Tíminn - 13.11.1964, Síða 10

Tíminn - 13.11.1964, Síða 10
22 I ~TT r? TIMINN FÖSTUDAGUR 13. nóvember 1964 Einar Benediktsson Framhald af 14. síðu. háspennutaupum frá orkuverun- um yí3 Þjórsá. Hér var ekki um neinar skýjaborgir að ræða. Ar- um saman unnu verkfræðingar að mælíngum Þjórsár og útreikning- um undir forustu norsks manns, Sætersmoens, og 1918 gaf Titan út í Kristjaníu mikið og vandað rit eftir hann um niðurstöður rannsóknanna og virkjunaráætlan- ir: Vandkraften í Tjórsá elv. Fyr- irætlanir eru stórkostlegar. Ráð- gerð eru sex orkuver. Sem dæmi þess, hve mikið skyldi hér færzt í fang, má nefna áætlun um að stífla Tungnaá neðan við afrennsl- íð úr Fiskivötnum, hækka þau þannig að gera að samfelldu vatna- svæði, og skyldi sú uppistaða, ásamt Þórisvatni, notuð til vatns- jöfnunar í Þjórsá, en skipgengt hefði orðið frá Tungnaárstíflu og upp að Vatnajökli. Mesta orkuver- ið átti að vera við Búrfell, og átti þar að breyta farvegi Þjórsár á löngum kafla til að auka fallhæð- ina. Fyrst skyldi virkja Urriða- foss, og til byggingar þess orku- vers eins, raftauga og viðkomandi iðjuvers var talið að þurfa myndi 2600 verkamenn, en til starfræksl unnar 2300 menn. Samanlögð raf- orka Þjórsárvirkjananna sex var áætluð nokkuð á aðra milljón hestafla, kostnaðaráætlun orkuver- anna nam alls um 277 milljónum króna og iðjuveranna öðru eins. Til samanburðar má geta þess, að samanlögð orka Sogsstöðvanna þriggja er nú, eftir nýlega aukn- íngu, um 130 þúsund hestöfl. Hagur Titans stóð með miklum blóma um skeið. Seint á stríðs- árunum gengu hlutabréf þess kaupum og sölum við háu verði í Noregi, og þá seldi Einar mikið af bréfum þeim, sem hann hafði fengið í þóknun fyrir störf sín í þágu félagsins, fyrir nokkur hundr uð þúsund norskra króna. Ein- hvern tíma um þær mundir varð honum að orði: „í ár kemst ég ekki hjá því að verða milljóneri“. En þrennt olli því aðallega, að ekkert varð úr virkjunarfram- kvæmdum. Þjóðverjar höfðu fund- ið upp hagkvæmari aðferð til fram leiðslu köfnunarefnisáburðar. Al- þingi synjaði Titan 1919 um leyfi til að hefja þá framkvæmdír, af ótta við útlent fjármagn og er- lend yfirráð fallvatna, og loks skall á kreppan eftir stríðið. Þegar Alþingi hafði 1925 sam- þykkt ný lög um vatnsorkusér- leyfi, fór Einar til Ameríku, að- allega til að reyna að afla Títan- félaginu fjár til framkvæmda. En af fundunum vestra gekk hann bónleiður til búðar. Þar með var lokið þætti Eín- ars í íslenzkum fossvirkjunarmál- um. En Títanfélagið lifði hann, þótt óvirkt væri. Mikið af landi þess við Skerjafjörð var síðar tek- ið eignarnámi undir Reykjavíkur- flugvöll. Loks keypti íslenzka rík- ið öll vatnsréttindi félagsins 1951 fyrir rúmlega hálfa aðra milljón króna. Brezku vcrzlunarfélögin. Fyrirtæki Einars stóðu víða fót- um. Hann var búsettur í London 1910—13 og kom þar á laggir 1910 viðskipta- og framkvæmdafélagi, The British North-Western Syndi- cate (samlagi), seni hefur átt að greiða fossafélögunum götuna við- skiptalega. Þetta samlag (Syndi- cate) var e.k. allsherjarfélag eða félagasamsteypa, sem greindist í ýmsa þætti eða