Tíminn - 22.11.1964, Page 8
TlMINN
8
Leikfélag Kópavogs:
FÍNT FÓLK
höfunur: Peter Coke — þýSandi: Óskar Ingimars-
son — ieikstjóri: Gísli AlfreSsson
Leikfélag Kópavogs frum-
sýndi Fínt fólk, sakamálaskop-
leik eftir Peter Coke, á fimmtu
dagskvöldið. Coke þessi, brezk-
ur, er ekki við eina fjölina
felldur í leikhúsmálum. Hann
hefur starfað sem leikari frá
1936 og komið fram í leikhús-
um, kvikmyndum og sjónvarpi,
skrifað mörg leikrit og þar að
auki verzlar maðurinn með
forngripi og hefur áhuga fyrir
síamsköttum, samkvæmt upp-
lýsingum í leikskrá.
Kvikmynd eftir þessu leik-
riti mun hafa verið sýnd í
Háskólabíói í vetur, kölluð
Pelsaþjófarnir, en leikurinn
snýst um miðaldra fólk og það-
an af eldra, sem fer að stela
pelsum sér til afþreyingar.
Ágóðinn af þessari starfsemi
notar fólkið m.a. til styrktar
bágstöddum. Ifugmyndin er
ekki sem verst, en svo virðist
sem fleiri hafi fengið hana.
Danskir hafa fyrir nokkru gert
kvikmynd, sem nefnist Stöv-
• sugebanden, og hún fjallar um
gamalt fólk, sem stelur til að
-drepa tímann. Það virðist því
renna upp fyrir mönnum hér
og þar með stuttu millibili, að
gamalt fólk þurfi á dægrastytt-
ingu að halda, og leikurinn
Fínt fólk er einmitt gerður til
dægrastyttingar. Þeim tilgangi
var náðif félagsheimili Kópa-
vogs á fimmtudagskvöldið.
Frumsýningargestum var
skemmt.
Leikfélag Kópavogs hefur
sýnt athyglisverðan dugnað,
og meira að segja tekið fyrir
það langa og illmeðfærilega
leikverk, sem gert var upp úr
Manni og konu. Það sem fyrst
og fremst vekur athygli í
þetta sinn, er hve leikendurn-
ir ráða yfirleitt vel við þetta
dágóða léttmeti, Fínt fólk. Þar
má að sjálfsögðu greina fingra
för leikstjórans, Gísla Alfreðs-
sonar, sem er ákveðinn og
fasthentur í starfi sínu. En
hvað sem því líður, þá myndar
enginn leikstjóri jafn samval-
inn hóp úr liði áhugamanna í
skjótri svipan, nema gott upp
lag og nokkur æfing hjálpi til.
Frammistaða leikfólksins í
kópavogi bendir til þess, að
félagið gæti snúið sér að verk-
efnum, sem eru þyngri á met-
unum en Fínt fólk og eiga
brýnna erindi en Maður og
kona. Góðu starfi fylgir sú
kvöð að gera meir og betur.
Ekki eru aliir leikendur í
Fínu fólki úr hópi áhuga-
manna. Nína Sveinsdóttir fer
með aðalhlutverkið, roskna frú,
húseiganda, og gerði því sem
vænta mátti ágæt skil, einkum
í síðari þætti, en þá var Nína
búin að hita sig upp, ef svo
mætti að orði komast, og vakti
mikið gaman áhorfenda. Guð-
mundur Gíslason (formað-
ur LK) lék fyrrv. hershöfð-
ingja, leigjanda frúarinnar, og
hélt vel í við Nínu með
skemmtilegum og hressilegum
leik. Auður Jónsdóttir fór með
hlutverk leiklistarkennara og
leigjanda frúarinnar. Hún
mun raunar enginn viðvaning-
ur á leiksviði, enda sýndi
hún bráðskemmtilega persónu
í hlutverki sínu. Oktavía Stef-
ansdóttir lék þjónustustúlku,
vel og ísmeygilega, Hólmfríð-
ur Þórhallsdóttir fór snotur-
lega með hlutverk lafði nokk-
urrar og Lily Guðbjörnsdóttir
lék taugaveiklaða ungfrú, sem
gerir við postulín. Var margt
vel um leik hennar, en á stund
um þótti mér fullmikið gert úr
Nína Sveinsdóttir (frúin) og Oktavía Stefánsdóttir (þjónustan).
SUNNUDAGUR 22. nóvember 1964
Frá vinstri: Guðmundur Gíslason (hershöfðinginnl, Auður Jónsdóttir (leiklistarkennari), Oktavia Stefáns-
dóttlr (þjónusta), Hólmfríður Þórhallsdóttir (lafðl) Nina Sveinsdóttir (frúin) og Lily Guðbjörnsdttir (ungfrú
sem límlr postulín.)
