Tíminn - 10.11.1964, Blaðsíða 8

Tíminn - 10.11.1964, Blaðsíða 8
ÞRIÐJUDAGUR 10. nóvember 1964 ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ: Kröfuhafar eftir A. Strindberg — leikstjóri: Lárus Pálsson — pýðandi: Loftur Guðmundsson. Sýning Kröfuhafa eftir August Strindberg var talinn einhver merkasti viSburður á s.l. leikári. Þjóðleikhúsið sýndi þennan stór- brotna einþáttung á Listahátíðinni í vor, einu sinni, en nú hefur flutn ingur hans verið tekinn upp að nýju. Kröfuhafar voru sýndir í Lind arbæ á miðvikudaginn, en það var fyrsta sýningin á hinu nýja sviði. Má segja, að staðurinn hafi verið vígður með þessari Strindbergsýn ingu. Og þar sem það fórst fyrir að Tíminn birti leikdóm um sýning una í vor, þykir nú hlýða að fara um hana nokkrum orðum. Strindberg mætti kalla skáldið með hnífinn. Hann sker persónurn ar upp, dregur eðli þeirra og til- finningar út og lyftir þessu blóð- ugum armi svo allir megi sjá það. Síðan leggur hann innvolsið á borðið. Þessar hrikalegu skurðað- gerðir eru útmálaðar í leiknum, þar sem talað er um mynd af píslarvætti: Þarmar dregnir út með vindu. Höfundurinn segir, hvað hann ætlar að gera og fram kvæmir það. Orð tilætlun-gjörð- árangur fer saman beina leið, svo markviss er August Strindberg. Hér er konan segull verksins, staðsett milli tveggja eiginmanna og hefur dregið til sín það sem bjó innra með fyrri manninum unz skurnin var tóm eftir, en þar hef ur hatrið búið um sig. Á sama hátt er konan langt komin að merg- sjúga þann, sem hún er tekin sam- an við. En þessir eiginleikar hafa aldrei gróið við konuna-. Hún ber þá eins og lausa skartgripi. Af- hjúpun konunnar fer fram um leið og kröfuhafar vitja þess, sem frá þeim var tekið. Og þá birtist hin eina réttlæting, sem felst í eðli konunnar. samkvæmt Strind- berg. Fyrri maðurinn hefur skurðað- gerðina með höndum. Hann seg- ir núverandi eiginmanni þann sannleik, sem dugir til ólífis, og birtist síðan: Skálpur með hatri innan í, tómur að öðru leyti. En sem konan er rúin öllu stolnu og lauslegu, kemur ást hennar í ljós. Þannig lokar Strindberg þessum einþáttungi. Rúrik Haraldsson leikur fyrri manninn, Gustav. Sá leikur var sterkur, jafnvel svo að við lá að áheyrandinn kiknaði undan hon um. Hreinskilnislega sagt efa ég, að Rúrik hafi valdið öðru hlut- verki jafn vel, þótt slíkt sé nokk TlMINN Gunnar Eyjólfsson og Helga Valtýsdóttir f hlutverkum sínum. uð mikið sagt. En því má bæta við, að hlutverkið virðist henta leikaranum sérstaklega. Helga Valtýsdóttir lék Teklu, eiginkonuna. Einhverjum kann að virðast látbragð hennar full ýkt, en hér má benda á, að hversdags leikinn á ekki samleið með þessu verki. Látbragð Helgu var hnit- miðað og náttúrulegt samkvæmt viðfangsefninu. Gunnar Eyjólfsson náði aðeins lausatökum á hlutverki Adolfs, síð ari mannsins, fyrst í stað. Ein- hver holur tónn gerði leik hans óviðkomandi. Þetta breyttist þeg ar á leið sýninguna, og Gunnar lék þennan sjúka, úts. \pgna mann af sterkri innlifun. í sambandi við gerfi hans kom fyrir smávægi- legt, en hvimleitt óhapp. Yfirvara skeggið losnaði öðrum megin, og má vera, að það hafi spillt fyrir leikaranum að vita af því. í heild var sýningin með þvi bezta og eftirminnilegasta, sem ís- lenzkt leikhús hefur boðið upp á í seinni tíð, og bar leikstjóranum, Lárusi Pálssyni, glæsilegt vitni. Þýðing Lofts Guðmundssonar á verkinu virðist með ágætum gerð, og leiktjöld Gunnars Bjarnasonar báru réttan, hlutlausan