Tíminn - 20.11.1964, Blaðsíða 11

Tíminn - 20.11.1964, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 20. nóvember 1964 Charies Nordhoff og Jamcs N. Hati skipsbátsins og hélt í fangalínuna. Bligh stóð á þóftu aftar- lega í bátnum. Sumir stóðu, aðrir sátu. Þaö var mikið um hróp og köll, og Bligh tók drjúgan þátt í þeim hávaða, þegar hann hrópaði skipunarorð til bátverja sinna, og blótsyrði og formælingar til Christians og manna hans. Sumir uppreisnarmanna voru þögulir og horfðu hugsandi niður í bátinn, en aðrir gerðu gys að Bligh, og ég heyrði einn þeirra hrópa: — Vittu, hvort þú getur iifað á hálfu pundi af yamrótum á dag, gamli þrjóturinn þinn! Fryer hrópaði: — í hamingju bænum, Christian, fáið okkur vopn og skotfæri! Hugsið yður, hvar við lendum! Gefið okkur færi á að bjarga iífinu. — Þið fáið engin vopn! var hrópað af þiljunum. — Þið þarfnizt ekki vopna! — Notið spanskreyrinn á þá, bátsmaður! Við Morrison fórum að leita að Christian og fundum hann við dyrnar á einni káetunni, þar sem hann gat ekki sést frá bátnum. Við báðum hann að fá Bligh vopn og skotfæri. — Nei, svaraði hann — þeir fá ekki nein skotvopn. — Látið þá minnsta kosti fá kylfur, herra Christian, sagði Morrison — ef þér viljið ekki, að þeir verði drepnir um leið og þeir stíga fæti á land. Minnist þess, hvernig fór fyrir okk- ur á Namuka. Christian samþykkti þetta þegar í stað. Hann skipaði Churc- hill að sækja kylfur og sverð í vopnakistuna, og stuttu seinna kom hann aftur með fjögur sverð, sem látin voru ofan í bát- inn. Morrison hafði notað tímann á meðan og farið undir þilj ur og sótt meira af matvælum. Hann og John Millward komu upp með töluvert af söltuðu svínakjöti, nokkrar vatnsflösk- ur og vín, og var öllu þessu komið ofan í bátipn. — Bölvaðir heiglarnir, hrópaði Purchell, þegar sverðin voru rétt ofan í bátinn. — Ætlið þið ekki að láta okkur hafa annað en þetta. — Ættum við að láta vopnakistuna síga niður í bátinn til þín, timburmeistari, sagði Willam Brown háðslega. McCoy ógnaði timburmeistaranum með byssunni — og sagði: gættu að þér, annars fylli ég magann á þér af blýi. — Við skulum láta rigna yfir þá nokkrum skotum. Burkitt lyfti byssunni og miðaði á Bligh. Alexander Smith stóð við hlið hans, greip um hlaup byssunnar og sveigði hana upp í loftið. Ég er sannfærður um, að Burkitt ætlaði að skjóta Bligh. Þegar Christian komst að þessu, skipaði hann svo fyrir, að Burkitt væri tekinn höndum. Byssan var tekin af honum. Hann sýndi mikinn mótþróa, og fjórir menn urðu að afvopna hann. Meðan á þessu stóð, rak Fryer eftir Bligh að komast burtu áður en öllum yrði slátrað. Bligh gaf nú skipun um, að leysa frá. Árar voru lagðar út en báturinn var svo hlaðinn, að hann TÍMINN , virtjst þá og þegav niundi sökkva. Steint var i attina tii Tofoa, sem var í þrjátíu mílufjórðunga fjarlægð. Hæfilegt hefði verið að tólf menn væru í bátnum, en þeir voru nítján. auk matarins, vatnsins og útbúnaðarins. — Hamingjunni sé lof fyrir það, að við komum of seint. Byam! Morrison stóð við hlið mér. — Er yður alvara? spurði ég. Hann stóð þögull antíartak, eins og hann væri að hugsa sig um.. Svo sagð.i hann: — Nei, ég held að ég hefði viljað freista gæfunnar. En ég á samt ekki von á því, að þeir kont ist nokkurn tíma heim til Englands. Tinkler sat á þóftu. Nelson og Peckover, skyttan, og Eip hinstone og allir hinir voru í meir en þrjú þúsund mílufjórð unga fjarlægð frá þeim stað, sem næst var hjálpar að vænta Umhverfis þá voru eyjar, byggðar hinum grimmustu villi- mönnum. sem aðeins var hægt að halda í skefjum með skot- vopnum. Það virtist nær því óhugsandi, að nokkur þeirra kæmist lífs af. x Fletcher Christian. Skipverjar á Bounty skiptust ný í tvo hópa. Og enda þótt hin sameiginlegu örlög tengdu okkur saman, þá átti þó ýmis legt fyrir okkur að liggja. Ég