Tíminn - 12.11.1964, Side 3
FIMMTUDAGUK 12. nóvember 1964
3
TÍMINN
HEIMA OG HEIMAN
. " - /.■ . 4-\' y••. vV ; • £
„Eg vildi alltaf eiga heima
í Miinchen, og ef ekki í Miinc-
hen, þá í himnaríki", sagði
óperettustjórinn A. Assmann
ekki alls fyrir löngu.
Hvergi annars staðar bland
ast kjötbollulykt, bjórþefur
og reykelsisilmur jafn vel ilmi
hinna stóru útlanda. Hvergi
eru playboys og prófessorar,
Bavaríumenn og Prússar, geita
hirðar og menningargagnrýn-
endur, hórujagarar og mini-
kini-meyjar jafn heima hjá sér
Og það er af því, að í Munc-
hen býr hin dularfulla blanda
frummensku og heimsmennsku.
Múnchen er ýmist kölluð millj-
ónaþorpið eða heimsþorpið.
í Múnchen hverfa daglega
20 kílómetrar af pylsum ofan
í innfædda og aðkomna og þar
þykir hvergi frágangssök að
mæta í stuttbuxum úr leðri á
hinar fínustu samkomur. Á
hinn bóginn finnast vart ann-
ars staðar í heiminum jafn
margir franskir matsölustaðir
eða jafn góðir pelsakaupmenn.
í Múnchen sofa bítnikkarnir
undir brúnum á næturnar, þar
búa yfir 2000 misheppnaðir
Á Októberfest í Munchen er stigið upp á borSin og sungiS af móS.
,Heímsþorpíð Miinchen7
málarar og myndhöggvarar, og
þar búa við bezta yfirlæti um
30 þúsund kjölturakkar.
■ Samkvæmt skoðanakönnun
vill fimmti hver Vestur-Þjóð
verji eiga heima í Múnchen,
og kemst engin vesturþýzk
borg í hálfkvisti við hana, hvað
vinsældir snertir. Tveir þriðju
hlutar íbúa Múnchen segjast
3iíki vildu flytjast brott, þótt
péim byðist mun betri atvinna
annars staðar.
Nóbelsverðlaunahafar lofa
Múnchen fyrir vísindalegt and
rúmsloft, einfeldningar lofa
hana fyrir ólifnað og rithöf-
undar lofa hana fyrir mannleg-
ar tilfinningar. Það var í
Múnchen sem Adsjúbej,
tengdasyni Krustjoffs, leizt
bezt á sig, þótt Múnchen sé
heimili um 40 andkommúnist
iskra leynifélaga. Þar hafa kon
ungssinnar, fasistar og hinir
frjálslyndu úr járntjaldslönd-
unum holað sé niður og stunda
makk sitt gegn valdhöfunum
systra.
Ein af þverstæðum Múnchen
jr sú, að hún er bleikt hjarta
íolsvarts lands . í borginni
sjálfri eru jafnaðarmenn í
meirihluta, en allt umhverfis,
í hinni kaþólsku Bavaríu, er
Kristilegi flokkurinn alls ráð-
andi.
Múnchen vex helmingi hrað
ar en nokkur önnur þýzk borg
og hýsir nú 1,2 millj. manria.
Á hverju ári flytjast 30.000
manns þangað fyrir fullt og
allt og 1,7 milljónir koma í
heimsókn.
Múnchen er jafnvel orðin
þriðja mesta iðnaðarborg Vest
ur-Þýzkalands, á eftir Hamborg
og Berlin, en á undan Ruhr-
borginni Essen. Það ríkir vinnu
aflsskortur í Vestur-Þýzkalandi
og alls staðar er erfitt að halda
fólki í vinnu. En í Múnchen er
það enginn vandi, og þess
vegna flykkjast fyrirtækin
þangað.
Lisíalíf er hvergi meira í Vest
ur-Þýzkalandi en í Múnchen.
Þar má nefna þrjár risastórar
sinfónfuhljómsveitir, 21 safn á
heimsmælikvarða, 19 leikhús
fyrir utan tilrauna- og kjallara
leikhús, ríkisóperu, ríkisóper-
ettu og tvö pólitísk gamanleik-
hús. í Múnchen eru alls 238
bókaútgáfur og yfir 40 þúsund
háskólastúdentar. Þar eru líka
flestar vísindastofnanir og
flestir Nóbelsverðl.hafarnir.
Sjálfsmorð eru þar færri en
í flestum stórborgum og þeim
fer hraðfækkandi.
Frístundagildið er helzta að-
dráttarafl Múnchen. Það skipti
ekki máli, þegar menn unnu 60
stundir á viku, eins og íslend-
ingar gera enn þann dag í dag,
en þegar meðalvinnutími er
kominn niður fyrir 40 stundir
á viku, fer frítíminn að verða
vandamál.
