Tíminn - 13.11.1964, Blaðsíða 1

Tíminn - 13.11.1964, Blaðsíða 1
Hann sigldi fr 'ostn hof a unden öðrum ÍHtt | r aldarminningu Einars Benediktssonai r, skáids Dr. Steingrímur J. Þorsteinsson, orófessor: EINAR BENEDIKTSSON. ÆVI HANS OG STORF DR. Steingrímur J. Þorsteins- son prófessor flutti tvo sunnudags fyrirlestra í Ríkisútvarpið vegna aldarafmælis Einars Benediktsson ar. Tíminn hefur fengið góðfús- íegt leyfi höfundar til að prenta hér fyrra erindið. Hið síðara fjall- aði um skáldskap Einars Bene- diktssonar og mun birtast í Helga- felli. Einar Benediktsson er fæddur að Elliðavatni 31. okt. 1864, þriðji í röðinni sex systkina. Foreldrar hans voru Benedikt Sveinsson, þá- verandi meðdómandi við landsyf- irréttinn, og kona hans Katrín Einarsdóttir frá Reynístað í Skaga firði. Bæði voru þau stórgáfuð og mikilhæf, og af báðum hefði Ein- ar mátt nema orðkynngi og mál- prýði. Stjórnmálaskörungurinn Benedikt Sveinsson er talinn ein- hver snjallasti mælskumaður, sem á Alþingi hefur setið. Er Einar hafði eitt sinn spurt hann, hvers vegna hann hrifi áheyrendur sína svo mjög, kvað Benedikt hafa svar að: „Það, sem kemur frá hjartanu, fer til hjartans." Frá móður sinni taldi Einar sig þó hafa erft skáldgáfuna: Þú áttir hjarta míná loga. Og þitt var mitt Ijóð og hvert gígjugrip. Þú gafst mér þínn streng og þinn boga. Hún var og skáldmælt vel, þótt nú sé mest af kveðskap hennar týnt: Frá árbjarma fyrstu æsku ég man óm þinna glötuðu stefja. Varðveizt hefur þó m.a. þessi vísa hennar um Einar, þar sem ekki leynir sér skyldleikinn við kveðskaparstíl hans: Ef að þótti þinn er stór, þá er von, að minn sé nokkur. Blóðið sama er í okkur, dropar tveir, en sami sjór. Sbr. m. a. seinna í Útsæ Einars: Þar finnast eí blóðdropar tveir, sem að öllu jafnast. En foreldrar Einars báru ekki gæfu til langvarandi samvista. Olli þar margt um, aldursmunur, en meir skapgerðarmunur, og voru þó bæði skapstór. Mikil búsýslu- umsvif og málastapp Benedikts voru Katrínu óskapfelld. Einnig hneigðist hann til drykkju, og not aði stjórnin það að átyllu, er hún svipti hann embætti án dóms og laga, þegar Einar var á sjötta ári, þótt skelegg stjórnmálabarátta Benedikts muni hér eigi hafa latt stjómina stórræðanna. Allt varp- aði þetta skugga og kom losi á heimilislífið. Fór svo, að þau hjón slitu samVistum, þegar Eln- ar var sjö ára, móðir ha’ns flutt- ist þá að heiman. Meðan heimilið var í upplausn, kom Benedikt Einari fyrir eitt ár á Bessastöðum hjá Grími Thom sen, er þar skráður í kirkjubók „Einar Benediktsson, tökupiltur, 9 ára“. Lagði Grímur nokkra rækt við Ein^r, lét hann m.a. sitja við borð með gestum, og virti Einar það við hann. — Síð- ar varð svo Einar einna fyrstur til að skrifa um skáldskap Gríms af skilningi og viðurkenningu. En það er ljóst, að uppeldis- áhríf þan, sem Einar bjó við á Elliðavatni fyrsta áratug ævinn- ar, voru í heild sinni engan veg- inn ákjósanleg þessu næmgeðja barni. „Ég, sem var allur eitt skilning- arvit,“ sagði hann seinna, þegar honum varð tilrætt um þessi efni. Þjóðhátíðarárið 1874 varð Bene- dikt Sveinsson sýslumaður í Þing- eyjarsýslu, og fluttist Einar þá norður með honum, tæpra tíu ára. Áttu þeir lengstum heimili á Héðinshöfða á Tjörnesi. Hafa stór- hugur Benedikts, ættjarðarást hans og þjóðréttarkröfur haft djúptæk áhrif á Einar. Honum voru fengnir hinir ágæt ustu kennarar, en þótti ærslafeng- inn nokkuð í æsku, þótt heilsuveill væri um skeið, og við fermingu hans er skráð í kirkjubók: „Les, kann og skilur ágætlega og hegðar sér dável“. Einar Benediktsson. Steingrímur J. Þorsteinsson ' í Lærða skólanum í Reykjavík sat Einar fjóra vetur, 1879—1883, — og segist sjálfur hafa stundað flestar námsgreinar heldur slæ- Iega nema rúmmálsfræði. Hann bjó lengstum hjá föðursystur sinni, Þorbjörgu Sveinsdóttur ljós móður. Hefur það enn verið hon- um mikill skóli, því að hún var skörungur mikill, heit trúkona og einstaklega hjálpfús, lét þjóðmál mjög til sín taka, sem þá var fá- títt um konur, og fylgdi þar fast bróður sínum, brennandi í trúnni á frelsi og framför þjóðarinnar. — Námsefni tveggja síðustu bekkjanna las Einar svo heima á Héðinshöfða og lauk því stúdents prófi utan skóla "orið 1884, á tuttugasta aldursári. Ekki verður séð, að Einar hafi flutt neitt eftir sig á fundum skóla félaganna, en hann tók þátt í um- ræðufundum og fékk þá þegar á síg mælskuorð. Við brottför pilta úr skóla var lengi venja, að félagarnir sömdu um livern þeirra ýkjukennda lýs- ingu eða gamansaman palladóm (Árbækur Hins lærða skóla ís- lands, í Þjóðskjalasafni). Um Ein ar er þar sagt, að hann sé meðal- lagi hár, fríður sýnum og skarp- leitur, prýðilega gefinn, vel máli farinn og óhlífinn í orðum, óhæ- verskur, ofláti mikill og óspektar- maður, hrekkjóttur og óskammfeil inn, ekki sízt við kennara, kven- hollur og ölkær. Einar hóf lögfræðinám við Kaupmannahafnarháskóla haust- ið eftir stúdentspróf, 1884, en lauk ekki lögfræðiprófi fyrr en átta árum síðar, 1892, og þá að- eins með 2. einkunn. Margt varð honum tíl námstafar, ekki sízt ríkuleg þátttaka í gleðskaparlífi borgarinnar og svo alvarlegur heilsubrestur. Vegna veikindanna dvaldist Einar heima rúni þrjú ár, 1887—1890, fyrst hjá Þorbjörgu föðursystur sinni í Reykjavík, en lengstum norður á Héðinshöfða. Þessi heimavistarár marka glöggvan áfanga í þroskasögu Ein ars. Það er alkunna, að í afturbata eftir þung veikindi verða menn oft venju fremur frjóvir, næmir og hugkvæmir. Það er sem orka nýrrar gróandi gagntaki þá alla. Auk þess hafa hvíldin og viðbrigð- in eftir borgardvölina aukið Ein- ari jafnvægi og flýtt því, að hann fyndi sjálfan sig. Það er einmitt á þessum heimavistarárum, sem hann tók fyrst að ráði að gefa sig að skáldskap. Hann 1 lætur þá prenta fyrstu kvæði frá sinni

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.