Tíminn - 18.10.1964, Page 5

Tíminn - 18.10.1964, Page 5
SUNNUDAGUR 18. október 1964 Útijefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benedlktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og indriói G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Frétta- stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Steingrlmur Gíslason Ritstjórnarskrifstofur 1 Eddu-húsinu, símar 18300—18305 Skrif- stofur, Bankastr 7. Afgreiðslusími 12323. Augl.sími 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr 90,00 á mán. innan- lands. — í lausasölu kr. 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Goði steypt af staili Forustugrein sú, sem birtist í Pravda, aðalmálgagni r'ssneska kommúnistaflokksins, í gærmorgun, bendir til þess, að í Sovétríkjunum sé nú 'að hefjast svipaður loikur og eftir flokksþing kommúnista 1960, þegar Stal- ín var fyrst opinberlega steypt af stalli og ógnarstjórn hans afhjúpuð- Gerinin í Pravda gefur til kynna, að nú eigi að leika sama leikinn við Krustjoff. Vafalaust má finna Krustjoff sitthvað til foráttu. Hins- Kegar verður aldrei hægt að lýsa honum sem nýjum Stalín. Hið sögulega hlutverk Krustjoffs hefur einmitt verið það að hafa forustu um að gera kjör rússnesku þjóð arinnar bærilegri eftir ógnarstjórn Stalíns. Þeir menn, sem nú hafa tekið völdin, hafa verið samverkamenn Krjustjoffs um þau efni. Þessvegna er það von manna, að sú þróun haldist áfram, þótt Krústjoff sé fallinn. Það má hins vegar vel vera, að Krustjoff hafi gerzt ráðríkur og erfiður samverkamönnum sínum eftir því sem seta hans lengdist í valdasæti. Upplýsingar um það, kæmu ekki neitt á óvart. Það væri ný sönnun þess. að stjórnarkerfi, sem til langframa leggur öll völdin í hendur eins manns eða fárra manna, spillir mönnum. Þetta er eitt af mörgum ágöllunum þess stjórnarkerfis, þar sem völdin eru í höndum eins flokks- Lýðræðis- kerfið, sem tryggir stjórnarskipti á grundvelli frjálsra kosninga, gefur hér allt aðra og betri raun. Það er vissulega mikil ástæða til þess að fylgjast með stjórnarskiptunum í Sovétríkjunum til þess að kynnast því betur, hvernig eins flokks kerfið er í framkvæmd. Það hefur einstaka menn eins og Stalín og Krustjoff til óeðlilegra valda, spillir þeim og gerir þá að hrokafull- um einræðisherrum. Meðan þeir eru í valdastólum, eru þeir hafnir til skýjanna í blöðum og útvarpi. Þegar stjarna þeirra er hröpuð, er þeim svo lýst á allt annan veg. Vissulega má finna sitthvað að því stjórnarkerfi, sem íslendingar búa við. Samt er furðulegt, að til skuli vera bér á landi menn, sem vilja koma á eins flokks stjórnarkerfi. Kínverska sprengjan Kínverjar hafa sprengt fyrstu kjarnorkusprengju sína. Það hefur vakið óhug. Hættan eykst að sama skapi og þeim þjóðum, sem ráða yfir kjarnorkuvopnum, fjölgar. Vonandi er það hins vegar góðs viti, að sama daginn og Kínverjar sprengdu kjarnorkusprengjuna, kom til valda í Bretlandi ný ríkisstjórn, sem leggja mun á það höfuðkapp að hindra útbreiðslu kjarnorkuvopna. Svo ríkt kapp mun hún leggja á það, að hún er reiðubúin til að afsala Bretum yfirráðum yfir kjarnorkuvopnum. Af sömu ástæðum leggur hún áherzlu á, að Atlantshafs- bandalagið komi sér ekki upp sérstökum kjarnorku- vopnaflota, því að það myndi óbeint fjölga þeim þjóð- um, er ráða yfir kjarnorkuvopnum og þannig ýta undir kapphlaup þjóða i þessurn efnum • Fyrsta sporið er að hindra útbreiðslu kjarnorkuvopna. Því færri sem kjarnorkuveldin eru, því auðveldara á að vera að semja um þessi mál Undirbuning slíkra samn- inga þarf að hefja sem fyrst á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna, því að þeir hljóta að taka sinn tíma. Þar er hins vegar sá galli á, að Kína er utan S. Þ. eins og sakir standa.. 