Tíminn - 08.10.1964, Blaðsíða 7
Utgetandi: FRAMSOKNARFLOKKURINN
F'ramKværjidastión Krtst.ián Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn
Þórartnsson <áb: Andrés Krtstjánsson. Jón Helgason og Indriði
G Þorsteinsson Pnlltr.ú) ritstjórnar Tómas Karlsson Frétta
stjóri lónas Kristjánsson Auglýsingastj.: Steingrlmur Gíslason
Rit.stlórnarskrifstofm < Eddu-húsinu símar 18S00—18305 Skrii
stotui Bankastr 1 Afgr slmi 12323 Augl siml 19523 Aðrai
skrifstofur slmi 18300 Askriftargjald kr 90,00 a mán Innan
lands - t lausasölu fcr 5,00 eint — Prentsmiðjan EDDA h.l.
650 millj. króna
skuldaaukning
Margir munu enn minnast hinna ömunegu lýsinga,
sem stjórnarblöðin birtu á skuldasöfnunmni erlendis.
þegar vinstri stjórnin lét af völdum. Pá var ákaft hrópað,
að þetta sýndi, að þjóðin hefði lifað um efni fram og þess
vegna yrði áð breyta um stefnu. Eitt helzta acriði hinnar
nýju stefnu væri að hætta að safna skuldum erlendis.
Seinasta hefti Fjármálatíðinda gefur nokkra hugmynd
um, hvernig þetta hefur tekizt.
Samkvæmt þeim upplýsingum, sem þar eru birtar,
námu fastar erlendar skuldir 1,924 millj. kr. í árslok
1958. Lausaskuldir voru engar, þvi að þær voru óheimil-
ar. í árslok 1963 námu fastaskuldirnar orðið 3.167 millj.
kr., og við þá upphæð bætast svo iausaskuldir, sem hafa
verið heimilaðar nú, en þær námu 491 millj. kr. Satntals
hafa því skuldirnar við útlönd numið 3.658 millj. kr. eða
1.734 millj. kr. hærri upphæð en í árslok 1958.
Þess ber svo að gæta, að gjaldeyrisstaða bankanna var
hagstæðari í árslokin 1963 en 1958 Hún var í ársiok
1958 hagstæð um 228 millj. kr., en var hagstæð i árslok-
in 1963 um 1,311 millj. kr. Hún hefur því batnað um
1.083. millj. kr. Sé þessi upphæð dregin frá skuldaaukn-
ingunni, kemur í ljós, að frá því í árslok 1958 til ársloka
1963 hafa erlendu skuldirnar hækkað um 651 millj. kr.,
þegar reiknað hefur verið með bættri gjaldeyrisstöðu
bankanna á þessum tíma.
Skuldirnar við útlönd hafa m. ö- o hækkað raunveru-
lega um 651 millj. kr. síðan í árslok 1958. Þannig hetur
rfkisstjórnin efnt fyrirheit sitt um að draga úr skulda-
söfnun erlendis.
Þess ber vel að gæta, að þessi skuldasöfnun á sér stað
á tímum, þegar gjaldeyristekjur þjóðarinnar hafa orðið
langtum meiri en nokkru sinni fyrr sakir góðra afla-
bragða og hagstæðra viðskiptakjara.
Og þess ber ekki síður að gæta, að þessi skuldasöfnun
hefur átt sér stað, án þess að ráðizt hafi verið i nokkra
stórframkvæmd á þessum tíma á oorð við Sogsvirkjun-
ina. Áburðarverksmiðjuna eða Sementsverksmiðjuna
Er hægt að komast lengra í vanefndum og hörmulegri
fjármálastjórn en þessar tölur bera vitni um?
Nýjar síldar-
verksmiðjur
Þótt ekki séu nú nema 40—50 skip á síldveiðum fyrir
Austurlandi, hefur það iðulega konnð fyrir. að tafir hafi
orðið við móttöku á síldinni. Þetta sýnir vei hve nauð-
svnlegt það er að auka enn móttókuskilyrði þar, enda
þótt jafnframt sé unnið að undirbúningi síldarflutninga
til annarra staða á hávertíðinni.
Eitt vænlegasta ráðið til að leysa betta mal er að korna
upp síldarverksmiðjum til að styðia síidarsöltun á fleiri
stöðum á sunnanverðum Austfjörðunrj og \Torðaustur-
landi. Hér er um staði að ræða eins og Stöðvarfjörð,
Djúpavog, Hornafjörð og Þórshöfn.
Það er mikilvægt. að unnið verði að þessum fram-
kvæmdum fvrir næstu síldarvertið og að banmg verði
komið i veg fyrir i framtíðinni, að mikil «erðmæti tari
forgörðum vegna ónægra móttökuskilyrða.
