Tíminn - 14.10.1964, Qupperneq 8
MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 1964
8
TÍMINN
Kaupir 300 þús.
ísl. gærur í ár
Frú Sigríður Thorlacíus ræðir við Svíann Thord Stille og
frú hans, stóriðjuhölda fráTRANÁS
Thord Stille og frú.
Þegar erlendir stóriðjuhöld-
ar eru á ferð með eiginkonum
sínum, er ekki óalgengt að allt
snúist um þá, en eiginkonan
sé eins og þægileg tónlist í
fjarska, kannski vel snyrt og
glóandi af skartgripum. Aft-
ur á móti er fágætt að hitta
úr þeim hópi hjón, sem eru
samstarfsmenn og hvorugt um
sig sérfræðingur, sem stjórnar
tveimur greinum af sameigin-
legu fyrirtæki.
f Tranás i Svíþjóð rekur
Thord Stille mikla inn- og út
flutningsverzlun með skinn, en
kona hans, Doris Stille, veitir
Hattar úr gærum og fleiri
skinnum.
t'orstöðu verksmiðju, sem saum
ar loðkápur. Þetta eru hvort
tveggja stórfyrirtæki og koma
okkur íslendingum æði mikið
við, því Thord Stille gerir ráð
fyrir að flytja inn til Svíþjóð
ar um þrjú hundruð þúsund ís
lenzkar gærur í ár og frú Doris
áætlar að þar af verði um
50 þúsund gærur gráar, en úr
þeim lætur hún sauma loðkáp-
ur.
Frú Doris er feldskeri að
iðn. Hóf hún nám í þeirri
grein árið 1939, en árið
1945 stofnuðu þau hjón-
in verksmiðju sína, en þar
vinna um 40 manns. Er það
óvenju mannmargt fyrirtæki
þeirrar tegundar, því loðskinn
eru dýr vara og því sjaldan um
stórframleiðslu á loðkápum að
ræða á hverjum stað. Ekki
kunni ég við að spyrja frúna
hve gömul hún hefði verið þeg-
ar hún hóf námsferil sinn, því
enn þann dag í dag lítur hún
ekki út fyrir að vera eldri en
svo sem þrjátíu og fimm ára,
smáfríð og blíðleg með ung-
meyjar hörundsblæ.
Thord Stille hóf tilraunir með
að nota sauðskinn í loðkápur
árið 1940 og valdi þá til þess
gærur af fjárstofni þeim, sem
ræktaður er á Gotlandi. En
fjárstofninn þar er ekki stór og
því reyndist brátt of lítið það
magn, sem þaðan fékkst af
gærum. Fór Stille þá að svip-
ast um eftir öðrum fjárstofni
sem stærri væri og komst að
þeirri niðurstöðu, að sá íslenzki
væri einna líklegastur, því
hann geymir sömu eiginleika
og þá, er gerðu gotlandsgærurn
ar hæfar í loðkápur. Fór hann
til íslands árið 1948 þeirra er-
inda, að athuga skinnin af ís-
lenzka fénu.
Hann segir, að íslendingar
hafi í fyrstu haldið, að hann
væri ekki heill á sönsum, þeg
hann bauð nær helmingi hærra
verð fyrir gráu gærurnar en
þær hvítu, en fram að þeim
tíma öfðu allar mislitar gærur
verið seldar á miklu lægra
verði. Fyrstu árin fékk hann
ekki nema þetta 4—6 þúsund
gráar gærur, en fær nú um
50 þúsund, eins og fyrr var sagt
því bændur hafa lagt kapp á
að rækta grátt fé hin síðustu
ár. Er magnið orðið eins mikið
og hægt er að nota í kápur
Það tók mörg ár að finna
beztu og hagkvæmustu aðferð
irnar við vinnslu íslenzku gær
anna. Þær eru yfirleitt fluttar
út saltaðar, svo fyrst þarf að
þvo úr þeim allt salt og óhrein
indi. Þá var að klippa þær
hæfilega snöggar. í fyrstu voru
þær strengdar á tunnu og hand
klipptar, en nú er búið að fá
vél til að klippa þær. Síðan
eru þær sútaðar og klipptar á
ný og greindar sundur í fjóra
gæðaflokka. Við verkun gær-
anna kemur margt til greina.
