Tíminn - 08.10.1964, Blaðsíða 15

Tíminn - 08.10.1964, Blaðsíða 15
ÍSLAND A HEIMSSÝNINGU Framhald af 1G. siSu. ísland taki ásamt hinum Norður- löndunum þátt í heimssýningunni í Montreal í Kanada 1967. Norðurlöndin munu í samein- ingu reisa sýningarskála, þar sem gert er ráð fyrir að verði sam- norræn sýning og einnig sérsýn- ingar fyrir hvert land. Guntiari J. Friðrikssyni, for- stjóra, formanni vörusýningar- nefndar, hefur fyrst um sinn ver- ið falið að annast undirbúning af íslands hálfu í samræmi við full- trúa hinna Norðurlandanna." NTB-fréttastofan sendi í dag frá sér frétt um það, að öll Norður- Iöndin myndu taka þátt í sýning- unni. Segir þar eftir dönskum Iheimildum, að Norðurlöndin verði að hefja framkvæmdir sínar á sýningarsvæðinu í apríl eða maí f vor þar eð hinir hörðu kana- dlsku vetur geti tafið vinnuna. Þá segir einnig í NTB-fréttinni, að Norðurlöndin hafi tryggt sér 5 jþúsund fermetra sýningarsvæði. HAFNARFJARÐARBÆR FramJhaJo ai 16. síðu. ing áðurnefndra bæjarfélagg og bærin greiddi 50% ferðastyrk til skólafólks. Tillaga þessi var felld með sex atkvæðum meirihluta- flokkanna.Einn Sjálfstæðismaður sat hjá, en Alþýðuflokksmenn voru einhuga á móti. Þá deildu fulltrúar minnihlut- ans fast á það, að tryggingagjöld skólafólks, sem hefð er á, að bæj- arfélög greiði, eru færð sem fram- færslueyrir og skólafólkinu til- kynnt, að gjöldin verði endurkraf- in hjá því. Er námsfólkið þannig í rauninni gert að sveitarlimum. Varð fátt um rökföst svör og stóð meírihlutinn svo til einhuga gegn því að leiðrétting fengist á þess- um málum. K ANDRIT AMÁLIÐ BlLASKODUN Grensásveg 18 smi 19945 Nú er tíminn að ryðverja bifreiðina fyrir veturinn með / / f Tectyl Látið okkur stilla bifreið- ina fyrir veturinn. RYÐVÖRN Skúlagötu 32. • Sími 13 100 HJÓLBAKÐAVIÐGERÐIB Oplð alla daga (líka Iaugardaga og sunnudaga) frá kL 7.30 tÐ 22. GÚMMÍVINNUSTOFAN h. t Skipholti 35. Reykjavik siml 18955. EINAR Óí. SVEINSSON Framhald af 1. síðu. stæðingar vorir í það skína eða það er sagt fullum fetum, að svo sé ekki. Sú var tíðin, á dögum Árna Magnússonar, að ekki var til neitt hús á íslandi hæft tU geymslu handritanna, en sú tíð er Hðin. Það fer mæta vel um handrit á Landsbókasafni eða Há- skólabókasafni, og í hínu fyrir- hugaða húsi Handritastofnunar ætti heldur ekki að skorta gott húsnæði fyrir þau. En geta ís- lendingar geymt þau? í dönskum blöðum kom frétt af því, að hand- rit, sem hingað kæmu, skorpnuðu og ónýttust fljótt Um þetta ritaði mag. art. Stefán Karlsson í Kvöld- Berlinginn fyrir nokkrum dögum, hann hafði notað skinnhandrit þau, sem skilað var 1927, og kvað ekkert að þelm. Enn fremur vil ég benda á and mæli núverandi landsbókavarðar í blöðunum í gær og viðtal við fyrr verandi landsbókavörð í Vísi einn- ig í gær. í sambandi við geymslu handrit- anna er sfcmdum, og eðUlega, rætt um viðgerð þeirra og band. í fyrradag var haft eftir danska blaðinu B.T., að Birgitte DaU sé eína manneskjan í heiminum, sem kunni að lagfæra gömul handrit, og er gefið í skyn, að af því að fslendingar njóti ekki vinnu henn- ar, geti þeir