Tíminn - 18.10.1964, Qupperneq 8
8
TÍMINN
SUNNUDAGUR 18. október 1964
JÓN H. MAGNÚSSON SKRIFAR FRÁ AMERÍKU
Blöðin snúast flest
á sveif með Johnson
JIIM-NEW YORK
Það hefur varla liðið sá dag-
ur síðan Barry Goldwater, gaf
fyrst kost á sér í forsetafram-
boðið fyrir republikana að
hann hafi ekki kvartað undan
því að blöðin, sjónvarpið og út
varpið væru á móti sér í þess-
ari kosningabaráttu. Það hef-
ur aldrei liðið sú forsetakosn-
íng í þessu landi að einn eða
annar af frambjóðendunum
hafi ekki einnig kvartað und-
an því sama.
Goldwater og hans stuðnings
menn halda því fram að blöð-
in hafi aldrei neitt rétt eftir
honum, heldur reyni þau vilj-
andi að snúa út úr öllu sem
hann segir. Þessi ásökun fram-
bjóðendans hefur að vissu leyti
við rök að styðjast, en oftast
er það samt þanníg að Gold-
water hefur sagt eitt eða ann-
að, sem síðan hefur verið haft
eftir honum á prenti, en í milli
tíðinni hefur hann skipt um
skoðun, eða kosningasérfræð-
ingar hans hafa sagt, að hann
hafi verið misskilinn. Það sem
er furðulegast' við þennan
óklíð á milli Barry og press-
unnáí, ér sú staðreynd að flest
öll blöð og útvarpsstöðvar í
Bandaríkjunum eru í eign repu
blikana.
Núna síðustu tvær vikurn-
ar hafa allmörg stór og voldug
vikurit og dagblöð gefið út yfir
lýsingar í ritstjórnargreinunum
að þau styðji Lyjidon B. John-
son og Hubert H. Humphrey í
þessum kosningum, en ekki
Barry Goldwater og William
Miller. Það sem hefur vakið
mestu athyglína við þessar yf-
irlýsingar er sú staðreynd að
þessi blöð hafa annað hvort
aldrei fyrr stutt frambjóðend-
ur demókrata í forsetakosning-
um, eða _þá ekki gert slíkt í
áratugi. í þessu sambandi má
fyrst nefna vikublaðið Life,
sem hefur aldrei stutt aðra en
republikana síðan það byrjaði
Johnson á kosnlngafundl.
að styðja frambjóðendur 1944.
í ritstjórnargrein í Life segir:
„Johnson er mjög vel hæfur
maður tíl að vera forseti
Bandaríkjanna", og bætir við
að þjóðin hafi vel efni á að
„vera án Goldwaters“. Eigandi
Life er Henry Luce, sem einn
ig á hin heimsþekktu tímarit
Time og Fojd.une, og er kvænt-
ur hinni umtöluðu Clara Booth
Luce, sem m. a. var um tíma
ambassador í Róm og er nú
ein eldheitasta stuðningskona
Goldwaters. Frú Luce er ein af
aðalleiðtogum mjög hægrisinn
aðs, hóps innan republikana-
flokksins, sem kallar sig
„Borgarar fyrir Goldwater“,
eins var hún ein af þeim sem
útnefndu Goldwater á flokks-
þinginu í San Francísco. Luce
sjálfur studdi William Scrant-
on, ríkisstjóra í Pennsylvanía.
Það er álitið hér að það hafi
tekið ritstjóra Life langan
tíma og mikil heilabrot áður
en þeir ákváðu að styðja John-
son. Life er eina blaðíð af þess
um þrem (Time - Life - For-
tune) sem hefur rltstjórnar-
grein, svo að það er alltaf álit-
ið að það tali fyrir öll þrjú rit-
in, sem þýðir það að þau
styðja öll Johnson og Humphr-
ey.,
Önnur blöð sem lýst hafa yf-
ir stuðningi við Johnson eru
m. a. Houston Post, Saturday
Evening Post, Kansas City
Star, Chicago Daily News,
Philadelphia Inquirer, Chic-
ago Sun Times og mörg fleiri.
