Tíminn - 10.11.1964, Síða 16
Þriðjudagur 10. nóvember 1964
247. tbl.
48. árg.
FISKASYNINGIN
ER MJÖG VINSÆL
Kínverjar taka líklega
þátt í alheimsf undinum
NTB-Moskvu, 9. nóv.
Allar líkur eru nú fyrir því, a3
kinverskir kommúnistar muni taka
þátt í alheimsráðstefnu kommún-
istaflokkanna, og hafa leiðtogarnir
f Sovétríkjunum og fulltrúar
Kínverja ,sem komu til Moskvu í
sambandi við byltingarafmælið,
setið á fundum að undanförnu og
rætt hvenær skuli halda fundinn,
og hvað verði tekið fyrir á hon-
um, að því er sagt er í Moskvu.
Chou En-lai forsætisráðherra
Kína og Leonid Bresjnev aðalrit-
í
HÚSBRUNI
KRJÚL-Bol.vík, 9. nóv.
UM sex-loytið á laugar-
dagskvöld kviknaði i ibúðar-
húsinu að Hóli I. hjá Guð-
munidi bónda Magnússyni,
og segja má að húsið hafi
gjöreyðilagst. Húsmóðirin
var ein heima, þegar eldsins
varð vart, en fólk dreif
fljótlega að til hjálpar og
slökkviliðið kom bæði frá
Bolungarvík og ísafirði.
Eldsupptök munu senni-
lega hafa verið þau, að olíu
kyndingartæki hafi sprung-
ið, en þau voru í kjallara
hússins, sem var tveggja
hæða timburhús, nýuppgert.
Slökkviliðið á staðnum kom
fljótlega á vettvang en réði
lítið við eldinn, svo að kalla
varð á slökkviliðið frá ísa-
firði til aðstoðar og réðist
þá fljótlega við eldinn.
Hjónin á Hóli I. eiga 5
uppkomin böm, en aðeins
yngsti sonurinn bíó heima
hjá foreldrum sínum —
íbúðarhúsið var tryggt, en
tjónið er samt tilfinnanlegt
fyrir hjónin, enda urðu mikl
ar skemmdir af vatni, og
húsið brann einnig að veru-
legu leyti að innan. Búið
var að slökkva eldinn til
fulls um klukkan 8.
ari sovézka kommúnistaflokkins,
ræddust við í tvo tíma í dag, að
viðstöddum nánustu ráðgjöfum
sínum. Eftir fundinn sátu sovézku
valdhafarnir og fulltrúar 12 er-
lendra kommúnistaflokka hádegis-
verð í Kreml. Flestar sendinefnd-
irnar halda heim frá Moskvu á
morgun, en búizt er við að kín-
verska nefndin verði þar kyrr
fram yfir miðja viku.
Meðan Krustjoff var enn við
völd, var hann mjög andvígur al-
heimsfundi kommúnista, en síðan
hann fór frá, hafa báðir aðilar
hætt árásum hvor á annan og tala
nú vinsamlega um þörfina á því að
eining komizt á innan kommún-
istahreyfingar heimsins.
Framsóknarmenn í
Kópavogi
FRAMSÓKNARFÉLAG Kópavogs
heldur aðalfuhd í dag, þriðjudag,
kl. 8,30 e. h. í félagsheimili Fram-
sóknarmanna í Reykjavík, Tjarnar
götu 26.
Félag ungra Framsóknarmanna
í Kópavogi heldur einnig aðalfund
á sama stað og sama tíma.
Eftir aðalfund félaganna verða
sameiginlegar umræður um bæjar
mál Kópavogs.
Stjórnin.
KJ-Reykjavík, 9. nóv.
FISKASÝNING Hjálparsveitar
skáta í Hafnarfirði var formlega
opnuð af sjávarútvegsmálaráð-
herra á laugardaginn, og í dag
höfðu sótt sýninguna upp undir
sex þúsund manns.
Jón Kr. Gunnarsson framkvstj.
sýningarinnar og hugmyndasmið-
ur hennar lýsti í fáum orðum til-
drögum hennar, en þau voru helzt
að Hjálparsveitina vanhagaði mjög
tilfinnanlega um fé til starfsem-
innar, svo að er farið var að
ræða um væntanlega fiskasýningu
fannst meðlimum sem hér væri á
ferðinni skemmtilegt og þroskandi
viðfangsefni. Jón sagði að mörg
vandamál hefðu mætt þeim þegar
farið var að vinna að sýningunni,
en þau hefðu öll verið yfirunnin
á endanum og nú væri sýningin
komin upp. Fjölmargir aðilar að-
stoðuðu skátana við að koma upp
sýningunni, og sagði Jón Kr. Gunn
arsson sérstaklega vilja nefna þátt
Jóns Jónssonar fiskifræðings við
að aðstoða þá við uppsetninguna.