ekki tekið á móti handritunum. (Jreinina sjálfa hef ég ekki séð. Ég skal ekki láta í ljósi efa um, að Birgitte DaU muni snUlingux í viðgerð handrita og bókbandi, þó að ég viti hins vegar mjög lítið um það. En ég hef séð þvUík furðuverk í hand- ritaviðgerðum, t. a. m. í Bret- landi, að manni detta í hug orð- in í Mágussögu: Fátt ér svo ágætt; að eigi fínnist annað sHkt. En sleppum því: En hvað hefur Bir- gitte Dall verið lengi að starfi við handrit Árnasafns? Getur það ver ið, sem stendur í þýðingu grein- arinnar, að það sé ekki nema síð- an 1961? Og samt er þessu verki hennar haldið fram móti óskum íslendinga í handritamáHnu. Lát- um það svo vera, að þurft hefði að leggja meira kapp á viðgerð handrita í Landsbókasafni — úr því rætist óefað í náinni framtíð og vísa ég um það til greinar lands bókavarðar — en viðgerðir og band handrita í Ámasafni á sér einnig sögu, sem auðvelt væri að þyrla upp. Eru Tslendíngar færir um að sjá til þess, að gera rannsóknir á handritunum og sjá til þess, að útlendir fræðimenn eigi kost á því? Vissulega. Um húsnæði til þess var áður talað. íslenzka ríkis- stjórnin veitir nú 10—12 styrki til erlendra stúdenta, sem leggja stund á íslenzk fræði. Þegar þar að kemur þarf að athuga, hvort þörf væri að styrkja eitthvað út- lenda fræðimenn, sem rannsaka vilja íslenzk handrit. En er þá nokkuð til af íslenzkum vísinda- mönnum, sem færir séu að vinna að rannsókn handritanna og þeirra efna, sem þar eru skráð? Svo virð ist vera, þó að ekki væri nú á annað litið en það, 'hve mikinn þátt íslendingar eiga í útgáfum hinnar núverandi Árnastofnunar. Víða má sjá í skrifum andstæð- inganna, að gefið er í skyn, að mjög lítið sé gert af því að kanna þau handrit, sem hér éru, og sé mest af íslenzkum bókmenntum 1500—1800 liggjandi í Reykjavík, órannsakað og óútgefið. Ekki vant ar, að nóg sé ókannað og óútgefið, en þó er þetta fjarri öllum sanni, og er óþarft að tala meira um það á þessum stað. — Um aðstöðu íslenzkra vísindamanna til rann- sókna er það að segja, að stofnun og efling Vísíndasjóðs breytir verulega aðstöðu þeirra. Auk margra smástyrkja hefur hann veitt þó nokkra stóra styrki á ári. Gagnsemd þessa fyrir rannsóknir í íslenzkum fræðum þarf engrar skýringar við. Hvað um tæknina? í Landsbóka safni eru lestrartæki ýmiss konar, tæki til að lesa filmur, lampi með útfjólubláu Ijósi o. s. frv. Allt þetta mun og verða í Handrita- stofnuninni. í Landsbókasafni eru líka til vélar til að taka fótóstöt, filmur, smáar og stórar myndir. Það er framtiðarinnar að ákveða, hversu hagað verður samvinnu þessára stofnana um þau efni. Um Ijósprentun handrita skal ég vera fáorður, nokkur dæmi eru um, að slíkt hafi verið gert hér heima, ég nefni sem dæmi Passíú- sálmana og íslendingabók, og hef- ur hvort tveggja fengið góða dóma. Prentun bóka með ýmiss konar fomlegum stöfum torveld- aðist, eftir því sem handsetníng hvarf úr sögunni, en monotype- setning, sem Htt hefur tíðkazt hér, fer nú að aukast og leysir úr þess- um vanda. Svo að af því máli hef .