Tíminn - 19.09.1964, Blaðsíða 7

Tíminn - 19.09.1964, Blaðsíða 7
Utgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN. Framkvæmdastióri: K.rist.ián Benediktssom Ritstiórar: Þórarinn Þórarinsson fáb). Andrés Kristiánsson. Jón Helgason og Indriði G Þorsteinsson Fuiltrúi ritstiórnar: Tómas Karlsson Frétta stióri: Jónas Kristiánsson Auglýsingasti.: Steingrímur Gíslason. Ritstiórnarskrifstofur ( Eddu-húsinu. símar 18300—18305 Skrif- stofur Bankastr 7 Afgr.sim) 12323 Augl. sími 19523 Aðrar skrifstofur, simi 18300 Áskriftargjald kr 90,00 á mán. lnnam lands — t lausasölu kr 5,00 eint — Prentsmiðjan EDDA h.f. Vaxtakýlið Kosningabaráttan í Bretlandi stendur nú sem hæst, og deilur eru allharðar um efnahagsmálastefnu brezku íhaldsstjórnarinnar hin síðustu ár, sem leiðtogar verka- mannaflokksins telja hafa leitt til stöðnunar, auðsöfriun- Jir gróðafélaga og einstaklinga og allt of hægra fram- fara á efnahag og kjörum almennings, svo og orð'ð hem- ill á almennri uppbyggingu í landinu. Það atriði, sem einna oftast er rætt í þessum ejnum, er vaxtapólitík stjórnarinnar, en hún hækkaði vexti töluvert og hefur haldið þeim allháum. Talið er, að þetta hafi haft mest lömunaráhrif á efnahagsmál Bretlands í tíð íhaldsstjórn- arinnar. íslenzka íháldsstjórnin, sem við tók 1959, tók sér sér brezku stjórnina til fyrirmyndar í vaxtapóiitík og hugðist meira að segja gera mun betur og hækkaði út- lánsvexti í 12% svo sem frægt or orðið og varð að breyta okurlögunuin til þess. Eftir tvö ár neyddisí stjórnin þó til að láta undan síga og lækkaði vextina í 9%. enda ófarnaðurinn af þessu frumhlaupi svo stórfelldur, að alls staðar blasti við. En eigi að síður hafa vextirnir síðan verið allt of háir og verið eins og graftarkýli 1 efnahags- lífi landsmanna síðan, og það á öðru fremur sök á því, hve herfilega ,,viðreisnin“ hefur leikið landsmenn. Þessi vaxtapólitík er og einn hornsteinn undir þeirri barð- vítugu íhaldsstefnu,, sem hér hefur ráðið ríkjum hin síðustu ár og hert tök að almenningi. Þessir okurvextir hafa nú fléttað sig að meira eða minna leyti inn í allt efnahags- og framleiðslukerfið með þungbærum afleiðingum stóraukins fjármagnskostnaðar. Bólgan frá vaxtakýlinu hefur og þariið út verðlagið og síðan gert kaup'gjaldsmálin ljtt , viðráðanleg. Fram- leiðslan berst í bökkum. Útvegurinn er víða að sligast, þrátt fyrir geysimikið og óvenjulegt aflamagn missirum saman. Landbúnaðurinn er hart leikinn. Nýlokið iðnað- arþing kvartaði sáran yfir því, að iðnaðurinn stæðist ekki samkeppni. í öllu þessu koma frarn eiturverkamr frá vaxtakýlinu. Það á að vísu ekki sök á öllum ófarnaði efnahagsstefnunnar, en það er ein meginorsök henner enda virðist slík vaxtapólitík hafa orðið ráð íhaldsafla í ýmsum löndum til þess að koma á aftur íhaldsstjórnar- kerfi eftir frjálslyndari stjórnarskeið. Öllum er ljóst, að svona háa vexti er ekki innt að hafa til langframa. Þess vegna sagði ,viðreisnars)jórnin“ að háu vextirnir ættu aðeins að gild i til bráðabirgða. En þeir gilda enn eftir sex ára stjórnarsetu. Tilræði við unga fólkið , En þótt skaðsemi okurvaxtafótanns komi víða fram, er þetta þó fyfsi og fremst tilræði við unga tólkið í land- inu, sem er að byggja upp framtíð sína. Eins ng aliir vita þarf ungt fólk, fremur en aldvað á lánum að halda til þess að byggja séríbúðir.stofna heimili qg koma á fót atvinnurekstri fyrir sig: Þar sem efnahagslífið er með eðlilegum hætti, fer meirihluti unpbyggingar nverrar þjóðar fram á vegum ungs fólks.'f’ess vegna eru vaxfa- kjör eitt mesta hagsmunamál ungs íólks Okurvextir ár um saman eru klafi á framtaki þess öðrum fremur, r.g því um leið eitt áhrifaríkasta ráð. sem íhaidsöfl hafa til þess að hefta uppbyggingu. ,sem er æskunui og almeno ingi til hagsældar Unga fólkið. sem verið hefur ið byggja upp framt.