Tíminn - 08.10.1964, Blaðsíða 8
MINNING
Sigurbjðrn Úlason
frá Þórshöfn
Harm var fæddur á landnáms-
jörðinnf Sveinungsvík í Þistilfirði
3. maí 1888 og lézt á Þórshöfn á
Langanesi 15. febr. s.l. Var á
göngu heim til sín um miðjan dag,
en fékk aðsvif og var örendur
skömmu síðar. Slíkt er talinn góð-
ur viðskilnaður starfsömum áhuga-
manni, sem illa unir því að sitja
auðum höndum, er kraftar dvína,
og bíða þannig þess, er koma skal.
Foreldrar Sigurbjarnar voru
Óli Jónsson Benjamínssonar frá
Akursseli I Öxarfirði og kona
hans Þórunn Gunnarsdóttir frá
Völlum í Þistilfirði. Einu eða
tveim árum eftir að Sigurbjörn
fæddist fluttust þau að Krossavík
í sömu sveit og þaðan út á Langa-
nes. Áttu þau fyrst heima í Krossa
nesvík en síðan á Heiði og í Heið-
arhöfn. Þau eignuðust 11 börn,
sem öll komust til fullorðins ára,
og eru nú þrjú þessara systkina á
lífi: Einar fv. sparisjóðsstjóri í
Þórshöfn, Guðlaug, sem síðar verð
ur nefnd og Gunnar ráðsmaður á
Keldum í Mosfellssveit.
Sigurbjörn ólst upp hjá foreldr-
um sínum og dvaldi hjá þeim
meðan þau bæði lifðu, en eftir-
lát föður síns var hann fyrir-
vinna móður sinnar. Áttu þau þá
heima á Þórshöfn í nokkur ár.
Stundaði Sigurbjörn sjó þar og í
Heiðarhöfn. Var þá og innan hand-
ar þeim hjónunum Sæmundi S»»
mundssyni og Guðlaugu Jons-
dóttur á Heiði, er hnigin
voru að aldrj og misst höfðu
einkason sinn, Berg, æskuvin
Sigurbjarnar, fyrir aldur fram,
vaskasta mann. Ber elzti son-
ur Sigurbjamar nafn hans. Þá var
og Sigurbjörn um tíma í vist hjá
sr Jóni Halldórssyni á Sauðanesi,
En árið 1916 kvæntist hann Guð
nýju Hallsdóttur í Heiðarhöfn (og
konu hans Kristbjargar Jónsdótt-
ur) Guðmundssonar. Guðnýju í
Heiðarhöfrn man ég vel og þekkti
að góðu, er ég var á barnsaldri.
Þau ungu hjónín, Guöný og Sigur-
björn, áttu fyrst heima í Heiðar- i
höfn en síðar á Læknisstöðum.
Á þessum stöðum stundaði Sigur-
björn sjó, en hafði þar jafnframt
nokkum búfénað og landsnytjar.
Voru um þetta leyti á útnesbæj-
um nokkrar fjölskyldur, sem lifðu
á sjósókn og smábúskap án þess
að hafa jarðnæði til ábúðar, og
á einni þeirra, Skálum, myndaðist1
þá fjölmenn sjávarbyggð. En árið
1925 missti Sigurbjörn konu sína,
eftir aðeins 9 ára sambúð frá
fjórum ungum börnum. Börn
þeirra eru: Bergur viðskiptafræð-
ingur í Reýkjavík, fv. alþm., Krist-
björg Líney hjúkrunarkona, sem
lézt 1958, Hallur skattstjóri á Ak-
ureyri og Marino starfsmaður hjá
Kaupfélagi Héraðsbúa, á Reyðar-
firði.
Þá var það, er Sigurbjörn stóð
einn uppi með börn sín ung og
móðurlaus, að systir hans, Guð-
laug réðst til hans til að sjá um
heimili hans og ala upp með hon-
um börn hans. Sigurbjörn hætti
þá að stunda sjóinn, keypti jörð-
ina Staðarsel á Langanesi og
fluttist þangað með fólK sitt árið
1926. Bjó þar síðan í 18 ár eða
til ársins 1944. Börn hans voru
þá upp komin, en auk þeirra ólst
upp í Staðarseli eitt barn enn, er
misst hafði móður sína, Sigurð-
ur Tryggvason nú sparisjóðsstjóri
í Þórshöfn. Honum og bróður-
bömum sínum gekk Guðlaug Óla7
dóttir í móðurstað og gladdist
með þeim, er þau reyndust góð-
um hæfileikum búin og skyldu-
rækin og náðu æskilegum árangri
í námi og starfi. Hjá þeim Sigur-
bimi og Guðlaugu dvaldi líka
móðir þeirra, Þórunn, nokkur
fyrstu árin í Staðarseli.