New York Herald Tribune sem
hefur verið gefið út í 124 ár
og er prentað bæði í New York
og París, hefur alla tíð stutt
republikana, en í ár í fyrsta
sinn styðja þeir demókrata.
New York Times, sem oftast
hefur stutt frambjóðendur
republikana, styður nú John-
son og er mjög harðort í garð
Goldwaters í ritstjómargrein-
um sínum. Blaðið hefur stutt
tvo síðustu sigurvegarana í for
setakosningum, þá Dwight D.
Eisenhower (republikani) og
John F. Kennedy. (Demó-
krati). Scripps-Howard og
Hearst blaðahringirnir vold-
ugu styðja nú Johnson og
Humphrey, sem eru fyrstir
demókratarnir sem þeir hafa
stutt í þrjátíu ár. Blað eins og
t.d. Christian Science Monitor,
sem er frekar hægrisinnað í
sínum ritstjórnargreinum og
hefur ætíð stutt republikana,
hefur nú tekið hlutleysis-
stefnu í þessum kosningum,
þar sem það álítur sig ekki
geta stutt Goldwater af heil-
um huga.
Þrátt fyrir að svo mörg stór
og áhrifamikil blöð styðji nú
Johnson, þá hefur Goldwater
stóran hóp af blöðum á bak
við sig. Mánaðarrítið Editor
And Publisher gerði skoðana-
könnun nýlega á yfir níu
hundruð dagblöðum, þar af
lýstu 500 þeirra yfir „hlut-
leysi“ sínu, 250 lýstu yfir
stuðningi við Goldwater og um
200 sögðust vera með Johnson.
Þrátt fyrir þennan stuðning þá
er ekki þar með sagt að blöð-
in, þó svo að þau séu áhrifa
mikíl, geti fengið einn eða ann
an frambjóðendann kosinn í
embættið. í forsetakosningun-
um 1948 hafði Thomas Dewey
stuðning frá flest öllum dag-
blöðum landsins, en Harry S.
Truman vann samt sem áður
kosninguna. Dwight D. Eisen-
hower hafði stuðning frá
67,3% pressunnar í kosningun
um 1952, en Adlai Stevenson
hafði aðeins 14,5% stuðning.
í forsetakosningunum 1960
fékk Ríchard Nixon 54,0%
stuðning pressunnar með sér,
en Kennedy aðeins um 15%,
og um 31% lýsti yfir hlutleysi.
Á sama tíma fékk Kennedy
stuðning frá 37 af 50 áhrifa-
mestu frétta- og blaðamönnum
landsins. Þrátt fyrir þá stað-
reynd að flest öll dagblöð í
Bandaríkjunum séu í eigu
manna sem eru republikanar,
þá bregzt það aldrei, að flest
allir starfandi blaðamenn
kjósi demókrata.
Það er ólíklegt að ófriður-
inn á milli fréttamanna og
Goldwater eigi eftir að batna
úr þessu. Goldwater á enn eft-
ir að ásaka blöðin fyrir að fara
rangt með það, sem hann segir
og blaðamenn eiga eftir að
bera því fyrir sig að hann
skipti svo oft um skoðun, að
það sé ekki hægt að hafa neitt
eftir honum. Hvort að prent-
svertan á eftir að hjálpa eða
koma í veg fyrir að Goldwater
komist inn í Hvítahúsið, er
nokkuð, sem Bandaríkjamenn
sjálfir munu skera úr um þann
þriðja nóvember næst komandí.
MINNING
Jdn Sigmundsson
frá Hamraendum
Hann var fæddur að Breiðuhlíð
í Mýrdal í Vestur-Skaftafellssýslu:
28, sept 1895, sonur sæmdarhjón-
anna Margrétar Jónsdóttur og Sig
mundar Jónssonar er lengst
bjuggu að Hamrae'ndum í Breiðu-
vík og létust fyrir fáum árum í
hárri elli.