undirdeildir, svo sem verzlunarfélag, The North- Western Trading Company, og leyfi til bankastofnunar fékk Einar til handa The Industrial c.nd Engineering Trust, „sem í eru margir af auðugustu fésýslumönn- um Lundúnaborgar," segir Ein- ar. Loks stofnaði hann 1913 The Harbours and Piers Association tíl hafnar- og bryggjugerðar í Skerjafirði. Allt voru þetta hluta- félög með brezku fjármagni. Einar samdi á ensku og lét prenta sem einka- og trúnaðar- mál þrjár skýrslur handa þáver- andi félögum og væntanlegum hluthöfum samlagsins og verzlun- arfélagsins. Ritstjóri einn í Reykjavík komst yfir þær og birti í íslenzkri þýðingu í blaði sínu, auðvitað í óþökk Einars og komum til hnjóðs. En þessar skýrslur, sem enn eru til í frum- gerð, eru eínhver bezta heimild, sem til er um þann ævintýralega stórfengleik og hrífandi sannfær- ingarkraft, sem veríð gat yfir fyrir ætlunum Einars og málaflutningi, og um það, hve ríkan þátt skáldíð í honum átti í hinum fjarskalegu framkvæmdadraumum hans. 4ðalfélagið eða samlagíð átti að taká til flestra atvinnugreina og gróðavega á íslandi, það „stefnir að því að öðlast rétt til að starf- rækja náttúruauðlindir landsins," og möguleikar _eru margir „á því að efla þróun íslands og hagnast af“. „Ég er þess fullviss, að fram- faraefling íslands getur gefið stór- fé í aðra hönd alveg áhættulaust“. Þar skyldi gera götur og hafnir, leggja vegi og brýr og járnbraut um Suðurlandsundírlendið, end- urnýja veiðiflotann og stórauka jarðrækt, m.a. með áveitugerð. En „jarðir má kaupa við gjaf- verði.“ Námagröftur yrði gróða- vegur, hér væru m. a. brenni- steinslög, sem nægðu eitt sinn þörfum allra Evrópu, „gullgrýtis- æðar taka áreiðanlegá yfir mikil landssvæði," og „nafnið Krýsuvík — sem' er eín af jarðeignum mín- um — þýðir gullhöfnin". En aðalauður landsins var fólginn í vatnsaflinu. „Víð- ast hvar á íslandi eru foss- ar, og ég á ýmsa þeirra, m.a. einn, sem fellur beint af sjávarströnd í hafið.“ Dettifoss einn væri metinn á 900 þúsund sterlingspund, virkj- un hans, ásamt járnbraut að hon- um og nauðsynlegum hafnarbreyt- ingum myndi kosta um þrjár míllj ónir sterlingspunda, en árstekjur nema um einni milljón punda. Vatnsorkuna átti aðallega að nota til stóriðju, og yrði að fá aðflutt vinnuafl frá útlöndum, því að ís- lenzka þjóðin hefði ekki á að skipa nógu mörgum verkamönnum handa svo „gífurlegu stórrekstr- arfyrirtæki“. „Sjálfur er ég fús að verða framkvæmdarstjóri um fimm ára skeið með þeim kjörum, sem um semur við stjórnarnefnd- ina“. Og þeim samdi. Þegar Einar ætlaði fyrstur að koma upp fullkominni hafskipa- höfn við Faxaflóa, með Hafna- og bryggjufélaginu, var það vitaskuld til að greiða fyrir útflutníngi á framleiðslu væntanlegrar stóriðju. Hann taldi þá Skerjafirði það m. a. til gildis, að hann lægi þeim meg- in á nesinu, sem vissi að Stóra- Bretlandi og meginlandinu. „Gamla Reykjavík“ á norður- strönd nessins hlyti að þoka fyrir hafnarborginni nýju, sem átti að heíta Port Reykjavík. En „gamla Reykjavík" stendur enn, og þó orðin ný — og löngu komin Reykjavíkurhöfn — Port Reykjavík. En það er skemmst