ég ekki heldur neinar áhyggjur. Eitt af því, sem mjög er fundið íslendingum til foráttu er skort- ur nægilega mikils bókakosts. Það er auðvitað, að þó að íslendingar búi hér útí við hið yzta haf, hafa þeir aldrei verið svo einangraðir, að saga þeirra og menntir komi ekki við sögu og menntir annama þjóða, þetta merkir, að íslenzk bókasöfn þurfa miklu meira en það, sem fjallar um íslendinga eina. Þar til kemur, að í tlmaritum um aUt önnur efní, ef til viH gefn um út í fjarlægum heimsálfum, getur verið ein og ein nýt grein um íslenzk efni. En hér er margt -til bjar.gar, Auk hinna vanalegu bókakaupa má nefna ýmiss stór bókakaup fyrir sérstakar fjárveit- ingar. í annan stað eru miklar bókagjafir. Sem dæmi má nefna, að nýlega hlaut Háskólabókasafn að gjöf bókasafn, sem í voru ná- lega 4250 bindi, verulegur hluti miðaldabókmenntír og því nauð- synlegt vegna rannsókna íslenzkra bókmennta og sögu þess tíma, en síðan voru keypt tímarit, sem til- heyrðu sama bókasafni, alls 750 bindi. Og svo er loks tæknin. ÖU hin mörgu bókasöfn, sem nú er verið að koma á fót, t. d. í binum nýju háskólum, sem stofnaðir eru víðs vegar í löndum, hljóta oft og einatt að leita á náðir ljós- myndaiðnaðarinnar, sem getur lát ið í té filmur, smáfilmur, fótóstöt ó. s. frv. af eínstökum greinum eða heilum bókum, og með því verða áreiðanlega fyllt í framtíð- inni fjöldamörg og stór skörð bæði í þeim bókasöfnum og öðr- um. Hér er því engin ástæða til svartsýni, en augljóst er, að við efHngu bókasafnanna þarf að leggja mikla rækt í framtíðinni. 19 ÁRA KENNARI Framhald af 16. sfSu. mig og bað mig um að taka þessa kennslu að mér, varð ég hálfkvíðin. En vonandi geng ur þetta allt vel. — Þú ert ekki Akureyring- ur? — Nei, ég er Húnvetningur, fædd og uppalin á Hvamms- tanga, dóttir Helgu Blöndal og Daníels Helgasonar. — Er maðurinn þinn við framhaldsnám? — Já, hann er í frönskunámi í Frakklandi og það tekur 6 til 7 ár, ef vel gengur Um leið og ég þakka Hjördísi fyrir rabbið óska ég henni góðs gengis við kennsluna svo og ■manni hennar í Frakklandi. TÓK SONINN MEÐ Hann kom fram sem hljómsveit arstjóri 24 ára gamall, hefur stjórnað óperu og ballettsýning um við Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn. Árið 1940 lauk hann prófi í læknisfræði og var síðan landflótta í Sví- þjóð á meðan þýzku nazistarn- ir höfðu hersetu í Danmörku. Fyrir tveim árum varð hann prófessor við tónlístarskólann í Kaupmannahöfn, tók við því embætti af íslenzka píanóleik- aranum Haraldi Sigurðssyni frá Kaldaðarnesi. Schiöler kvaðst hafa notið í ríkum mæH íslandsferðarinn- ar fyrir tveim árum og er hon um hefði nú fyrir nokkru bor- izt boðsbréf frá tónlistarráðu- nauti Ríkisútvarpsins, Áma Kristjánssyni píanóleikara, um að koma hingað sem fyrsti ein leikari á þessu tónleikaári, hefði liann tekið því feginsam- lega. Eitt hefði þó vafizt fyrir honum, sem sé það, að hann ætti að vera mættur hér til sam æfinga á tíu ára afmæU sonar síns. Hefði hann loks tekið það ráð að láta þau koma með sér til íslands, eiginkonuna og son- inn, svo að þau getí haldið upp á afmælið hans ÖH saman. Eft ir æfinguna í morgun kvaðst Schiöler hafa