Ölæðishátíðirnar i Múnchen
eru óteljandi og þær eru allt
árið um kring. Fasching, Salva
tor, Maibock og Októberfest og
fjöldi annarra. f nágrenni
Múnchen eru Alparnir með
vötnum sínum til sunds og sigl
inga og fjallshlíðunum til skíða
iðkana, jafnvel á sumrin líka.
Múnchen er heldur ekki nema
hálfa dagleið frá Feneyjum,
Vínarborg og Prag og í 80 mín-
útna fjarlægð frá Salzburg.
Um 200 þúsund manns fara um
hverja vetrarhelgi frá Mtinc
hen í skíðafærið í Ölpunum. í
borginni sjálfri ’og umhverfis
hana er þvílíkt ógrynni af höll
um og smáhöllum, að hvergi
þekkist annað eins. Bavaríu-
kóngar voru friðsamir fágur-
kerar og höfðu vit á að vera
með hinum sterkari í heims
pólitíkinni, þannig að eyðilegg
ing styrjalda fór fram hjá land
inu. Aðeins einu sinni varð
uppreisn í Bavaríu. v Það var
þegar kóngurinn hækkaði bjór
tollinn um einn pfenning til
að halda uppi frillu sinni. —
Söfn í Múnehen eru ársverk, ef
maður vill skoða þau, og
Deutsches Museum er svo fer-
legt að stærð, að þar rúmast
m.a. heil kolanáma innanhúss.
í skemmtanalífinu ríkir
meiri jöfnuður en víðast ann
ars staðar. Ríkir og fátækir
heimsækja sömu bjórkjallar-
ana og sömu klúbbana. Að með-
altali renna þeir niður 200 lítr
um af þ4ór á ári. Þá eru líka
allir taldir með, pelabörn jafnt
sem aldraðar piparmeyjar. Full
tíða karlmaður rennir árlega
niður lim 400 lítrum af þessum
vökva, sem íslendingar hafa
þráð svo lengi.
Á FÖRNUM VEGI
Tími málverkasýninganna er kom-
Inn — fyrlr löngu.
Undirritaður hefur litið á fiestar
málverkasýningar i Reykjavík í
nokkur ár, en var nú hálft í hvoru
búlnn að lofa sjálfum sér því að
fara á enga sýningu fyrir jól. Sum-
part vegna þess, að margar sýning-
ar eru svo lélegar að það er varla
ómaksins vert, sumpart vegna hins,
að stöku sýningar eru wo góðar,
að þær trufla þann, sem hefur um
annað að hugsa.
Þetta var áþekkt lestrarbindindi:
Menn heita þvi að lesa enga bók
svo og svo lengi þvi bækur eru
ýmist of lélegar eða of góðar.
Elns og fyrr segir var þetta hálf-
gildingsloforð, enda svikið um helg-
ina. Undirritaður slæddist inn í
Listamannaskálann <il að skoða sýn
ingu Vllhjálms Bergssonar, ekki
vegna likinda tll, að sannlelkurinn
héngi þar innan á veggjunum, held
ur af einskærri sviksemi við sjálfan
sig.
Vilhjálmur hefur áður heldið
sýningar í Ásmundarsalnum og Boga
salnum: gott handbragð og stefnu-
leysl, dálítið „svag‘ fyrir nokkrum
frægum mönnum i útlandinu. Hann
hefur sem sagt ekki stokkið al-
skapaður fram í dagsljósið verið
óráðin gáta eins og þar stendur.
Nú kemur í Ijós vlð fyrsta augna-
kast, að eltthvað hefur gerzt með
Vilhjálmi, og síðan rennur það upp
fyrir manni, að þetta sem gerðist er
ekki privatmál eða smávegls tjlvlk
I atferli manns, sem er að þreifa
fyrir sér, heldur varðar þa3 fyrlr-
bæri, sem kallast málaralist. Undlr
slikum kringumstæðum er gjarnan
talað um islenzka málarallst, út frá
því sjónarmiði, sem beinist að
fólksfjölda. Þessi smáþjóð hefur van
ið sig á það sérkennilega stærilæti
að benda á höfðatölu sína og jamla
í sifellu: Þetta er gott hjá mér —
miðað við fólksfjölda. Og við þetta
margtuggna sefjandj stagl virðlst
þjóðin hafa gleymt því, að á öld
flugsamgangna gildir það eitt, sem
er frambærilegt alls staðar i heim
inum. En kannski eru þetta lcifar
aldamótamennskunnar, sem hverfa
með árgöngunum, sem byggia mlnn
ismerkin.