íð sína óg íslenzku þióðarinnar síðustn sex árin. hefur orðið að bera þessa hvrði or fær:. íhalds- öflunum þí-isa þungu fórn. Hve lengi á hún að liggja á herðum þess? Níu tíma héraðsmálafundur í Skúlagaröi í Kelduhverfi stjórn Búnaðarsambands Norður-1 Víðtækar Þingeyinga til almenns héraðs- málafundar í Skúlagarði í Keldu- hverfi. Sótti fundinn fjölmenni úr nær öllum hreppum sýslunnar austan og vestan Öxarfjarðarheið- ar. Á fundinn var m.a. boðið ai- þingismönnum í Norðurlandskjör- dæmi eystra og stjórn Búnaðar- sambands Suður-Þingeyinga. Formaður Búnaðarsambands Norður-Þingeyinga, Þórarinn Har- aldsson, bóndi í Laufási í Keldu- hverfi, setti fundinn og lýsti til- gangi hans. Fundarstjórar voru kjörnir Helgi Kristjánsson, bóndi í Leirhöfn á Melrakkasléttu, og Óli Halldórsson, bóndi á Gunnars- stöðum í Þistilfirði. Fundarritarar voru Þórarinn Þórariasson í Vog- um í Kelduhverfi og Grímur Guð- björnsson, Syðra-Álandi í Þistil- firði. Ræddir voru sex málaflokkar og gerðar víðtækar ályktanir, sem fólu í sér áskoranir á stjórnvöld um öflugán stuðning við nauð- synjamál héraðsins, svo og. þau mál, sem varða dreifbýlið al- mennt. umræður og ályktanír I Skólamál. Framsögumaður var Björn Har- aldsson, bóndi í Austurgörðum í Kelduhverfi, formaður fræðslu- ráðs Norður-Þingeyjarsýslu. Gerði hann mjög ýtarlega grein fyrir á- standi fræðslumálanna í héraðinu, bæði að því er varðar barna- fræðslu og gagnfræðanám. Lagði ræðumaður m.a. áherzlu á nauð- syn þess að koma upp héraðsskóla í sýslunni og skýrði frá þeim að- gerðum, sem gerðar hefðu verið heima fyrir til þess að halda uppi framhaldskennslu í Skúlagarði. II. Veiðlagsmál landbúnaðarins. Framsögumaður var Sigurður Jónsson, oddviti, Efra-Lóni á Langanesi. í ræðu sinn iræddi hann . horfur í búnaðarmálum Norður-Þingeyinga og taldi, að ör- lög byggðar í sumum hreppum sýslunnar væru ráðin, ef ekki yrði skjótlega úr bætt um afkomu og að stæður bænda. Meðaltekjur bænda í N.-Þing., sl. ár voru 67 þús. kr. og í einum hreppi sýslunnar voru meðaltekjur aðeins 51 þús. Taldi hann verðlagsgrundvöllinn rang- látan og honum yrði að breyta, fyrst og fremst til hagsbóta fyrir sauðfjárbændur, en aðalatriðið væri, að bændum væru tryggð full laun í samræmi við tilgang fram leiðsluráðslaga. III. Önnur landbúnaðarmál. Framsögumaður var Þórarinn Kristjánsson, bóndi í Holti í Þistil- firði Ræddi hann ýmiss atriði, er varða landbúnaðinn og þróun hans og mikilvægi fyrir þjóðarheildina Benti ræðumaður á nauðsyn þess að auka fjármagnið í landbúnaðin- um m.a. með því að tryggja bænd- um aðgang að nauðsynlegum af- urða og rekstrarlánum og með því að ætla sérstakt fjármagn til framleiðniaukningar. IV. Rafmagnsmál. Framsögumaður var Björn Guð- mundsson, oddviti Lóni í Keldu- hverfi. Sagði hann, að ein megin- forsendan fyrir því. að landið allt liéldist í byggð væri, að rafmagns- mólin leystust með viðunandi hætti þannig að sem