Tíminn - 13.11.1964, Page 7

Tíminn - 13.11.1964, Page 7
FÖSTUDAGUR 13. nóvember 1964 og rok. Einar reið hesti, sem ég átti, og gerði það mjög gott, hann stóð sig eins og hetja og sýndi furðulegan dugnað, fannst okkur, því að ég vissi, að heilsu var að hnigna. En hann var á undan alla leiðina. Þegar við komum í Fagra- hvamm í Hveragerði, var víst ekki þurr þráður á okkur. Þeg- ar við vorum komin af baki, sagði Ingimar í Fagrahvammi: „Nú væri gaman að vigta Ein- ar.” Hann átti við, að þetta hafi verið talsverð byrði fyrir hestinn. Einar var með stærstu og þrekvöxnustu mönnum og hefur verið þungur. Og í þetta sinn sem oftar var hann i helj- armiklum þykkum frakka, sem hafði þyngzt mikið í rigning- unni á leiðinni. En Einar stóð sig sem sagt eins og hetja í þessu aftaka veðri. En þarna skildí með okkur í bili. Einar og Hlín fóru til Reykjavíkur og þaðan á skipí til Kaup- mannahafnar. Hann var nefni- lega ekki heima á sjötugsaf- mælinu. — Heimsóttir þú þau oft í Herdísarvík? — Já, ég kom oft þangað, var eiginlega heimagangur þár þessi ár. Við hérna á næstu bæjum vorum oft að vinna eitt og annað fyrir Hlín, sem var þessi mikla dugnaðarkona og lagði sig mikið fram um að bæta jörðina. Og við vorum sem sé að hjálpa henni við að dytta að hinu og þessu. — Ræddi Einar við ykkur um skáldskap sinn? — Nei. Hann hafði oftast ósköp hægt um sig, talaði hreint ekki um skáldskap og fátt um sína hagi. Þó var hann oft léttur og gáskafullur, sér i lagi þegar hann var búínn að fá staup af víni. Þá fór hann stundum að rifja upp við okk ur eitt og annað frá skólaár- unum. Já, það kom oft fyrir að hann lék á alls oddi, stund- um bauð hann mér að koma í krók við sig, alveg eins og strákur. En hann var nú ekki svona kumpánlegur við alla. Hann gerði sér nokkurn mannamun, en það fór ekki eftir stigum eða stéttum þjóð- félagsins, nema þá fremur það, að menn af háum stigum, sem lítu stórt á sig^ og höfðu ekki mikið annað til brunns að bera, átti hann bágt með að þola og lét þá finna það. En hann sýndi aldrei annað en honum væri ánægja að því, þeg ar við þarna úr sveitinni litum inn til hans. En hann átti til að segja sitthvað napurt eða neyðarlegt við sjálfumglaða embættismenn, og hverskonar tilgerð fór mjög í taugarnar á honum. Það var einu sinni, þegar við komum í Hveragerði að á vegi hans varð maður, sem sýndi af sér ósköp mikla tilgerð eða tepruskap, og þá gat Einar ekki orða bundizt: „Helvítis hörmung er að sjá þig! Hvort ertu nú heldur maður eða draugur?" Já, hann var i standi til að láta menn heyra eitt og ann- að óþvegíð, ef honum bauð svo við að horfa. Ég hugsaði stund- um að það hafi enginn verið öfundsverður af því að eiga hann fyrir andstæðing eða verða fyrir barðinu á honum. En mikið feikilega gat nú maðurinn verið skemmtilegur, þegar sá gállinn var á honum! — Fékk hann sér oft neðan í því? — Hann hresstíst ósköp mik 1 ið upp við að fá staup af víni, 1 og hefur lengst af í ellinni þurft að fá dálítinn skammt. En það gat líka rifið hann upp, og þá voru brandarar látn ir fjúka. Einu sinni komu þau til mín þá voru þau einmitt að koma til baka úr utanferð- inni kringum sjötugsafmælið. Það var kominn hávetur, víst komin jólafasta. Nema þau koma ríðandi í hlað hér i Vogsósum og hörkukuldi úti. Þegar þau eru komin inn í bæinn, segir Hlín við mig: „Áttu nú ekki eitthvað gott handa okkur, Snorri? Nú veitir honum Ein- ari víst ekki af að fá hress- ingu!“ og bað mig blessaðan að gefa honum dropa eða út- vega með einhverju móti. Mér tókst áður en langt leið að útvega flösku, og hún gerði sitt gagn til að taka hrollinn úr skáldinu. Þegar ég svo fór að tygja mig til að fylgja þeim út í Herdísarvík, sagði Hlín við mig: „Það er bezt að þú geymir flöskuna, Snorri, og gefir Einari aðeins að dreypa á endrum og eins.