Tíminn - 08.11.1964, Blaðsíða 3
SUNNUDAGUR 8. nóvember 1964
TÍMINN
í SPEGLITÍMANS
HINN heimsfrægi CHARLIE CHAPLIN hafSi nýlega stutta viðdvöl á Kastrup-flugvelli í Danmörku
á leið sinni til Stokkhólms, og var Jiessi mynd tekin við það tækifæri. Með honum var hin fagra
kona hans, ONA, og tvær dætra þeirra, Victoria og Josephine. Á myndinni sézt Otto B. ■Lind-
hardt, útgefandi minninga Chaplins í Danmörbu, rétta Onu fögur blóm við komuna.
Bretum og Bandaríkjamönn-
um hefur tekizt að bæta raf-
eindasmásjána ótrúlega mikið.
Með þessari endurbættu smá-
sjá er hægt að stækka þann
hlut, sem á er horft, hvorki
tneira né minna en tveirn millj-
ón sinnum! Engar nánari upp-
lýsingar eru gefnar um þetta
nýja tæki, sem hefur að sögn
vissa hernaðarlega þýðingu, en
þó er sagt, að í smásjánni séu
4300 stykki, og að allar leiðsl-
urnar í henni séu rúmlega 100
klíómetrar á lengd! Þessi smá-
sjá gerir vísiindamönnum m.a.
m.a. kleitf að sjá hvaða áhrif
hiti hefur á sameindir hiinna
ýmsu efna, og gefur það nokkra
hugmynd um, hversu merki-
Iegt tæki er hér á ferðinni.
Kosningarnar í Bandaríkjun-
um 1964 eru yfirstaðnar, og i
ljós kotn, að margir Repúblík-
aiiar, sem alltaf áður hafa stutt
frambjóðendur síns, sýndu
öfgamönnum bandaríska íhalds-
ins fyrirlitningu sína með því
að kjósa frambjóðanda Demó
krata. Einn þcssara kjósenda
var frú Alice Roosevelt Long-
worth, 80 ára gömul dóttir re-
públíkanska forsetans Theo-
dore Roosevelt (1901—1909).
Allt frá því hún fékk kosninga-
rétt, hefur hún kosið flokk föð-
ur síns, en 3. nóvember s.l.„
kaus hún í fyrst sinn Demó-
krata.
Kvikmyndln „My Fair Lady“,
er komin á markaðinn, og mót-
tökurnar eru stórkostlegar. Sér-
staklega mikiö hrós fær Audrey
Ilepburn, sem leikur Elizu, og
fullyrða blöðin, að þótt margar
hafi leikið það hlutverk mjög
vel, þá slái Audrey þeim öllum
við.
Hin þekkta söngkona, Mari-
an Anderson, hefur nú lagt upp
í sína síðustu söngferð, að því
er sagt er. Hún hóf hana í
Washington og var geysivel
fagnað. Táknrænt var, að hún
söng nú á sviðiinu í Oonstitu-
tion Hall, en eigendur hussins
bönnuðu henni að koma þar
fram fyrir nákvæmlega 25 ár-
um, vegna þess að hún er
blökkukGtna. Og það er í raun-
inni ekki svo undarlegt, því að
eigendurnir eru hin öfgafullu
samtök „Daughters of the Ame-
rican Revolution“.
Charles de Gaulle, forseti
Frakklands, hefur orðið fyrir
mörgum banatflræðum og lög-
reglan gerir sitt bezta til þess
að tryggja líf hans.
Nú hafa þeír fundið upp nýtt
ráð, sem þeir kynntust fyrst
þegar de Gaulle var á ferða-
Iagi um Suður-Ameríku. Öll
boðskort, sem send eru út í
sambandi við vcizlur, opinber-
ar móttökur og annað af því
tagi, eru geislavirk, og þegar
boðsgestirnir koma til veizlunn-
ar afhenda þeir boðsmiðaran,
sem látin ner fara í gegnum
Geiger-teljara. Ef boðsmið
sem ekki er geislavirkur, kem-
ur í leitirnar, er viðkomandi
maður þegar handtekinn og
rannsakaður.
Þjóðsagan um, að kcinur séu
mun verri bílstjórar en karl-
menn, virðist furðu lífseig.
Kvenbílstjórum til ánægju, má
benda á ársskýrslu umferðalög-
reglunnar í París, þar sem seg-
ir að ökuskírteini hafi verið
tekiinn af alls 1293 bflstjórum
árið 1963. Af þessum 1293 bíl-
stjórum voru aðeins 47 konur.
Þeir bjartsýnustu í Banda-
ríkjunum reikna með því að
rúmlega ein milljón ferða-
manna komi til Bandaríkjanna
á næsta ári. Þeir hafa því á-.
kveðið að gefa ferðamanninum
númer 1.000.000 stóra og m'ikla
gjöf, þegar hann kemur í
heimsókn.
Nú er farið að nota papipírs
lök á sumum bandarískum
hótelum. En fyrst um sinn, með
an gestinnir eru að venjast þess
ari nýjung, er þeim gefinn 25%
afsláttur, ef þeir vilja sofa á
þeim. Og um leið auglýsa fram-
leiðendurnir af fullum krafti:
— „Pappírslökin eru mjúk eins
oig flauel og kryipplast aldrei."
Prins Bernhard af Hollandi,
verður bráðlega útneftadur
heiðursmarskálkur í brezka
flughernum. Er það Elizabeth
drottning, sem veitir honum
þennan heiður. Prins Bernhard
er mjög góður flugmaður, og
þessi heiðursvottur er þakklætf
fyrir hetjulega framgöngu hans
i hinni miklu loftorrustu milli
Breta og Þjóðverja, hinni svo-
kölluðu „Battle of Britain“ ár-
ið 1940, og segja því sumir, að
hann hefði átt að fá þennan
hcðurstitil fyrir löngu. En
betra er seint en aldrei.
John Kennedy yngri tók þátt
í kosningabaráttu föðurbróður
síns Robert Kennedy, í New
York. Hér sést hann hinn á-
nægðasti á kosningadaginn.
Útllt KIM NOVAK, frægustu, ógiftu stjörnunnar í Hollywood, breytist lítið, en þeir sem sjá hana í kvikmyndinni „Of Human
Bondage" munu vissulega undrast framburð hennar. f stað sinnar venjulegu „bandarísku", talar hún þreinræktaða Lowdon mál-
ýzku. Kvikmynd þessi er nefnilega gerð eftir skáldsögu Sommerset Maugham, og aðalpersónan, hln frœga Mildred, sem Kiip leik-
ur, talar að sjálfsögðu London-málýsku. Klm varð því að læra nýjan framburð, og eftir blaðaumsögnum að hefur henni
tekist það vöi. s ,
ivAtUMM-