Árið 1944, er börn hans hin
eldri voru að heiman farin, brá
Sigurbjörn búi og fluttust þau
systkini þá til Þórshafnar. Fengu
þar íbúð í læknishúsi héraðsins
og tóku að sér að sjá um sjúkra-
skýli þar. Kom það sér þá vel,
að Guðlaug hafði áður fengizt við
hjúkrunarstörf og aflað sér mennt-
unar til þess. Sigurbjörn átti lengi
2—3 kýr í Þórshöfn og heyjaði
handa þeim meðan heilsa leyfði,
en kindur vildi hann ekki eiga
eftir að hann fór frá Staðarseli.
Skömmu fyrir andlát sitt var
Ihann, með aðstoð sona sinna,
búinn að koma sér upp íbúðarhúsi
í Þórshöfn.
Staðarsel er ekki stór jörð og
skilyrði þar mjög örðug til tún-
ræktar áður en skurðgröfur komu
til sögunnar. En landgott er þar
eins og víðar á Langanesi. Eyði-
býli var þarna byggt upp fyrir
rúml. hálfri öld, og stendur þar
enn íbúðarhús það, er þá var
reist. Ekki réðst Sigurbjöm í nein-
ar stórframkvæmdir í Staðarseli,
en hlúði þar vel að öllu og end-
srbætti eftir föngum, færði út|
túnið nokkuð og handgróf skurði,
byggði þar og hlöðu úr stein-
steypu. Mér var sagt, að hann
hefði komið með 26 ær að Staðar-j
seli, en síðar átti hann þar á ann-j
að hundrað fjár. Þetta var ekki
stórt bú en mjög gagnsamt, enda
var hann fjármaður góður og
hirðumaður og jafnan vel birgur
að heyjum. Var hann talinn eiga
gott fé, og allt var með snyrtibrag
á búi hans. Hann var verkmaður
ágætur og iðjumaður, vann líka
talsvert utan heimilis i Þórshöfn.
Góður var hann heim að sækja
Unglingar við gróðursetningu. — Ljósmynd eftir Gunnar Rúnar úr bókinni Æskan og skógurinn.
Æskan og skógurinn
Nýlega kom út að tilhlutan
stjórnar Skógræktarfélags íslands
bókin Æskan og skógurinn —
leiðbeiningar í skógrækt fyrir
unglinga. Jón Jósep Jóhannesson
og Snorri Sigurðsson tóku saman.
Menningarsjóður gaf út.
Æskan og skógurinn virðist
hafa flest til að bera, sem slíka
bók má prýða, góðan pappír,
fjölda ljósmynda og skýringa-
mynda; prentun, uppsetning og
frágangur allur ber vott um
smekkvísi. Ljósmyndirnar eru
eftir. Þorstein Jósepsson og Gunn-
ar Rúnar, en teikningar gerði Jó-
hanries Geir listmálari. Prent-
smiðjan Hólar annaðist prentun
og band. Mestu varðar þó les-
málið, en þar hafa tveir kunn-
áttumenn um fjallað og miðað við
tilfinningar æskufólks gegnvart
lífi og gróðri. Við lestur þessarar
bókar hefur maður á tilfinning-
unni, að góður leiðbeinandi taki
mann við hönd sér, leiði mann og
sýni, hvað gera beri og hvernig á
að fara að því. í inngangi er drep-
ið á myndun landsins og sögð sag-
an af skóginum, hvernig hann óx
og eyddist. Þá er höfðað til ímynd
unaraflsins, nemandinn leiddur í
skólagarð, þar sem hann lærir um
gerð trjánna, kolsýrunám, öndun
o.s.frv. Næsti kafli heitir Starfað
að skógrækt, og er þar nemand-
inn kominn á ákveðinn stað, Hall-
ormsstaðaskóg, þar sem starfið
fer fram.
Inn á milli er vitnað til skáld
anna, sem ortu um skóginn, Step-
hans G., Hannesar Hafstein og
Guðmundar Böðvarssonar.
íslendinga greinir á um skóg-
rækt eins og flest annað, af hve
miklu kappi hún skuli stunduð og
hvernig skuli hagað. Þó má gera
ráð fyrir, að flestir landsmenn séu
hlynntir skógrækt í einhverri
veru — og að flestir, sem lesa
Æskuna og skóginn, geti sann-,
færzt um, að hún sé góð bók og
gagnleg. Þeir Jón Jósep Jóhann-
esson og Snorri Sigurðsson virðast
hafa mikla reynslu af því að starfa
með unglingum á þessu sviði. Að
öðrum kosti mundu þeir ekki hafa
skrifað slíka bók. — BÓ.
Heilsuhælið í Hveragerði
Heilsuhælið í Hveragerði
mun vera orðinn einn af eftir
sóknari stöðum að komast til
dvalar.