T f M I N N , fimmtudaginn 8. október. 1964
GEDSHE ANDERS0H: " " -- ■■■
Þjððhagsáætlun Frakka stefnir
að jafnvægi í byggð landsins
Gert er ráð fyrir að hagvöxturinn aukist um 5%
PIERRE MASSE, forstjóri
frönsku áætlunarstofnunarinn-
ar, lagði fyrir skömmu fram
uppkast að næstu fjögurra ára
áætlun Frakka, fyrir árin 1966
—1970. Þetta er mikíð rit, sem
sérfræðingar í efnahagsmálum
hafa samið, ásamt fulltrúum
atvinnu- og athafnalífsins, en
stjórn de Gaulle hafði áður lagt
þeim ákveðnar lífsreglur, bæði
almenns og pólitísks eðlis. Upp
kastið verður nú rætt, fyrst í
efnahags- og félagsmálaráðinu
og síðan í þjóðþinginu. Síðan
verður það endursent áætlunar-
stofnuninni, sem gerir á því
nauðsynlegar breytingar.
Gert er ráð fyrir að umræð-
urnar í þjóðþinginu í nóvem-
ber verði fyrstu alvarlegu kapp
ræðurnar, sem fram hafa farið
í Frakklandi um efnahagsmál
og stjórnmál eftir styrjöldina.
Þjóðkjörnu fulltrúarnir hafa
ekki rætt fyrri fjögurra ára
áætlanir landsins. Þessi áætlun,
sem er hin fimmta í röðinni,
verður að telja upphafið að
kosningastefnuskrá de Gaulles
í forsetakosningunum næsta
haust.
í EFNAHAGSRITUM sem
þessu er ávallt að finna fjöld-
ann allan af staðreyndum, sem
enginn stjórnmálaflokkur get-
ur afneitað. En þegar slík áætl-
un er iögð fram kemur greiní-
lega í ljós, að vissir hlutir eru
látnir ganga fyrir öðrum. Það
val verður skrifað á reikning
stjórnar de Gaulles.
Fram kom í greinargerð
Pierre Masse, þegar hann lagði
áætlunaruppkastið fram, að
sérfræðingunum hafði verið
sagt að líta á hin stórauknu
hervæðingarútgjöld (vegna upp
byggingar kjarnorkuvarnanna)
sem bráðabirgðatölur, er gerð
yrði nánarí grein fyrir síðar.
Sérfræðingarnir áttu þess því
engan kost að hagræða þessari
hlið 'málsins, hvað þá að vega
hana eða meta. Þarna var um
að ræða pólitíska ákvörðun.
sem var á valdi de Gaulles.
FYRSTA takmark áætlunar-
innar er 5% hagvöxtur á ári.
Það er mark, sem stjórnin hef-
ur sett sér. Út frá þessu marki
er svo gengið og áætlað í sam-
ræmi við það. Tvö mikilvæg-
ustu atriðin eru 10% aukning
útflutnings og míkil aukning
samneyzlu. Má þar til dæmis
nefna byggingar, vegi, síma.
skóla, sjúkrahús o. s. frv.
Þessu næst kemur ákveðið fram
lag til framþróunar í vestur-
hluta Frakklands, sem nú er
til muna aftur úr. Þarna á að
auka atvinnumöguleika um
45%. Að lokum er svo hækkun
á tekjum þeirra, sem við land
búnað fást, um 30% á þessum
fjórum árum, en starfsmenn i
iðnaði eiga að láta sér nægja
12% hækkun á sama tíma.
Stefnt er að því að gera
Frakka á þessum fjórum árum
að atkvæðamikilli og samkeppn
ishæfri útflutningsþjóð, efla
allt efnahagslífið og samræma
nútímanum og gera íbúa sveit
anna að þátttakendum í hinni
almennu velferðarþróun. Sam
DE GAULLE
tímis á að byggja upp kjarn
orkuvarnir þjóðarinnar. Þarna
er um leið stefnuskráin, sem
de Gaulle ætlar að láta kjósa
um.
Árangurinn er vitanlega und
ir því kominn, að gætt sé meiri
hógværðar á öðrum sviðum.
Áætlunin stefnir að því, að
raunhæfar launahækkanir fari
ekki fram úr 3% á ári. Þá er
einnig litið svo á, áð óheppi-
legt væri að stytta vinnutím-
ann almennt, eins og stéttafé-
lögin frönsku hafa krafizt.
Segja má yfirleitt, að í áætl-
uninni sé gengið út frá því, að
neyzlunni sé haldið í skefjum
og ekki slakað á í gtarfi frá
því, sem nú gerist. Nokkrum
annmörkum er háð að fram-
kvæma þetta í þjóðfélagi, þar
sem stéttafélögin gera álit sitt
gildandi.