frá að segja, að ekkert þessara félaga kom neinu því í framkvæmd, sem þeim var ætlað, þótt að nokkru yllu þvi ástæður, sem 'Einar gat ekki ráðið við. Vissulega voru þó stefnuskrárnar hér ekki allar reist- ar á sem traustustum grundvelli. En þeir, sem hneyksluðust hvað mest á þessum fjörlegu, flugmiklu og skemmtilegu skýrslum Einars, munu fæstir hafa haft slíkan skiln- íng á þörfum og gildi landsins sem hann né verið jafneinlægir í trú sinni á það. Honum var flest- um ljósari þö'rfin, lífsnauðsyn á veltu- og rekstrarfé fyrir ísland — því, sem hann kallaði „starfsfé fyrir ísland". Og þegar hann kenndi Krýsuvík til gulls, var það ekki út í hött. Hann vissi um verðmæti jarðhitans, keypti síðar til viðbótar einhver mestu hvera- svæði Hengilsins (Nesjavelli) og ráðgerði upp úr 1920 að hagnýta laugar og hveri í lækningaskyni í samvinnu við Breta (sbr. næsta þátt), þótt ekki yrði úr framkvæmdum. Gullgröftur. En jafnvel þar sem Einari skjátlaðist, er ekki þar með sagt, að hann hafi endilega talað um hug sér. Þegar hann nefndi gull- grýtisæðar í skýrslunum 1910, var það af fyllstu sannfæringu sagt. Hann hafði tveimur árum áður fengið hingað gullleitarmann frá Ástralíu til að kanna kvarzlög í landi Miðdals og Þormóðsdals í Mosfellssveit, er reyndust hafa gullvott að geyma. Enn komu hingað fyrir tilstilli Einars norsk ir verkfræðingar tíl áð kanna þetta 1912 og 1913. En það var ekki fyrr en 1921, þegar loku virt- ist skotið fyrir fossaframkvæmdir, að skriður komst á gullgraftarmál in. Fyrst lögðu Bretar fram fé til rannsókna, og voru nú fyrirætl- anir ærið margi.attaðar: gull-, járn- og sementsvinnsla. Þegar þetta brást, sneri Einar sér til Þjóðverja, samdí við Nor- ræna námufélagið um rannsókn- ir á Miðdalsnámum, sem urðu all- miklar og kostnaðarsamar, en síð- an frá þeim horfið. Þá gerir Ein- ar síðasta mikla átak sitt á fé- fanga- og framkvæmdasviðinu, er hann stofnar í Hamborg 1924 nýtt félag til námavinnslunnar, Arctur- us. Komst nú allt á góðan rek- spöl, grafin voru hér 150 metra löng námagöng, málmgrýti sent til Þýzkalands í tugatonnatali til rannsóknar, fest kaup á vélabún- aði, húsateikningar gerðar, og auka skyldi svissnesku og hol- lenzku hlutafé við hið þýzka. En gullgrýtið reyndist svo misjafnt að gæðum og sumt svo rýrt, að Arc- turus lagði árar í bát 1925. Þegar Einar fór síðar það ár til Vestur- heims, var það ekki aðeins til að afla fjár handa Titan, heldur einn- ig tíl gullnámsins. En hvort tveggja brást. Vatnsföllin hentu áfram auði sínum arðlaust í hafið. Gullvonafélögin dauð. Athafna- sögu Einars Benediktssonar var lokið. Forsaga og framtíðarveldi. En efla mátti veldi þjóðar og lands víðar en á atvinnu- og fjármálasviðinu. Það mátti auka rúmsvið landssögunnar og víkka landrýmið. Einar hafði snemma feng- ið áhuga á forsögu íslands, flutt fyrirlestur um Thule í Lundúnum fyrir aldamót (1896). Á sýslu- mannsárunum kynntist hann jarð hellunum míklu á Suðurlandi. Ár- ið 1918 gaf hann svo út í Kristjan- íu rit sltt Thules Beboere (á norsku). Suðurlandshellana telur hann gerða af manna höndum, jarðhús fra, er