Eftir að hafa dvalið
þar í nokkrar vikur, vildi ég
skrifa nokkur orð um þennan
vinsæla stað. Eins og menn al
mennt vita, var heilsuhælið
stofnað fyrir dugnað, framsýni
og ræðinn vel, er gesti bar að
garði. Traustur og áreiðanlegur í
öllum viðskiptum. Áhugasamur
um þjóðmál. Hann var greindur
maður og bar glöggt skyn á margt.
ekki sizt það er atvinnumál varg-
aði hér um slóðir til lands og
sjávar. — Foreldrum mínum og
öðrum mér nákomnum hér á Hóli,
reyndist hann og hans fólk í Stað-
arseli svo góðir nágrannar, a& ekki
varð á betra kosið. Heyrði ég oft
að því vikið. Sjálfur á ég einnig
góðs að minnast, þar sem hann
var.
Qóndabýlið við ána, þar sem
Sigurbjörn Ólason vann hörðum
höndum i 18 ár og kom upp mann
vænlegum börnum með aðstoð
sinnar góðu systur, er nú enn a
ný komið í eyði. Óvíst, hvenær
það byggist næst. Nú er hann
sjálfur horfinn sýnum. En þó að
menn og bæir falli, þarf ekki að
efa, að verk, sem unnið var af
alúð og trúmennsku beri árangur,
nær eða fjær, á komandi tímum.
Hóli á Langanesi í sept. 1964.
G.G.
og forustu Jónasar Kristjáns-
sonar læknis. Margir fleiri góð
ir menn koma þar einnig við
sögu. Meðal þeirra er Björn L.
Jónsson læknir og Sigurjón
Danívaldsson, sem var um
nokkur ár framkvæmdarstjóri
hælisins, þar til hann andaðist,
Arnheiður Jónsdóttir kennari,
núverandi forseti Náttúru-
lækningafélags íslands, Árni
Ásbjarnarson núverandi fram-
kvæmdarstjóri heilsuhælisins,
áður bóndi í Kaupangi, Karl
Jónsson læknlr i Reykjavík,
yfirlæknir hælisins og Gunnar
Jóhannsson húsvörður. —hann
annast og móttöku gesta, og
fylgir þeim úr hlaði að lokinni
hælisdvöl, — áður bóndi að
Arnarnesi, N-Þingeyjarsýslu.
Hjúkrunarkonur hælisins eru:
Chrita Petri, Herdís Jónsdótt-
ir og Sigríður Antonsdóttír,
Aðalskrifstofustúlka- Guðborg
Brynjólfsdóttir. Högni Björns-
son frá Miðfirði er starfandi
læknir hælisins. En Karl Jóns-
son kemur einn dag í viku og
leysir þá Högna frá læknis-
störfum.
Áður er hælið var reist, fékk
það 18 hektara lands beggja
megin Varmár. rétt fyrír neð-
an gróðrastöð Ingimars, að
nokkru leyti frá ríkinu, út
Reykjatorfunni, en hinn hlut-
an frá Ölfushreppi. Og á þeim
hlutanum, vestan við Varmá,
eru byggingar Hælisins, allar
sem nú er búið að reisa. Eru
það nokkur hús, öll ein hæð
með um 50 svefnherbergjum,
mörg þeirra eru með 3 rúmum,
nokkur með tveimur og fáeín
með einu rúmi. Flest rúmast í
einu um 90 manns, og er oft
algerlega áskipað og oft verða
margir að bíða alllengi eftir
rúmi, þótt þeir séu búnir að
panta.
Sundlaugar eru tvær í skjóli
húsanuna. Eru þær mjög vinsæl
ar, enda mikið notaðar af vist-
mönnum. Hljóðfæri eru á hæl-
inu og oftast einhverjir af
vistmönnum sem leika á þau.
Safnast þá vistmenn þar sam-
an og syngja mikið íslenzka,
kunna og vinsæla söngva.
Stundum skemmta ýmsir með
upplestri eða ræðuhöldum. Yf
irleitt er félagsandinn góður
og heilbrigt andrúmsloft með-
al vistmanna. Enda stjórnend-
ur alþýðlegir og allt laust við
allan yfirstéttarrembing.
Nú myndu ýmsir spyrja um
árangur af hælisvistinni. Þetta
er áreiðanlega góður hvíldar-
staður. Um bata geta frekar
verið skiptar skoðanir. Þó tel
ég líklegt, að stundum a.m.k.
sé hann nokkur.
Náttúrulækningafélag ís-
lands var stofnað í Reykjavík
24. jan. 1939, af 30 mönnum.
En þeim fjölgaði brátt mikið.
Starfsáhuginn beindist alltaf
frá því fyrsta að heilbrigðis-
málum. Annar þátturinn beind
Framhaid á síðu 13
8
T í M I N N , fimmtudaginn 8. október. 1964
/