Tíminn - 08.11.1964, Side 9

Tíminn - 08.11.1964, Side 9
SUNNUDAGUR 8. nóvember 1964 9 Stólparnjr brotna vi8 áreksturlnn, strengimir togna og stöðva bíl- inn, loks ýta þeir honum aftur inn á brautina. ' dúkka í staS ökumanns og stjórnað með radíósambandi. Tilraunadúkkurnar eru þannig gerðar, að þær laskast á sama hátt og mannslíkami. Þessar tilraunirnar voru endurteknar, allt upp í 160 km. hraða á klst. — Eru þetta ódýrar girðing ar? — Þetta er ódýrasti og sennilega bezti útbúnaSur sem völ er á, og sá eini sem kæmi til greina að setja upp hér á landi. Þá mundi verða girt á vegaköntum til að fýrirbyggja útafkeyrslur, sérstaklega á beygjum og þar sem fallið er hátt niður. — Sáuð þið fleira merki- legt? — Okkur voru sýndar marg ar aðrar tilraunir, sem of langt yrði upp að telja, en þó vil ég geta um tilraunir með heml- unarlengd og hemlun á blaut- um vegum. Við mismunandi hraða, með og án anti-lock út- búnaðar á hemlunum. Þessi út búnaður gerir að verkum, að hjól bifreiðarinnar stöðvast ekki alveg, við hemlun, og hann renndur síður til. Þessi tilranastöð hefur náð miklum árangri, þar er stöðugt veríð að gera betur, og rannsaka ör yggismálin sérstaklega. í þessu sambandi má geta þess, að Fél agi íslenzkra bifreiðaeigenda er mjög umhugað að koma hér upp einhverju tilraunasvæði, þar sem bílstjórar gætu í það minnsta fengið að reyna akst ur á hálku. Fjölbreyttari til- raunir gætu hafizt þegar efni og ástæður leyfa. — Stórþjóð írnar gera margt til að draga úr slysahættunni. Nú eru Bret ar að byggja nýja borg, þar sem umferð bifreiða og gang- andi fólks er algjörlega að- skilin. Þessi borg heitir Cum bernauld og er byggð mitt á milli Glasgow og Edinborgar. Umferð bíla að og frá borg inni kemur hvergi nærri um ferð gangandi fólks. í míðborg inni er einskonar kjallari, þar sem bílarnir komast leið- ar sinnar, en gangandi fólk einu plani hærra. Bílabraut- ir og göngubrautir íbúðahverf- anna eru gjörsamlega aðskild- ar, og þótt við sæjum þessa borg aðeins á teikningum og Ijósmyndum var auðvelt að gera sér grein fyrir, að þarna var komið byggingarlag borga framtíðarinnar. Vera má, að við sjáum þetta fyrirkomulag í þeim hverfum, sem rísa hér í náinni framtíð. — Það hefur komizt til tals, að bílpróf séu miklu léttari hér en víðast hvar í öðrum löndum. Hvað segið þér um það, Haukur? — Ég hef ekki aðstöðu til að koma með samanburð, en þó veit ég, að kröfurnar er- lendis verða æ strangari. Það er auðsjáanlega gert til þess, að nýprófaðir bílsstjórar geti farið út í umferðina, þar sem hún er þéttust, án þess að skera sig úr með hægum, ör- yggislausum akstri, sem ruglar aðra vegfarenda í ríminu. — Teljið þér, að bílstjórar hér fái nægilega þjálfun fyrir próf? -- Það virðist misjafnt, en það er líka misjafnt, hvað menn iæra fljótt að aka, hvað aksturinn er þeim eiginlegur, — Getur það verið, að próf in hjá okkur miðist óeðlilega mikið við þululærdóm, en of lítið við aksturshæfni? — Ég get hvorki svarað þessu játandi eða neitandi, en hitt er víst, að þjálfun öku- manna verður stöðugt þýðing- armeiri eftir þvi sem umferð- in vex — Lætur FÍB sig ekki varða um prófkröfurnar? — Stjórn FÍB hefur ekki rætt þetta mál enn sem komið er, en hún hefur í mörg horn að líta. Auðvitað varðar FÍB um þetta mál, eins og allt ann að, sem lýtur að akstri, en verkefnin eru mörg og stór. BÓ. Beygja með láréttum og hallandi akreinum. Halljnn spornar við mið- flóttaaflinu, ef ekið er á miklum hraða. J TÍMRNN „Börn geta lesið einstök orð. þegar þau eru eins árs, setn- ingar, þegar þau eru tveggja ára, og heila bók, þegar þau ná þriggja ára aldri — og þeim þykir gaman að því.“ Þetta segir Glenn J. Doman. yfirmaður „The Institutes for the Achievement og Human Potential“ í Philadelphiu, en sú stofnun sér um kennslu ungra barna, sem skaðast hafa á heila. f þessari grein, sem vakið hefur mikla athygli, tel- ur hann það í rauninni furðu- legt, að þessi staðreynd um námshæfileika ungbaran hafi ekki verið mönnum ljós fyrr, og hvetur til þess að börnum sé kennt að lesa miklu fyrr en nú tíðkast. Við gefum Glenn J. Doman því orðið: - „Þótt við, sem störfum við „The Institutes for the Achieve ment og Human Potential,“ byrjuðum ekki að kenna ung- börnum að lesa fyrr en árið 1961, þá hefur hópur sérfræð inga unnið hjá okkur síðast- liðin tuttugu ár við rannsókn- ir á starfsemi heilans. Þessi hópur lækna, lestrarsérfræð ínga og sálfræðinga hófu rann sóknir sínar á heilasködduðum börnum — börnum, sem fæðsl höfðu algerlega heilbrigð, en síðan orðið fyrir einhverju lík. amlegu áfalli, sem skaðaði heil- ann. Þegar við höfðum fylgzt me' og rannsakað fjölda slíkra barna, komumst við að raun um, að mörg þeirra gátu eftir nákvæma meðhöndlun lesið vel þriggja ára að aldri eða yngri. Við sáum börn, sem s höfðu aðeins hálfan heila, \ ganga, tala og fara í skóla á i sama hátt og öll önnur börn. ; Gáfnafar liokkurra þeirra var fyrir ofan meðallag og a.m.k. eitt barnanna var í hæsta gáfna flokkinum. Þetta kom oftar og oftar fyr- ir og þá fórum við að segja . við sjálfa okkur, að eitthvað | hlyti að vera rangt við kennslu algjörlega heilbrigðra barna. Lestur er ein þýðingarmesta nauðsyn lífsins, því að svo að í segja allur lærdómur er grund- vallaður á honum. Það furðu- lega er, að það hefur tekið okkur svo mörg ár að skilja þá staðreynd, að því yngra sem barnið er, þegar það lær- ir að lesa, þeim mun auðveld- ara er það fyrir barnið. f þessu sambandi hefur aug lýsingasjónvarpið bent okkur á eina staðreynd. Smábörn horfa á barnaþættina, án þess að athygli þeirra beinist stöð- ugt að því. sem þar er að ger- ast, en þegar auglýsingarnar koma, þá þyrpast þau að sjón varpinu og fylgjast með af miklum áhuga. Árangurínn er sá, að þegar þulurinn í sjón varpinu segir: „Shell, Shell. Shell“ með hárri og skýrri röddu. og orðið „Shell“ kemur einnig fram á skerminum með stórum stöfum, þá læra börn in að þekkja orðið, þótt þau kunni ekki stafrófið. Sannleik- urinn er sá, að mörg ung börn geta lært aó lesa, ef orðin eru til að byrja með skrifuð með mjög stórum stöfum. Hingað til hefur lestur verið kennd- ur með allt of litlum bókstöf um. Það skiptir engu máli fyrii heilann, hvort hann móttekur eitthvað