Tíminn - 15.11.1964, Blaðsíða 9

Tíminn - 15.11.1964, Blaðsíða 9
SUNNUDAGUR 15. nóvember 196 TIMINN .Þetta melgresi er við veginn austur Rangárvelli, ættað úr Meðallandin u, og heftir þarna sandfokið. svo við verðum að kaupa það að næsta vor. Grasmjölsfram- leiðslan er annars merkilegt fyrirbæri, sem gefa mætti meiri gaum en gert er. Gras- mjölíð er pressað saman i köggla og fer þannig miklu minna fyrir því en ef það væri laust. Gripir eru sólgnir í það, enda heldur það öllum bætiefnum grassins mjög vel. Birgðir okkar af því eru sann- kallað forðabúr, það er hægt að flytja þessa köggla hvert á land sem er, ef bændur verða uppiskroppa með hey. Og reyndin hefur orðið sú, að við höfum selt meira og minna hey á hverju árí um allt land. Sennilega þarfnast fáir þess núna, en þá er bara að geyma það, hætt er við að einhvern- tíma þurfi einhver þess með, og þá er gott að geta gripið til þess. — Og ekki megum við gleyma því. að minnast á þitt embætti. — Nei. ekki skulum við al- veg gleyma því. Og ég vil gjarna koma því að, þótt bú- ið hér sé stórt, er ég því al- gerlega óháður, því að ‘ég hefi hér svo góða menn. Á sumrum er ég líka Iitið hérna, mest á ferðalögum um landið, enda í mörg horn að líta. Girðing- arnar okkar eru orðnar 68 í 12 sýslum. Þær eru yfir 700 kílómetra langar og innan þeirra eru á annað hundruð jjúsund hektarar, nálægt 130 þúsund hugsa ég. Víða er nú komið prýðilegt ræktunar- og beitiland, þar sem áður voru svartir sandar. Fyrsta stórátak- ið var einmitt hérna í Gunnars holti. Hér fyrir ofan var allt örfoka, þegar Gunnlaugur heít inn Kristmundsson byrjaði, og ég veit ekki, hvernig væri hér umhorfs núna á Rangaárvöll- um, ef ekki hefði verið brugð- ið við í tíma. Og þó — jú víst veit ég það, og það vita raun- ar allir, sem hafa séð eyðing- armátt sandfoksins. — Þið notið melfræ mikið til að hefta uppblásturinn? — Við notum það eingöngu í land, sem er að fjúka upp. Það hafa verið reyndar marg- ar tegundír, en engin þeirra kemst neitt nálægt melgresinu. Það er alveg ótrúlegt, hvað það bindur sandinn vel og það er svo skrýtið með það, að það virðist ekki vaxa, nema í sand- foki. Við höfum fengið allt okkar melgresi austan úr Meðallandi hingað til, þaðan er allt það melgresi, sem við höfum notað til að hefta upp- fokið, ættað. Við eigum tals- verðar birgðir héma úti . . . Og Páll leiðir okkur inn í stóra skemmu. Þar hanga óteljandi pokar níður úr loft- inu, í þeim öllum er nýskorið melgresi austan úr Meðallandi. Það bíður þess að verða þreskt, síðan verða fræ þess sett í svarta sanda Þingeyjarsýslu eða Haukadalsheiðina eða við Þorlákshöfn, já guð má vita hvar, þar sem maðurinn berst sigursælli baráttu við eyðingar mátt sandsins. — mb. „Okkur dettur ekki j hug að fara inn í húsiS' (Gáfnasvipurinn leynir sér ekki). , ______________________ » .--I ÞÁTTUR KIRKJUNNAR Kristur í sögu mannkynsins „Heimur versnandi fer“ sagði gamla fólkið stundum og undir það tekur margur böl- sýnismaður énn í dag. Og sé litið til allra óskapanna, sem yfir hafa dunið á þessari öld tveggja heimsstyrjalda, þá virðist auðvelt að færa rök fyr- ir þessari dapurlegu lífsskoð- un. Og enn mætti til árétting- ar nefna þann ótta fyrir aleyð ingu í framtíð, já, náinni fram- tíð, sem þjakar mannkyn allt. Það eru vart meiri líkur fyrir uppfyllingu spádóms um að himinn og jörð muni líða und- ir lok brenna upp í eldi óskapa en einmitt nú. Og satt að segja þýðir þá lítíð að flýja. Eða hvert ætti að flýja? Mannkynssagan er líkust æð- andi hafi í ógnþrungnum nóv- emberstormi. Ein mæðubylgj- an rís af annarri. „Ó, Guð hve sú báran er brött og há hún brotnar í himininn inni“. Samt verður ein kynslóð af annarri að taka á móti bess- um brekum örlaganna. Og sjá, „Guði séu þakkir, sem gefur oss sigurinn fyrir Drott- ínn vorn Jesum Krist“, sagði postulinn. Þannig hefur það verið, og þannig mun það jafn an verða, hvað sem yfir dynur, segir von