efast um, að nokkru sinni, fyrr eða seinna, hafi skip lagt úr enskri höfn, þannig að skipshöfn in hafi dreifzt út um oll lönd heimsins á líkan hátt og skips höfnin á Bounty. Þeir, sem fylgdu Bligh i stóra skipsbátnum voru: Jphn Fryer, stýrimaður. Thomas Ledward, aðstoðarlæknir^. David Nelson, grasafræðingur. Willam Peckover, skytta. William Elphinstone, aðstoðarliðþjálfi. William Purchell, timburmeist ari. Thomas Hayward, John Hallet, Tobert Tinkler liðsfor- ingjaefni. John Norton og Peter Lenkletter varabátsstjórar. George Simpson, aðstoðarvarabátsstjóri. Lawrence Lebgue, seglgerðarmaður. Mr. Samúel, ritari skipstjóra. Robert Lamb. slátrari. John Smith og Thomas Hall matsveinar. Meðal þeirra, sem urðu eftir um borð í Bounty, höfðu eft irfarandi menn tekið þátt í uppreisninni: Fletcher Christian, settur liðsforingi. John Mills, aðstoðarskytta. Charles Churc- hill, liðþjálfi. William Brown, garðvrkjumaður. Thomas Burkitt, M. Quintal, John Millward, William McCoy, Henry Hillbrandt, Alexander Smith,, John Wjlliams, Tj'þomasElljp.on. Isaac Martin, Richard Skinner og- Matthew Thompson háset- ar. .Q&m ’tOrl tsiJJóiöisI BÍIivinoi'l > i Þeir, sem eftir urðu á Bounty, en tóku ekki þátt í upp- reisninni, voru: Edward Young og George Stewart liðsfor- ingjaefni. James Morrison, aðstoðarbátsstjóri. Joseph Cole- man, timbursveinn. Thomas Mclntosh, timbursveinn. Willi- am Musprott, háseti. Enn fremur Michael Byren ,hálfblindi sjómaðurinn, og ég. g William Muspratt hafði um stund látið svo, sem hann vær: einn af uppreisnarmönnunum, og hafði tekið við byssu af Churchill. Hann hafði heyrt Fryer segja, að hann vonaðút eftir því að geta safnað um sig mönnum og náð skipinu aftur á sitt vald, og ég er sannfærður um það, að hann tók við byssunni einungis i því skyni að hjálpa Fryer. Þegar hann komst að raun um, að það var vonlaust, lét hann vopnið af hendi þegar í stað. Coleman, Norman og Mclntosh höfðu ekki fengið að fara í skipsbátinn vegna þess, að uppreisnar- i 42 ætlað sér að gera Leon neitt illt. Allra sízt nú, þegar hann hafði meitt sig. Hvað gengur eiginlega að mér? Hvers vegna get ég ekki látið mér semja við meðbræður mína og systur? Nanaine stóð við garðshliðið og beið hans. — Olympe hefur fengið eitt kastið, sagði hún. — Júlíen bað þig að líta yfir til sín, undir eins og þú kæmir heim. Augu hennar töluðu köldum, þöglum orðum. — Hvar hefur þú verið? Hvað hefur þú verið að gera í allan dag? Hann hafði sleppt mið- degisverðinum og aðeins komið heim stundarkorn, en Bazile fært honum mntarbita upp í herbergi hans. meðan hann skipti um föt. Olympe hafði fengið sefasýkis- flog. Hún æddi um gólfið í svefn- herberginu og neri hringskreyttar hendur sínar. Öðru hvoru strauk hún knipplingaklút sínum um aug un til að þerra tárin, eða bar hann að munni sér til að kæfa andvörpin. Hárið var í ömurleg- ustu óreiðu. Dúdús tifaði á eftir henni með ilmsaltsfiöskuna. Leon sat í hæg- indastól með vindii í munni og reyndi að telja hana á að vera rólega. -— Góða, bezta mamma — hættu þessu nú! Þú eyðileggur sjálfa þig alveg á þessu. Og hvað á þá að verða um mig? — Sonur minn . . . Olympe lagði augun aftur og þrýsti lóf- unum að enni sér. — Og að hugsa sér, að þetta gerðist. meðan hann var að tína ‘•illiblóm handa mér. að þessi hund-djöfu!) ruddist fram úr skóginum . . . Sjáðu hérna, frænka, greip— Viktor stuttlega fram í fyrir henni, — þú skalt taka þetta ínn! Hann rétti henni fulla skeið af valeríana. sem hann hafði bland- að. Hún virti hann fyir ser, undr- andi og næstum fjandsamlega. Hún hafði aldrei getað skýrt fyrir sér skilningsleysi hans og var stór móðguð yfir því. Svo tók hún ósjálfrátt við skeiðinni, sem hann rétti henni. — Legðu svæfla á sófann og fáðu frúna til að leggjast fyrir, sagði hann við Ðúdús. Leon settist á