5 Waiter ritar um aIp|óiSamái: pr frjá Goldwater bi ana sikinn ósigur Að öðrum kosti ráða afturhaldsmennirnir flokkunum áfram NELSON ROCKEFELLER ÞaS er hagur hans, aS Goldwater biSi mikinn ósigur. HINIR frjálslyndu republik- anar eru í næsta erfiðri að- stöðu. Goldwatersinnarnir bol- uðu þeim burt úr forustusveit flokksins. Færi svo, að Gold- water sigraði í forsetakosning- unum eða hlyti allverulegt fylgi, yrðu frjálslyndari menn irnir áfram utanveltu í flokkn um. Meðal þeirra eru menn eins og Rockefeller, Scranton, Keat ing, Scott, Taft, Romney og Percy. Frjálslyndari republikanar geta því aðeins gert sér von- ir um að komast aftur til valda í hinum sögufræga flokki og gefa honum á ný gömlu grund vallarstefnuna, að Goldwater og Miller bíði svo rækilegan ósigur, að leiðtogar republik ana í hinum einstöku ríkjum gleymi ekki þeirri bitru reynslu í bráð. Stórsigur Johnsons er það eina, sem veitt getur frjáls lyndum republikönum von um að bæta það, sem aflaga fór í San Francisco. SÁ böggul fylgir skammrifi, að stórsigur Johnson ylli senni lega tapi þeirra frjálslyndra republikána, sem í kjöri eru þetta ár. Þarna er um að ræða menn eins og Keating öldunga deildarþingmann í New York, — sem að visu getur borið höf uðið hátt, hver sem útkoman verður, — Scott öldungadeildar þingmann í Pennsylvania, Romney fylkisstjóra í Michigan, Percy í Illinois og ef til vill Taft í Ohio. Þessir menn verða að reyn- ast miklum mun fengsælli en Goldwater, ef þeir eiga ekki að bíða ósigur. Til þess að svo megi verða, þurfa sérlega marg- ir kjósendur að hafa sterkan hug á að deila atkvæðum sín- um og kunna að framkvæma það. Mér er sagt, að engin dæmi þekkist um jafn almenna skiptingu afckvæða og með þyrfti til þess að forða mörg um hinna frjálslyndari repu- blikana frá falli, ef Johnson vinnur stórsigur. FARI aftur á móti svo, að Johnson vinni ekki stórsigur í kosningunum, geta frjálslyndir republikanar ekki náð aftur flokknum, sem þeir glötuðu í San Francisco. Þeir komast þar ef til vill aldrei til valda aftur. En margir af beztu framá mönnum þeirra kunna að lúta í lægra haldi ef Johnson vinn ur mikinn sigur. Þegar menn eins og fylkis- stjórarnir Scranton og Rocke feller, — sem hafa lýst yfir fylgi við Goldwater, — hugleiða þessa hörmulegu klípu, hlýtur þeim að vera innanbrjósts svip að og franska hershöfðinejan- um í fyrri heimsstyrjöldinni. sem óskaði mönnum sínum alls hins bezta, þegar þeir lögðu til orrustu. Hann vonaði. að þeir hlytu hin beztu sár, — nægi- lega stór til þess, að þeir yrðu sendir heim, en góð að því leyti, að þau væru ekki lífs- hættuleg. EFTIR því sem ég kemst næst má einna helzt líkja úlfa- kreppu Republikanaflokksins við ástand Demókrataflokksins árið 1896, þegar William Jenn ings Bryan hertók hann. Bry an bar að vísu í brjósti um- hyggju fyrir þeim fátæku, gagn stætt Goldwater, en hann stjórn aði einnig uppreisn úr vestri gegn austur-fylkjastjórn flokks ins. Fylgjendur Bryans voru engu óvissari um eigin rétt- sýni en fylgjendur Goldwaters, en meðal þeirra voru vissulega færri, sem áttu morð fjár. En þetta var hinn harðsnúnasti hópur og það tók Demókrata- flokkinn 16 ár og kostaði fjóra ósigra í forsetakosningucn að hreinsa sig með öllu af Bryan ismanum. Sé þessi samlíking réttmæt eru mestar líkur til að Repu- blikanaflokkurinn verði ekki endurreistur eða endurheimt- ur fyrr en ný kynslóð er tekin þar við forustu. Hinir nýju for ustumenn verða að líkjast þeim, sem tilnefndu Woodrow Wilson árið 1912, mönnum, sem ýmist höfðu aldrei kynnzt bar- áttunni 1896. eða voru vaxnir frá og upp úr þeitn kynnum. Leiðtogar Republikanaflokks- ins verða ekki einungis að verða nýjir, heldur þarf og ný málefni handa honum að berjast fyrir. Vera kynni einn- ig, að Demókrataflokkurinn yrði þá tekinn að gerat hrum- ur vegna 'gamallar sérvizku, — og ekki er örgrannt um, að á óljósum fyrirboðum þessa virðist örla, ef rýnt er nógu fast inn í framtíðina. EINS og nú standa sakir er það áhrifamesta afleiðingin af útnefningu Goldwaters, að republikanar hafa eftirlátið demókrötum allt miðsvæðið í opinberri afstöðu, eins og það leggur sig, alt frá hófsamari vinstri stefnu til hófsamrar hægri stefnu. Þeir hafa af- hent demókrötum hlutverk hinna hyggnu og skynsömu stjórnmálamanna, sem takast á við veruleika samtíðarinnar. Svo vill til, að þetta er ein- mitt það hlutverk, sem bezt hæf ir eiginleikum, skapferli og skoðunum Lyndons Johnsons Hann er hinn fullkomni mið fylkingarmaður, hófsamur um hvaðeina og fæddur samninga- maður og græðari. Þegar Gold water hefir runnið sitt skeið á enda mun republikönum ekki veitast auðvelt að endurheimta af Johnson neina teljandi skika af því miðsvæði, sem honum hefir nú verið eftir látið. Framhald á bls 6 I

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.