Þessi málverk Vllhjálms Bergsson
ar eiga að hyggju undirritaðs ekkert
skylt við neitt, sem kallast þjóðlegt
í einu landi fremur en öðru. Hér
er aðeins höfðað til mannlegra til-
finninga með harðsnúlnni stílfærslu
þekktra fyrirbæra, sem birtast jafn-
vel sem óljós grunur um hlutlæga
reynslu. Illilegt Ijósker með hjálm
og skúf, líkt og nermaður, blrtlst
I grábrúnu, viðsjálu umhverfl, um-
girt stálgráum böndum, sem málar
inn strekkir horn í horn með tengsl
um við samlita fleti. í annan stað
sjáum við byggingu, sem minnir á
vogarstengur, járn með hnoðnagla
og kuldalegan veðurvita hátt uppi.
Mynd sem kallast fórnaraugað, sýn-
ir þó betur en nokkur önnur, það
sem stefnt er að á sýningunni. Þar
brenna hatursfullir grænir, gulir og
rauðir litir í hræringarlausu ástandi.
Framhald á bls. 13.
Á VÍÐAVANGI
Hörmulegt öryggis-
leysi
Menn eru harmi og flemtri
lostnir yfir þe'im sviplegu
dauðaslysum, sem orðið hafa
síðustu daga. Tveir l'órust í
umferðinni á sama dcgi. Þau
slys eru gömul saga og sífellt
vandamál. Enn átakanlegra er
hitt, að tvö börn hafa farizt
vegna öryggisskorts við stór-
framkvæmdir í borginni, og
þriðja barnið liggur stórslas-
að af sömu orsökum.
Varla getur hiá því farið, að
menn- hugsi með skclfingn til
þessara atburða og hugleiði,
hvort nægilegs öryggis hafi ver
ið gætt, hvort hér sé ekki um
vítavert eftirlitsieysi að ræða
eða jafnvel handvömm eða gá-
ieysi. Hér skal engum getum
að því ieitt að svo stöddu. en
slíka áminnimgu sem þessa ættu
menn að láta sér að varnaði
verða þar sem stórframkvæmd
ir eiga sér stað.
íbúarnir á þessu svæði,
Grensásvegi, þar sem hann ligg
ur á Miklubraut, telja að þarna
hafi mjög gálauslega verið að
farið. Við þessa götu eru stór
fjölbýlishús, byggð af bæn-
um, þar sem mikill fjöldi barna
á heima. Götulýsingu þarna hef
ur verið mjög ábótavant lengi,
eða nær engin. Miklir skurðir
iafnvel 2—3 mannhæðir á
dýp.t, hafa verið grafnir og
sprengdir í miðja götuna, sem
mikil umferð er um, bæði í
í verzlanir og á strætisvagna-
stöð, svo og af börnum í skóla.
Ein lítil og mjó brú var þarna
yfir skurðinn, en engin var-
úðarljós við hann eða annars
staðar við skurði þessa. Spreng
iuigar hafa iðulega virzt óvar-
iegar og litlu munað að grjót-
bast lenti á fólki, engar girð-
ingar með skurðum. Menn
hljóta að spyrja: Hvaða yfir-
völd eiga að líta eftir því, að
öryggisráðstafana sé gætt við
slíkar framkvæmdir. Hvernig
er slíkum slysavörnum háttað?
Varla getur hjá því farið, að
bæjaryfirvöld krefii rétta að-
ila um skýrslur, er að þessu lúta
er annars berast bönd ábyrgð
arinnar að þeim sjálfum. Það
er auðvitað tilgangslaust að
sakast um orðinn hlut en
víðar en þarna blasa við hætt
ur af stórframkvæmdum Af
hverju eiga menn að læra ef
ekki þessu?
Eta þyngd sína á dag
Þáð skai aldrei verða, sögðu
ýmsir Sjáifstæðismenin, þegar
rætt var um fráfarandi og verð
andi bankastjóra í Útvegsbank
anum, áður en nýr bankastjóri
hafði enn verið ráðinn, en
Bragi kominn þar á dagskrá.
Og ýms fleiri stóryrði hrutu
þeim af vörum, sem vitnuðu
um lítinn kærleika. Þcir skilja
það ekki, nema þegar þeir
horfa á það með eigin augum,
hvernig minni stjórnarflokkur-
inn heimtar af þeim stærri og
hótar afarkostum, ef ekki er
orðið víð kröfunum. Á þvi
byggist stjórnmálalcgt vald
Sjálfstæðisflokksins um þess-
ar mundir, að kaupa sér „vin
áttu“ Alþýðuflokksins. „Hann
er farimn að eta þyngd sína
á dag“, stumraði hnugginn
Sjálfstæðismaður út úr sér.
„En svo er fyrir að þakka, að
hann vex þó ekki“, bætti hann
við.