stól við hlið hennar og tók hendur hennar í sínar. — Þú mátt ekki senda mig burtu, elsku mamma, sagði hanri. — Veikindi þín hafa gert mig svo óttasleginn! Hann bauð Dúdús að fara og sækja koníak föður síns. Lækninum sárleiddist að sjá þessi uppgerðarlæti Leons. Engin furða, þótt Harry Lockwood héldi sig fjarri honum eftir megni. Hann nam staðar á þrepskíldin- um andartak, og ætlaði að segja eitthvað, en hætti við. Hvað hafði það að þýða? Ef fundið væri að við Leon, myndi Olympe komast í uppnám að nýju. Hann opnaði hurðina og sá að Kóletta stóð úti í forsalnum og beið hans. — Pabba langar til að tala við þig- Þegar þau fóru framhjá dagstof unní, féll birtan úr opnum dyrun- um á andlit Kólettu, og Viktor nam staðar. _________________________________1J — Kólettg — hefur þú verið að gráta? Varir hennar skuldu. — Ég . . . Hún reyndi að halda aftur af tár- unum — svo gróf hún andlitið skyndilega niður í öxl hans. — Q, Vik . ■ ■ Hann tagði handlegginn um hana. — En, Kóletta — hvað er eigiulega að? — Ó, Vik Ég veit það ekki . — Þú veist það ekki? mælti hanp í spsugi — Já, en þá verð- pm við að reyna að leita það uppi. — Er móðir mín mikið veik, Vik? 1 — Ekki vitund. Var það þá allt og sumt? — Að tveím stundum liðnum verður hún prðin alheil- brigð á ný. — Nei Hún hristi höfuðið. — Nei. Hún — ekkert okkar verður nokkurn tíma alheilbrigt aftur. — Hvaða slúður er þetta? Hann tók undir höku hennar og neyddi hana til að líta fram- an í sig. -3 Ef þú lætur svona heimskulegar ímyndanír fá vald yfir þér, þá fæ ég annan sjúkling til viðbótar hér í húsinu. Og ég get sagt þér, að lyfin hjá mér eru verulega vond. Hann kyssti hana. En hún vildi ekki hpggast iáta. — 0, Vik, það er eitthvað ægi- legt og dularfullt að gerast, með okkur öllum. Líf okkar var áður svo rólegt og friðsælt. En nú — nú gerist eítthvað, næstum hvern einasta dag. Jafnvei þó það sjáist ekki, þá finn ég það á sjálfri mér. — Til dæmis? Hann brosti við henni. — Til dæmis — það þarí eng inn að segja mér, hvað er að ger- ast milli pabba og mömmu — ég sé það sjálf. Og það er aðeíns hluti af þessu öllu saman. — Það liðast allt í sundur — ef við leyf- um þvi að gera það . . Tárin brutust fram á ný. — Já, en þá gerum við það ekki, mælti hann og strauk um hár hennar. — Nei. Hún reyndi að herða sig upp. — Við látum það aldrei verða Við gerum það ekki. En farðu nú ínn til pabba Hann bíð- ur. j Júlíen gekk um gólí af sama I þolgæði sem kona hans, en æsingu skyldi enginn hafa á honum séð. Hann fór með Viktor inn í lítið herbergi, sem hann notaði fyrir skrifstofu og lokaði dyrun- um. j — Þessi tilskipun frá heílbrigð i iseftirlitinu. Júlíen benti á um- ; slagið sem lá á borðinu. — Ég ; hef ekki haft tíma til þess ennþá. I , — Láttu þig það engu skipta. ‘ Eg skal sjá um það. — Já, en þú þekkir engan . . . - Ég á við, að ég skal sjá um að lokín verðu sett á brunnana. — Mér skildist á Nanaine . . . — Ég ætla að borga bað frá sjálfum mér — Sem þér sýnist. En þess ætt- ir þú annars ekki að þurfa. — Jú, ég hef ákveðið að greiða það úr eigin vasa. Júlíen drap fingrum á borðplöt una. Hann var áreiðanlega ekki að hugsa um skjalið. Það var eitt ■ hvað annað. sem lá honum á | hjarta. ! — Hvernig líður Olympe? — Það er ekkert að henni frá i líffræðilegu sjónarmiði, Hún varð j æst út af því, að Leon meiddi sig i í hendinni , í — Nei, það er ekki það. Hún var byrjuð. áður en hann kom. Það er . . Júlíen drap fingrum enn hraðar í borðið. Svo dró hann upp vqsa klút sinn og tók áð þurrka sér bak við eyrun að vanda. — Það er ég, sem á sök á þessu Vesalings Júlíen! Því meir sem hann reyndi að þóknast konu sinni, þess meira fyrirleit hún hann. — Það er þetta hérna með sjá- vargarðinn, hélt hann áfram — Nanaine hefur beitt áhrifum un-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.