svip. Lárus Ingólfsson teiknaði búninga, sem hæfðu hverri persónu. Baldur Óskarsson. Harold Wilson. Höfundur: Leslie Smith. Útgefandi: Hodder and Stoughton, 1964. Verð: 16 sh. Leslie Smith var starfsmaður brezka útvarpsins frá 1954 til 1961, og fjallaði þá mestmegnis um dægurmál. Síðan hefur hann ritað mikið og flutt útvxarpsfyrir- lestra um atvinnumál, öryrkja- mál, kynþáttamál og vandamál æskunnar. Hann kynntist Wilson fyrir tólf árum og má teljast einn þeirra sem þekkja hann hvað bezt. Hann hefur nú sett saman bók um núverandi forsætisráðherra Englands. Bókin er rituð og gef WILSON in út fyrir kosningarnar. Skoðan ir manna á Wilson eru skiptar, eins og oft vill verða Sumir telja hann metorðagjarnan mann sem svífíst einskis til að ná völdum bæði innan flokks og utan, .iafnvel ýmsir aðdáendur hans eru svipaðs sinnis. Höfundur telur að þessar skoðanir byggist á vanþekkingu og í bók sinni dregur hann upp mynd af manninum og skýrir við brögð hans og afstöðu. Hann rek ur uppeldi hans og mótunarár, lýs ir því umbverfi, sem hann er sprottinn úr og sambandi hans við skóla og æskufélaga. Höf hef ur haft aðgang að gögnum sem ekki liggja á lausu og safnað heim ildum víðsvegar að. Höf. leggur mesta áherzlu á að lýsa mannin- um Harold Wilson og einkalífi hans, smekk og áhugamálum Frá sögnin hefst í föðurgarði lýsir æsku hans og námsárum, náms- frama í Oxford og þátttöku hans í stjórnmálum. Hann verður ráð herra 29 ára. Hann segir af sér og tekur að keppa um forustuna fyrir Verkamannaflokknum við Gaitskell. Hann var óspart ásak- aður um metorðagirnd og sagður skaða flokkinn sökum samvinnu- skorts og stífni. Og loks kom að því að hann tekur við flokksstjórn inni og vinnur sinn fyrsta kosn- ingasigur. Helztu skapgerðaein- kenni hans eru að dómi höfundar ákveðni og trú á þá róttæku stefnu sem hann hefur átt svo mikinn þátt í að móta innan Verka mannaflökksins. Bókin er fróð- leg og lipurlega skrifuð í blaða mannastíl. Mandrake. Höfundur: Susan Coop- er. Útgefandi Hodder and Stough ton, 1964. Verð: 18 s. Höfundurinn er tuttugu og átta ára. Hún starfaði um tíma við Ox ford háskólann og síðar sem frétta ritari við Sunday Times. Hún gift ist bandarískum vísindamanni 1963 og hefur síðan búið í Winch- ester, Massachusetts og er frétta- ritari þar fyrir sama blað. auk þess sem hún skrifar fjölda gieina og pistla fyrir önnur blöð og tímarit. Hún hefur sent frá sér barnabók og hefur tekið saman þætti fyrir brezka útvarpið Mandrake er hryllingssaga, mjög vel skrifuð og spennandi. Sögu sviðið er England framtíðarinnar. Öryggisleysi og ótti einkenna mannlífið og menn vænta Ragnar rökkurs, og enginn veit ástæðuna fyrir ástandinu. Oxford er lokuð borg, ósýnileg öfl hrekja alla, sem nálgast, ourt. Skelfingin grípur ím sig og fólkið ærist. Enginn veit hvaða öfl eru að verki, nema hvað valdamaðurinn Mandrake er sagður hafa í hendi sér og ráða þeim öflum sem skelfa landsfólkið Landskjálftar og flóð skelfa lýð inn og enginn veit hvort þessar hamfarir náttúrunnar orsakast af mannavöldum eða séu það sem kalla má eðlilegar. Söguhetjan fer út á Lundúnaflugvöll „flugvöllur inn var auður, hin risastóru flug vélaskýli stóðu þarna lokuð og læst, búpeningur rásaði um flug brautirnar, en radar-skífurnar hreyfðust, hann (þ. e. söguhetjan) vissi ekki hvort þeim var fjar- stýrt eða vökul augu einhverra bak við nakta steinveggi stöðvar- byggingarinnar fylgdust með ferð um hans og radarskermunum. Hann