Tíminn - 08.10.1964, Blaðsíða 2
Miðvikudagur, 7. október.
NTB-Kairo. — Eftir tveggja
klukkutíma viðræður í dag í
Kongo var samþykkt, að Egypt
ar og Alsfrbúar opnuðu aftur
sendiráð sín í Leopoldville og
um leið fengu sex manns úr
fylgdarliði Tshcmbes forsætis-
ráðherra leyfi til að yfirgefa
höllina þar sem hann situr í
varðhaldi. /
NTB-Kongo. — í kvöld bárust
fréttir um það frá Kongo, að
miklir bardagar geisuðu nú í
Lodja, höfuðborg Sankurun-
sveitarinnar, en hersveitir rík
isstjórnarinnar sigruðu upp-
reisnarmenn þar fyrir fáein-
um dögum.
NTB-Istanbul. — 19 manns
misstu lífið í jarðskjálftunum,
sem geisuðu í norð-vestur Tyrk
landi í gær. 26 manns slösuðust
og mikið tjón varð á mann-
virkjum.
NTB-New Orleans. Alls létu
37 manns lífið í fellibylnum,
sem um helgina varð í Lousi-
ana og í kringum 25.000 fjöl-
skyldur biðu mikinn skaða við
óveðrið.
NTB-Asuncion. — Mikil varúð
var í dag viðhöfð við komu De
Gaulle til Paraguay, en þar varð
smáuppþot í dag. Alls munu í
kringum 30.000 ermenn gæta
forsetans í Paraguay.
NTB-London. — 3.500 hafnar-
verkamenn í London og Til-
bury lögðu í dag niður vinnu,
og urðu 10 skip fyrir óþægind-
um af verkfallinu í dag.
NTB-Salisbury. — Dómsmála-
ráðherra S.-Rhódesiu, Desmond
Lardner-Burke, lýsti í dag yfir
neyðarástandi í afríkanska borg
arhlutanum Harare í Salisbury.
Ætlunin er að taka til fanga
alla glæpamenn og óróaseggi,
sem að undanförnu hafa gert
íbúum borgarinnar lífið leitt.
NTB-Moskva. — Bandaríkin
hafa vísað á bug þeim mótmæl
um Sovétríkjanna, að mennirn
ir fjórir, sem Rússar gerðu
húsrannsókn hjá hafi verið
njósnarar.
NTB-Aþenu. — Pétur prins
hefur nú beðizt afsökunar á
uppþoti því, sem hann kom af
stað um daginn og ségir að
hann muni bíða betri tíma og
ræða þá vandamál sín við Kon
stantín Grikkjakonung.
NTB-Berlín. — Þúsundir her
manna tóku í dag þátt í her
sýningu í tilefni af 15 ára af
mæli A.-þýzka lýðveldisins. Með
al gestanna við hátíðahöldin
var ritari sovézka kommúnista
flokksins, Leonid Bresjnev.
NTB-Hong Kong. — Hanoi-út
varpið heldur því fram i dag,
að bandarískar og S.-vietnam
iskar flugvélar hafi varpað
sprengjum á fiskimenn á Ong
keo-flóa í Bien Hoa. 180 manns
eiga að hafa misst lífið, en
alls voru 400 fiskimenn á fló
anum.
Deilt um Profumo í kosningabaráttunni
NTB-London, 7. október. j
f dag var hið mikla stjórnmála-1
hneyksli Breta, Profumo-málið,;
mjög á dagskrá í kosnimgabarátt-
xmni. Það atvikaðist þannig, að
Quent'in Hogg, vísindamálaráð-
herra, var á þriðjudagskvöldið
staddur í Plymouth og hélt kosn-
ingaræðu. Þá greip einn fulltrúi
verkamannaflokksins fram í fyrir
honum með hrópum um Profumo-
SAS-LOFTLEIÐIR
Eramhald af 1 síðu
bert í Stokkhólmi, að fargjalda
stríðið er kooiið fyrir ríkis-
stjórnir viðeigandi landa. Ein
hvern næstu daga munu full-
trúar skandinavisku utanríkis-
ráðuneytanna ræða málið í
Kaupmannahöfn, áður en
nokkuð frekara gerist. Samn-
ingaviðræður hafa hingað til
verið á milli loftferðayfirvalda
landanna, en þar sem ekkert
miðaði í samningsátt hafa rík
isstjórnirnar tekið málið að sér.
