Tíminn - 14.10.1964, Qupperneq 1

Tíminn - 14.10.1964, Qupperneq 1
L6KTROLUX UMBaiOfO » aiBflp 234. tbl. — Miðvikudagur 14. oktöber 1964 — 48. árg. ÞEIR ERU LENTIR SÆFELLSÐ ÓFUNDIÐ RÚSSNESKU geimfararnir þrir eru komnlr aftur heilu og höldnu eftir gelmferS, sem talin er marka þáttaskll í hlnnl nýju sögu gelm- ferðanna. Þeir voru eins og kunn- ugt er þrir í sama gelmfarinu, og voru ekki klæddir neinum sérstök- um geimferðabúningum. iFyrlr utan flugmannshjálma, voru þeir klædd- Ir eins og menn í venjulegu ferða- lagi. Jafnvel er talað um að næst muni menn geta stiglð út úr geim- farinu, eða farlð á milli tveggja geimfara. Við fengum þessa mynd símsenda frá Rússlandi I gær. Hún er tekln af þelm félögum skömmu eftir lendinguna í Kasakhstan. Þeir eru talið frá vinstri: Komarov, Feok- tistov og Yegorov. SJA 2. SIÐU MB-Reykjavík, 13. október. MIKILLI leit var haldið áfram í allan dag að SÆFELLI, SH-210, sem saknað hefur verið síðan á miðnætti aðfaranótt sunnudags. — Leitin hefur enn engan árangur borið svo vitað sé, og dofna nú óð- um vonir um að nokkur sé á lífi af þeim, sem um borð voru. Eins og frá var sagt í blaðinu í dag lagði Sæfellið af stað frá Ak- ureyri á laugardagsmorguninn til Flateyrar. Skipið var að koma úr slipp og voru aðeins þrír menn um borð. Skipstjórinn hafði sam- band við Flateyri um miðnættið aðfaranótt sunnudagsins og gerði þá ráð fyrir að koma til Flateyrar um átta-leytið á sunnudagsmorg- un. Skipið kom ekki fram á til- settum tíma og síðan hefur ekkert til þess spurzt. Skilyrði til leitar voru slæim í gær, en í dag var skyggni gott og var leitað úr lofti og á sjó og landi. Leitarflokkar leituðu fjörur frá Ingólfsfirði og norður að Horni, og höfðu ekki borizt fréttir af þeirri leit, er blaðið fór í prentun. Leitin á sjó og úr lofti varð ár- angurslaus með öllu. Landhelgis- flugvélin SIF og flugvél frá Bimi Pálssyni leituðu, SIF' úti.og flug- vél Björns með ströndum, varð- skip og vélbátar leituðu á sjó. Leit verður haldið áifram á morgun. Flugvél Landhelgisgæzl- unnar mun svipast um áfram djúpt úti, o»g varðskip munu einn- ig leita. Eins og fyrr segir voru þrír menn um borð í Sæfellinu. Þeir voru Haraldur Olgeirsson, skipstj., kvæntur maður og þriggja barna faðir; Sævar Sigurjónsson, einnig kvæntur og á eitt barn, og Ólafur Sturluson frá Breiðadal við Flat- eyri, ókvæntur. Sæfellið var að koma úr slipp á Akureyri, eins og fyrr segir. Þar hafði m. a. verið settur nýr hval- bakur á skipið og vélin tekin upp. Framh á 15 siðu UTANRÍKISRÁÐUNEYTI NORÐURLANDANNA SENDA FULLTRÚA SÍNAHINGAD Verður fundur utanríkis- ráðherra um SAS-máíið? NTB-Stokkhókni, 13. október. Á MORGUN munn fulltrúar ut- anríkisráðuneyta Noregs, Svíþjóð- ar og Danmerkur fara til Reykja- j víkur og ræða við íslenzk yfir-! völd um ágreining Loftleiða og j SAS. Reynt verður að komast að. samkomulagi um nýjan loftferða- i samning, en núverandi samningurj missir gildi sitt 1. nóvember næst- i komandi. Ef viðræður þessar bera! engan árangur, mun málið að öll-1 um líkindum verða tekið fyrir á j fundi utanríkisráðherra Norður- j landa, sem haldinn verður í Sví- þjóð 24. október næstkomandi. NTB segir þá staðreynd, að utanríkisráðuneytin hafi tekið málið úr höndum loftferðayfir- valdanna, gefa fargjaldastríðinu visst stjórnmálalegt gildi. Fulltrú ar utanríkisráðuneytanna hafa ný- lega setið fund um mál þetta í Kaupmannahöfn, en þá hafði loft- ferðayfirvöldunum mistekizt að semja um málið í Reykjavík. Nú munu fulltrúar utanríkisráðuneyt anna reyna að seimja við íslend- inga, en ef það tekst ekki, munu utanríkisráðherrarnir reyna að komast að einhverju samkomu- lagi. Fundur utanríkisráðherranna verður haldinn á