Tíminn - 13.11.1964, Blaðsíða 5

Tíminn - 13.11.1964, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 13. nóvember 1964 TIMINN 17 að því mannvirki á blað. Það er líka þarflaust að gleyma því, að áratugum áður en íslendingar eignuðust sína „nýsköpunartog- ara“, svámu þeir um djúphöfin til fjærstu miða í skáldksap Einars Benediktssonar: Vissirðu hvað Frakkinn fékk til hlutar? Fleytan er of smá, sá grái er utar. Diarfmannleg eggjan, kveðin upp af skáldi, áður en athafnamennirn- ir og fésýsumennirnir rumskuðu. | Það er ekki auðvelt að búa svo í \ Reykjavik eða nálgast hana, að líta | ekki öðru hvoru til Gufuness og gieðjast við þá sýn, að þar er risin voldug verksmiðja, sem nætur og daga malar frjósemd yfir blásnar og berar auðnir þessa lands og breytir vanyrktu túnunum í Vitaz- gjafa. En það er heldur hvorki auðgert né sanngjarnt að gleyma; því, að fyrir meira en hálfri öld j ruddi Einar sjálfri hugmyndinni braut inn í hugsun og vitund þjóð- arinnar í ódauðlegu kvæði um Dettifgoss, og var auk þess kominn á flugstig með að hrinda hugsjón sinni í framkvæmd fyrir röskum fjórum áratugum: Helll vatnins jötunn, frjáls með breiðan barm. Þér bindur íssins hel ei fót né arm. Þín rödd er sótt í afgrunn iðu- rótsins, en uppheimsloginn brennur þér um hvarm. Þú gætir unnið dauðans böli bót stráð blómaskrauti yfir rústir grjótsins, steypt mynd þess aftur upp í lífsins mót með afli því, frá landsins hjarta- rót, sem kviksett er í klettalegstað j fljótsins. | Rafvæðing er nú kjörorð hinna. framsæknustu í landinu, og þeirra, j er vilja láta telja sig í þeim hópi. j Það er prédikað eins og það væri; spánný uppgötvun, að vart megi| vænta þess, að fólkið haldist í byggðum landsins, nema því að-; eins, að því veitist hlutdeild í afli og ljósi hinna miklu orkuvera. En allt þetta vissi Einar Benediktsson og sá fyrir löngu á undan öllum öðrum Íslendingum. Það eru meira en 55 ár síðan hann kvað svo í kvæðinu Detti- foss: Hve mætti bæta lands og lýðs vors kjör að leggja á bogastreng þinn kraftsins ör, að nota máttinn rétt í hrapsins hæðum, svo hafin vrði í veldi fallsins skör. — Og frjómögn lofts má draga að blómi og björk, já, búning lífsins sníða úr jökuls klæðum. Hér mætti leiða líf úr dauðans örk og ljósið tendra í húmsins eyði- mörk við hjartaslög þíns afls í segul- klæðum. Fyrst í dag er þessi draumur Ein- ars að rætast, af því að svo langan tíma hefur það tekið að fá al- mennt samkvæði þjóðarinnar um að gera það, sem honum var sjálf- sagður hlutur og fær. Þjórsá með sín 550.000 túrbínu- hestöfl, eins og áætlanir Einars og félaga hans stóðu til 1919. Og vera má, að einhvern tíma vinnist upp þeir milljarðar, sem þjóðinni glöt- uðust við, að sú framkvæmd var tafin þá. En það getur dregizt, að sá komi til, sem yrki handa oss kvæðin, sem Einar hefði óorkt lát- in, ef hann hefði kostað sér öllum til hagnýtra framkvæmda og auð- söfnunar. En svo trúr er Einar sjálfum sér, að í hinum volduga óði sínum um orkuvæðingu lands- ins og ræktun, skipar hann því í öndvegið, sem ævilangt var æðsta hugsjón hans og þrá: skáld og hefði orðið það, með | hvaða þjóð, sem var. Andagift, j vegleiki og tign eru auðkenni alls ^ þess, er hann kvað og lét birta: eftir sig. Þar er hvergi klúr hend- ing eða klaufaleg, hvergi hégóm- legt