Aftonbladet segir, að það sé
greinilegt, að nú eigi að gera
út af við starfsemi Loftleiða.
Blaðið minnir á það, að for-
maður SAS, Karl Nilsson, hafi
boðað, að í ár yrði hagnaður
SAS 68 milljónir sænskra
króna. Þegar tekið sé tillit til
þess, séu hinar nýju árásir á
íslendinga enn ósmekklegri og
meira ósdmandi. Aftonbladet
gagnrýnir einnig mjög afstöðu
sænska flugumferðarstjórans,
Henrik Winberg. Loks varpar
blaðið fram þeirri spurningu, '
hvort Henrik Winberg sé ein j
hvers konar undirtylla Karl j
Nilssons í SAS. I
hneykslið. Hogg bað manninn þá;
um áð samna það, að engir hór-
karlar sætu á bekkjum stjórnar
andstöðunnar í neðri deildinni. !
Eins og kunnugt ,er kostaði
Profumo-hneykslið ráðherrann
John Profumo stöðu sína, þegar
það kom í ljós, að hann hafði stað;
ið í sambandi við væudiskonuna
Ohristine Keeler, sem samtímis
hafði umgengizt sovézkan sendi-
AGNETE LOTH
Framnald ai l síðu
í góðum hillum í nýinnrétt
uðum lestrasal og ekkert sé
hægt að finna að geymslu-
skilyrðunum. Handritin
liggi engan veginn í haug,
eins og sumir virðist halda.
Það sem um sé að ræða, sé
að þessi handrit hafi leng
ur verið í einkaeign en þau
dönsku og því séu þau slitn-
ari, óhreinni og dekkri en
þau, jafnvel þótt þau séu
yngri. „Við eigum þess iðu-
lega kost að sjá þessi hand-
rit“, segir hún ennfremur,
„því að bæði fara danskir
fræðimenn til íslands til að
rannsaka þau og eins eru
lán tíð. Við fáum handrit
lánuð á íslandi og íslending
ar fá lánuð handrit hjá
stofnuninni hér.“
ráðsstarfsmann. Hogg sagði mann
inum, að hann skyldi svo sann
arlega svara spurningum um Pro-
fumo-hneykslið, ef þeir, sem
spyrðu hann, gætu sannað, að eng
inn þingmaður stórnarandstöðunn
ar hefði drýgt hór. Ef þeir gætu
ekki sannað það, bætti hann við,
þá ættu þeir ekki að vera að velta
sér upp úr skítnum.
Formaður verkamannaflokksins,
Harold Wils., sagði í dag, að hann
liti mál þetta alvarlegum augum,
NYRVEGUR
PE—Hvolsvelli, 7. október
f gærmorgun var tekinn í notk-
un nýr vegarspotti ^ sunnan við
Hárlaugsstaði í Ásahreppi, og
leggjast við það niður tvær ill-
ræmdar beygjur í svokallaðri Hár-
laugsstaðabrekku eða Brattastíg.
Önnur beygjan, sú neðri var blind
beygja og hafa á undanförnum
árum verið þar alltíðir árekstrar.
Við tilkomu hins nýja vegar-
spotta styttist Suðurlandsvegur
um 1 til 2 kílómetra, og fagna
menn þessari nýju vegabót, en víð
ar þyrfti að sníða af slysstaði eins
og til dæmis austan við Eystri
Rangá, en þar er blindbeygja, sem
mörgum hefur orðið hált á, og það
ekki að ósekju.
en sagðist ekkert um þetta vilja
segja, fyrr enn forsætisráðherrann
j hefði sagt sitt í málinu. Það mundi
hann án efa gera, því það hlyti að
vera hægt að ganga út frá því
j sem vísu, að fyrirliði flokks Hoggs
mundi hafa eitthvað um þetta að
segja.
Leiðrétting
í grein Finnboga Guðmundsson-
ar varð línubrengl, sem höfund-
ur er beðinn velvirðingar á. Rétt
á málsgreinin að vera þannig:
Við getum ekki annað gert á
þessari stundu en haldið ótrauðir
áfram að hlynna að þeim fræð-
um, er við hljótum jafnan að
telja þjóðarnauðsyn að sinna sem
bezt.
