Tíminn - 15.11.1964, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.11.1964, Blaðsíða 3
SUNNUDAGUR 15. nóvember 1964 TIMINN 3 ISPEGLITÍMANS „Mlss World“-fegnrðarsam-~ keppninni lauk nýlega og sigr- aði brezki þátttakandinn, ung frú Ann Sidney, sem sést hér til vinstri f „Beefeater“-bún- ingi. Myndin að ofan er tekin nokkru fyrir aðalkeppnina í „La BeIle“-snyrtistofunni, en þangað fóru fegurðardísirnar til þess að láta fegra útlitið. íslenzki þátttakandinn, Rósa Einarsdóttir, er lengst til hægri á myndinni. Yfirvöldin í Bretlandi hafa gefið út 10.000 orða bók, sem kenna á brezkum embættis- mönnum, herforingjum og iðnaðarmönnum, sem framleiða leynilegar vörur, að vara sig á niósnurum. í bókinni er að ferðum njósnaranna lýst á margan hátt. Bók þessi var gerð vegna réttárhaldanna yfir tveim njósnurum, William Vass all og George Blake. Vassall, sem vann í brezka flotamála- ráðuneytinu, var neyddur H1 þess að njósira fyrir Sovétríkin, sem notfærðu sér kynvillu-ár áttu hans. Hann var dæmdur í 18 ára fangelsi. Blake njósn- aði bæði fyrir Bretland og Sov étríkin og fékk 4£ ára fangelsi, en það er hámarksfangelsisdóm ur í Bretlandi. f New York fara nm 4500 milljónir íslenzkra króna ár- lega í brúðkaupskostnað. Þetta hefur viðskiptamaður einn ákveðið að notfæra sér, og f því skyni innréttað geysistór an „brúðkaupssal“, sem getur tekið 4000 gesti. Innréttingin er einstök í sinni röð og jr þar m. a. eftirlíking af hinum frægu Niagara-fossum, en þangað fara ung hjón oft í brúðkaupsferð. Þar er einnig kapella, svo að hægt er að framkvæma hjónavígsluna á staðnum, og allar veitingar eru fyrsta flokks. Má segja, að hjónavígsia í þessum sal líkist stórri, glæsilegri leiksýningu. Við uppgröft í námunda við Regourdou í Frakklandi fannst nýlega beinagrind af vissri tegund mannapa, sem talinn er hafa látizt fyrir um 60.000 árum síðan. Var verið að grafa í stórum helli, sem notaður hefur verið sem bú- staður, og er hann talinn vera í einhverju sambandi við hell ana þekktu í Lascaux. Þessir hellar eru einkum frægir fyrir veggmálverk, sem gerð liafa verið af frumstæðum forfeðr- um okkar. Hin nftján ára gamla Cather ine Spaak hefur sérhæft sig f að leika nektaratriði í kvik- mynd’um. Árið 1959 fékk hún ekkert fyrir að afklæða sig í sinni fyrstu kvikmynd, en nú fær hún ca. 250.000 dollara fyr ir hverja kvikmynd. Ein nýiasta kvikmyndin, sem hún leikur í, er gerð eftir skáld sögu Albert Moravias, sem kallast „Auða tjaldið" og fjall ar um leiðindi. Þýzki leikar inn Horst Bucholz leikur ftalsk an listmálara, sem er hundleið ur á Iffinu, Bette Davis leikur móður hans, og henni leiðist einnig, og Catherine Spaak ieikur fyrirsætu hans, sem leið ist kannski mest • af þeim öll- um. Leikstjóri kvikmyndarinn ar er Damiano Damiani. Eitt aðalatriði kvikniyndar- inar sýnir Catherine liggjandi nakta upp í rúmi þakta 10. 000 líra seðlum. Catherinc er dóttir Charles Spaak, sem skrif ar kvikmyndahandrit, og frænka Paul Ilenri Sp.iak. ut- anríkisráðherra Belgíu. í dag koma þau Eonstantín Grikkjakonungur og Anna María drottniag til London í fimm daga óopinbera heimsóhn. Ungu hjónin hafa verið á eilífum ferðaiögum síðan þau giftu sig, en þetta er fyrsta utanferðin. Þegar Victor Borge gekk út úr John Golden-leikhúsinc i Broadway fyrir átta árum sfð an, lofaði hann dyraverðinum að hann myndi koma aftur. Á mánudaginn var hélt hann þetta loforð sitt. Og árangurinn: — Blöðin vestanhafs, þar á með- al stærstu blöðin eins og Her ald Tribune segja: — Borge er skemmtilegasti maður þessar ar aldar! Síðast þegar Borge sýndi á .Broadway hafði hann pró- gramm með sama nafni og nú, „Comedy in Music“. Sýningarn ar urðu 849 og stóðu f þrjó ár — en það er iengsta ein- menningssýning, sem haldin hefur verið í heimi skemmt- analífsins. Victor Borge, sem er dansk Veturinn nálgast, og veðurstofan spáir versnandi veðri, að minnsta kosti í vissum hlutum landsins. Mennirnir hafa fundið upp margs konar varnir gegn kuldanum, svo að óþarfi er að láta sér verða kalt á eyrumim. Hér á síðunni sjáum við nokkrar tegundir af kuldahúfum, sem hægt er að nota við hin ýmsu tækifæri. Og svo er að sjálfsögðu hægt að fara að ráði hinna víðfrægu lubba, sem svo eru kallaðir, og nota hárið á svipaðan hátt og sauðkindin gæruna. ur, hefur lengi verið i fremstu röð gamanleikara, og eitt blað ið segir ,að það sé jafn erfitt að villast á honum og Frelsis- styttunni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.