allra flest eða öll sveitabýli nytu samveitu Frá héraðsmálafundinum í SkúlagarSI 4. september. rafmagns, enda yrði „vegalengd- arreglan“ rýmkuð verulega frá því sem nú er. V. Samgöngumál. Framsögumenn voru Þórhallur Björnsson, kaupfélagsstjóri á Kópaskeri og Eggert Ólafsson, bóndi í Laxárdal í Þistilfirði. Gerði Þórhallur einkum grein fyr- ir samgöngumálum í sýslunni vestan heiðar, en Eggert austan heiðar. Mjög skortir á, að innan- héraðsvegir séu í viðunandi á- standi, og teppast þeir oft mán- uðum saman vegna snjóa á vetr- um, enda víðast óupphlaðnir, eða j vegna aurbleytu á vorin. Þannig voru vegir í vesturhluta sýslunn- ar bannaðir vegna aurbleytu sam-! fleytt í 10 vikur vorið 1963. Veru-! I legra umbóta er þörf í höfnunum I j á Þórshöfn og Kópaskeri, enda i flutningar á sjó mikilvægir fyriri héraðið. Verið er að ýta upp nýrri flugbraut á Kópaskersflugvelli, enda hefur flugvöllurinn lokazt í fyrstu snjóum til mikils baga fyr- ir héraðsbúa. Þórshafnarflugvöll- ur hefur reynzt vel staðsettur og hin mesta samgöngubót, en þörf er að byggja þar aðra flugbraut (krossbraut). VI. Heilbrigðismál. Framsögumaður Þorsteinn Stetn grímsson, oddviti, Hóli í Prest- hólabreppi. Lýsti hann þeim gíf- urlegu erfiðleikum, sem reynzt | hefðu á því að halda héraðslækn-; um til frambúðar í vesturhluta sýslunnar, þ.e. á Kópaskeri og Raufarhöfn. Munu ekki færri en 23 héraðslæknar hafa þjónað á þessu svæði (hinu gamla Öxar- fjarðarhéraði) á 20 árum. Þó þjón- aði einn Kópaskerslæknir full sex ár og annar þrjú ár. Þannig að viðdvöl sumra anparra hefur ver- ið ærið stutt. Læknirinn á Rauf arhöfn hefur haft gegningarskyldu á Kópaskeri, en nú er hann á för- um j haust og enginn læknir ráð- inn í hans stað og því horfur á, j að ve.stursýslan verði læknislaus um lengri eða skemmri tíma. i Ræðumaður gat þess, að á báðum stöðum, Raufarhöfn og Kópaskeri, væru vandaðir læknisbústaðir og héruðin síður en svo tekjulítil. Níu tíma fundur. Héraðsmálafundurinn stóð níu klst. og fór hið bezta fram. Auk framsögumanna tóku margir til máls, þar á meðal Hermóður Guðmundsson, formaður Búnaðar- sambands S.-Þing., og allir við- staddir alþingismenn, en þeir voru Karl Kristjánsson, Jónas G. Rafn- ar, Gísli Guðmundsson, Ingvar Gíslason, Magnús Jónsson og Bjartmar Guðmundsson. Einna lengstar umræður urðu um verð- lagsmál landbúnaðarins og almenn landbúnaðarmál. Einhugur ríkti meðal fundarmanna um að fylgja eftir með festu þeim ályktunum, sem gerðar voru, enda snerta þær öll meiriháítar hagsmunamál hér- aðsbúa. Konur í Kelduhverfi sáu um kaffiveitingar af mikilli rausn og myndarskap. VIÐSKIPTA- SAMNINGUR HINN 12. sept. var undirritaO í Varsjá samkomulag um viðskipti milli íslands og Póllands fyrir tíma bilið 1. okt. 1964 til 30. sept. 1966. Samkvæmt vörulistum, sem sam ið var um, er gert ráð fyrir, að ísland selji eins og áður saltsíld, fysta síld, fiskimjöl, lýsi, saltaðai gærur auk fleiri vara. Frá Póllandi er m. a. gert ráð fyrir að katrpa kol, timbur, járn og stálvörur, vefn aðarvörur, efnavörur, sykur, výlar og verkfæri, búsáhöld, skófatnað kartöflur auk fleiri vara. Af íslands hálfu undirritað! samkomulagið dr. Oddur Guðjóns- son, en af hálfu Pólverja Star.i- slaw Stanislav;ski. fcrstióri. Utanríkisráðuneytið, Rvík, 17 sept. 1964. ÝTi* ■ *• “ 5eptcmb«r 1964 7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.