Við treystum því, að Dönum
auðnist að leysa handritamálið
svo, að öllum góðum mönnum
í Danmörku verði að lokum jafn
kært að skila handritunum og
okkur að taka við þeim.
Hver skil í skiptum þjóðanna
hafa ætíð magnað fslendinga til
nýrra dáða og aukið vinarþel
þeirra í garð Dana, og mun
svo einnig verða við heimkomu
handritanna.
Finmbogi Guðmundsson.
Haeyksli í her Sviss
NTB-Bern, 7. okt.
Ludwig Von Moos, forseti Sviss,
gerði opinbert í dag, að hann
hafi béðið yfirmann svissneskra
hersins, Jakob Annasohn, að segja
upp stöðu sinni. Yfirmaður flug-
hersins, Etienne Primault, og tveir
aðrir háttsettir herforingjar hafa'
einnig fengið sams konar beiðni.
Ástæðan ftmir þessu er sú, að í
skýrslu, sem nýlega var birt opin
berlega, var ríkisstjórnin og yfir
völd hersins gagnrýnd mjög fyrir
ótrúlega eyðslusemi í sambandi
við pöntun á 100 frönskum her-
flugvélum. Ríkisstjórnin hafði beð
ið þingið að veita 576 milljónir til
viðbótar þeim 827 mlljónum, sem
þegar voru til umráða. Formaður
varnarmálaráðuneytisins Paul
Chaudet, var einnig mjög gagn-
rýndur í skýrslunni. Hann hefur
ekki verið beðinn um að hætta, en
haft er fyrir satt, að svo verði
innan skamms. Þingið hefur þegar
tekið málið til athugunar og gert
er ráð fyrir að pöntunin verði
minnkuð niður í 57 flugvélar.
20 þus. kr. sekt.
FB—Reykjavík, 7. október
f gærkvöldi var kveðinn upj
dómur í máli skipstjórans i
Hafrúnu GK 90. sem tekin va:
að ólöglegum veiðum við Elde;
í gærmorgun. Hlaut hann 2(
þúsund króna sekt og afli oj
veiðarfæri voru gerð upptæl
Skipstjórinn áfrýjaði dómnum
SLÁTRA BEINT í
FLU6VÉLARNAR
KJ—Reykjavík 6. október
Bændur í Öræfum eru lield-
ur illa í sveit settir hvað við
kemur kjötfrystihúsi, en Flug
félag íslands hefur leyst þemn
an vanda þeirra með því að
flytja kjötið frá þeim í slátur
tíðinni beint hingað tii Reykja
víkur, og hefur sá háttur verið
á hafður í 16 ár.
Kjötflutningarnir að austan
úanda nú hvað hæst, og er bú
ið að fara 17 ferðir með kjöt
til Reykjavíkur, og ýmsan nauð
synjavarning, vélarhluta áburð
og fóðurvörur austur að Fagur
^ Myndln var tekln á Reykjavík-
urflugvelli í dag er verið var að
afferma kjötvörur úr Gunnfaxa
eina ferðina austur að Fagurhóls
mýrl í Öræfum. (Tímam. K.J.)
hólsmýri. Bændurnir verða að
sjálfsögðu að haga slátruninni
með tilliti til flugveðurs, því að
öðrum kosti verða þeir að
salta kjötið. Má því segja að
þeir slátri í Douglas flugvélarn
ar sem flytja kjötið hingað.
Farnar eru tvær til þrjár ferð
ir á dag, eftir því hvernig á
stendur, en í hverri ferð eru
flutt tæp þrjú tonn af kjötvör
um. Komið hefur fyrir að Öræf
ingar hafa fengið nýja traktora
senda með Flugfélaginu, — og
það meira að segja tvo í ferð.
f haust eru ráðgerðar 23 ferð
ir, og var sú sautjánda farin í
dag. Bændurnir hlaða vélina
sjálfir eystra, og eru orðnir
vaTiir handtökunum, enda
ganga flutningamir eins og
í sögu þegar á annað borð er
flugveður.
¥
2
TÍMINN, fimmfudaginn 8. október. 1964