furðað sig á þeim framförum, sem hljómsveitin hefði tekið á tæpum 2 árum Igor Buketoff kvaðst, eftir æfínguna í morgun, hafa orðið stórhrifinn af Schiöler sem listamanni, sem væri gæddur fágætum aðlögunarhæfileika, og var stjórnandinn ekki í nein um vafa um, að Schiöler mundi gera tónleikana annað kvöld eftirminnílega. Gunnar Guðmundsson fram- kvæmdastjóri hljómsveitarinn ar sagði, að föstum áskrifend um að vetrartónleikunum öll um færi fjölgandi, væru þeg ar orðnir um 700 og því -tæp lega 200 aðgöngumiðar til í lausasölu. Af 16 tónleikum í vetur mundi Buketoff stjórna tíu. Auk þeirra yrðu haldnir skólatónleikar og einnig tvenn ir eða þrennir barnatónleikar, sem byrjað var á í fyrra og væru miklar vonir tengdar við þá tónleika í framtíðinni. STEINN f AUGA ! fann hann að einhverju hörðu var kastað í hnakkann og sneri sér því við. Um leið og hann sneri sér við, fékk hann stein í hægra aug- að með þeim afleiðingum, að hann er nú undir stöðugri læknishendi. GamH maðurinn sá þrjá drengi á aldrinum 10—12 ára vera að skjóta úr teygjubyssu þarna, en þeir hlupu í burtu, þegar þeír sáu að skot úr byssunni hafði hæft manninn. Rannsóknarlögreglan biður þá, er kynnu að geta gefið upplýsingar um atburðinn, að hafa samband við sig sem allra fyrst. Innilegustu þakkir færi ég öllum þeim, sem heiðr- uðu mig og glöddu í orði og verk: á áttræðisafniæli mínu. Lifið öli heil og sæl! Snorri Sigtússon. Hjartanlega þakka ég öllum vinum mínum, sem glöddu mig á áttræ'ðisafmæli mínu, með heim- sóknum, gjöfum og 100 skeytum. En sérstaklega þann heiöur, er mér var sýndur með stofnun sjóðs, bundnum við mitt nafn, er sérstaklega skuH verja til kaupa á hljóðfæri í Revkholts- kirkju. Bjarni Bjarnason, Skáney. Sonur mlnn og fóslursonur okka>-, Kristján R. Þorgeirsson, vé!st|6ri, sem lézt af slysförum 5. þ. m., verður jarðsunglnn frá SleSbrjóts- klrkju í Jökulsárhlíð næstkomandl laugardag, 10. október kl. 2 e. h. Mlnnlngarathöfn verður haldin f Seyðlsfjarðarkirkju, föstudaglnn 9. október, kl. 11 f. . Guðrún Kristjánsdóttlr, Anton Kristjánsson, Sfefanfa- Stefánsdóttir. Innllegf þakklæti til allra fjær og nsr er sýndu okkur samúð og vlnarhug við andlát og jarðarför míns hjartkæra elglnmanns, Vals He'iðberg vélstjóra, og heiðruðu minnlngu hans á annan hátt. Guð blessi ykkur öll. Slgríður Tómasdóttlr, bðrn, foreldrar, systkini og tengdaforeldrar. Eiglnmaður minn og faðir okkar, Erik Mogensen, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, föstudaginn 9. október kl. 10.30 e. h. — Athöfninni verður útvarpað. Blóm afþökkuð, en þelm, sem vlldu mlnnast hlns látna, er vinsam- legast bent á líknarstofnanir. Helga Mogensen og börn. Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Sveinn Gestsson Ósabakka, Skeiðum, er andaðist 30. sept. s. I. verður jarðsunginn Trá Ólafsvallaklrkju, laugardaginn 10. okt., kl. 2.30 e. h. Húskveðja verður að helmlli hins látna sama dag kl. 1 e. h. Auðbjörg Káradóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. IN N, flmmtudaglpn Í október. 1964 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.