Tíminn - 20.11.1964, Blaðsíða 9

Tíminn - 20.11.1964, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 20. nóvember 1964 TIMINN Hreindyrin eiga aö hafa friðland á aðalstððvum sínum Myndarlegur hreinstarfur réttum heimkynnum. Sigurbjörn Snjólfsson fyrr- um bóndi í Gilsárteigi leit inn til okkar í ritstjórnarskrifstof unum meðan á verkfallinu stóð um daginn, var að koma að austan og á leið að heim- sækja dóttur sína vestur í Dölum. Við gripum tækifærið og áttum stutt spjall við þenn an kunna og gerhugula a!dna bónda um Austurlands gögn og nauðsynjar. — Sumarið verður víst að telja í góðu meðallagi þar eystra hjá okkur, sagði Sigur- björn. Grasið spratt snemma og allvel, þurrkar voru sæmi- legir. Súgþurrkun og kcmin á allmörgum býlum en þyrfti að vera víðar. Kartöfluuppskeran varð mjög misjöfn, sums staðar mjög lítil. — Hvað um kornræktina? — Hún gekk sæmilega. Hún er mest á Egilsstöðum en lík lega þar næst í Gilsárteigi. Þar fengust 10—12 tunnur af hekt ara. Bezt varð upps'keran hjá bændum uppi í Fljótsdal. í heild var hún betri en \ fyrra. Búnaðarsambandið á 3 vélar sem slá og þreskja. Síðar. er farið með kornið í þurrkunar- stöð, kornmyllu og fóðurblönd unarstöð Kaupfél. Héraðsbúa. Við höfum því nægilegt efni í fóðurblöndu handa okkui þar sem gnægð síldarmjöls er nú svo mikil, og raunar meira en það. Sauðfé er gefið ofurlítið af bygginu heilu og gefst vel. Eftir reynslu nokkurra síðustu ára hygg ég a} fullyrða megi, að ekki séu verri skilyrði til kornyrkju á Héraði en annars staðar að minnsta kosti. — Svo hafa dilkarnir verið allvænir? — Já, þeir voru betri en í fyrra og að minsta kosti í góðu meðallagi. Menn setja nú meira á en áður. Kemur eink- um tvennt til, allgóður heyja forði og eftir síðustu leiðrétt ingar á verðjafnvægi mjólkur og sauðfjáraðurða í verðlags- grundvellinum, eru sauðfjár- bændur bjartsýnni á þann at- vinnuveg, og varla eru betri skilyrði til sauðfjárbúskapar annars staðar á landinu en í uppsveitum Austurlands — Samt hafið þið stofnað mjólkurbú. Vex ekki mjólkur framleiðslan líka? — Jú, hún fer vaxandi. Mjólk er nú flutt til búsins á Egilsstöðum úr hreppunum austan fljóts, Skriðdal. Vöilum. Eiða- og Hjaltastaðaþinghá Eitthvað mun vera flutt úr öllum hreppum Héraðsins nema Fljótsdal og Jökuldal Mjólkin er nú seld að lang- mestu leyti til neyzlu óunnin, að minnsta kosti á sumrin, og mikið af henni fer niður á firði. Síldveiðiflotinn og að- komufólkið við síldarverkunina þurfa mikla mjólk. Á vetrum er unnið skyr og kasein úr mjólkinni. Mjólkurstöðin mun fljótlega verða of lítil. — Eru fjárpestir skæðar hjá ykkur? — Nei, á því hefur orðið mikil bót til batnaðar Þær virðast að mestu úr sögunni, að minnsta kosti í bili, en þær hafa leikið búskap okkar grátt á undanförnum árum — Er þá yfir nokkru að kvarta, Sigurbjörn? Búskapur inn eystra með góðum hlcma? — Hann er víða með blóma, þar sem dugnaður i'ólksins nægir til þess með hjálp gjafa náttúrunnar. En því miður hallar víða undan. ískyggileg asta þróunin er sú, hve margar jarðir leggjast í eyði. Þar virð ist raunar ætlar að keyra um þverbak þessi árin. Jarðir fara nú í eyði um allar sveitir. og ekki síður stórbýlin, sem áður voru. Eg nefni það sem dæmi, að nú mega 5 prestsetur á Héraði heita í eyði, allt gamal grónar vildisjarðir, þar sem stórbúskapur var oft og einatt rekinn fyrr á árum. Þetta eru Þingmúli í Skriðdal, Ás í Fell- um, Hjaltastaour, Hofteigur, hálfur, og Kirkjubær í Hróars- tungu má heita í eyði Þetta voru allt saman höfuðból Fólki fækkar jafnt og þétt í öllum sveitum, og sú skriða fer vax- andi hin síðustu misseri, nema í Egilsstaðahreppi, þar sem kauptúnið vex með miklum myndarbrag. Fjölgunin þar veg ur á móti, svo að heildarfækk- un er ekki mikil. — Sendi ekki ríkisstjórnin mann eða menn austur til þess að kanna astæður bænua u-j stærð og afkomuskilyrði? — Jú, ekki bar á öðru Hann var þarna á ferli og hefur vafa laust gert ýmsar merkar at- huganir. Það er góðra gjalda vert, og vafalaust hefur hann gert um þetta glöggar t'llögur til ríkisstjórnarinnar, en síðan höfum við ekkert um þetta heyrt. Vonandi er stjórnin þó að gaumgæfa málið og lætur síðan hendur standa fram úr ermum. Annars