Til dæmis er mjög erfitt að
ná öllum sandinum, sem sezt
í innsta þelið, úr í þvotti. Þá
verður líka að fara varlega
Loðkápa úr ísl. gæruskinni.
með skinnin vegna þess, að þau
eru gishærðari og gljúpari en
önnur skinn, sem notuð eru í
loðkápur.
Þegar Thord Stille fann upp á
því að verka íslenzkar gærur í
loðkápur, steig hann merkilegt
spor í skinnaverkun. Það bæt-
ast sjaldan ný skinn í tölu
þeirra,, sem talin eru hæfa i
ioðkápur. Menn hafa fyrir
löngu rannsakað og hagnýtt
öli þau skinn, sem til greina
koma. Einu breytingarnar, sem
verða ár frá ári á vali skinna
í loðfeldi, eru hvort þau eiga
að vera hrokkin eða slétt, lituð
eða ólituð. Þarna bættist því
alveg ný vara á markaðinn og
þessi nýja vara hlaut heitið
„Icelandic Lamb“ — „íslenzkt
lamb.“ Það merki er á öllum
loðfeldunum, sem frú Stille
lætur sauma úr gráu gærun
um.
Stille gerði tilraun til að
lita hvítar gærur, en um sama
leyti komu litaðar gærur frá
Suður - Ameríku á markaðinn
fyrir miklu lægra verð. Hann
einbeitti sér að gráu skinnun
um vegna þess, að þar er hægt
að láta upprunalegan lit halda
sér og alltaf eru þeir margir,
sem taka ekta liti fram yfir
óekta.
Þegar gráu skinnin koma full
unnin í verksmiðjuna til Doris
Stille, byrjar hún á því að láta
flókka þau eftir litum, þannig
að 5—6 skinn með sama lit-
blæ eru tekin saman fyrir sig,
en það mörg skinn fara í hvern
feld. Hverja loðkápu verður að
sníða sér eftir því hvernig lit-
irnir í gærunum eru. Hún dró
fram tvö sýnishorn úr misdökk
um skinnum, hvorttveggja
mjög fallegar kápur. Var önn-
ur með áfastri hettu, en hinni
fylgdi einskonar sjalhetta með
svörtu kögri. Allur frágangur
á pelsunum er hinn prýðileg
asti.
Frú Stille teiknar sjálf alla
pelsa, sem saumaðir eru í verk
smiðjunni, en þar eru árlega
framleiddar utn 30 gerðir, þar
af einar tíu úr íslenzkum skinn
um. Alltaf verður að fylgja
tízkunni, en gæta þó hófs, því
loðkápa á að endast lengur en
eitt eða tvö ár. Hún verður
í senn að vera nýtízkuleg og
óháð tízkuduttlungum. Ársfram
leiðslan er um þrjú þúsund loð
kápur, en þar af eru um
tveir þriðjuhlotar úr íslenzku
skinnunum. Af öðrum skinn
um, sem alltaf eru í tízku,
nefndi hún persian, bæði svört
og brún, en oft eru önnur
skinn til skreytingar á þeim
loðkápum. Minkapelsa segja
þau hjón ekki seljast í Svíþjóð
heldur séu þeir allir fluttir út.
Þar sé mönnum ekki ætlað að
vera svo ríkir, að þeir eyði
30—40 þúsund sænskum krón
um í eina flík utan á kroppinn
á konunni.
Auk loðkápanna eru fram-
leiddar húfur og hattar úr ís-
lenzku gæruskinnunum og þau,
sem ekki eru nógu góð í flík
ur, eru notuð í ábreiður og
húsgagnaáklæði, en það hef-
ur hvorttveggja orðið að tízku
vörum og eftirsótt útflutnings-
vara.
Tegundarheitið „Icelandic
Lamb“ er búið að vinna sér
sess meðal grávörukaupmanna
fyrir atbeina Doris og Thord
Stille. Það hefur kostað marg
háttaðar rannsóknir að finna
aðferðir til að vinna sem bezta
vöru úr gráu gærunum og þó
búið sé að vinna markað fyrir
varninginn úr þeim, verður
stöðugt að halda áfram að fylgj
ast með markaðshorfum og
tízkusveiflum og stilla verði í
hóf. Fyrir nokkrum árum hurfu §
til dæmis norsku selskinnin
alveg af markaðinum vegna
þess, að verð þeirra var hækk
að of mikið. Thord Stille kvaðst
greiða hámarksverð fyrir gráu
Framhaki á bls. 13
Sýnlshorn af grávöru frá Sfllles PSIs.
#