna honum og fjöl-
skyldu hans allra heilla á þess
um merkisdegi í lífi hans. Sjálf
ur vil ég þakka honum samstarf
og vináttu nærfellt tvo áratugi, og
hefur þar aldrei borið skugga á
af hans hálfu.
Þórarinn dvelst erlendis þessa
dagana og fylgist með kosninga-
baráttunni í Svíþjóð og Dan-
mörku og mun rita gminar héi
í blaðið um hana — AK.
Kveðjur frá SUF
í dag eru réttar þúsundir ungra þakkarhanda út
yfir íslandsála. Við þökkum þér forgöngu um stofnun
Sambands ungra framsóknarmanna og ómetanlega for-
ystu fyrstu átta árin.
Við hyllum þig í dag fyrir óeigingjarnt starf fyrir
land og þjóð, og síðast en ekki sízt fyrir að hafa verið
og vera enn einn skeleggasti baráttumaður fyrir mál-
stað íslenzkrar æsku.
Við höfum í dag kjörið þig heiðursfélaga sambands
okkar.
Lifðu heill.
SAMBAND UNGRA FRAMSÓKNARMANNA
ÍÞRÓTTIR
Framhald af 5. síðu.
ur og hugsaði sem svo, að allt
fyrir neðan 8 marka mun yrði að
skoðast sem sígur fyrir KR. Þarna
mættu algerir áhugamenn þraut-
reyndum atvinnumönnum, sem
léku nú á heimavelli sínum. En
hvað skeður svo? KR-liðið nær
vel saman og berst hetjulega.
Fyrri hálfleikinn lék KR svo vel,
að það verður að fara aftur til
ársins 1960 til að fá samanburð.
Þórólfur Beck var meðal áhorf-
enda — og sagðist ekki hafa séð
KR-liðið svona gott í langan tíma.
Varnarleikurinn var sérlega vel
útfærður — og það sem ekki
tókst í fyrri leiknum gegn Liver-
pool í R.eykjavík tókst riú á
Anfield Road. Leikurinn snérist
ekki eingöngu um varnarleik KR,
eða sóknarleik Líverpool, því hvað
eftir annað stormuðu KR-leik-
mennirnir upp að marki Liverpool
og ógnuðu því. Hinii mjög svo
vinsamlegu áhorfendur gáfu KR-
ingum inargsinnis klapp fyrir þess
ar tllraunir — og gífurleg fagnað
arlæti urðu, þegar Gunnar Fel-
ixson skoraði eina mark KR. Fólk
ið hrópaði í kór — Reykjavík,
Reykjavík. f hálfleik var staðan
2:1 fyrir ensku meistarana — og
Shankly framkvæmdastjóra Liver-
pool leizt alls ekki á blikuna. En
eins og búast mátti við. höfðu KR-
ingar ekki úthald á við mótherja
sína og síðari hálfleikinn vann
Liverpool með 4:0.
Þannig er nú lokið okkar fyrstu
þátttöku í Evrópukeppni meistara-
liðá í knattspyrnu. Margir urðu
til þess að gagnrýna KR fyrir að
taka þátt í keppninni — og gera
það enn. Ég get fullyrt, að það
var ekkert, sem íslenzk knatt-
spyrna þurfti að skammast sín fyr
ir í Liverpool. Auðvitað voru
ensku meistararnir miklu sterkari
— það var alltaf vitað — og ef-
laust verður þess langt að bíða, að
íslenzkt meistaralið verði sterk-
ara en enskt meistaralið. En það
er nauðsynlegt að menn skilji, að
það er ekki hinn rétti íþróttaandi
að fordæma þátttöku hins smáa
í leik gegn hinum stóra. Ég er
hræddur um, að íþróttir og kapp
leikir væru lítið iðkaðir í dag, ef
sá andi væri ríkjandi.