hins kristna manns. Hvernig reis ekki rómverska herveldið gegn hinni ungu kristni? Voru skelfingar of- sóknanna með pyntingum og ofbeldi stórveldis gegn örfáum vopnlausum, örbirgum einstakl ingum ekki hliðstæð atomógn- um á okkar öld? En samt hnigu heiðnir guð- ir í duptið með öll sín vopn, hverri tign var að vellí velt, sem veröldin átti þá, en kírkja Krists reis úr djúpi eða yfir djúpi, sem vildi mola hana mél- inu smærra, drekkja henni í blóði, brenna hana til ösku. Og hvað hafði hún þá að vopni? Þolgæði, fyrirgefningu. trú, von, ástúð. Þetta var andi og kraftur Krists, sem birtist á bylgjutopp um hörmunganna, Mannssonur- inn. „Missýning, blekking, vofa“ sögðu hugsuðir og spek- ingar og segja það enn. En samt sigurvegarinn. Eigum við að athuga fleiri 'dæmi sögunnar? Þjóðflutning- arnir næst, þegar allt virtist yfirbugað og hin unga Kristni að ná tökum í friði og kyrrð. Þá geisast grimmir barbarar austan og norðan. En hvaða þjóðir eru taldar bezt á valdi Mannssonarins nú? Eru það ekki Víkingarnir, börn og niðj- ar þeirra, sem fyrir, aðeins þús und árum og ekki það, ógna mest öllu. sem kristnu nafni nefnist. Eða ættum við að nefna flóð bylgju Araba og Múhameðstrú- armanna yfir Evrópu? Og ætt- um við svo að rekja. hvernig sú herferð varð stöðvuð með friðlegum hætti og kristnin uppskar blessun og dýrð, sem aldrei fyrri af öllum ógnum frá herliði spámannsins. Kannski uppskar allur heimur- inn blessun af anda og krafti Mannssonarins, þegar hann mætti Múhamed á æstu hafi sögunnar. Og enn ber list og vísindi vott um þá blessun, er þyrnarnir breyttust í rósir. Og enn náði myrkrið og stormurinn tökum. Enn virtist allt ætla að förganga bæði him inn og jörð. Og nú komu ósköp in innan að. Sjálf yfirbygging eða hjarta kirkjunnar virtist í voða. Valdagræðgi og met- orðafíkn, auðæfagirnd og nautnasýki hafði gagntekið sjálft hásæti páfans, fulltrúa Mannssonarins á jörðu og þá, sem í því sátu. Og sannarlega verð sú raunin þyngst og hættulegust. Grimmd og þröng- sýni, hroki og sýndarmennska sýndust allsráðandi. Hjátrú og djöflahræðsla voru afturgöng- ur kristinnar vonar og trúar um allar jarðir. En mitt í dimmasta sortan- um birtist Kristur, Mannsson- ur sannleika og kærleika og aftur tók að birta fyrir áhrif, mótmælenda, sem kröfðust rétt ar fyrir frjálsa hugsun, kröfð- ust mannhelgi og mánnrétt- inda fyrir alla menn, allar þjóð ir. Jesús birtist eins og stjarna í rofi myrkustu skýjanna eða lýsandi viti yfir bylgjutoppum brims og sjóa. Og mannkynið gekk út úr sortanum vitrara og betra en nokkru sinni fyrr. Eigum við að halda áfram? Það er hægt. Það er hægt að nefna fleira, t. d. ískuldastorm skynsemistrúar og efnis- hyggju. Og nú ógnir heims- styrjaldanna með ægilegri fórn um á altari grimmdar, mann- vonzku og hroka en kannski nokkru sinní fyrr, það yrði allt of langt mál. En sjáið þið ekki samt enn, hvar Mannssonurinn, mynd kærleika og bræðralags allra manna og þjóða, brosir gegn- um öll myrkrin, birtist í skýj- um og skuggum frá sjónarsviði Sameinuðu þjóðanna og Ileims samtökum æskunnar baráttu friðarvinanna, barnahjálp og flótta, fólksbúðum, svo að eitt hvað sé nefnt. Aldreí hefur hann birzt i bjartari ljóma. „Og þó er kannski annað enn þá nær með endurkomu hans. Þar hefur verið um deilt og skiptar skoðanir, jafnvel sundrung og flokkadrættir um það, hvenær hann kemur. En sérðu ekki: Hann er allt- af að koma. Og fyrir þennan litla heim, sem við köllum „ég“ er hann allra næstur og stærst- ur. Við eigum hvert fyrir sig okkar veröld sem fellur og hníg ur, hamíngjuhöll, sem rís eða hrynur. Það er heimurinn minn eða þinn. En sé sú höll byggð á bjargi orða hans. þá er sigur og sæla vís, hvað sem yfir dyn ur, jafnt í sorg og gleði, lífi og dauða. Og áhyggjubylgjurn- ar, ótti kvíði, angist, og ör- vænting, þar lægir. þegar hann réttir þér höndina sína Árelíus Níelsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.