hingað hafi komið fáum öldum eftir Kristsburð og stofnað hér e.k. nýlendu. Hið forna Thule sé ísland og merki Sólareyjan. Líklega hafi Kolum- bus komið til íslands og aflað sér þar vitneskju um Vínlands- ferðir. . Það stendur óhaggað, að Suður- landshellarnrir muni að mestu mannaverk, en flestir telja þá nú frá sögulegum tíma. Aðrar kenn- ingar Einars í Thules Beboere verða hvorki hraktar né sannaðar vegna heimildaskorts. En Einar heldur því sem sé fram, að ísland sé víðkunnugt, fornfrægt og fjölbyggt óralöngu fyrir landnámsöld, og íslending- ar sigldu ekki aðeins fyrstir til Vesturheims, heldur áttu þeir og hlut að endurfundi hans. — En Einari nægði ekki að auka öldum við íslands byggð né að mikla fyrir sér náttúruauðlegð landsins. Hann vildi einnig færa út mörk þess, gera það að ný- lenduveldi. Grænland var að réttu lagi íslenzk nýlenda. Einar kynnti sér þessi mál eft- ir föngum, þótt óskhyggja réði ferðinni, og átti frábært bókasafn varðandi Grænlandi, um eitt þús- und bindi. Hann skrifaði fyrst um réttarstöðu Grænlands 1914, en aðallega á árunum 1921—27, alls um 40 greinar og ritgerðir, vest- an hafs og austan. í kveð- skap hans má lengur rekja áhuga hans á þessum efnum, allt frá Ólafs rímu Grænlendings í Hrönnum til síðasta kvæðis hans, Jöklajarðar (1931). „Grænland bíður,“ segir hann „eftir íslenzkri framtakssemi — til þess að kynna heiminum hið vold uga, stórfagra og náttúruauðuga nágrannaland vort — sem geymir rústir og sögu landnámsmanna þeirra, er tóku þar óðul undir ís- lenzkt ríki“. (Grænlandssalan, Tíminn 11. des. 1926). Þetta var Einari réttlætismál, metnaðarmál, hjartansmál. Það var síðasta stórmálið, sem hann barðist fyrir. Hann hóf það fyrst af kappí um sama leyti og gull- námið, þegar fossvirkjanavonirn- ar brustu. Þegar þess varð ekki kostur að vinna hér að landbót- um, þá var að hefja landvinninga. Fyrir Einari var ísland stór- veldi, heimsveldi. III. Einar kvað einhvern tíma hafa sagt, að í sér byggju tveir menn, dóni og gentlemaður, dóninn hugs- aði aðeins um peninga og ynni fyrir gentlemanninum, en þeir töluðust aldrei við. Vitaskuld má ekki taka slík andartaksummæli of hátíðlega. Og raunar bjuggu í Einari ekki að- eins tveir menn, heldur margír — þessi maður var heil veröld. En samt er nokkuð til í þessari tvískiptingu eða klofningu. Ann- ars vegar er heimsmaðurinn, fram- kvæmdamaðurinn, fjáraflamaður- inn — hins vegar skáldið, sem þráði að vera einn og ótruflaður með hugsunum sínum. En þótt þessir eðlísþættir gætu ekki runn- ið saman til fulls, voru þeir skyld- ir, hliðstæðir, báðir hugsæis- eða hugsjónakenndir. Og þeir „töluð- ust við,“ áttu margvísleg sam- skipti. Auðhyggjumaðurinn kom fraijn í skáldinu og skáldið í fram- kvæmdamanninum. Félög Einars voru áreiðanlega stofnuð í fullri alvöru og af ein- lægri trú á framtíðarhlutverk foss- aflsins og auðlindir íslenzkrar jarð ar. En þau megnuðu þó aldrei að koma fram því, sem þeim var ætlað. Nú er flest það, sem að var stefnt, upp komið, sumt til- tölulega nýlega, en allt í minna stíl en Einar hafði ætlað — sumt ógert enn. Við höfum eignazt