Tíminn - 23.09.1964, Side 5
lllllli ít=RÚ‘ 1'TIR r" : —p— 1 —
RITSTJORI: HALLUR SIMONARSON
TILLÖGUR FRÁ
ÍÞRÓTTAÞINGI
Á íþróttaþinginu, sem háð var
um helgina, voru margar tillögur
samþykktar og fara hér á eftir
tillögur íþróttanefndar. Blaðið
mun næstu daga birla meira frá
íþróttaþinginu.
íþróttanefnd hefur farið yfir
og rætt þær tillögur, sem lagðar
voru fyrír nefndina og leggur til
að þær verði samþykktar þann-
ig:
Frá framkvæmdastjórn ÍSÍ.
fþróttaþing ÍSÍ 1964, heimilar
framkvæmdastjórn að hefja und-
irbúning að því að koma upp æf-
inga- og námskeiðabúðum fyrir
íþróttasamtökin.
íþróttaþing 1964 telur að sú
þróun sé eðlileg, að sérsamband
verði myndað fyrir íslenzka glímu.
Fyrir því felur þingið framkv.
»tj órn ÍSÍ að vinna að undirbún-
ingi og stofnun sérsambands í
glímu, á þessu hausti.
fþróttaþing ÍSÍ 1964, lýsir yfir
eindregnum stuðningi við tillögur
þær um uppbyggingu íþrótta-
mannvirkja, er nefnd sú hefur
samið, er menntamálaráðherra
skipaði á sl. ári, til þess að athuga
fjármál og framkvæmdir íþrótta-
sjóðs.
Frá íþróttanefnd.
íþróttaþing ÍSÍ 1964, fagnar
þeim framkvæmdum, sem í sum
ar hefur verið unnið að við íþrótta
kennaraskóla íslands að Laugar-
vatni.
Jafnframt beinir þingið þeim
tilmælum til menntamálaráðherra,
að hann hlutist til um að gerð
verði fimm ára áætlun um upp
byggingu fþróttakennaraskóla ís-
lands.
Frá íþróttamerkjanefnd.
íþróttaþing haldið í Reykja-
vík dagana 19. og 20. sept. 1964,
samþykkir:
1. Hafin skuli keppni um íþrótta-
merki ÍSÍ fyrir konur.
2. Aldurtakmark verði lækkað úr
16 árum í 14 ár.
Frá Þorsteini Einarssyni.
íþróttaþing ÍSÍ haldið 19. og
20. september 1964, samþykkir að
beina þeim tilmælum til háttvirts
menntamálaráðuneytis, að húsa-
kynni til íþróttaiðkana séu reist
við hvern nýjan skóla jafn
snemma og fyrstí áfangi viðkom
andi skóla.
SííííííííííííííS'ít
ALFREÐ ÞORSTEINSSON SKRIFAR FRÁ LUNDÚNUM:
Hlð unga llð Chelsea í
sviðsljósinu á Englandi
Hefur nú þriggja stiga forskot í 1. deild eftir sigur gegn Leeds
London, 20. september.
Chelsea er í sviðsljósinu í enskum knattspyrnuheimi um þessar
mundir, og þegar þetta er skrifað, hefur liðið tekið örugga forustu
í 1. deildar keppniniri, hlotið 15 stig úr 9 leikjum, og er nú eina
iiðið, sem ekki hefur tapað leik. Næstu lið fyrir neðan eru Sheffield
Utd., Arsenal og Blackpool, öll með 12 stig.
Hvernig verður svo framhald-
ið, tekst þessu unga Chelsea-liði
að halda strikinu og vinna deildar-
keppnina? Chelsea var á toppin-
um 1954—55, eða fyrir 10 árum,
og varð þá enskur meistari. Síð- j
nn það varð hafa skipzt á skin og
ekúrir. fall niður í 2. deild, en'
eíðan afturkoma í 1. deild — og
\ síðasta keppnistímabili var j
Chelsea meðal toppliðanna, íj
,'immta sæti með 50 stig, en þess:
má geta, að Liverpoól sigraði með
57 stigum.
