Tíminn - 12.11.1964, Qupperneq 16
<$■
mnini
Fimmtudagur 12. nóvember 1964
249. tbl. 48. árg.
Saksðknari fær skýrslu
Kj-Reykjavík, 11. nóv.
Saksóknara rfldsins hefur bor-
izt skýrsla frá bankaráði Útvegs-
banka íslands, en hann óskaði eft-
ir því við bankaráðið, að sér yrði
send skýrsla vegna eins dags mót-
mæla verkfalls sem starfsfólk Út-
vegsbankans gerði fyrir nokkru.
JONAS LÆTUR AF
STARFI FRÉTTA-
STJÓRA VIÐ
TÍMANN
Jónas Kristjánsson hefur látið
af fréttastjórn við Tímann. Hann
réðst til blaðsins vorið 1961 og
hefur síðan unnið við fréttir og
annazt fréttaritstjórn frá sumr-
inu 1963.
Jónas fór nýlega til Þýzkalands,
þar sem hann ræddi fyrir blaðið
við kunna forustumenn í stjórn-
málum. Viðtal hans við Wílly
Brandt, borgarstjóra í Vestur-Ber-
lín birtist á bls. 8 í blaðinu í dag,
ennfremur grein eftir hann um
MUnchen á bls. 3.
Um leið og Jónas lætiu- af störf-
um hjá blaðinu, vill það færa hon-
um þakkir fyrir mikið og gott
starf, þann tíma sem hann hefur
unnið hjá því.
Eins og kunnugt er efndi starfs-
fólk Útvegsbankans til mótmæla
verkfalls 2. nóvember, og mætti
enginn starfsmaður bankans til
vinnu þann dag nema bankastjór-
amir, sem tóku á móti fólki í
viðtalstímum sínum. Af þessu til-
efni óskaði saksókriari ríkisins eft
ir skýrslu um málið, en í lögum
nr. 33 frá 1915 er lagt bann við
því, að opinberir starfsmenn fari
í verkfall. Útvegsbanki fslands er
ríkisbanki og er því starfsfólk
bankans opínberir starfsmenn.
Hins vegar eru starfsmennirnir
ekki í Bandalagi starfsmanna rík-
is og bæja, heldur í samtökum
bankastarfsmanna, Samband ís-
lenzkra bankamanna.
Bankastjórar bankans gáfu
skýrslu um mótmælaaðgerðir
starfsmannanna, og er þar
Framh. á 7. síðu.
Stofnfundur F.li.F.
Stofnfundur félags ungra Fram
sóknarmanna í Mosfells-, Kjalar-
nes- og Kjósahreppi verður á föstu
daginn 13. nóvember að Hlégarði
og hefst kl. 20,30. Jón Skaftason,
alþingismaður og Örlygur Hálf-
dánarson mæta á fundinum. —
Undirbúningsnefnd.
SÍÐUSTU FORVÖD AÐ FÁ
MIÐA Á PRESSUBALUÐ
Nokkrir miðar eru enn óseld-
ir á Pressuballið á Hótel Borg
á laugardaginn og verða þeir
til sölu hjá blaðamönnum
Morgunblaðsins — sími 22480.
Matseðillinn er sérstaklega
glæsilegur, fjórréttað: sveppa-
súpa, humarréttur, rjúpur og
„Pressubomba". Gestir Pressu-
ballsins verða Bjarní Benedikts
son forsætisráðherra og frú og
veizlustjóri verður Vilhjálmur
Þ. Gíslason. Húsið verður sér-
staklega skreytt af listamannin-
um Steinþóri Sigurðssyni, leik-
tjaldamálara LR. Meðal
skemmtiatriða verður einsöng-
ur frú Aðalheiðar Guðmunds-
dóttur við undírleik Rögnvald-
ar Sigurjónssonar og verður
þetta í fyrsta skipti, sem frúin
syngur einsöng opinberlega hér
í Reykjavík, en undanfarin ár
hefur hún dvalizt meira og
minna við söngnám í Þýzka-
landi. Þá les Helga Valtýsdótt-
ir leikkona kvæði, er William
Heínesen, rithöfundur, hefur
sent Blaðamannafélaginu og
leikararnir Rúrik og Róbert
fara með paródíu eftir Ragnar
Jóhannesson.