“ Veðrið fór síversnandi. Þegar ég svo fór að bjóða Einari að súpa á, þar sem við stönzuðum á leið- inni, svaraði hann: „Ég hef aldrei drukkið brennivín, þeg- ar ég hef veríð í lífsháska," og hann þáði ekki sopann. En þegar við vorum komin út í Herdísarvík segir hann: „Komdu nú eð flöskuna, Hlín! Nú skal ég fá mér sopa!“ — Skrapp Einar hér út um sveitina við og við' t.d, í heimsókn á bæina? — Nei. Hann fór aldrei neitt einsamall, aldrei nema í fylgd með Hlín, og það var þá aðeins, þegar þau voru að fara nauðsynlegra erinda. Þá komu bau við í leiðinni. Hið eina, sem ég sá Einar hreyfa sig úti við, var að hann fékk sér ætíð göngutúra á morgn- ana út í hraunið, niður túnið, að sjónum og kringum tjörn- ina. Það var skrítið, að hann gekk þá alltaf við langa stöng, en ekki venjulegan göngustaf. Hann var þá oft kempulegur að sjá. — Fannst þér hann halda sér vel fram undir það síðasta? — Já, það var mesta furða, hvað hann hélt glæsileika sín- um flest þessi ár, þó að hann væri raunverulega mjög farinn þegar hann kom hingað. Það var mikið og fórnfúst starf, sem Hlín vann þar á bænum, hún var alveg framúrskarandi dugleg og kjarkmikil kona, og mikíð höfðum við hér dáðst að henni fyrir það, hvernig hún hlúði að Einari eftir að hann þurfti svo míkillar hjúkrunar með. En hann hélt sinni reisn mikið til fram á síðasta ár, var eins og hann vildi ekki bogna, en seinast brotnaði hann. Síð- asta árið þyrmdi yfir. hann hríðhoraðist, og þá var skammt eftir að leikslokum. G.B. TIEV8BNN --------—;---- „Mundu ulltuf uS þuð beztu / þér færð þú frá íslundi!" 19 Systkinin Hrefna oq Örn Benediktsson í Ameríku. í tilefni aldarafmælis Ein- ars skálds Benediktssonar hef- ur Tíminn snúið sér til eina sonar skáldsins, sem á llfi er og lagt fyrir hann nokkrar spurningar. Það er Benedikt Örn, nú sextugur að aldri, og búsettur hin síðustu ár í borg- inni San Antonio í Texas. Örn, sem hann jafnan er kall aður af íslendingum, hefur nú dvaldist í Bandaríkjunum i meira en þrjá áratugi, var lengi í höfuðborginni, Washing ton, og starfaði þar um hríð sem þýðandi við þingbókasafn- ið, Library of Congress, einn- ig við tungumálakennslu og ritstörf, og er hann tungumála maður mikill. Hin síðari ár hefur hann lítt getað sinnt störfum sökum heilsubrests. Örn var hið þriðja barn Einars skálds og Valgerðar Benediktsson. Öll börn þeirra, nema hið yngsta, hétu fugla- nöfnum að kenniheiti. En börn in voru, í aldursröð, þessí: Ein ar Valur, Margrét Svala, Bene- .dikt Örn, Ragnheiður Erla Stefán Már og Katrín Hrefna. Þrjú þeirra eru á lífi og öll búsett erlendis: Erla í London, Hrefna í Los Angeles og Örn í San Antonio. Kona hans er bandarísk bóndadóttir, og eiga þau fjóra uppkomna syni. Erla giftist ekki, en Hrefna hefur verið tvígift. Svala lézt í New York 1929, þá nýgift banda- rískum lögmanni, Valur dó ókvæntur í Reykjavík 1956, og Már í Reykjavík 1945, lét eft- ir sig konu, Sigríði Oddsdóttur og meðal barna þeirra er Ein- ar Benediktsson sendiráðunayt ur í París. Öll börn Einars skálds og Valgerðar ólust að mestu upp erlendis og tóku sér ættarnafnið Benediktsson, þótt faðir þeirra ætlaðist í fyrstu til þess, að þau notuðu kenninafnið í stað föður eða ættarnafns. Þegar ég fyrst bað Örn að rifja upp endurminningar um föður sínn frá bernsku og æsku árum, svaraði hann: Faðir minn stendur mér skír ast fyrir hugskotssjónum sem verulega göfugur maður og ljúfur heimilisfaðir. Hann reiddíst sjaldan, ég man ekki eftir að hafa nokkurn tíma heyrt hann hækka róminn i þeim tón. Hann var ákaflega frjálslyndur — og á ég þá ekki við pólitíska merkingu þess orðs — heldur að skyldugt væri að hlusta á og virða skoð anir annarra manna. Marg sinnis sagði hann við mig, að aldrei hefði hann hitt svo ' mann að máli, að ekki hafi hann lært af því, mikið eða lítíð, eftir at- vikum. Okkur börnunum var aldrei Iiðið að setja út á fólk eða tala um það í niðrandi tón fyrir það eitt að það væri efna lega eða þjóðfélagslega lægra sett. Og — vel að merkja — dvalarland okkar á þessum ár um var England á öðrum tugi aldarinnar.