veröur lítið gagn að þessu, — Hverja telur þú meginor sök þess, að svo margar jarðir fara í eyði? — Eg segi það hiklaust sem mína skoðun. að höfuðorsökin er sú, að ungt fólk, sem vildi stunda búskap, og enn er tölu- vert til að því sem betur fer, hefur enga möguleika til þess að byrja. Til þess þarf stór- fé nú á dögum, og það fé er hvergi að fá. Ungt fólk hefur það ekki handbært, jg sam- félagið neitar því um eðlilega aðstoð. Þetta hefur breyzt mjög til hins verra frá því sem áður var. Fyrir fjórum áratugum gátu menn byrjað með lítið í höndum, nokkrar kindui, kú og hest og sótt á brattann. Nú er slík byrjun vonlaus með öllu, Það er ekki bændum að kenna, heldur breyttum tímum, og samfélagið, ríkið, löggjafinn hefur brugðizt þeirri skyldu sinni að gera ráðstafanir í sam ræmi við þessa breytingu Að bæta úr þessu er eitthvert brýnasta hagsmunamál ís- lenzkra sveita. Eg skal nefna alveg nýtt dæmi, Sem er m'ér í minni, en slik dæmi eru alltaf að gerast. í vor hættu öldruð hjón barn- laus búsjcap þarna eystra, enda gátu þau ekki haldið ein áfram lengur heilsu sinnar vegina. Þau fluttust í Egilstaðakaup- tún. Þau vildu um fram allt láta jörðina og bústofn í hend ur annara, svo að búskapur héldi áfram á jörðuni, og þau voru reiðubúin að láta þetta með mjög góðurp kjörum. Á jörðinni er allgott íbúðarhús með miðstöð, raflýst frá sam- veitu, 450 hesta véltækt tún. Bústofninn var 120 ær, 5 kýr og góð tæki fylgdu, dráttarvél með tilheyrandi tækjum og ýmislegt fleira. Ung hjón vildu taka við þess ari jörð, sem er vel í sveit sett. Til þess að geta það — fengið jörðina, bústofninn vél ar og tæki, þurfti að greiða út 220 þúsund krónur. Það þætti ekki mikil útborgun við kaup- á meðalíbúð i Reykjavík, og ýmsir virðast kljúfa það þar. Maðurinn gat lagt ofuxlítinn hluta af þessu tram sjálfux, og hann vantaði nokkra tugi þús- unda. Hann fór að leita fyrir sér í bönkum en gat hvergi fengið fyrirgreiöslu og var alls staðar sagt, að engar giidandi reglur mæltu svo fyrir að honum mætti hjálpa. Hann varð að hætta við þetta Fyrir bragðið fór jörðin i eyði og þar eyðileggjast nú verðmætin og einum bóndanum færra En menn hljóta að spyrja: Hefur þjóðfélagið efni á þessu? Er furða, þót jarðir fari í eyði, þegar hjálp samfélagsins er ekki meiri en þetta? — Fer ekki margt sveitar- fólk í síldarvinnu niður á firði þessi misserin? ' — Jú, því er ekki að le-yna, að þetta síldarmok kemur losi á búskapinn. Allt fólk, sem að heiman getur losnað, fer í vinnu niður á firði og vinnur þar eins og unnt er. Vinnan er yfirborguð, og ég er hræddur um, að þetta geti ærið ofi orð ið fyrsta sporið brott frá bú- skapnum. Þó að ég vilji ekki vanmeta þau gæði, sem síldin hefur veitt þessum byggðsrlög um, má ekki loka augunum fyrir þessu. Bú.-kapurinn getur allra sízt keppt við síldina. eins og að honum er búið — Það er töluvert rætt um hreindýrin á þessu hausti Tal ið er, að þeim hafi fækkað mjög, einkum á helztu hrein- dýraslóðum, og er ýmissa or- saka til getið? — Já, það, er margt um þetta rætt. Eg held, að full- víst sé, að þeim hafi fækkað á aðalstöðvum sínum, en hitt er líka víst, að þau hafa dreifzt mjög og færzt suður og austur á bóginn og reika um öræfin upp af Suðurfjörðum, hafa komizt allt austur á Öxi og í Benxfjörð Þetta álít ég stórhættuiegt fyrir stofninn. Á þessum slóð um er ekki heppilegt hreyn- dýraland. Þar eru brött fjöl’ og há, blettahagar og áferðar tíðir, en þeir eru dýrunum hættulegastir. Þau geta teppzt þarna á hagleysu og drepizt eða farizt af öðrum orsökum. Einnig eru búfjárhagar á þess um slóðum naumir á afréttum og varla hreindýrum á þá bæt andi. Býst ég við, að bændum á þessum slg^Sum sé engin au- fúsa í þessu. Þai sem þröngt er í högum, er meiri hætta á ormaveiki, en fyrir henni eru dýrin talin næm. Það ei að vísu talað um, að særð og bækl uð dýr sjáist, en ég hygg að ekki sé mikið um það, enda aldrei hægt að synja fyrii að ekki særist dýr. —Hvað telur þú helz ti) bóta? Á að hætta að skjóta hreindýr? — Eg ei ekki viss um, að nauðsynlegt sé að banna það alveg. En það á að mínu viti að banna það á aðalhreidýra Framhald á bls. 13 Sigurbjörn Snjólfsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.