Tíminn - 15.11.1964, Blaðsíða 7

Tíminn - 15.11.1964, Blaðsíða 7
SUNNUDAGUR 15. nóvember 1964 TÍMINN 7 r Islandskort Guð- brandar hiskups Á ofanverðri sextándu öld voru Hollendingar fremstir þjóða í gerð landabréfa, enda stóðu þeir mjög framarlega í sjósókn og siglingum Einn þekktasti kortagerðarmaður þeirra á þessum tíma var Abra- ham Ortelius. Hann gaf út fyrstu stóru kortabókina og vakti hún mikla athygli á sín- um tíma. Ortelius fékk danskan mann, Anders Sörensen Vedel, til að útvega sér kort af íslandi. Vedel hafði þá nýlega fengið íslandskort frá Guðbrandi biskupi Þorlákssyni og teiknaði hann þetta kort upp og sendi Orteliusi. Þetta kort gaf svo Ortelius út um 1590, en Guð- brandur mun hafa teiknað kort sitt fimm árum áður. Þótt kort Guðbrandar líkist hvergi nærri því íslandskorti, sem þekkt er í dag, má það telja furðulegt, hve honum hef- ur heppnazt að sýna lögun landsins í stórum dráttum og marka rétt hina ýmsu staði, sem greindir eru á kortinu. Kortið ber honum vitni sem óvenju- lega miklum og fjölfróðum fræðimanni. Hins vegar hefur kort hans auðsjáanlega breytzt mikið i meðförum hinna er- lendu kortagerðarmanna. Lög- un landsins og staðarákvarðan- ir fá að vísu að halda sér, en hjá þ"im verða svo fjöllin að grjóthnullungum, bæirnir að rauðlituðum köstulum, hafið umhverfis landið verður fullt af furðufiskum og skrímslum og Hekla að sjálfsögðu eldspú- andi. Kortið verður þannig mikið listaverk, jafnframt því, sem það lýsir allvel þeim hug- myndum, sem útlendingar höfðu um ísland á miðöldunum. Það mun mörgum þykja feng- ur, að Bókaútgáfan Asór hefur látið endurprenta þetta fræga íslandskort. Endurprentunin er gerð i offsetprentsmiðjunni Litbrá. Kortið er í fjórum lit- um, og eru þeir öllu skýrari en í hinni dönsku endurprentun, sem öðru hvoru hefur fengizt. Þeir verða áreiðanlega margir, sem telja þetta einstaka fs- landskort heimilisprýði. enda heldur það jafnframt uppi minr.ingu eins merkasta fræði- manns og leiðtoga, er þjóðin hefur átt. Goldwafer og Nixon. í forsetakosningunum, sem nýlega fóru fram í Bandaríkj- unum, tapaði Goldwater með 15—16 millj. atkvæðamun. Nixon tapaði hins vegar með aðeins 100 þús. atkvæðamun í forsetakosningunum fyrir fjór- um árum. Hvað er það, sem veldur þessum mikla mun? Ekki stafar þessi munur af því, að Tohnson hafi verið glæsilegri frambjóðandi en Kennedy eða málflutningur hans líkað betur. Þvert á móti hafði Kennedy ótvíræða yfir- burði. Þessi munur stafar ekki held- ur af því, að Nixon sé meira aðlaðandi persóna en Goldwat- er. Þvert á móti er Goldwater persónulega geðþekkari maður en Nixon. Þegar skoðanir þeirra Nixons og Goldwaters eru krufnar til mergjar, kemur í ljós, að skoð- anamunur þeirra er ekki ýkja- mikill. Báðir eru eindregnir hægri menn. Nixon studdi Goldwater líka öfluglega í kosn- ingabaráttunni. Hann virðist og standa við hlið hans í þeim átökum, sem nú eru að hefjast í flokki republikana. Hvað er það þá, sem veldur því, að Nixon reyndist Gold- water svona miklu sigurvæn- legri sem frambjóðandi? Grímuklæddur íhaldsmaður. Ósigur Goldwaters