Tíminn - 15.11.1964, Blaðsíða 8

Tíminn - 15.11.1964, Blaðsíða 8
TÍMINN SUNNUDAGUR 15. nóvember 1964 Flestir munu kannast við myndir af kúrekum í villta vestrinu, þeysandi í kring um hjarðir ólmra nautgripa. Gufu- strókar standa fram úr nösum nautgripa og hesta og moldar- klessur fljúga um loftin úr hóf- um og klaufum. Kúrekarnír eru skrýddir barðastórum hött- um og sveifla óspart slöngvivað sínum, loftið er þrungið æsingi og ævintýrum. Svipaða sjón bar fyrir augu fréttamanna Tímans, sunnu- daginn áður en prentarar villt- ust í verkfallið sæla. Kúrekarn ir sveifluðu að vísu ekki slöngvivað, heldur íslenzkum hestasvipum. Þeir báru heldur ekki skrautlega og barðastóra hatta, heldur voru þeir ýmist berhöfðaðir eða með derhúfur og þeir þeystu ekki eftir víð- áttumiklum sléttum Texas, heldur uppgræddum lendum Rangárvalla. Hestarnir voru minni en hestarnir á kúreka- myndunum, en það stóðu gufu- strókar úr nösum þeirra og grönum nautgripanna, og við og við tókst einstaka nauti að sleppa úr herkvínni og kúrek- arnir sveifluðu svipum sínum og þeystu í veg fyrir það og ráku það inn í hópinn að nýju. Loks tókst að koma öllum hópnum heim undir hús og þar voru nautgripirnir reknir ínn. Flestir fóru fúslega inn um dyrnar, að undanskíldum nokkrum kálfum og kvígum. Kálfagreyin höfðu alarei fyrr í hús komið og hlutu nokkurn skilning kúrekanna, en kvíg- urnar höfðu enga afsökun því þær voru húsvanar. Enda voru viðstaddir sammála um það, að aldrei brygðist hún, ekki sen þrjózkan í kvenþjóðinni. Við vorum staddir í Gunnars holti, höfuðbóli íslenzku sand- græðslunnar og fyrir dyrum stóð slátrun á vænni hjörð holdanautgripa, sem eru marg- ir í Gunnarsholti og hreinrækt aðastir á landi hér. Kúrekarn- ir voru starfsmenn búftnS og aðstoðarmenn úr nágrenninu, en „hernaðaraðgerðum" stjórn aði Páll Sveinsson, sangræðslu- stjóri, sjálfur. Hann gaf út þá fyrirskipun, er útséð var um, að ekki myndi unnt að koma vitinu fyrir kvígur og kálfa, að þau skyldu rekin í rétt skammt frá bænum. Síðar um daginn átti að flytja hjörðina á bíl- um niður að Hellu, þar sem dagar hennar yrðu allir næsta dag í sláturhúsinu. Að loknum hádegisverði innt um við Pál eftir ræktun holda- nautanna, þar eð við vissum að fjöldi bænda hefur mikinn áhuga á að auka fjölbreytni búa sinna með því að eignast þau. — Hvenær hófst holdanauta ræktin hérlendis, Páll? — Hana má rekja aftur til ársins 1933. Þá voru flutt hingað inn nokkrir Galloway- nautgripir, en þeir voru með einhvern húðsjúkdóm og var ákveðið að þeím skyldi öllum lógað. Einum nautkálfi var þó skotið undan og út af hon- um eru öll þau holdanaut kom- in, sem nú eru til hérlendis. Afkomendur þessa nauts dreifðust nokkuð og voru til á Hvanneyri, Geldingalæk og Laugardéélum árið 1948, þegar við 'áöfnúðum þeim samari hérna og höfum fjölgað þeim eftir megni. Ætli við verðum ekki með um 320 nautgripi í vetur. — Eru þessir gripir ekki létt ir á fóðrum? — Jú, ekki verður annað sagt. Kálfarnir hérna fara með þetta 8-9 heyhesta yfir vetur- inn, vetrungar 14-15 og kýr 17-18 hesta. Að auki fær hver gripur svo eina síld á dag. Og þessír gripir eru ekki vandir að mat sínum, og það má hik- laust telja mikinn kost. Þetta hefur greinilegast komið fram hjá okkur eftir mikil óþurrka- sumur, þegar hluti heyfengs- ins var ruddi, sem ekki þýddi að bjóða sauðfé, hvað þá ís- lenzkum nautgripum. Þá átu holdanautin allt, sem fyrir þau var