Tíminn - 19.11.1964, Blaðsíða 9
FIMMTUDAQJJR 19. tnóvember 1964
TÍMINN
/
frá Munchen til Cicago, fyrir
umsamið gjald, og síðan hef
ég haldið uppteknum hætti.
Ef flugvél er til staðar, þá flýg
ég henni hvert sem vera skal.
— Mikið upp úr þessu að
hafa?
— Ég hef tekjur á við góða
blaðamenn.
— í Danmörku?
— Já. Góðír blaðamenn í
Danmörku, þeir hafa svona
30—40 þúsund á ári.
— Þetta er áhættustarf?
— 0, fjandakornið. Það er
litið hættulegra en keyra
strætisvagn. Maður verður að
þekkja verkfærin og aðstæð-
urnar. Boðorðið er þetta: að
rasa ekki um ráð fram. Auðvit-
að geta hættur steðjað að, og
þá er að taka því. Til dæmis
hin snöggu veðrabrigði á
Norður-Atlantshafinu um
þetta leyti árs. En það er óðs
manns æði að flana út í slík-
ar hættur, ef maður veit af
þeim. Nóg er samt, því hættan
leynist alls staðar. Líka í rúm-
inu. Það er hættulegast, því
flestir deyja á þeim stað. Nú
er ég hingað kominn í sjötta
sinn á þessu ári, og tek mína
áhættu í rúminu í nótt. At-
lantshafið bíður til morguns.
— Fljúgið þér mest þá leið-
ina?
— Ég hef verið með flug-
vélar í öllum heimshornum
nema Rússlandi og Japan. Það
eru einu löndin, sem ég hef
ekki komið til. En ég flaug
með tilraunadýr til vestri járn-
tjaldslanda fyrir nokkrum ár-
um. Ég færði þeim apa, og þá
var apaiykt af manni í hálfan
mánuð eftir hvern túr Ég_ hef
flutt kýr frá Ítalíu til íran,
sextíu baulur í hverri ferð. Þá
hafði maður stóra vél. í annað
sinn tók ég að mér að flytja
kappreiðahesta frá London til
Singapore, tuttugu og sex
klára í einu og þrettán gæzlu-
menn. Þessa hesta mátti ekki
flytja sjóleiðina vegna sýking-
arhættu. Við misstum aðeins
tvo. Þeir brjáluðust á leiðinni,
og við urðum að skjóta þá í
loftinu til að hinir ærðust ekki
líka. Þetta eru viðkvæmar
skepnur, og ef þeir tryllast,
þá halda þeim engin bönd. Ég
held þeir hefðu sparkað flug-
vélina í tætlur, ef skelfingin
hefði gripið allan hópinn.
— Þér voruð í andspyrnu-
hreyfingunni?
— Ég var meðlimur í því,
sem við kölluðum „militære
ventegrupper“. Þessar grúppur
voru skipulagðar á þann hátt,
að ég kann ekki að segja frá
því, en við fengum vopn frá
Englandi. Þeim var kastað nið
ur í fallhlífum að næturþeli,
og síðan voru þau grafin í jörð.
Vitneskjan um felustaðinn var
látin berast frá einni grúppu
til annarar, og vopnin grafin
upp, flutt og grafin niður á
víxl, þar til fáir eða engir
vissu hvar þau voru niðurkom-
in, nema grúppan, sem átti að
nota þau. Aðfaranótt 5. mai
1945 fóru allar grúppur vopn-
aðar á stúfana að taka þá staði,
sem höfðu hernaðarlega þýð-
ingu. Ég tók.þátt í aðgerðun-
um á Suður-Jótlandi.
— Hvað um SS-foríngjann?
— Það var nú hrein og bein
tilviljun. Bretar höfðu sent
nokkra menn yfir landamærin.
Einn kom á mótorhjóli og
þurfti til Hederslöv, og mér
var skipað að fylgja honum
þangað um nóttina. Á leiðinni
mættum við fjórum eða fimm
þýzkum fólksbílum á suðurleið.
Við stöðvuðum þá og skipuðum
Þjóðverjunum út. Þeir urðu
fúlir við, ætluðu að þrjóskast,
en Bretinn rak vélbyssuna
sína í belginn á þeim, sem var
í skrautlegasta úníforminu.
Það dugði. Þýzkararnir stigu
út, og við afvopnuðum þá. Já,
þeir voru vel vopnaðir, en
þorðu bara ekki að hreyfa sig.
Síðar kom í ljós, að vélbyssan
okkar var tóm. Bretinn hafði
^jdlið skotin við sig á leiðiiini.
Við hringdum frá bóndabæ í
nágrennínu og báðum um lið-
styrk. afhentum Þjóðverjana
og héldum svo áfram til Heder-
slöv.
— Var Pancke í þessum
hópi?
— Já, Pancke, „den höjere
Pancke", eins og hann var kall-
aður í Danmörku. En það viss-
um við ekki fyrr en eftir á.
— Hvað varð svo um
Pancke?
— Hann var annað hvort
tekinn af lífi ellegar framdi
sjálfsmorð. Ég fór úr landi
skömmu eftir að búið var að
hreinsa til, og hef satt að
segja ekki nennt að fullvissa
mig um hvort heldur var. Árin
hafa liðið á ferð og flugi síðan
þá.
— Og hvenær komið þér
næst til Reykjavíkur?
— í febrúar sagði „Luftens
eventyrer“. — BÓ
Nítján ár eru liSin síðan þessir sneru heim. Fótaburðurinn var ekki sá sami.