reyndi ekki að grennslast um það frekar og flýtti sér burt“. Hann kynnist stúlku á þessu tilgangslausa rápi sínu um eyddar borgir og sveitir Englands og hef- ur baráttuna gegn Mandrake, sem enginn veit hver er eða hvai er. Lýsingin á ástandinu er hrollvekj andi, andrúmsloft óttans og skelf ingarinnar ráða ríkjum í þessu landi uppgjafar og fordæmingar. Bókin minnir um sumt lítillega á 1984 eftir Orwell. Hún er ágætlega skrifuð og spennan helzt til síð- ustu blaðsíðu. Paul Klee: Traumlandscþaft mit Mond. Ausgewahlt und herausge- geben von Werner Hofmann. Út- gefandi: Insel Verlag, 1964. Verð: DM 4.50. Hér eru prentaðar sextán myndir eftir Klee með eftirmála Hofmanns. Paul Klee var fæddur 1879 og dó 1940. Hann var Sviss lendingur, móðir hans var þýzk. Hann stundaði listnám við Lista- akademíuna í Mtinchen. Fyrst í stað skreytti hann bækur, meðal þeirra útgáfu af Birtingi Voltairs 1911, eftir að hafa farið til Tunis 1914 tók hann að mála með vatns litum og frá 1918 með olíulitum. Hann gerir tilraun til þess í verk um sínum, að samræma hvern hlut og hveria lífshræringu eigin legum stað og stöðu innan al- heimsins og jafnframt gerði hann sér myndræn tákn þessara hluta og lífshræringa. Hann myndaði sér um 30 myndtákn, sem hann notaði í verkum sínum. Hann byggir málverk sín upp ekki ósvip að hljómfalli eða tærri lýrik. Hann var einnig fær tónlistarmaður. Hann kenndi við Bauhaus í Weim ar og Dessau frá 1921—31 og við Akademíuna í Dusseldorf frá 1931—33. Síðan hverfur hann til Bern í Sviss og andaðist i Mur- alto skammt frá Locarno 29 júní1 1940. Þessi litla bók Insel for-1 lagsins er úrval úr verkum þessa j ágæta listamanns, sem telja má j til hinna fremstu á tuttugustu öld.; Eftirmáli Hofmanns er einkar j greinargóður og myndirnar eru prýðilega prentaðar. Insel for- lagið var eitt vandaðasta for- ' lag Þýzkalands fyrir valdatöku Hitlers, bækur þær sem forlagið gefur út nú eru ekki síðri en fyrr á tíð hvað efni og frágang áhrærir, auk þess er smábókaútgáfa þess mjög ódýr. íslenzkir útgefendur gætu margt lært ef þeir gæfu sér tóm til þess að athuga og kynna sér smekklegar útgáfur þessa forlags, en það verður líkast til bið á því að smekklegar útgáfur sjái dagsins Ijós hér á landi Germans Against Hitler. Höfund- ur: Terence Prittie Útgefandi: Hutchinson, 1964. Verð: 30s Höfundurinn er fæddur í Lond on 1913 og er útskrifaður frá Ox- ford. Hann vann að fjármálastörf- um í banka og á Kauphöllinni í London fram undir síðari heimis- styrjöld. Hann tók þátt í styrjöld inni sem hermaður og var fjórum sinnum tekin til fanga af Þjóðverj um, en tókst að strjúka jafnoft. Um þessi ævintýri sín setti hann saman bók „Escape to Freedom", sem kom út 1946. Eftir stríðið gerðist hann blaðamaður við Manchester Guardian og var frétta maður blaðsins í Bonn frá 1946 til 1963. Hann hefur sett saman þrjár bækur um Þýzkaland meðal þeirra er „Germany Divided". sem kom út 1961, og fékk einkar góða dóma. Hann er mjög vel að sér um þýzk mál og kunnugur þar í landi Saga síðustu heimsstyrjaldai er vel þekkt og einnig saga undan- HITLER farandi ára. Barátta erlendra að- ila gegn Hitler og liði hans er nú orðin saga, en minna hefur farið fyrir sagnafróðleik um and- stöðu þá og baráttu sem gegn honum var stefnt innan Þýzka- lands. Forsendurnar að valdatöku hans voru margvislegar, slysaleg ar myndu margir álykta. Menn framhald a bls. 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.