Tíminn - 13.11.1964, Qupperneq 3

Tíminn - 13.11.1964, Qupperneq 3
FÖSTUDAGUR 13. nóvember 1964 TÍMINN erindi þess efnis, að Einari yr'ðu veitt skáldalaun, er næmu eigi minna en launum háskólakennara, og var þaS samþykkt fyrirstöðu- laust. Síðan hlaut Einar árleg heið urslaun frá íslenzka ríkinu. Þegar frú Hlín óskaði honum til ham- ingju með þau og kvað þetta hafa mátt fyrr verða, kímdi Einar og svaraði: ,,Ég hef nú verið vanur því að taka mín strandhögg sjálf- ur.“ Um þessar mundir úrskurðaði dómnefndin um alþingishátíðar- ljóðin, að fyrstu verðlaun yrðu veitt þeim Davíð Stefánssyni og Einari Benediktssyni, flokkur Dav- íðs valinn til söngs, en kvæði Einars skyldu sögð fram á hátíð- inni. Af því varð þó ekki. Fleira fálæti var honum sýnt á Alþingis- hátíðinni, þótt úr því væri nokkuð reynt að bæta með því, að hann var, að honum fjarstöddum, hyllt- ur á Lögbergi sem skáldkonung- ur íslands. Og áratug síðar veittu Þingvellir honum viðtöku — dauð- um. Alþingishátíðarárið gaf Einar svo út síðustu kvæðabók sína, Hvamma. Hafði hann þá á aldar- þriðjungi gefið út fimm ljóða- söfn, með nokkuð jöfnu millibili, eða á sjö til níu ára fresti. En þar með má segja, að Einar sé horfinn af sjónarsviði bók- menntanna, þótt enn lifði hann áratug. Eftir þetta orti hann lítið sem ekkert, birti aðeins eitt kvæði eftir sig, Jöklajörð, sem hann sendi heim sunnan frá Afríku 1931, og eftir hann liggja fáeín kvæðabrot, aðallega frá þessari ut- anferð. Hún stóð þrjú misseri, 1931—32, og dvaldist Einar aðal- lega í Túnís og á Spáni (í Barce- lona) og fór einnig til Parísar. Hafði hann lengi dreymt um Af- ríkuferð, líklega allt frá því er hann þýddi Pétur Gaut, sem ger- ist að nokkru þar í álfu, og sum kvæða hans eru tengd Afríku eða Spáni. Fór frú Hlín Johnson með honum þessa ferð. Þegar heim kom, vildi Einar draga sig út úr skarkala heims- ins og setjast að í sveit. Hann átti enn jarðirnar Krýsuvík og Herdísarvík, og hana kaus hann lil aðseturs. Hann lét reisa þar niður við hafið lítið íbúðarhús, einlyft og hentugt, og þar bjuggu þau Hlín átta síðustu æviár hans, oft tvö ein. Hann fór sjaldan til Reykjavíkur og aldrei nokkur síð- ustu árin. Örfáír urðu einnig til að heimsækja hann, enda staður- inn mjög afskekktur, og var þá ógreiðfært þangað suður. En einu sinni fóru þau Hlín til Kaup- mannahafnar eftir þetta, rétt fyrir sjötugsafmæli hans. Árið eftir, 1935, gaf hann Háskóla íslands jörðina Herdísarvík ásamt bóka- safni sínu og húsgögnum. Gerði hann þetta í minningu föður síns, sem flutt hafði fyrstur manna frumvarp á Alþingi um stofnun háskóla á íslandi og barðist fyrir þvi máli lengi síðan. — Fyrri árin í Herdísarvík fór Ein- ar iðulega í göngur um landareign- ina, en þar eru hvammar og gjót- ur og kjarri vaxið hraun undir hárri og snarbrattri fjallshlíð í norðrí, en úthafið fram undan. í stofu sinni stóð hann oft við suð- urgluggann og horfði til hafs, eink- um þegar brim var. Það er varla að efa, að búsetuvali Einars í Herdísarvík hefur aðallega ráðið útsærinn: Til þín er mín heimþrá, eyði- mörk ógna og dýrðar. f návist hans vildi Einar „hverfa til upphafs síns sem báran, end- urheimt í hafið.