yrkisefni, hvergi hopað frá' hálfunnu verki á meðan hann j mátti valda vopnum sínum. Þetta merkir ekki, að Einar hafi kveðið um þau yrkisefni ein. sem engir aðrir höfðu komið auga á, né fengizt við. Einar yrkir að vísu margt slíkra kvæða, en það er nokkuð fróðlegt til íhugunar, að meira en helmingurinn af öllum ljóðum Einars er um yrkisefni, kvistist lífsins tré á dauðans arin, sökkvi jarðarknör í myrkvan marinn — myndasmíðar andans skulu standa. Snilligáfa Einars Benedktssonar beindi flugi hans upp til þeirra hæða, þar sem mannlegur andi hefur verið að glíma við hin tor- ráðnustu, en jafnframt háleitustu rök tilveru sinnar, frá því er hann vaknaði til vitundar um veru sína og stað í þessum heimi. Það er grunur minn, að einmitt af þess- um sökum komi sá tími, er mönn- Frá afhjúpun minnisvarða Einars Benediktssonar. Það varð íslenzkum bókmennt- um og skáldmennt ómetanlegt happ. að snilli Einars Benedikts- sonar batzt ekki við fésýslu og framkvæmdastörf, heldur leitaði sér fullnaðarúrlausnar í skáld- skap hans. Þeir ko-ma einhvem ítíma tii sögunnar, sem fullvirkja Eg þykist skynja hér, sem djúpt í draum við dagsbrún tímans, nýja magnsins straum þá aflið, sem í heilans þráðum þýtur af þekking æðri verður lagt íj taum. — Er hugarvaldsins voldug öld oss nær, þá veröld deyr ei, er hún guð sinn lítur, þá auga manns sér allri fjarlægð fjær, þá framsýn andans ljósi á eilífð slær og mustarðskom af vilja björgin brýtur. Það var þessi veröld, sem Einar þráði og leitaði að. Hún var sú Paradís, sem hann hafði litið í blikum og brotum og saknaði með ólæknandi trega. Hún varð ævi- viðfangsefni hans og lífsmið. Um hana háði hann sína ævilöngu Jakobsglímu við Guð, sem ekki lauk fyrri en á leiðarenda með játningunni: Hafknörrinn glæsti og fjömnn- ar flak fljóta bæði. Trú þú og vak. Marmarans höll verður moldar- hrúga. Musteri Guðs eru hjörtu, sem trúa, þó hafi þau yfir höfuð þak. Lögfræðingurinn Einar Bene- diktsson er mesta trúarskáld ís- lenzku þjóðarinnar á síðari öld- um. þegar frá er talinn klerkur- :nn Matthías Jochumsson. Einar er að sönnu ekki skáld trúarlær- dómanna, heldur þeirrar vizku hins óspillta hjarta, sem leitar hins æðsta og sættir sig aðeins við hið fullkomna. Til þess varði hann öllum vitsmunum sínum, skáldlegu innsæi og hugarorku. Andspænis þessari sókn andans til hæstu miða varð allt annað smá- vægilegt. Einar Benediktsson var stór- sem önnur íslenzk skáld hafa kveð- ið um og oft ágæta vel. Má þar til nefna hin fjölmörgu yrkisefni Ein- ars úr íslenzkri náttúru ,og sögu, ættjarðarljóð hans, hvataljóð og ljóð um íslenzka tungu. En allt, sem Einar tekur á, verður nýtt í höndum hans, fær dýptir og vídd- ir, sem honum einum var auðið að skynja. Margt er það, sem efa- laust átti sinn þátt í því og stuðl- aði að því, að Einar yrði svo stórbrotið skáld og sá völundur listar sinnar, sem raun varð á. Má þar fyrst nefna vitsmuni hans, skáldlega stórsýn og innsæi, en hér kemur einnig til andríki hans, orðsnilld og frábær verkkunnátta. Einar vissi það allra skálda bezt sinnar tíðar, að skáldskapur er íþrótt, list, sem verður að læra vandlega, eins og fram kemur í ritdómi hans um Grím Thomsen árið 1895, og fullkunnugt er það af öruggum gögnum, að Einar lagði mikla stund á að nema list sína, var