Tíminn - 11.10.1964, Blaðsíða 8

Tíminn - 11.10.1964, Blaðsíða 8
Uthaf Hafsbotn ' /island ^&2<L w* Bnarma fíand Áuðgd. 'u/jnd ASIA U/hif[M-1Tl,l3nd Hierusalem AFFRICA Uthaf T í M I N N , sunnudaqinn 11. október 1964 AMERÍ MIKIÐ hefur veriS rætt ofí ritað um Leif heppna, Vín- land, Kolumbus og Ame- riku að undanförnu í sam- bandi við Leifs Eiríkssonar daginn, sem haldinn verð- urr hátíðlegur í Bandaríki “num 9. október héðan í frá. Blaðið bað Biörn Þor- steinsson sagnfræðing að seg.ia lesendum stuttlega frá ferðum Grænlendinga vestur um haf og um leið kemur í liós, að Ameríka týndist aldrei. Bjami Herjólfsson finnur Norður-Ameríku 985 eða 6, síðla Bjöm Þorsteinsson sumars. Hann er þá á leið til Grænlands, og hefur þess vegna engan tíma til þess að kanna land ið. Honum er því eins farið og Naddoði, sem fyrstur fann ísland, en þá snjóaði í fjöll, svo að hann l'lýtir sér til Færeyja og kannaði. Bjarni þarf að hraða sér til Græn- lands, og vill ekki verða veður- tepptur. Hins vegar er siglíngaafrek Bjarna eitt það mesta, sem nokkru sinni hefur verið unnið. Hann siglir frá Eyrarbakka til Norður-Ameríku og hefur það vald yfir skipshöfn sinni, að þeir hlaupa ekki á land og verða til eins og aðrír miklir landkönnuðir seinna, heldur snýr hann við og siglir til Grænlands, sem hann hafði aldrei augum iitið áður. Leifur Eiríksson kaupir skipið af Bjarna og fer og kannar lönd- in, sem hann fann, og skipar hann því svipað sæti í landfundasögu Ameríku og Garðar Svavarsson hjá okkur. Hann reisir fyrstur manna hús þar, byggir sér skála sunnarlega á því svæði, sem hann kannaði, sennilega sunnan við 50. breiddarbaug, þ. e. a. s. á suna- anverðu Nýfundnalandi. Síðan snýr hann til Grænlands, eftir að hafa fermt skip sitt af timbri og vínberjum að sögn. En Hermann Pálsson hefur bent á, að sagnim- ar um maraþonhlauparana hjá Leifi heppna, sem hlupu á land upp og komu með vínberin, minni á sagnir biblíunnar um fund fyr- irheitna landsins, þegar Móses sendi menn inn í Kanaansland. Þorvaldur bróðir Leifs gerir út næsta leiðangur til Vínlands. Hann kemst fyrstur 1 kynni við fmmbyggjana, og drepur átta manns. Byrjar hann á að drepa nokkra þelrra, þar sem þeir sváfu undir bátum sínum, og féll svo sjálfur fyrir ör, sem Indíáni mun hafa skotið. Þorvaldur ætlaði að kanna landið lengra suður en Leifur gerði, og er sá fyrsti, sem fellur fyrir Indíánum. Þá gerir Þorsteinn bróðir hans út mikinn leiðangur, ætlaði að sækja lík bróður síns, en hann hafði verið grafinn fyrir vestan haf, en skipverjar flúðu aftur til Grænlands. Þorsteinn hreppti haf- villur og komst ekki leiðar sinn- ar, heldur hrakti aftur til Græn- lands. Sá fjórði, sem gerði út leiðang- ur til Norður-Ameríku, var Þor- finnur Þórðarson karlsefni. Hann ætlaði að nema land fyrir vestan, og tók því með sér alls konar hús- dýr, og allar nauðsynjar. Með honum vom á skipi 60 manns, þar af fimm konur. Hann var kvæntur ekkju Þorsteins Eiríks- sonar, Guðríði Þorbjarnardóttur frá Stokkanesi við Eiríksfjörð. Við vitum ekki, hvar þau tóku land, en sennilega hefur það ver- ið sunnarlega á Nýfundnalandi. Hann lenti svo sem frægt er orð- ið í kastí við fmmbyggja lands- ins, sennilega bæði Indíána og Eskimóa, og varð að hverfa á braut aftur til Grænlands. Það voru ísar og harðindi hér, sem vömuðu því, að Hrafna-Flóki settist að á íslandi, en Þorfinnur karlsefni gefst upp vestra vegna frumbyggjanna. Síðan flytjast þau hjón til íslands, og setja sam- an bú á Reynistað í Skagafirði, en þeim hafði fæðzt sonur, Snorri Þorfinnsson, á meðan þau voru í Vínlandi, fyrsti hvíti maðurinn, sem fæddist þar. Guðríður lifði mann sinn, og í ekkjustandinu brá hún sér suður til Rómar í pílagrímsferð, en þetta er ein mesta kvenhetja