“ Einar lézt í Herdísarvík 12. januar 1940, þá þrotinn að heilsu, rúmlega hálfáttræður. Ilann var þá orðinn silfurhærður, en hafði haft dökkbrúnt hár. Honum er lýst svo, að augun roru gráblá, rómurinn karlmann- iegur, djúpur og hreimfagur, mál- far hans með mikilli hrynjandi. Föngulegur var hann, skorti tvo þumlunga á þrjár álnir, þreklega vaxinn, einkum um herðar og brjóst, en fótlítíll. í fasi var hann fremur hvatlegur, limaburður virðulegur og öll framganga fyr- irmannleg. Hann var gæddur fá- gætum höfðingsbrag og persónu- töfrum. Hinzti umbúnaður Einars hæfði tiginleik hans. Hann var lagður til hvílu, klæddur kjólfötum sínum en yfir börurnar breiddur hvít- bláinn, eins og Einar hafði viljað hafa íslenzka fánann. Útförin var gerð á kostnað ríkissjóðs og fór fram með miklum virðuleik. Ein- ar var jarðsettur fyrstur manna í nýjum heiðursgrafreit á Þingvöll- um. II. . En hér er ekki verið að minn- ast andláts Einars Benediktssonar, heldur þvert á móti fæðingar hans fyrir einni öld, lífs hans og starfs. Eftir þetta æviágrip skal því vík- ið að helztu þáttum ævistarfs hans öðrum en skáldskapnum, sem fjall að verður síðar um sérstaklega. Áður hefur hér verið greint frá lögfræðingsstörfunum einum. Að blaðamennsku vann Einar annað veifið í aldarfjórðung. Var þar áður getið um hlut hans að stofnun tímaritanna Sunnanfara og Útsýnar á stúdentsárum hans í Höfn. En í Reykjavík stofnaði hann og ritstýrði blöðunum Dag- skrá, 1896—98, og Landvörn 1903, átti allmikinn óbeinan þátt að Ing- ólfi, sem hljóp af stokkum um svipað leyti og Landvörn, en varð miklu langlífari, og síðar kostaði hann Þjóðina (1914—15), Þjóð- stefnu (1916—-17) og Höfuðstað- inn (1916—17) og skrifaði mikið í öll þessí blöð nema hið síðast- nefnda. Dagskrá var langmerkust af blöðum Einars. Við það eitt var hann ritstjóri áð atvinnu, og vegna þess kom hann upp nýrri prentsmiðju. Dagskrá kom út dag- lega um nokkurt skeið sumarið 1897 og varð þar með fyrsta dag- blað á íslandi. Það var fjölbreytt að efni og menningarlegt blað, sem lét þjóðmál mjög til sín taka, bæði stjórnmál, atvinnu- og menntamál, t.d. var þar mjög hvatt til háskólastofnunar. Ýmis kvæði sín birti Einar í blaðinu, og af þeim vöktu Norðurljós mesta athygli þegar í stað. Ný- stárlegar í íslenzkri blaða- mennsku, og raunar í bókmennt- um okkar yfirleitt, voru stuttar frásagnir eða svipmyndir úr dag- legu lífi, er margar birtust þarna undir dulnefninu Hörður. Bera þessir þættir því vitni, hve listi- lega Einar gat haldið á óbundnu máli. Stjórnmálaafskipti Einars eru meiri saga en svo, að hér verði sögð. En til þeirra efna fór lengi mikið af tíma hans og orku, og allt var þar af alhug gert. Hann fylgdi ávallt fram þjóðréttarkröf- um okkar, mjög í anda föður síns. Hann studdi hann þegar ötullega í Dagskrá í haráttu hans gegn Valtýskunni svonefndu — stefnu Valtýs Guðmundssonar, og hélt þeirri baráttu áfram eftir lát föð- ur síns. Munu þær erjur allar að nokkru vera undírrótin að þung- um dómi, sem