síbætandi um verk sínj og vinnubrögð og afar kröfuharð-' ur við sjálfan sig. „Myndasmíðar ‘ andans skulu standa" segir hann íl KVÖLD í RjÓM, en vissi gjörla, j að til þess að svo megi verða,; verður að meitla þær og fága með j kunnáttusemi og nákvæmni mynd- höggvarans. Stórfengleg skapandi hugsun orðbundin í fáguðu, há- tiginmannlegu formi, var sú mynd- smíð andans, sem hann stefndi að í list sinni og kostaði sér öllum til. Hann fór þar að eins og maður- inn, sem fann dýra perlu og gaf fyrir hana aleigu sína. í augum Einars átti sú list, sem þannig var unnin, og keypt verði slíkra á- rauna og fóma, óforgengilegt og eilíft gildi ofar örlögum einstakl- ing, þjóða og landa, jafnvel óháð veran eða tortímingu þessa heims. Því getur hann sagt af fullri sann- færingu: Perlan ódauðlega í hugans hafi hefjast skal af rústum þjóða og landa. Komi Hel og kasti moid og grafi, um skilst betur en samtíð Einars, að hann er karlmannlegast raun- sæisskáld sins tíma á íslandi. Hann rekur hugsanir sínar af ná- kvæmni og harðfengilegri skerpu, raðar stórfenglegum sýnum og hleður hugmyndabjörgum, eins og voldugur byggingameistari. Hann krefur sér valds til að rannsaka allt, skilja allt, en grunar um leið, að trúin, hið dularfulla samband sálarinnar við höfund sinn og allr- ar tilveru sé frumskilyrði þess að skilningurinn verði fær yfir sökkvifirnanna hyl og fleygur á himin tinda. Ef mannkynið fer sér ekki að j voða í gjörningaveðri sinnar ! eigin kunnandi, þá myndi ég ætla, að sú tíð kæmi, að það mun ekki j þykja sæmandi vitibornum manni j að horfa öllu skemmra til skiln- ings á sjálfum sér né fyrirbærum mannlífs og allífs en þangað sem Einars Benediktsson beindi sjón- u m sínum, né heldur hæfa að gera það með minni auðmýkt né geig- lausari karlmennsku en hann gerir í þessu yndisfagra erindi: Sá guð, sem skóp oss ábyrgð vits og vilja, hann virðir trúar þor að sanna og skilja. Vér, sandkorn stjörnuhafs í litlu hverfi oss héimtum rétt að svifta dul og gervi. Vor andi, er vóg og mældi him- inhjólin á hæðum varir, þegar slokknar sólin. f eilífð drekkur sál vor Sunnu erfi Það er vísast, að Einar hafi aldrei fundið anda sínum þau fullnaðarsvör, sem honum nægðu, á sama hátt og það er ‘augljóst, að hann lifði ekki þá hugarvalds- ins öld, sem hann leit í sínum stórskáldlegu og spámannlegu hugsýnum. Þetta barn gengis og glæsilífs, mikils svigrúms og ríku- legra fjárráða, var einnig „ham- kvælamaður og kunnugur sorg“ Líf hans var þrungið af andstæð- um mikilla sigra og mikilla ytri og innri vonbrigða, djúprar þjáning- ar og undursamlegrar gleði. Svo fer þeim öllum, sem eru svo mik- illar náttúru, að þeim ber aldrei neitt ómerkilegt að höndum. En sá er sigur Einars mestur, að hon- um auðnaðist að gefa þessari reynslu sinni form og líf í óvið- jafnanlegri list. Til viðskiptavina um allt land — Athugið að senda okkur fatnað sem á að hreins- ast fyrir jól, sem allra fyrst, svo að við getum sent hann til baka tímanlega. EFNALAUGIN GLÆSIR Hafnarstræti 5, Laufásvegi 17—19. Starf hafnarstjóra í Reykjavík er laust til umsóknar. Laun samkvæmt launasamþykkt Reykjavíkurborgar. Umsóknir berist skrifstofu minni fyrir 5. desember 1964- 12- nóvember 1964. Borgarstjórinn í Reykjavík.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.