í ís- lenzkri sögu, ól bam í Ameríku, býr bæði í Grænlandi og á fs- landi og bregður sér að lokum suður til Ítalíu tll þess að stytta sér stundir í ekkjustandinu. Það *<r^V \ r' > •» N, O' o ly'1'!;) (r'1 ÞETTA er enskt kort af íslandi frá síðari hluta 15. aldar. Á þ\£ sést m. a. aS nafniS Portland á Dyrhólaey, sem hefur skartað á landabréfi fram yfir 1900 er enskt og frá þ'f á 15. öld. Á þessu korti sjást tvær eyjar suðvestur af (slandi. Annað er llla Verde, græna eyjan, Grænlanl, en suSur af því llle de Brazil. Um þær mundir eru Englendingar farnir að sigla til eyja, sem þeir nefm Brazil, eSa með öðrum orðum til Græn- lands. Mltt á milli írlands og Grænlands er önnur eyja llle de Erazil, á svipuðum slóðum og hún var upp- haflega merkt á sjókort á 14. öld. En á þessu korti er landaþekkiig íslendinga og evrópskra sæfara runnin saman, orðin að landafræðllegri staðreynd, þótt talsvert skorti ; að landið hafi verið vísindalega mælt. liðu auðvitað margar aldir þar til nokkur kona varð svo víðreist í kristindóminum. Ferðum Guðríð- ar er einna helzt hægt að líkja við ferðir Marco Polo. Freydís Eiríksdóttir, systir Leifs heppna, bjó að Görðum, og hafði verið gefin til fjár, að sögn. Hún vildi verða fræg eins og margir aðrir, og gerði út tveggja skipa leiðangur til Vínlands. Þar lét hún drepa aðra áhöfnina og sigldi að því búnu með allt út- haldið til Grænlands, og þóttist hafa auðgazt vel á fyrirtækiiu. Leifur Eiríksson mun hafa far- ið landkönnunarferðina til 7ín- lands um 990. Síðan eru þetsir leiðangrar farnir á árunum im 1000, en eftir það höfum við eHci neinar skýrar frásagnir af sijl- ingum Grænlendinga til AmeríAu, en við vitum þó, að Eíríkur Græn lendingabiskup fer að leita Vín- lands 1121 og 1347 kemur Graen- landsskip í Straumfjörð á Snæ- fellsnesi. Á skipinu voru 17 menn. Það hafði verið í Marklandi, en Hér er svo korfið, sem sýnlr, aö úfhafið liggur utan allra landa, og hér má einnig sjá hvernig landafræð- ingarnir hugsuðu sér afstöðu landanna. hrakti af leið hingað til lands. Frá þessu segir í íslenzkum samtíma- annálum. Það mun því staðreynd, að Grænlendingar hafa stundað Aðalheimildirnar um fund Norður-Ameríku eru fslend- ingasögurnar Eiríkssaiga rauða og Grænlendingasaga. Prófess- or Jón Jóhannesson sannaði fyrstur manna, að Grænlend- ingiasaga væri áreiðanlegrf heimild. Hún hefði við að styðj- ast öruggar sagnir, sem varð- veizt hefðu í ætt Þorfinns karls efnis. Grænlendingasaga mun samin. Þar er að flnna gleggri greinir allmjög á um landa- fundima. Eiríkssaga er betur samin. Þar er a ðfinna gleggri stærðfræðilegar lýsingar á löndunum fyrir handan hafið, en þar með er ekki sagt, að þær lýsimgar hafi við mikinn veruleika að styðjast. Höfund- ur Eiríkssögu var lærður mað- ur og þekkir glöggt landfræði- kenningar, sem þá voru í tízku. Samkvaemt þeim var kringla heimsins umflotin úthafi. Norsk-íslenzkir landkömnuðir íuku við landateikningu Evr- ópumanna Grænlandi og Norð- ur-Ameríku. Samkvæmt himni upprunalegu kennimgu um landahringinn þá liggur úthaf- ið utan allra landa. Þess vegna gera íslenzk-norskir landfræð- ingar sér lítið fyrir og breyta Norður-Atlantshafinu í innhaf, láta Vínland, sem lá syðst ianda í vestri, tengjast Afríku. Norðan þess kom svo Mark- land, þá Helluland og að iokum Grænland. Höfundur Eiríks- söigu rauða veit af hyggjuviti sínu að menn geta ekki siglt frá Grænlandi á nokkrum sól- arhringum eða vikum suður til Afríku. Þess vegna breytir aann frásögnum Grænlemdinga- íögu til samræmis við tand iræðikenningar sínar. Það ef bieldur ófróðlegt að skýra frá miklum leiðamgri, sem tekur vö ár a.m.k., án þess að segja Framhald á 15 síðu TÝNDIST

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.