Valtýr skrifaði síð- ar i Eimreiðina um þriðju ljóða- bók Einars, Hrannir. Eftir aldamót gaf Einar út sér- stakt rit um „Ný-Valtýskuna og landsréttindin" (1902), og 1903 gerðist hann annar aðalstofn- andi Landvarnarflokksins, sem barðist gegn ákvæði stjórnarskrár- frumvarps um ríkisráðssetu ís- landsráðgjafans. Þetta ár bauð Einar sig fram tíl Alþingis í eina skiptið á ævinni, í Snæfellsnes- sýslu, þótt vonlaust væri að ná þar kosningu. Þegar hann varð sýslumaður árið eftir, hét hann því að hyggja ekki framar til þing- setu. En á sýslumannsárunum lét hann þjóðmál enn nokkuð til sín taka, t.d. var það hann, er stílaði „blaðamannaávarpið" 1906, þar sem heitið er stuðningi til þess, að ísland verði frjálst sambands- land við Danmörku. Og um sama leyti átti hann manna mestan hlut að því að koma skriði á fána- málið. Eftir að flutzt var til útlanda, urðu stjórnmálaafskípti Einars áhrifalítil skyndiáhlaup, þótt ávallt ætti land og þjóð hug hans og hjarta. En ljóst má vera, að á stjórnmálasviðinu var það sjálf- stæðismálið, sem Einar bar ávallt mest fyrir brjósti og barðist mest fyrir. Loftskeyti. Einar var jafnan manna næm- astur á uppfundningar og fram- farir í verklegri tækni. Árið eftir að Marconi sótti um einkaleyfi á aðferð sinni til loftskeytasend- inga, skýrir Einar þegar frá upp- fundningu hans, í Dagskrá 1897. Árið 1901 tókst svo Marconi að senda þráðlaust skeyti yfir þvert Atlanzhaf. Ekki var liðið misseri frá því og þar til Einar var kom- inn á fund forstjóra Marconifé- lagsins í Lundúnum, sem kvað fé- lag sitt reiðubúið að koma íslandi í loftskeytasamband við umheim- inn, ef samningar tækjust með því og Alþingi. Að þessu máli vann Einar mikið, fór nokkrum sinnum milli landa þess vegna, kvað meira að segja hafa farið sem trúnaðar- maður Marconifélagsins til ann- arra Norðurlanda og nokkrum sinnum átt viðræður við sjálfan Marconi. Árið 1903 veitti svo þing- ið nokkurt fé til „símalauss firð- ritunarsambands, ritsímasam- bands eða hvors tveggja samein- aðs“. Til að sýna mönnum mátt loftskeytanna reisti svo Marconi- félagið hér litla stöð rétt fyrir innan Rauðará, sem var að vísu ekki sendi-, en viðtökustöð, og bárust hingað fyrstu loftskeytin sumarið 1905. En í sömu svifum kom Alþingi saman, og eftir harða rimmu kom Hannes Hafstein ráð- herra þar fram máli sínu um rit- símasamband við ísaland skv. samningum, sem hann hafði náð við Mikla norræna ritsímafélagið. Ritsíminn tók svo til starfa sum- arið 1906 og landssíminn þá um haustið. Viku síðar var viðtöku- stöðin við Rauðará lögð niður, hafði þá verið starfrækt rúmt ár. Það var ekki fyrr en tólf árum seinna, sem loftskeytastöðin í Reykjavík hóf starfsemi sína. Munu nú flestir sammála um, að sú leiðin, sem Hannes Hafstein kaus, hafi verið tryggari og hyggi- | legri eins og á stóð. En Einar olli hér því m.a., að ísland mun vera eina landið í Norðurálfu, sem hlaut loftskeytastöð á undan síma, og óbeinlínis hefur hann flýtt fyr- ir framgangi símamálsins með kappi því, sem hann lagði á loft- skeytamálið. Valgerður Benediktsson. Fossamálin. Einar