Um aldamótin fluttist Jón með
foreldrum sínum vestur á Snæfells |
nes og bjuggu fyrst eitt ár að
Saurum í Staðarsveit en fluttust
íðan að Hamraendum í Breiðu-
víkurhreppi. Á Hamraendum átti
Jón síðan heima til ársins 1957,
að hann fluttist að Syðri Tungu í
sömu sveit og þaðan til Ólafs-I
víkur árið 1963. Jón lézt á Lands-:
spítalanum 24. júlí s.l. eftir stutta,
en þunga legu, á 69 aldursári. |
Er Sigmundur og Margrét komu1
að Hamraendum var sá staður rýrð
arkot, en með þrautsegju og dugnj
aði tókst þeim að gera Hamraenda
að stórbýli á þann tíðar mæli-
kvarða, en barnahópurinn var stór
og tók fljótt þátt f uppbyggingunni
á Hamraendum. Það mun þá ekki
hvað sízt hafa komið í hlut Jóns
þar sem hann var elztur bræðr-
anna, þó áttu öll systkinin það
sameiginlegt, að gera þetta heim-í
eftir heima af stórum systkinahópi
Handtök Jóns voru orðin mörg
á Hamraendum og mun sá staður
lengi bera þess vitni, það var
honum því eigi sársaukalaust er
hann varð að flytjast þaðan árið
1957. Lengi framan af ævi fór
Jón á vertíð til að afla heimilinu
tekna og þótti hann sitja skip-
irúm sín vel. Um tíma átti Jón og
! gerði út trillubát frá Stapa. Hug-
: þekkust voru honum þó landbún-
! aðarstörfin, sem hann lagði og
\ mest til af kröftum sínum.
; Alla tíð var Jón fjörmaður mik-
í ill, félagslyndur og uppörvandi
; yngri kynslóðina til félagslegra
1 átaka. Það kom og í hans hlut að
j verða fyrsti formaður ungmenna
félags sveitarinnar, er það var
stofnað að Hamraendum árið 1925
Enn þá minnast þess margir hér,
er Jón skemmti unga fólkinu í
Breiðuvík með tvöföldu harmon-
ili svo víttrómað fyrir myndarskan ikunni sinni, og er mér nær að
á fjölmörgum sviðum. Með foreldr halda að unga fólkið hafi skemmt
um sínum dvaldi þó Jón lengst sér betur þá við músíkina hans
og veitt heimilinu forsjá um ára Jóns, en ungt fólk í dag við fjöl-
bil. enda hann loks einn orðin:i mennar hljómsveitir. Á yngri ár-
um var Jón leikari góður og kom
fram í mörgum sjónleikum í sveit
inni á fyrri árum. Söngmaður var
hann einng góður, eins og hann
átti kyn til og lét sig aldrei vanta
til að leggja þeim málum lið ef
með þyrfti og aldrei sá ég Jón
svo innilega með sjálfum sér, eins
og þegar hann var í hópi söng-
félaga sinna. í áratugi var Jón
virkur þátttakandi í söng við heima
kirkju sína, Búðakirkju, þar var
hann og einnig meðhjálpari um
árabil. Formaður skólanefndar
Breiðavíkurhrepps var hann þar
til hann fluttist úr hreppnum ár
ið 1963.
Árið 1952 kvæntist Jón eftirlif
andi konu sinni Lovísu Einars-
dóttur frá Syðri Tungu í Breiðu-
vík, þeim varð ekki barna auðið,
en hjá þeim ólst upp dótturdóttir
Lovísu, Þorbjörg og unm Jón
henni sem sínu eigin barni
Hér er farið fljótt yfir sögu
þessa ágæta drengs, sem barn að
aldri var fluttur á hripi á klyfja
hesti yfir sjö sýslur um síðustu
Framh a 15 síðu