borið. Við höfðum það á orði þá, að þau væru nokkurs konar sorpeyðingarstöðvar. — Og hvað um beitina? — Þar má sömu sögu segja. Það er hægt að beita holda- nautum á jörð, sem þolir ekki sauðfé. Nautin ganga ekki líkt því eins nærri gróðrinum og sauðféð, og hérna á sandgræðsl unni getum við beitt nautun- um á flæmi, sem ekki væri við- lit að setja sauðfé á, án þess að á þeim sæi. Þá fer einnig mjög vel saman að beita naut- unum og sauðfé á sömu blett- ina til skiptis. Til dæmis er til, að gras spretti of ört fyrir sauðféð svo það hættir að líta vlð ffrasinu. Þá er tilvalið að setja nautin á blettinn, þau nýta hann fullkomlega. — Er hirðing gripanna ekki fremur létt? — Jú, það er ekki hægt að segja annað. Eíns og ég sagði áðan, verðum við með um 320 nautgripi í vetur og einum manni er ætlað að hirða alla þá hjörð. Við tökum grip- ina yfirleitt inn fyrri hluta desembermánaðar, en fyrir keinur, að það dregst fram um áramót. Um sama leyti tökum við kálfana undan kúnum. — Og hvernig eru svo afurð- irnar? — Því verður nú ekki svar- að með einu orði. Satt bezt að segja er ástandið í þeim málum hvergi nógú gott. Af- urðirnar hafa farið minnkandi ár frá ári að undanförnu, mið að við tölu nautgripanna, því skyldleiki gripanna er orðinn allt of mikill. Eins og ég sagði þér áðan, eru allir gripimir komnir út af einum og sama ættföðurnum, og síðan hefur hvorki fengizt flutt inn sæði né grípir. Við höfum hvað eft- ir annað reynt að fá flutt inn sæði, en því hefur jafnan ver- ið neitað og við borið, að hætta sé á, að búfjársjúkdóm- ar geti borizt með því. Það er yfirdýralæknir, sem hefur úrskurðarvald í þessum málum, og gagnvart hans úr- skurði stöndum við varnarlaus- ir. Annars tel ég, að unnt hljóti að vera að ganga þann- ig frá málum, að ekki sé sýk- ingarhætta, og óhætt væri að leggja í töluverðan kostnað til þess að fá hingað hreint Gallo- way-sæði. Gripirnir hérna eru orðnir mjög blandaðir inn- lendum nautgripum, obbinn af þeim er 5/8 og einstaka allt niður í 1/4. Og skyldleikinn er farinn að segja íllilega til sín. Meðalþungi gripanna hef- ur minnkað um 20 kíló síðustu sjö til átta árin. Ég álít, að við verðum að gera eitthvað í þessum málum, ef þessi litli hópur á ekki algerlega að úr- kynjast. — Hver er annars meðal- vigtin hjá þér? — f fyrra mun hún hafa ver ið um 180 kíló. — Er ekki áhugi meðal bænda að fá gripi hjá ykkur? — Jú, við höfum látið nokkur naut, ég man í svip- inn eftir gripum, sem farið hafa að Egilsstöðum, Geithell- um, Miklholtshelli og til sæð- ingarstöðvanna í Laugardælum og við Akureyri. Þarna þynn ist kynið auðvítað enn að mun. Sumir munu halda öllum sín- um kúm undir holdanautið og kaupa svo kálfa til að endur- nýja mjólkurkynið. Er við höfðum rabbað drjúg- langa stund saman um holda- nautin gengum við út á hlað. — Fleira gerið þið hér en að stjana í kringum holdanaut, Páll. Já, hér er mikið bú. Við er- um hér með um 1500 fjár og nú setjum við 250 gimbrar á. Svo erum við með mikla kornrækt og grasrækt og hér er starfrækt fyrirtækið Fóður og fræ, sem framleiðir korn og grasmjöl. Kornræktin gekk satt bezt að segja ekki nógu vel hérna í sumar, við fengum ekki útsæðishæft korn, Páll Svelnsson, sandgræðslustjóri, virðir fyrir sér melöx austan úr Meðallandl. Yfir honum hanga fullir pokar af melfræi. Melurinn reynist betur en nokkuð annað til að hefta uppfok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.