Hér í Lundúnum var Stamford
Bridge leikvangur Chelsea, undir
fmásjá s.l. laugardag, þegar Chel-j
»s>a mætti Leeds Ut. Mikið öng-;
þve’ti skapaðist við Fulham Broad-j
way sem er næsta neðanjarðar-
járnbrautarstöð við Stamford
Bridge. Þúsundir fólks streymdu
að úr öllum áttum og höfðu tugir
lögregluþjóna nógan starfa við að
stjórna hinni miklu umferð.
Og hvers vegna var áhuginn
fyrir þessum leik svona mikill?
Þarna mættust tvö efstu Iiðin í
deildinni. Chelsea hafði fyrir
þennan leik 13 stig, en Leeds
Utd. 11 stig — og nú hafði Leeds
möguleika á því að ná Chelsea
og skjóta sér þar með einnig upp
í efsta sætið. Leeds Utd. kom eins
og kunnugt er, upp úr 2. deild á
síðasta keppnistímabili Liðið hef-
ur innan sinna vébanda marga
reynda leikmenn, þ.á.m. Bobby
Collins, sem áður lék með Celtic
og Everton, honum er mest þakk-
aður framgangur Leeds að undan-
förnu. Þá má nefna Jack Charl-
ton, bróður hins fræga enska
landsliðsmanns, Bobby Charlton,
Manch. Utd. Jack hefur leikið með
Leeds um 11 ára skeið og leikið
um 300 ieiki með liðinu. — í
þessum leik saknaði Chelsea hins
leikvana Thambling, sem meidd-
ist I leik um síðustu helgi, en
annars var liðið skipað að mestu
leyti eins og í fyrri leikjum.
Það var greinilegt, að tauga-
spenna var allsráðandi hjá leik-
mönnum beggja liða, sérstaklega
fyrstu mínúturnar. Harkan var
mikil — og hvað eftir annað varð
dómarinn að stöðva leikinn vegna
grófra brota, átti þetta jafnt við
um bæði liðin. Á 18. mín. gerðist
atburður, sem kom hinum mörgu
áhangendum Chelsea til að rísa
úr sætum og steyta hnefana.
Collins hjá Leeds missti stjórn á
sér eitt andartak og gaf Harris,
vinstri framverði Chelsea, hnefa-
högg. Þetta gerðist eftir að Harris
hafði unnið návígi. Dómarinn
stöðvaði leikinn umsvifalaust og
Á íþróttaþingi, sem haldið var i Reykjavík um helgina, eins og
skýrt var frá í blaSinu 1 gær, var Gísli Halldórsson einróma end-
urkjörinn forseti ÍSÍ. Myndina hér aS ofan tók Ijósmyndari Tímans,
GE, þegar Gísli Halldórsson setti íþróttaþingið á laugardag.
gaf Collins áminningu. (Hrædd-
ur er ég um að íslenzkir knatt-
spyrnudómarar hefðu farið öðru
jvísi að og rekið viðkomandi leik-
, mann af velli). Eftir u.þ.b. 30
mín. leik missti Leeds mann út
af, Giles, hægri útherja, en hann
hlaut meiðsli í hnéi, lék því Leeds
með 10 menn það sem eftir var
Leikurinn hafði fram að þessu
verið mjög jafn, . en nú tóku
Chelsea-leikmennirnir við sér —
og nokkrum mínútum fyrir hlé
skoraði vinstri innherjinn, Ven
ables, stórglæslega með þrumu-
skoti. Chelsea átti mun meira í
síðari hálfleik og þá skoraði hinn
ungi framvörður. Hollins, mark af
löngu færi.