Reykjavíkurhöfn, loftskeytastöð, hveralækningastöð, raforkuver, áburðarverksmiðju, sementsverk- smiðju — sumt af þessu reíst með verulegum tilstyrk erlends fjár- magns — og um það flest hafa opinberir aðilar haft þá forgöngu, sem Einar Benediktsson ætlaði sér einum. Og nú er loks í athugun að virkja Þjórsá til stóriðju, og þó að litlum hluta móts við það, sem Einar hafði stofnað til fyrir réttri hálfri öld. í þessum efnum vísaði Einar því til vega framtíðarinnar — var spámaður. Hann var of langt á undan sínum tíma, of stórhuga og draumhuga til þess að áform hans yrðu að veruleika, fyrir skáldsjón- um hans hrundu takmörkin milli raunheima og óskheima. Líkt fór honum með fjármuni sína. Hann varð um skeið stór- auðugur maður. En þótt hann hefði oft mikið fé undir höndum, varð honum fé aldreí fast í hendi. Svo var hann hóflaus í örlæti sínu. Hann var jafn stórtækur í eyðslu fjárins sem í öflun þess. Fyrir honum var féð afl þeirra hluta, sem gera skyldi, en hafði ekki gildi í sjálfu sér. Einn geisli brauzt fram og gullið skein, gnótt í hans hönd, en aska í minni. Hver laut sínum auði, var aldrei ríkur. Öreigi bar hann purpurans flíkur. Sá stærðist af gengi stundar, var smár. Stór er sá einn, er sitt hjarta ei svíkur. En hvaða gildi hafði þá fjár- öflun Einars og framkvæmda- störf? Var þetta ef til vill allt saman unnið fyrir gýg? Því fer fjarri. Félögin og fyrir- tækin, sem sér nú svo lítinn stað á athafnasviðinu, voru ekki að- eins ávöxtur af slíáldeðli Einars, heldur einnig meðal stoðanna und- ir skáldskap hans, og það á fleiri en einn veg. Þau voru um langt skeið fjárhagslegur bakhjallur hans og gerðu honum kleift að njóta mikilla ferðalaga og þeirra langdvala erlendis, sem gert hafa skáldskap hans yfirtaksmeira og stærra í sniðum en ella hefði orð- ið. Þau hafa að vísu dreift kröft- um hans. Ilann hefur vafalaust oft á tíðum fundið sárlega til þess, hve miklu af orku sinni og ævi hann varði til þess, sem var í rauninni smávægilegt hjá þeirri innri þörf og heilögu skyldu, að rækja köllun sína: skáldskapínn. Það er athyglisvert, að á utan- vistarárunum, þegar veraldleg vel- gengni hans og auðsæld var sem mest, yrkir hann þunglyndisleg- ustu kvæði sín mörg, um eyðileika, ófullnægða þrá, glatað líf. Slíkt regindjúp var staðfest milli innsta 1 eðlis hans og ytri ævikjara. En milli þeirra andstæðu skauta kviknaði líka oft neistinn að per- sónulegasta og átakamesta kveð- skap hans: Synduga hönd — þú varst sigrandi sterk, en sóaðir kröftum á smáu tökin; — að skiljast við ævinnar æðsta verk í annars hönd — það er dauða- sökin. Enginn sakar Einar Benedikts- son um að hafa gert það, hvað sem stundum kann að hafa liðið sjálfsásökunum hans. Því að þótt fyrir hans tilstilli yrðu héðan aldrei send loftskeyti, hér ekki reíst orkuver né grafnir úr jörðu góðmálmar — þá hóf hann héðan það flug hugans, sem fór með himinskautum — birti mönnum mátt skáldlegrar sköpun- ar — gróf fram það gull, sem fellur ekki í gildi. Stór er sá einn, er sitt hjarta , ei svíkur. Ingólfsstræti 9. Sími 19443.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.