stafaðí framar öðru af því að hann fór ekki í felur með skoðanir sínar. Hann kom til dyranna eins og hann var klæddur. Hann reyndi ekki að dylja stefnu sína. Hann sagðist vera íhaldsmaður og hrósaði sér af því. Hann kom fram sem ógrímuklæddur íhalds maður. Þess vegna tapaði hann. Bandarískum kjósendum geðj- ast ekki að hinni ómenguðu íhaldsstefnu hans. Nixon hagaði málflutningi sín um skki á þennan veg. Hann sagðist ékki vera íhaldsmaður. Þvert á móti reyndi hann að dylja það, eins og bezt hann gat. Hann lézt fylgjandi ýmsum umbótum og eiginlega væri málefnalegur ágreiningur hans og Kennedy sáralítill. Aðal- munurinn á þeim væri sá, að Kennedy væri óreyndari. Nixon kom fram sem grímuklæddur íhaldsmaður — sem íhaldsmað- ur með umbótagrímu. Svo vel heppnaðist Nixon þessi grímuklæðnaður, að ekki munaði nema 100 þús. atkvæð- um á honum og Kennedy. Gold- water tapaði hins vegar með I 15—16 millj. atkvæðamun vegna þess, að hann var ógrímu klæddur. Lýsing Gylfa Fyrir nokkrum árum lýsti Gylfi Þ. Gíslason Sjálfstæðis- flokknum á þessa leið: „í öllum ríkjum er til óþjóð- hollur gróðalýður, sem hefur það sem æðsta mark sitt 1 líf- inu að skara eld að sinni köku og kæra sig kollótta hvernig það gerist. Þessi gróðalýður hef ur hér á íslandi átt sitt sverð og skjöld, þar sem er Sjálfstæð- isflokkurinn . . . Gróðastéttin teygir loppu sína upp á hvert matborð og nælir sér 1 hluta af því, sem fram er reitt. Hún leggur skatt á hverja flík, sem þjóðin klæðist. Hún treður vas- ana fulla í sambandi við hverja húsbyggingu. Hún læðist að sjómanninum og hrifsar til sín hluta af afla hans hér innan- lands og af gjaldeyrinum fyrir framleiðslu hans utan lands. Hún hefur tögl og hagldir í bönkunum, og sé þetta allt ekki nóg, þá á hún umboðsmenn í ráðherrastólunum. Þetta er það, sem þarf að breytast í íslenzku þjóðlífi. íslenzkur almenningur verður að skilja, að áhrifum Sjálfstæðisflokksins á íslenzk málefni verður að ljúka . . . “ Grímubúningur Sjálfstæðisflokks- ins. Framangreindri lýsingu Gylfa Þ. Gíslasonar á Sjálfstæðis- flokknum verður vissulega ekki hnekkt með rökum. En hvað veldur því þá, að Sjálfstæðis- flokkurinn er stærsti flokkur landsins? Skýringin er sú, að Sjálf- stæðisflokknum hefur tekizt svo vel að grímuklæða sig, eins og Nixon. í stað þess að játa það, að hann sé flokkur gróðastétt- arinnar, hefur hann látizt vera flokkur allra stétta! í stað þess að hampa íhaldsstefnu sinni, hefur hann keppzt við að fela hana, og látizt þvert á móti fylgj andi ýmsum umbótamálum. Oft hefur hann falið íhaldsstefnu sína á þann veg, að hann hefur stutt framgang umbótamála, þegar aðrir flokkar hafa verið búnir að afla þeim fylgis. Eftir á hefur hann svo reynt að eigna sér þessi mál, þótt hann berð- ist gegn þeim meðan fært var. Sjálfstæðisflokkurinn á hið mikla fylgi sitt því að þakka, að hann hefur með stuðningi mikils blaðakosts og fjármagns getað grímuklætt sig og fengið fólk til að álíta hann annað en hann raunverulega er. Alþýða manna hefur ekki gert sér þess grein, að þegar hann hefur lát- ið smábitana falla á borð henn- ar, hefur