Aðalheiður Guðmund.dóttir
Holan orðin 160 metrar
MB-Reykjavík, 11. nóvember.
Norðurlandsborinn er kominn
niður á 50 stiga heitt vatn á
Laugalandi í Hörgárdal og vatns-
rennslið úr holunni er 2y2 sek-
úndulítrar. Er holan nú orðin 160
metrar á dýpt og verður borun-
inni haldið áfram.
Blaðið spurði Jón Jónsson, jarð-
fræðing hjá Raforkumálaskrifstof-
unni í dag um hvað liði borunum
með Norðurlandsbornum á Lauga-
landi í Hörgárdal. Hann veitti þær j
NIÐURSTÖÐUR RANNSÓKNA Á VEGUM EVRÓPURÁÐSINS
RAFHA6N UR KJARNORKU-
VERUM ÚSAMKEPPNISHÆFT
FB-Reykjavík, 11. nóv.'
Nefnd, sem starfar á vegum
Evrópuráðsins, hefur að undan-
fömu safnað upplýsingum um
verð á rafmagni frá ýmiss konar
rafmagnsstöðvum, en við þennan
samanburð hefur komið í Ijós, að
enn sem komið er er rafmagn frá
kjarnorkuverum ekki samkeppnis-
fært við rafmagn frá eldri tegund-
um orkuvera.
í skýrslu frá nefndinni, sem
lögð var fyrir ráðgjafarþing ráðs-
ins í síðustu viku, segir m. a., að
ekkert kjarnorkuver, sem nú er
starfrækt í Evrópu, geti selt raf-
orku lægra verði en jafnstórar
stöðvar af eldri gerð. Þvert á móti
virðist verðið frá kjarnorkuverun-
um enn þá vera allmíklu hærra
en frá öðrum orkuverum.
Nefndin bendir enn fremur á
það, að örar framkvæmdir hafi
orðið á sviði kjarnorkuvísindanna
á síðustu árum, og því sé ekki
óliklegt, að eitt eða fleiri þeirra
kjarnorkuvera, sem nú eru í smíð-
um í Vestur-Evrópu og áætlanir
liggja fyrir um, verði því nær
samkeppnisfær, og er í því sam-
bandi sérstaklega bent á Wylfa-
orkuverið í Bretlandi, sem taka
á í notkun árið 1969, en vélarafl
þess verður 1100 megawött.
Um þrjár leiðir er að ræða varð
andi framleiðslu á rafmagni með
kjarnorku, og mikil samkeppni er
nú milli framleiðenda kjarnorku
búnaðar, og getur þetta haft nokk
ur áhrif á rafmagnsframleiðsluna.
í Vestur-Evrópu eru nú kjarnorku
ver, sem hafa vélárafl, er nemur
2090 megawöttum og í smíðum
eru kjarnorkuver, sem verða með
8360 megawatta vélarafl. Til sam-
anburðar má nefna, að á íslandi
framleiða rafstöðvar 147 mega-
wött.
Reykjaneskjördæms
Kjördæmisþing Framsóknar-
manna í Reykjaneskjördæmi verð
ur h’aldið að Hlégarði í Mosfells-
sveit, sunnudaginn 15. þ. m. og
hefst það kl. 9.30 árdegis.
Auk venjulegra þingstarfa
verða á þinginu flutt erindi um
helztu atvinnuvegi þjóðarinnar og
Jón Skaftason, alþm. flytur ræðu
um stjórnmálaviðhorfið.
Framsóknarmenn í Reykjanes-
kjördæmi eru hvattir til að fjöl-
menna á þingið.
Stjórnin
Minni Crund opnuí í gær
Jónas Krlstjánsson
upplýsingar, sem að framan grein-
ir og kvað boruninni verða haldið
áfram. Á Laugalandi er fyrir
gömul hola og er vatn úr henni not
að tll upphitunar í skólahúsinu.
Er talsvert mikill kraftur á vatn-
inu úr þeirri holu og er það um
| 77 stiga heitt. — Unnið hefur ver
I ið í nálega mánuð við borunina
i með Norðurlandsbornum á Lauga-
1 landi.