sveitasetri Tage | Erlanders, forsætisráðherra Svía,! en það er rétt fyrir utan Stokk- J hólm. Fundur þessi er haldinn í I sambandi við fund Norðurlanda- j ráðs, sem haldinn verður í Reykja i vík í febrúar. Samband ungra jafnaðarmanna á Norðurlöndum hefur mótmælt; því við ríkisstjórnir skandinavisku j landanna, að framkoma SAS gagn-; vart Loftleiðum verði látin við-; gangast. Segir sambandið, að rík-: isstjórnirnar megi ekki láta fjár- j gróðasjónarmiðið blinda sig og' hin þröngsýna afstaða SAS megi | ekki koma í veg fyrir góða nor-! ræna samvinnu. Ástæðan fyrir fargjaldastríði! SAS og Loftleiða er sú, að Loft- ’ leiðir sem ekki er meðlimur í al- þjóðasambandi flugfélaga IATA, j hafa með skrúfuflugvélum sínum haldið uppi ferðuim yfir Atlants- hafið, sem eru 2,800 krónum ódýr ari en ferðir SAS á sömu leið með þotuflugvélum. Nú hafa Loft- leiðir fengið sér nýrri og þægi- legri skrúfuvélar og þá krefst SAS þess, að verðmismunurinn á far- miðum félaganna verði aðeins 1200 kr. SAS setur fram þessa kröfu sína í sambandi við það, að núverandi loftferðasamningur á milli land- anna er úr gildi 1. nóvember næst- kotnandi. Samningumræður um nýjan loftferðasamning hafa strandað á áðurnefndu atriði og er það ástæðan fyrir því, að utan- i rí'kisráðuneytin taka nú við samn- ingaumræðunum. ! Fargjaldastríðið hefur orsakað : mikið umtal í Svíþjóð og flest I sænsku blöðin styðja Loftleiðir, ! en gagnrýna SAS og loftferðayfir- I völd Skandinavíu fyrir ódrengi- j lega framkomu gagnvart Loftleið- 1 um. FJÁR- SVIK? KJ—Reykjavík 13. okt. Enn hefur fjársvikainál verið kært til dómsyfirvald anna og í þetta sinn til 3æj arfógetaembættisins í Hafn- arfirðí. Tveir eigendur bifreiðainn flutningsfyrirtælds kærðu þriðja manninn fyrir meint fjársvik að upphæð 265 þús. krónur. Fyrirtækið sem í hlut á, er staðsett í Reykjavík. Stendur yfir rannsókn i máli þessu, og hefur hana með höndum Gunnar Sæ mundsson fulltrúi hjá bæj- arfógetanum í Hafnartirði. Gunnar tjáði blaðinu í dag að rannsókn málsins s*æði yfir, og væri ekki hægi að gefa upp málsaðiia að svo stöddu. F.l. skoðar þotur FB-Reykjavík 13. október. gömlu innanlands vélarnar af ÞRÁLÁTUR orðrómur hefur! hólmi ,en það er eins og kunnugt gengið um það að undanförnu, að! er Fokker Friendship. Hefur ein Flugféiagið hyggist kaupa Cara-; slík vél verið keypt og kemur til velle-þotu tii millilandaflugs, en landsins í apríl næstkomandi, en forráðamenn félagsins hafa þó þar að auki hefur FÍ tryggt sér ekki viljað staðfesta þetta, þrátt forkaupsrétt að annarri vél, setn fvrir það, að þeir viðurkenni að FÍ verði nú að fara að líta fyrir alvöru í kringum sig eftir milli- landavélum. Því ti’ staðfestingar má n-efna að árið 1956 flutti félag ið 15.000 manns milli landa en flytur nú helmingi fleiri. FÍ hefur þegar ákveðið hvaða vélartegund verður látin leysa þá gæti fengizt á árinu 1965. — Kröfur millilandaflugsins vaxa stöðugt, sagði Örn Ó; John- son í dag, og ég tel að FÍ verði að taka ákvörðun um hvaða vélar tegund verður fyrir valinu, eins fljótt og hægt er, og það verður að vera einhvern tíma á næstu 2 árum. Við höfum fylgzt með því sem er að gerast í flugvélafram- leiðslunni, en höfum ekki athugað Caraelle-þotur frekar en aðrar vél ar. Caravelle-þoturnar taka 80 manns í sæti. og eftir því, sem við höfum komizt næst myndu þær fljúga milli Reykjavíkur og Glasgow á klukkutíma og 45 mín. Um Fokker-vélarnar, sem verða notaðar i innanlandsfluginu er það aftur á móti að segja, að þær taka 48 farþega og fljúga milli Reykjavíkur og Akureyrar á 50 mínútum eða á 25 mín. skemmri tíma en Skymasterinn, sem nú er venjulega notaður.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.