Mér finnst að lokum rétt að
geta þess, að þátttaka KR í Evr
ópukeppninni hefur gefið land-
kynningarstarfseminni byr undir
báða vængi. • í lestinni frá Liver-
pool til London hitti ég fólk, sem
vissi býsna margt um ísland. Og
ég spurði hvaðan það hefði sínn
fróðleik, svaraði það: „Gegnum
skrif blaðanna um leiki Liverpool
og Reykjavíkur.“
KR-ingar eiga þakkir skilið fyr-
ir brautrevðjendastarfíð. — alf.
TÍMINN, laugardaginn 19. september 1964
Er hægt að losa
allan síldarflot-
ann á míðunum?
f s.l. mánuði bættist íslenzk-
um síldarútvegi eitt hið merk
asta tæki, síðan kraftblökkin
var tekin í notkun. Þetta er
síldarlöndunardæla, bandarísk
að uppruna, sem framleidd er
af Hárco Marine International
í Kaliforníu. Dælan losar síld-
ina úr skipunum með „va-
cuum“-afli, þ.e. sýgur síldina
upp úr skipinu og skilar henni
á færiband eða bifreiðir til
framhaldsflutnings.
Tæki þetta er fyrirferðar-
lítið og létt. Síldin er soguð
upp úr skipinu gegnum digr-
ar gúmmíslöngur, og er hún
kemur í gegnum sogtækið, fell-
ur hún á flutningaband, er
getur flutt hana beint í síldar-
þrær eða síldarkassa á síldar-
plönum, sem saltað er upp úr,
eða á borð í verksmiðjum og
frystihúsum, þar sem síldin er
tekin til annarrar meðferðar,
s.s. innlagningar, flökunar eða
frystingar.
Síldin kemur í gegnum tæk-
ið eins óþvæld og ósködduð
og frekast má verða. Engar
skemmdir frá löndunarkröbb-
um, göfflum eða öðrum áhöld-
um, eða traðki áhafnarinnar,
þegar hún sjálf þarf að standa
að mokstri úr síldarstíum, því
hér fer aðeins rani sogtækis-
ins niður í stíurnar.
En hér er sagan eigi full-
sögð. Hið merkasta fyrir ís-
lenzkar síldveiðar er það, að
með tæki þessu er einnig hægt
að losa síldina úr síldveiðiskip-
unum á hafi úti, á sjálfu veiði-
svæðinu, yfir í síldarflutninga-
skip, og þurfa þá veiðiskipin
Seigi að yfirgefa veiðisvæðið og
sigla til hafnar til löndunar,
og tapa við það dýrmætum
tíma frá veiðunum. Þetta eitt
út af fyrir sig veldur stærri
byltingu fyrir síldveiðarnar en
menn órar fyrir. Ef nægilega
mörg flutningaskip eru á mið-
unum með veiðiflotanum, út-
búin þessu tæki, geta skipin
því haldið kyrru fyrir á veiði
Isvæðinu á meðan veiði og veiði
veður helzt Getur slíkt svo
margfaldað veiðiafköstin að
ekki verður með tölum talið.
Þá veldur tilkoma tækis
þessa því, að f framtíðinni má
fullnýta allar þær síldarverk
smiðjur. sem nú eru til á land-
Iinu, hvar svo sem síldin annars
heldur sig í sjónum við strend
ur landsins Þetta hefir þá
mikilvægu þýðingu að eigi
verður nauðsynlegt að fjár-
festa i nýjum verksmiðjum og
stækkunum verksmiðja á því
landshorninu. sem síldin '
augnablikinu heldur sig mest
við. En þar eð búast má við
margfölduðum veiðiafköstum.
verður framvegis hægt með
meira raunsæi að staðsetja við
bótarverksmiðjur, sem aukin
aflabrögð krefjast.