Ej-Reykjavík, 11. nóvember.
Elliheimilið Grund hefur fært
út kvíarnar og gert hús númer
12 við Blómvallagötu, sem áður
var starfsmannahús, að vistheim-
ili fyrir 30 manns, og kallast það
Minni-Grund. Gísli Sigurbjörns-
j son, forstjóri Elliheimilisins,
j sagði i dag, að jafnframt væri
mikill áhugi á þvl, að byggja nýtt
NY ROÐ AF RAUÐUM LEIÐTOGUM
Leiðtogar ýmissa kommún-
istaríkja komu til Moskvu til
þess að halda upp á 47 ára af-
mæli byltingarinnar. og er
myndin tekin á Rauða torginu
meðan á hersýningunni stóð.
Frá vínstri: — Todor Zhikov.
forsætisráðherra Búlgariu
Walter Ulbricht, kommúnista
leiðtogi A-Þýzkalands, Alexei
Kosygin, forsætisráðherra
Sovétríkjanna, Rodian Malin
ovsky, varnarmálaráðherra So
vétríkjanna. Leonid Bresnév.
formaður sovézka kommúnista
flokksins, Wladyslav Gomulka
kommúnistaleiðtogi Póllands.
Anastas Mikoyan, forseti Sovéi
ríkjanna, og Chou En-Laí, for-
sætisráðherra Rauða-Kína.
vistheimili, sem yrði aðeins fyrir
konur, í nánd við Grund.
Gísli Sigurbjörnsson sýndi
blaðamönnum nýja vistheimilið,
Minni-Grund, í dag, en það var
áður eingöngu notað sem starfs-
mannahús. Húsið er 2500 rúmmetr
ar, byggt árið 1945, og er það
mjög vistlegt í alla staði.
— Áætlað er. að Minni-Grund
taki fyrst í stað 30 vistmenn —
sagði Gísli.— Sem stendur eru hér
22 vistmenn. þar af 16 konur og
6 karlar, en auk þess eru í hús-
ínu 18 starfsmenn. í framtíðinni
verður þessu þó breytt þannig, að
húsið verður smám saman gert
að vistheimili eingöngu.
— Hvað eru mörg herbergi í
húsinu?
— Þau eru alls 50, þar af eru
28 ætluð fyrir vistfólk, 18 fyrir
starfsfólkið og fjögur herbergi
eru notuð sem dagsstofut og kaffi
stofur. Auk þess er eldhús á
hverri hæð. Annars borðar vist-
fólkið í Mínni-Grund allan mat
úti í Grund, nema kaffi, sem það
fær hér. Þvottahús er einnig sam
eiginlegt.
— Þannig, að vistfólkið gengur
á milli húsanna í matartímum?
— Já, ef veður er ekki vont.
Hér á Minni-Grund verður aðeins
fólk, sem getur gengið um og er
því ekki rúmbundíð. Það er mín
skoðun, að fyrirkomulag framtíð-
arinnar á þessu sviði felst ein-
mitt í því, að byggja minni vist-
heimili umhverfis stóra elliheimil-
íð og í nánum tengslum við það.
Og það er nú meðal okkar mikil
áhugi fyrir því að byggja hér ná-
lægt nýtt vistheimili, sem verður
eingöngu fyrir konur.
— Fáið þið þá lóð hjá borg-
inni undir það?
—- Ja. það virðist frekar ólík-
legt. Ég hef tvisvar sótt um slíka
lóð tíl borgarinnar, en í bæði
skiptin var mér synjað, svo að ég
mun aldrei aftur biðja borgina
um lóð í þessu skyni. Þeir verða
þá að koma til mín og bjóða mér
lóð!
Gísli bætti þvi við, að nú væru
Framh. á 7. síðu.
F.U.F Akureyri
Aðalfundur Félags ungra Fram
sóknarmanna á Akureyri verður
haldinn í Rotary-salnum að Hótel
KEA í dag. 12. nóvember 02
hefst kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venju
leg aðalfundarstörf. 2. Jakob Frí-
mannsson kaupfélagsstj. ræðir um
bæjarmál o.fl. 3 Önnur mái Sam
eiginleg kaffidrykkja. Félagar fjöl
mennið. Stjórnin.