í FIMMTU áætluninni er
’ ekki látið þarna staðar numið.
Þar er eínnig lögð áherzla á,
hve fjárfesting í iðnaði sé mik-
ilvæg fyrir framtíðina og mælt
með efnahagsstefnu, sem
hlynni að möguleikum fyrir-
tækjanna til myndunar éigin
rekstrarsjóða. Þetta hefur í
för með sér, að starfsmenn fyr
irtækjanna verða að draga úr
kröfum sínum, svo að vinnu-
veitendum gefist kostur á þeim
ágóða, sem nauðsynlegur er til
fjárfestingar.
Þarna er komið inn á svið,
sem er algerlega stjórnmála-
legs eðlis. Flestir hagfræðing-
ar segja, að þetta verði fyrst
og fremst barátta um tíma milli
vinnandi fólks og stéttarfélaga
þess annars vegar og ríkisstjórn
arinnar hins vegar, eða m. ö.
o. de Gaulle En hinir sömu
sérfræðingar segja jafnframt.
að á þessum atriðum, þróun
launamálanna og sjóðamyndun
fyrirtækjanna velti árangur
áætlunarinnar fyrst og fremst.
Gera verður því ráð fyrir að
þarna leggi stjórnarandstaðan
tíl atlögu begar að umræðun
um í þjóðþinsinu kemui.
MJÓLKURSÖLUVERKFALL
IÐ, sem hófst í París 21. sept.,
hefur nú breiðzt út til flestra
hinna stærri borga í landinu
og svo lítur út sem það verði
fyrstu, alvarlegu átökin milli
bænda og stjórnar de Gaulle.
Formaður frönsku bændasam-
takanna sagði, að mjólkursöiu-
verkfallið yrði látið standa í
tvo mánuði ef nauðsyn krefði.
Pisani landbúnaðarráðherra
svaraði, að ríkisstjórnin ræddi
ekki við bændur meðan þeir
væru í verkfalli. Hann bætti
því við, að ríkisstjórnin gæti
ekki hækkað mjólkurverðið
vegna ástandsins í efnahags-
málum yfirleitt. r
Nýmjólk fæst ekki í París,
en neytendumir hafa enn sem
komið er tekið því með furðu
mikilli ró. Húsmæðurnar eru
að vísu áhyggjufuilar, enda eru
það fyrst og fremst börn, sem
drekka mjólk i Frakklandi.
Þurrmjólk og niðursoðin mjólk
er einnig þorrin í verzlunum,
þar sem húsmæður hafa reynt
að birgja sig upp.
Ríkisstjórnin hefur á prjón-
unum áform um verulegan inn-
flutning frá Bandaríkjunum.
Pisani landbúnaðarráðherra er
búinn að fara til Bruxelles til
þess að reyna að fá mjólk frá
Þýzkalandi, Hollandi og Belgíu,
en bændur þessara landa hafa
undantekningarlaust staðið með
frönsku bændunum. Þetta er
í fyrsta sinn, sem slíkra sam-
taka bænda gætir í löndum
Efnahagsbandalagsins og það
kann að leiða áf sér ýms tor-
leyst vandamál fyrir ríirisstjórn
ir þessara landa.
MJÓLKUURMÁLIÐ í Frakk-
landi er bæði efnahagslegs og
stjórnmálalegs eðlis. Jafnvægis.
stefnu í efeiahagsmálum hefir
nú verið fylgt í heilt ár og
henni á að fylgja um óákveð-
inn tíma, til þess að stöðva
verðbólguna. Frumskilyrði þess
er, að takast megi að halda
launum og verði landbúnaðar
vara niðri. Bændur krefjast
hækkaðs verð fyrir margar bú-
vörur og ef stjórnin lætur und-
an mjólkurframleiðendum, get-
ur hún ekki staðizt ásókn
hinna. Mjólkin er því miðdep
illinn í efnahagsmálum Frakk
lands eins og sakir standa.
Franskir bændur horfast i
augu við félagslega og tækni
lega byltingu, sem sækir á
miskunnarlaust Ríkisstjórinni
hefir til þessa tekizt að sigla
milli skers og báru, svo að hún
hefir aldrei mætt sameinaðri
andstöðu. En ieiðtogar stjórn
arandstöðunnar iiafa sagt bænd
um, að þeir verði að samein
ast til pólitískra átaka við de
Gaulle, ef þeim eigi að auðn-
ast að verða aðnjótandi fram-
þróunar Ríkisstéjórnin verður
því að alfa seglum sérlega vel
ef mjólkursöluverkfallið á ekki
að enda í alvarlegri stiórnmála
baráttu
Erfiðasta viðfangsefni bænda
ei búvöruverðið, sem er hið
lægsta i löndum Efnahags
bandalagsins En bak við bar
r,rarnna»r i^' a
/