Þinnig vann Chelsea þennan
leik með 2 : 0 og hefur nú þriggja
stiga forskot i 1. deild. Það var
lítíll glans yfir Chelsea-liðinu,
sem ég sá s.l. iaugardag, en þetta
er tvímælalaust jafn bezta liðið.
sem ég hef séð hingað til, enginn
veikur punktur. Af framlínu
leikmönnunum voru Bridges og
Framhald á bls. 6.
Finnland
Noregur
SvíþjóS
Danmörk
3 2 0 1 3—3 4
2 110 3—1 3
3 1115—33
2 0 0 2 2—6 0
Finnar hafa því enn mögu-
leika á því að sigra í keppninni
og verða Norðurlandameistar-
ar, en það fer eftir úrslitum í
ieik Danmerkur og Noregs
hinn 11. október í Kaupmamna-
höfn. Þess má geta, að Danir
vinna Norðmenn yfirleitt alltaf.
nUlnlMl
FRETTIR
• Hollctndingar sigruðu Dani
með eins stigs mun — 106 gegn
105 — í landskeppni í frjálsum
íþróttum, sem háð var í Breda
í Hollandi á laugardag og
sunnudag. Danir voru óheppn-
ir, þar sem annar maður þeirra
í 400 m. grindahlaupi var
dæmdur úr leik — og það varð
tll þess að þeir töpuðu keppn-
inni. Hollendingar sigruðu í
spretthlaupunum, en Danir
unnu hins vegar öll hlaujp frá
800 m. og upp úr. Jörgen Dam
sigraði í 1500 m. á 3:51.6 mín.
og í 5000 m. á 14:19.6 mín.
Thyge Thögersen sigraði i 10
km. á 30:22.2 mín. Athyglis-
verðasta árangrinum í keppn-
inni náði Koch, Hollandi, í
kringlukasti, kastaði 55.58
metra.
• í landskeppmi ítalíu, Nor-
egs og Svíþjóðar f frjálsum
íþróttum, sem háð var á Ólym-
píuleikvanginum í Róm um
helgina, setti Oddvar Krogh
nýtt, norskt met í sleggjukasti, ;
kastaði 65.80 metra. Hann átti
sjálfur eldra metið 64.83 metra.
ftalía vann Svíþjóð 111—97 og
Noreg 113—95, og Svíþjóð
vann Noreg 107—101.
• Stan Cullis, hvnn frægi
framkvæmdastjóri Úlfanna,
sem rckinn var frá félaginu í
sfðustu viku, hefur tilkynnt, að
j hann muni hætta afsfciptum af
I knattspyrnu. ítalska félagið Ju-
I' ventus bauð honum að gerast
framkvæmdastjóri hjá félaginu
með 10 þúsund ipunda árslaun
og emska liðið Sunderland bauð
honum einnig framkvæmda
stjórastöðu. Cullis afþakkaði á
þeim forsendum, að hann
treyst'i sér ekki til þess að
vinna þessum félögum á sama
hátt og hjá Úlfunum, en þar
var hann í 30 ár, fyrst sem leik-
maður og síðan sem fram-
i kvæmdastjóri.
• Svíar voru heppnir að ná
jafntefli í landsleik við Norð-
menn, sem háður var í Osló á
sunnudag, en þetta er í þriðja
sinn í röð, sem þessar þjóðir
gera jafwtefli í landslcik i
knattspyrnu. Norðmenn sóttu
mjög mest allan leikinn, en þó
voru Svíar fyrri til að skora.
Nýliðinn Bo Larsson skoraði
úr vítaspyrnu á 39. mín. eftir
að brotið hafði verið gegn hon-
j um. Norðmenn jöfnuðu eftir
10 mín í s.h. er útherjinn Finn
Seeman skallaði í mark. Á 16.
j mín. fengu Svíar aftur víta-
spyrnu, en Beingt Lindskog
j spyrnti knettinum beint á
markvörð Norðmanna. 25 þús-
und áhorfendur sáu leikinn.
Staðan er nú þannig i Norður-
landakeppnkini;
7 í M I N N, miðvikudagur 23. september 1964.
O