Tíminn - 22.11.1964, Side 5

Tíminn - 22.11.1964, Side 5
SUNNUDAGUR 22. nóvember 1964 TÍMINN Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: í-órarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Ir.driði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug- lýsingastj.: Steingrimur Gíslason. Ritstj.skrifstofur f Eddu- hú?j»-u, símar 18300—18305. Skrifstofur, Bankastræti Af- greiðslusimi 12323. Auglýsingasími 19523. Aðrar sknJstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 90,00 á mán. innanlands — í lausasölu kr. 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Aætlun, sem fér út um þúfur Áætlanir íhaldsins um aukin ítök í Alþýðusambandinu og Alþýðusamtökunum, fóru út um þúfur, og er það styrkur fyrir samtökin. Ætlun íhaldsins með Bjarna Ben. í broddi fylk- ingar var sú, að þvinga sína menn inn í alþýðusam- bandsstjórn og auka þannig áhrif sín i alþýðusamtökun- úm. Sótt var eftir tveimur leiðum. Samningaleiðinni við Einar Olgeirsson, sem nú er reynd í mörgum málum og þykir líkleg til árangurs á íhaldsbænum, þrátt fyrir öll fyrirheitin um krossferð gegn kommúnismanum. Á hinn bóginn átti svo minni hlutinn á Alþýðusam- bandsþinginu að neita að samþykkja nauðsynlegar tekj- ur handa samtökunum nema stjórnarflokksmenn kæm- ust í stjórnina, þótt þá skorti til þess fylgi á Alþýðu- sambandsþinginu. Hófst svo Alþýðusambandsþingið með því að þessari fjárkúgun var hótað feimnislaust í heyranda hljóði. Þessi vinnubrögð voru kölluð drög að faglegu sam- starfi á breiðum grundvelli, ópólitísku auðvitað, og svo að sjálfsögðu kallað hið eina sanna lýðræði En við þessar aðfarir var nægilega mörgum á Al- þýðusambandsþinginu nóg boðið, til þess að þessar áætl- anir allar mistókust og samtökunum var bjargað frá þess- um pólitísku hrossakaupum og fjárkúgunarhótanir ekki látnar ráða gerðum Alþýðusambandsþingsins. Sá meirihluti fulltrúanna sem saman stendur þar gegn kjaraskerðingastefnu ríkisstjórnarinnar, afgreiddi málin fumlaust og eðlilega, en beygði sig ekki fyrir ólýð- ræðislegum vinnubrögðum pólitískra fulltrúa stjórnar- flokkanna, sem í minni hluta ætluðu að þvinga samtökin til að láta að vilja sínum. Merki Kennedys í dag er liðið ár síðan John F. Kennedy var myrtur. Sjaldan hefur eins mann.s verið meira saknað en þegar fregnin barst um heimin>i um hið hörmulega fráfall hans. Sá timi, sem síðan er liðinn, hefur vissulega ekki gert hann minni í áliti manna. Gleggra mat á stefnu hans og störfum. hefur staðfest þá skoðun, að hann var mikil- hæfur og góðgjarn foringi ,sem var líklegur til giftu- ríkrar forusi*i. En maður kemur í manns stað. Sá maður sem tók við hinu vandasama starfi Kennedys hetur sýnt sig því hlutverki vaxinn. Hann hefur haldið á málunum með þeirri stefnufestu, hyggindum og abvrgðartilfinningu, að vel má segja í sambandi við fráfall Kennedys: Merkið stendur. þótt maðurinn falli Sjálí hefur Bandaríkjaþjóðin þó bezt sýnt þetta i Verki /i kosningunum 3. þ.m Svo eindregið fylkti hún sér þá um stefnuna, sem hinn látni forseti hafði markað. Vinir Bandaríkjanna munu jafnan óska þess, að Bandaríkjamenn standi þannig vörð um stefnu Kenn- edys. Walter Lippmann ritar um alþjóðamál: ~ ----- n-*r»-n i Republikanar vanmeta hugsuði hinnar uppvaxandi kynslóðar Demokratar hafa hins vegar leitað eftir stuðningi jjeirra EIGI að reyna að gera sér grein fyrir framtíðarhorfum Republikanaflokksins er rétt að byrja á því að viðurkenna, að sennlega hefði Johnson for seti borið sigur af hólmi þó að einhver annar en Goldwater hefði ekki orðið fyrir valinu í San Francisco. En Goldwater olli klofningu flokksins og varð þannig valdur að miklu fylgishruni í nálega öllum fylkjunum. Óklofinn flokkur hefði að sönnu náð mun betri árangri, en allar líkur eru á, að hann hefði engu að síður lotið í lægra haldi. Það er ein af veigamestu staðreyndunum í bandarískri flokkapólitík eins ög George Gallup hefur fyrir skömmu bent á, - að Republikanaflokkurinn hefur verið á undanhaldi um nálega aldarfjórðungs skeið. 