Emil Jónsson sjávarútvegsmála-
ráðherra opnaði sýninguna, og í
ræðu, sem hann hélt við það tæki
færi lýsti hann því yfir að fjár-
veiting til Fiskasýningarinnar yrði
tekin inn á fjárlögin núna, og
kvaðst hann vona að þessi sýning
yrði stofn að sjávardýrasýningu,
sem opin yrði allan ársins hring.
Hjálparsveitin hefði hér tekið að
sér nýtt og verðugt verkefni sem
auðjöfrar hefðu gjarnan látið sig
skipta erlendis
Sýningin verður opin dag hvem
frá kl. 8—17 fyrir skóla og aðra
hópa, en frá kl. 17—22 fyrir al-
menning. Á laugardögum og sunnu
dögum frá 10—22.
Jón Skaftason alþinglsmaður skoðar
Fiskasýninguna ásamt börnum sín-
um vlð opnunina a laugardaginn.
(Tímamynd, KJ).
Bæjarstjórnarmeirihlutinn ráð-
þrota yfír tómum peningakassa
EJ-Reykjavík, 9. nóvember. i skrifstofuna til þess að sækja launj til hins hörmulega fjármála-
Enn mun í fersku minni sá | sín á þeim degi, sem bæjarritari I ástands bæjarins, en með litlum
furðulegi atburður, þegar bæjar- j hafði lofað honum að greiða þau.! árangri.
ritarinn í Hafnarfirði lét lögregl-1 Reyna bæjaryfirvöldin eftir megnij BæiarritarinTi ber það nú fyrir
una vísa á dyr gagnfræðaskóla-; að réttlæta þessa ósvífni sína, sem sig hann ha{; urn hag fyrir.
kennara, sem kom inn á bæjar-1 virtist eiga rætur sínar að rekja
íhaldið í Hafnarflrðl hefur talið sig sérstakan málssvara æskunnar í bænum. í blaði flokkslns, sem út kom 7.
nóvember s. I., birtist ofangreind mynd af,,félagsheimill strákanna við Hrlngbrautarvöllinn'*, sem á að sýna
framtak flokksins í þessum efnum á kiörtímabilinu. Til að fyrirbyggja allan misskilning er ekki átt við húsin
í baksýn.
mæli frá fjármálaeftirlitsmanni
skóla i Reykjavík. að á skýrslu
skólastjóra um forfallakennslu
j séu gefin upp nöfn þeirra kenn-
1 ara sem forfallaðir voru, en þetta
hefur ekki tíðkazt áður Segir
bæjarritari að þetta hafi skóla-
j stjóri Flensborgarskólans ekki
! gert Ástæðan mun einfaldlega sú,
að fjármálaeftirlitsmaður virðist
ekki hafa tilkynnt skólastjóranum,
j Ólafi Þ Kristjánssyni, um þessa
nýju reglu, og skólastjóri mun af
i eðlilegum ástæðum ekki telja sig
þurfa að taka við fyrirmælum frá
bæjarritara Hafnarfjarðar um
skólamálin.
Aldrei hefur það verið Ijósara
I en nú, hversu hörmulegt ástand
: ríkir í fjármálum Hafnarfjarðar
j undir stjórn íhalds og krata. Er
I það orðið svo slæmt, að þótt búið
! sé að lofa gagnfræðaskólakennara
að laun hans verði greidd a viss-
um degi, þá er lögregla fengin
til þess að henda honum út þegar
á greiðsludag er komið. vegna
þess að kassinn er tómur.
Þetta hefur enn betur komíð í
ljós sfðustu daga. bví að bæiar-
yfirvöldin tilkynntu þeim, sem hjá
bænum starfa, það fyrir skömmu,
að þeir fengju ekki að vinna leng-
ur en til kl. 17 — þ.e. öll eftir-
og næturvinna væri bönnuð En á
sama tíma unnu verkamenn a veg-
um Aðalverktaka við malbikun í
Framhald á 15. siðu
Aðalfundur Framsókn.
arfél. Reykjavíkur
Þórarinn Einar
AÐALFUNDUR Framsóknarfél.
Reykjavíkur verður haldinn mið-
vikudaginn 11. þ. m. í Framsókn-
arhúsinu við Fríkirkjuveg og
hefst hann klukkan 20,30 Dag-
skrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Ávörp flytja bingmenn Framsókn-
arflokksins fyrir Reykjavík þeir
Þórarinn Þórarinsson og Einar
Ágústsson. Mætið stundvíslega. —
Stjómin.