I.öndunartæki það sem hér
Hafrún losuð á miöunum.
er um að ræða, er framleitt
af Harco Marine Internationale
í Kaliforníu. Uppfinningamað-
urinn H. J. Kimmerle kom
fyrst fram með tæki þetta árið
1949. Hann fékk einkaleyfi á
tækinu 1954 og aftur á endur-
bættri útgáfu þess 1956. Um
þær mundir keypti fyrirtækið
Harco Marine Internationale
einkaleyfið, og setti þegar í
stað nokkra verkfræðinga og
tæknifræðinga í það að full-
komna tækið, ráða bót á byrj-
unarmistökum og aðlaða það
sérstaklega að fisklöndun og
dælingu upp úr síldarnótunum
og þ.u.l. Ennfremur beindust
lagfæringar sérstaklega að því,
að gera tækið þannig úr garði,
að það skilaði síldinni og öðr-
um smáfiski gersamlega ó-
skaddaðri í land, svo það hæfði
sem bezt niðurlagningar og nið
ursuðuverksmiðjunum. Þetta
tókst með ágætum, og gat svo
fyrirtækið ákveðið árið 1960,
að nú mætti hefja framleiðslu
þess fyrir heimsmarkaðinn, því
tæknileg reynsla hafði sýnt, að
tækið hafði náð þeirri full-
komnun er til var ætlazt. Er
nú tækið í notkun hjá öllum
stærstu fiskniðursuðuverk-
smiðjum Bandar., svo sem:
Star Kist, Van Camp og Cal.
Pack, svo nokkur séu nefnd.
og hefur alls staðar reynzt með
ágæturn. Þá hafa tækin verið í
notkun nokkur undanfarin ár
Suður-Afríku, Perú og Chile,
og alls staðar reynzt mjög vei
Er eftirspurn nú svo mikil, að
verksmiðjan hefir vart undan
an anna þeim.
Fyrsta tækið, sem selt er á
Evrópumarkað er tæki það.
sem Einar Guðfinnsson, út-
gerðarmaðui' á Bolungarvík
keypti til reynslu um borð í
olíuskipið Þyril. Undir stjó-rn
Haraldar Ásgeirssonar verk-
fræðings og Hjalta Einarsson-
ar fiskiðnfræðings, hefur tæki
þetta síðan verið reynt undan-
farinn mánuð, og telja þeir, að
tilraunin hafi tekizt með ágæt-
um og mjög jákvæða, þrátt
fyrir erfiðar aðstæður um
löndun vestur í Bolungarvrk.
Við löndun við réttar að-
stæður, má ná afköstum sem
nema rúmlega 100 tonnum á
klukkustund, eð 1000 tunnum.
Eru það um 150% meiri afköst
en þekkjast um löndun með
öðrum tækjum. En það, sem
mest er ntn vert, er það, að
skipshöfnin losnar við allan
mokstur, því rani sogtækisins
sækir síldina í hverja stíu,
svo aðeins hreinsunin fellur á
áhöfnina.
Einkaumfooð fyrir Harco
Vacu Lift, en það er heiti tæk-
isins, hefur Transit Tradi'ng
Company í Reykjavík, sem rek-
ið er af Geir Stefánssyni stór-
kaupmanni, og hefur hann
einnig hönd í bagga um söluna
til allra Evrópulanda.
Fjöldi fyrirspurna hafa þeg-
ar borizt frá Noregi, eftir að
blöð hér höfðu skýrt frá
árangri tilraunarinnar með
löndunartækið. Hyggjast Norð-
menn setja tækin í stór flutn-
ingaskip, er flutt geti sildina
af íslandsmiðum til norskra
verksmiðja. Virðast Norðmenn
hafa hug á, að missa nú’eigi af
strætisvagninum, eins og til
fellið var í. byrjun um kraft-
blökkina. En þess er ánægju-
legt að minast, að það er ís-
lenzkt framtak, sem fyrst not-
færir sér þessa stórmerku nýj
u ng í Evrópu.
Bandarisk síldarlöndunardæla, sem
afkastað getur 1000 tunnum á sól-
arhring vekur mikla athygli.
- ■
9