39% fullorðinna Bandaríkjamanna töldu sig republikana árið 1940, en ekki nema 25 % á þessu ári. TVENNT hefir orðið til þess, að bregða blæju yfir þessa alvarlegu hnignun flokks ins, fyrst tveir kosningasigrar Eisenhowers og síðar hinn litli munur í viðureign þeirra Kennedys og Nixons. Við vit- um, að sigur Eisenhowers byggðist ekki á mikilli fjölgun republikana, heldur hinu, hve hann hlaut mikið kjörfylgi meðal demokrata og óháðra kjósenda. Hinn litli munur á fylgi Kennedys og Nixons staf- aði bæði af áframhaldandi áhrifum Eisenhowers forseta og trúarbragðaástæðum. Eisenhower forseti gerði litla sem enga tilraun til að gera persónulega fylgjendur sína að traustum Republikön- um. Satt að segja gerði hann fátt til þess að stöðva fylgis- tap Republikanaflokksins, en ýmislegt til að auka á orsakir þess. Um 50 ára skeið hefir for- usta Republikanaflokksins að verulegu leyti misskilið ástand ið innan lands í Bandaríkjun- um og aðstöður þeirra út á við, eða allt síðan í hinni miklu Roosevelt Taft sundrungu árið 1912. — Þegar ég tala um forustu Republikanaflokksins á ég við leiðtoga hans á þingi og í flokkssamtökunum í fylkj- unum. Þetta eru mennirnir sem stjórna Republikanaflokkn um og koma fram sem fulltrú ar hans þegar demokratar hafa völdin í Hvíta húsinu. LEIðTOGAR Republikana- flokksins hafa haft á röngu að standa um veigamestu þætti al mennra mála í Bandaríkjun- um, — um stríð og frið, efna hagslegar framfarir og félags lega velferð. Með þessu hafa þeir hrundið frá sér helztu hugsuðum hinnar uppvaxandi kynslóðar. Demokratar hafa aftur á móti sézt eftir fylgi mennta manna og veitt þeim girnileg og verðug verkefni, bæði und- ir forustu Wilsons. Roosevelts og Kennedys. Það stafar ekki ai íeinni til aaMMM viljun, að demokratar hafa ver- ið miklum mun öflugri en repu blikanar í háskólunum, meðal vísindamanna, skólamanna og listamanna, og yfirleitt meðal menntamanna í borgunum. DEMÓKRATAR GIRNAST hugsuðina. Það stafaði ekki af því, að þeir réðu yfir svo ýkja- mörgum atkvæðum, heldur hinu, að þeir hafa áhrif og leggja til hugmyndir. Hugsuð- irnir hafa eflt Demokrataflokk inn mjög mikið. Hugsuðir þeir, sem Rtjosevelt, Kennedý og Johnson söfnuðu um sig, hafa lagt til hugmyndir þær og áætlanir, sem meirihluti demo- krata byggist á. MENNTAMENNIRNIR ' og sérfræðingai eru að tölu til dvergvaxinn minni hluti. En áhrif þeirra á mótun almenn ingsálitsins eru óútreiknaleg og þó jafnvel enn mikilvægari við myndun og mótun stefnu miðanna. Þannig hefir stefnan í fjár málum ríkisins til dæmis vald- ið þeirri velmegun, sem gerði Johnson forseta í raun og veru ósigrandi. Fræ hugmynd anna að þeirri stefnu spratt l heilum tveggja fræðimanna, en annar þeirra var Svíi og hinn Englendingur. Starfandi kynslóð bandarískra hagfræð inga hefur beitt kenningum þeirra og þróað þær, og er þann veginn að sanna með tilraunum sínum að þær fá staðizt. Þessi yfirburðaaðstaða á hugmyndasviðinu hefir í raun og veru gert demokrata ein- valda að því er snertir umbóta- tillögur í þjóðmálunum. Af þessum sökum er nokkur sann leiksneisti fólginn í þeirri ásök un Goldwaters, að frjálslyndir og framsæknir republikanar séu eftirapendur. Demokratai hafa orðið fyrri til að helga sér nálega allar girnilegar um- bótatillögui, vegna þess að þeir ná til svo mikils meiri- hluta menntamannanna, sem færir eru um að hugsa upp, og móta aðlaðandi umbótatil- lögur, FORUSTA Republikana- flokksins varð fráskila mennta mönnunum á dögum Wilsons og Roosevelt og hefur verið 9 það síðan Árin. sem hún | studdi McCarthy, átti hún í 9 raun og veru í yfirlýstri styri i öld við menr.tamennina Ég hefi þá trú, að Republik- | anaflokkurinn nái sér ekki á strik meðan hann heldur frá sér gáfumönnum, sem ganga með frækorr framtíðarinnar í höfðinu. Flokkurinn verður með einhverju móti að binda endi á aðskilnaðinn frá mestu hugsuðunum meðal þjóðarinn- ar. Þessi fráhrinding hefir kom ið fram í ýmsum umsögrium. eins og til dæmis: „Hann hef ir aldrei þurft að greiða vinnu laun. Hann er nokkuð síð hærður. Hann er ærið ennis hár,“ eða .,éheillavænlegur“ os ..byltingasinnaður" Það er þessi aðskilnaður sem er undirrótin að fylgis tapi Republikanaflokksins. int

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.