hann gætt þess vand- lega, að auðstéttin fengi stóru sneiðarnar. Athyglisvert dæmi. Fyrir nokkrum misserum fluttu Alþýðubandalagsmenn þá tillögu, að sérstök þingnefnd yrði kosin til að vinna að at- hugun á því, hvernig hægt væri að tryggja lífvænlega afkomu fyrir átta klukkustunda vinnu- dag. Þessari tillögu var strax tekið opnum örmum af núver- andi forsætisráðherra. Tillagan var samþykkt með svo miklum hraða, að undanþága var veitt frá þingsköpum, og nefndin síð an kosin óðara. Þannig skyldi sýna, að Sjálfstæðisflokkurinn væri því meira en fylgjandi, að menn fengju lífvænleg laun fyr- ir 8 klst. vinnudag. Nefndin sit- ur enn að störfum og forsætis- ráðherrann vitnar 'nvað eftir annað til hennar. Síðan neindin var skipuð, hefur það hins veg- ar gerzt, að kaupmáttur launa fyrir 8 klst. vinnudag hefur far- ið stórum minnkandi. þrátt fvr- ir meiri aukningu þjóðartekn- anna en nokkru sinni fyrr. Þannig blekkir Sjálfstæðisflokk- urinn menn með nefndarskip- unum og fögrum fyrirheitum meðan unnið er á gagnstæðan hátt. Aldrei flokks- pólitískari. Þeir, sem hafa fylgzt með kosningunum, sem hafa farið fram á þessu hausti í Svíþjóð, Danmörku, Bretlandi og Banda- ríkjunum, hafa vart komizt hjá að veita því athygli. að verka- lýðssamtökin í þessum löndum hafa aldrei verið flokkspólitísk- ari en þau eru einmitt nú. f Svíþjóð og Noregi veittu verkalýðssamtökin flokkum sósíaldemokrata ekki aðeins beinan fjárhagslegan stuðning, heldur skipulögðu kosningabar- áttu þeirra að verulegu leyti, t. d. á vinnustöðum. í Bretlandi lét verkalýðshreyfingin ekki síð ur taka til sín í kosningabar- áttunni. Hún veitti Verkamanna flokknum hvarvetna hinn ýtr- asta stuðning. í Bandaríkjun- um veitti verkalýðshreyfingin demokrötum nú eindregnari stuðning en nokkru sinni fyrr. Mikilvægasta kjaraharáttan. Hvað veldur því, að verka- lýðshreyfingin í nágrannalönd- um okkar hefur þannig tekið flokkspólitískari afstöðu en nokkru sinni fyrr? Meginskýringin er sú, að for- ustumönnum umræddra verka- lýðssamtaka er það ljóst, að mikilvægasta kjarabaráttan er háð á stjórnmálasviðinu. Það getur oft reynzt þýðingarlítið að sigra í sjálfri kaupgjaldsbar- áttunni, ef vald þings og ríkis- stjórnar er notað til að gera þá sigra að engu. Því skiptir launþega mestu að tryggja sér vinsamlegan þingmeirihluta og ríkisstjórn. Þess vegna taka verkalýðssamtökin á Norður- löndum, í Bretlandi og í Banda- ríkjunum ekki aðeins flokks- pólitíska afstöðu í þingkosning- um, heldur beita sér til hins ítrasta. Þótt vald verkalýðssamtak- anna tryggi hag og aðstöðu launþega á margan hátt, er valdið, sem atkvæðaseðillinn veitir, enn meira. Því skiptir höfuðmáli, að því sé beitt rétt. Gýrkeypt reynsla. íslenzkir launþegar hafa orð- ið dýrkeypta reynslu á þessu sviði. Það vantar ekki, að verka- lýðshreyfingin hafi knúið fram verulegar kauphækkanir á und- anförnum árum. Síðan 1959 hef ur kaup verkamanna hækkað um 65% eða hlutfallslega meira en vrðast annars staðar í krónu- tölu. En verkamenn hafa ekki Framhald á 14, síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.