hafði nú fengið nokkra reynslu af skiptum við erlenda framkvæmda- og fésýslumenn og fundið þar til getu sinnar. Og nú tók hann að helga sig því stór- máli, sem gagntók hug hans að miklu leyti tvo áratugi: virkjun ís- lenzkra fossa. Öðrum íslendingum hafði reynd- ar áður hugkvæmzt hið sama, þótt enginn yrði í þeím efnum eins stórhuga og Einar. Á síðasta ára- tugi 19. aldar hvatti Frímann B. Arngrímsson Reykvíkinga til að reisa ljósarafstöð við Elliðaár (1894), og Oddur V. Sigurðsson gerði samninga um vatnsréttindi í Skjálfandafljóti og Jökulsá á Fjöllum (1897—98). En Einar orti í Aldamótum: Fram! Temdu fossins gamm, framfara öld! Og einnig: að hér er ei stoð að stafkarlsins auð. Nei, stórfé! Hér dugar ei minna! Nú gerist það 1903, að Norð- mennimir Birkeland og Eyde fundu aðferð til að vinna köfnun- arefnisáburð ( „Noregssaltpétur") úr lofti með rafmagni. Fyrsta verk smiðjan af þessu tagi í Noregí var varla tekin til starfa, þegar Einar birti 1905 kvæðið Dettifoss. Þar kemur skýrast fram í skáld- skap hans hugmyndin um stór- fellda fossvirkjun og áburðar- vinnslu, en er þar hafin í æðra veldi mlkillar skáldsýnar: Og frjómögn lofts má draga að blómi og björk. Hugmyndin var fullsköpdð: Hér skyldi rísa upp stóriðja, sem reist væri á óþrotlegu fossafli landsins og yrði samkeppnisfær við kola- auðug iðnaðarlönd. Stofna skyldi hlutafélög með erlendu fjármagni til að koma hér upp raforkuver- um og verksmiðjum til fram- leiðslu á heimsmarkaðinn. Árið 1906 tryggði Einar sér all- nokkurt fé í Noregi til kaupa á fossaréttindum hér á landi og hófst þegar handa um kaupin. Ýmsum þótti þetta ískyggilegt, og Alþingi samþykkti sama ár lög um takmörkun á eignar- og um- ráðarétti á fossum á íslandi. En í sömu svifum flyzt Einar utan til að vinna að þessum málum. Hann stofnar þá þegar í Kristjan- íu tvö hlutafélög: Skjálfanda um Skjálfandafljótsfossa og Gig- ant um Dettifoss. Hann lét ekkí undir höfuð leggjast að fara síðan til Vesturheims til að kaupa af fyrrnefndum Oddi Sigurðssyni, er þá bjó í New-York-borg, rétt- indi hans á Goðafossi og Detti- fossi. En af öllum fossafélögum Ein- ars var langmest Titan, sem stofn að var 1914 og átti varnar-heímili á íslandi, bæði með íslenzkum og norskum hluthöfum, þótt hlutafé væri að mestu norskt. Það var í upphafi um tvær milljónir, en komst að nafnverði upp í tólf\ milljónir. Titan hafði Þjórsár- virkjun á stefnuskrá sinni og afl- aði sér eignarréttar á vatnsaflinu og keypti einnig landspildur við Skerjafjörð, þar sem gera skyldi höfn og reisa áburðarverksmiðj- ur, en rafmagnið leitt þangað í Framhald á 22. síðu. r~ . ITc &áU6! <Jot löAi OvfíL crv vP O f • ' " u uorraA, j^oLcLasI JcutAíJ'tv fu oli,. Oa la^oCTs oort ■ðyrUr jfipf faMViS <jc.lt, jjírit, fcut-oLa, “ ^•'fht, hwit Aýy, eAytnt*t. Vcrr fytktA,, jit, J'í{Cty\A,x, y foK/ít,CO)ti Y'J.eAt.aAt fVtt, fuA UyrucLvt. Acutt. cCtX, . _ JlcjyklC-uK ftsrn trcuucG, a, oo'Ctc, Jtofu ot'ooy/i. Onc/í AttAtcCuA, fi/Yt, JtJjf. • f Sýnishorn af rithönd Einars Bened iktssonar.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.