gegnum augu barns- ins eða eyru. Hann skilur hvort tveggja jafn vel. Skil- yrðið er aðeins, að hljóðið sé nægilega hátt og skýrt fyrir eyra barnsins, eða orðin nægi- lega stór og skýr fyrir augu þess, til þess að þau grópist í vitundina. Fyrra atriðið höf um við oft framkvæmt, en hing að til hefur ekkert verið gert á síðara sviðinu. f. sögu mannkynsins hefur aldrei lifað fullorðinn vísinda- maður, sem hefur verið eins forvitinn og barn á aldrinum frá 18 mánaða til fjögurra ára. Börn byrja að læra rétt eftir fæðingu sína. Þegar þau fara í skólann, sex ára að aldri, hafa þau þegar safnað í vitund sína geysimiklum fróðleik — ef til vill meiri fróðleik, en þau munu öðlast það sem eftir er ævinnar. Það þýðingarmesta, sem þau hafa lært, er a.m.k. eitt tungu- mál, og stundum fleiri. Við getum dregið úr löng- un barnsins til þess að læra með því að takmarka mögu- leika þess á nýrri reynslu, og því miður hefur það verið gert víðast hvar í heiminum með því að vanmeta hæfileika barns ins til lærdóms. Barnið vill læra um lamp ann, kaffibollann, rafmagns innstunguna, dagblaðið og allt annað, sem fyrirfinnst í heim inum. Það þýðir að sjálfsögðu, að barnið veltir lampanum um koll, hellir úr kaffibollanum, stingur fingrunum í rafmagns- innstunguna og rífur dagblað- ið í tætlur. Hann er alltaf að læra — og af augljósum ástæð- um þá þolum við það ekki. Við segjum því. að hann sé ólátabelgur.og taki aldrei eft- ir því, sem við hann er sagt, þegar hann tekur í raun og veru eftir öllu og reynir að kynna sér allt. Tímabilið frá fæðingu til eins árs aldurs ákveður fram- tíð barnsins. Þennan tíma ætti barnið að hafa svo að segja ótakmarkað leyfi til þess að hreyfa sig og fálma sig áfram og skapa sér þannig nýja og nýja reynslu. Þjóðfélag okkar í dag neitar barninu venjulega um slíkt frelsi. Við ættum að fullnægia hinum mikla borsta barnsins eftir nýrri þekkingu, sérstaklega þó á sviði tungu- mála, hvort sem um er að ræða tilraunir tjl að tala, hlusta eða lesa. Á þessu tímabili í lífi barnsins er nám knýjandi nauð syn. Á aldrinum fimm til átta ára byrja börn venjulega skola- göngu sína. Og ósjálfrátt flétta þau sorg sinni yfir því að verða allt í einu að skilja við móður sína saman við skóla- gönguna og kenna skólanum síðan um. Það yrði að sjálf- sögðu miklu betra fyrir nem- andann, kennarann og allan heiminn, ef hinn nýi nemandi hefði, þegar hann byrjaði í skólaum, þegar fengið áhuga og ást á því að læra. Við höf- um orðið varir við nokkur til- felli, þar sem mjög snemmá var farið að kenna börnunum, að ást þeirra á þvi að læra varð, þegar í skólann var kom- ið, einnig að áhuga og um- hyggju fyrir skólanum. Skilningsleysi okkar á þess- um þýðíngarmiklu atriðum hafa leitt okkur í marga villu. eins og t.d. þá, að sjö ára börn byrja að læra að lesa — ekki það sem þau hafa áhuga á heldur hluti, sem eru mjög fjarri áhuga þeirra, þekkingu og hæfileikum. í stað þess ættu böm, fimm til átta ára gömul að læra og njóta þess Framhald á 12. síðu. Hægt er að kenna börnum á þessum aldri að lesa.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.