“ — Fenguð þið að fylgjast með yrkingum hans, eða hvatti hann ykkur til skáldskapariðk- ana? — Hann var alls ekki vanur að ræða ljóðagerð sína við okk ur heima, ég held hann hafi ekki fært ný kvæði sín í tal við eða borið þau undir nokk- urn mann fyrr en þau voru full búin til prentunar og hann fékk þau ritstjórum eða prent- urum í hendur. Sama máli gegndi um okkur heima, við kynntumst fyrst kvæðum hans, þegar hann hafði lagt á þau síðustu hönd. Og ég minnist þess ekki, að hann hafi nokk- urn tíma lesið fyrir okkur kvæði sín. Aftur á móti heyrði ég hann oftar en einu sinni segja, að það skipti engu máli fyrir langlífi skáldverka hans, hvort samtíðarmenn bæru á þau lof eða last — seinni tím- inn einn skæri úr um gildi þeirra. — Hvað haldið þér að helzt hafi valdið því, að faðir yðar bjó ykkur heimili í Englandi til svo langs tíma? — Ég þykist viss um, að ein aðalástæðan fyrir því að faðir mínn fluttist búferlum til Eng- lands, hafi verið sú að gefa okk ur systkinunum kost á sem beztrí skólagöngu, þvi að hann hafði mikið álit á enskum skólum. Enda þólt hann væri eldheitur föðurlandsvinur, var hann ekki haldinn neinum þjóðernis- rembing. Hann trúði því, að framtíð íslands lægi í Iand- fræðilegri stöðu þess og að- hæfni landsins til að verða lið- ur í alþjóðlegu samstarfi. Af þeim sökum gagnrýndi hann einstrengingslega fastheldni á úreltar venjur, eins og það, svo ég nefni dæmi. að íslenzk- ar konur héldu áfram að klæð- ast þjóðbúningi, nema á hátíð- um og tyllidögum. — Munið bér ekki vel eftir fimmtugsafmæli föður yðar? — Jú, það er mér í fersku minni. Við vorum vön að fara heim til íslands í sumarleyf- inu, og það gerðum við líka 1914. Þá vorum við heima fram eftir hausti, fram að fimmtugsafmæli pabba, ég man vel eftir því, þá var ég tíu ára gamall. Móðuramma mín, Margrét Zoega, hélt þá mikla veizlu til heiðurs pabba. Sú afmælisveizla fór fram í Hótel Reykja- vík, sem brann til kaldra- kola nokkrum mánuðum síðar. Þetta var mjög fjöl- mennur mannfagnaður, sem nokkur hundruð manns tóku þátt í. Mér er í minni, þegar pabbi kom á fætur morguninn eftir, heima í Héðinshöfða. Hann ljómaði af ánægju, og öllum fannst líka, að þessi veizla hefði farið ákaflega skemmtilega fram. Þar voru margar ræður fluttar. Indriði Eínarsson tók fyrstur til máls og bauð gesti velkomna. Guð- mundur Finnbogason flutti að alræðuna, fyrir minni pabba, en Klemens Jónsson talaði fyr- ir minni mömmu. Afmælis- kvæði voru flutt eftir Sigurð Sigurðsson frá Arnarholti og Jarþrúði Jónsdóttur og lesnar Ijóðakveðjur frá Huldu skáld- konu og Jakobi Thorarensen. Einar Hjaltested söngvari söng kvæði Sigurðar frá Arn- arholti undir nýju lagi eftir Jón Laxdal, og lék tónskáldið undir. Pabbi tók oft til máls, flutti minni íslands og mælti líka fyrir minni Hannesar Haf steins, sem var þá veíkur og gat ekki tekið þátt i samkvæm- inu. — Hvaða gestum munið þér helzt eftir að kæmu á heímili ykkar erlendis? — Þeir voru margir fslend- ingarnir, sem heimsóttu okkur. Frá árunum í Englandi man ég greinllegast eftir því, þegar Hannes Hafstein skáld og róð- herra fslands kom og var hjá okkur i nokkra daga. Þá var mikið um dýrðir og allir skemmtu sér við margskonar léiki. Það var farið í boltaleik á grasflötinni við húsið okkar. Og það var ekki laust við að þeir fullorðnu væru vel „mjúk- ir“ á meðan Hannes var hjá okkur. Dr. Jón Stefánsson var tíður gestur á heimili okkar. líka man ég eftir að dr. Guð- Framh. á 23. síðu.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.