æðibunugangi þessarar ung-
frúar.
Þá komu fram í smáhlut-
verkum Björn Magnússon, Sig-
urður Grétar Guðmundsson og
Sigurður Jóhannesson.
Óskar Ingimarsson þýdd
leikinn á gott og lipurt mál.
Hafsteinn Austmann gerði
þokkaleg leiktjöld, og hefði þó
mátt • vanda betur til útsýnis
úr stofuglugga frúarinnar.
Ég þakka Leikfélagi Kópa-
vogs kemmtilega kvöldstund.
Baldur Óskarsson.
ÞÁTTUR KIRKJUNNAR
Ljós, sem deyja
„Það slokknar á lömpunum
okkar,“ kvörtuðu óforsjálu
dömurnar í dæmisögunni
frægu um meyjarnar tíu, sem
voru svo misjafnar að for-
sjální og fyrirhyggju.
Það gæti litið svo út, að sag-
an væri úrelt. Nú höfum við
ekki lengur olíulampa og það-
an af síður viðsmjörsgeyma,
lýsi eða fífukveiki. Nú streym-
ir ljósið um þræði og glerpíp
ur og ekki þarf annað en
styðja á hnapp eða takka, og
„Verði ljós“ birtan umlykur
úti og inni. Við þurfum ekki
á mána og stjörnum að halda.
Og sumir þurfa ekki einu sinni
sólina, því að þeir sofa þann
stutta tíma, sem hún sýnir sig-
að minnsta kosti um skamm-
degið.
Það mætti því álíta kvört- •
un þessara frægu fimm-menni
inga einnig út í bláinn. Nóg
ljós. Við þurfum seinast hvorki
sól né Guð. Við getum þetta
sjálf.
En gættu þín á blekkingun
um. Vakið, hugsið, vinníð.
Var það ekki það, sem lík-
i’-.gin átti að kenna lærisvein-
um Krists. Og varð það ekki
einmitt dömunum að falli, að
þær þóttust öruggar, án þess
að vpra það. Sjálfsblekkingín
varð orsökin til þess að þæi
lentu í myrkrunu og kuldan
um fyrir utan.
Munið þið nokkuð eftii
manni og mönnum, sem voru
fyrstu menn, sem hugðust
byggja þetta land. Þeir
gleymdu að heyja og sá, af því
að sumarið var svo gott, veiðin
svo nærtæk.
En urðu þeir ekki að flýja
næsta sumar, og yfirgefa allt
sitt. Og gáfu svo landinu hefnd
arheiti, sem það ber með
röngu enn þann dag í dag og
við höfum orðið að líða fyrir
um aldir, þótt enginn mundi
vilja breyta því. En það var
ís og myrkur óforsjálni og
tómlæti í hjörtum þessara
fyrstu íslandsbúa, Flóka og
félaga hans, fremur nokkru
öðru, sem gaf landinu nafn
Þetta er fyrsta lexían ;
íslandssögu, sögu okkar eigin
þjóðar. En er hún ekki sagan
um óforsjálu meyjarnar í
breyttrí mynd, annarri útgáfu?
En sannarlega ætti hún að
verða okkur íslendingum til
varnaðar.
„En þetta er svo fjarlægt
í tíma og rúmi,“ gætuð þið
hugsað.
Ættum við þá að segja sög-
una af piltinum. sem var á
einu hæsta og heppnasta sild-
veiðiskipinu í fyrrasumar, en
varð að slá fátæka mömmu
sína um aura fyrir jólagjöf
handa kærustunni, af því að
síldargróðinn var allur horf-
inn í bílagleði og bardrykkju.
Kannski þið þekkið engin slík
dæmi. Það er gott, ef svo væri.
en ég veit um þau.
Og slík eyðsla, óhóí og ófor
sjálni væri nú út af fyrir sig
afsakanleg, ef hún væri ekki
að verða þjóðareinkenni. Og
væri ég þingmaður eða ráð
herra, þá léti ég semja lög,
þar sem fólki innan 25 ára
væri skylt að geyma eða varð
veita 60 prósent tauna sinna
nema sannað yrði, að þau færu
til heimilisframfærslu eða hús
bvgginga. Olían er viðar á
lömpum sagnánna. Hún ei
líka afl þeirra hluta. sem gera
skal. En þið sjáið, hvernig hún
er notuð nú. ef þið staldrið
við glugga Austurríkis eða Ný
borgar á laugardagsmorgni.
Það er ekki von hún endist
lengi. Og svo gætuð þið líka
skyggnzt bak við tjöldin, til
að athuga fólkið með út-
brunnu lampana á sunnudags-
kvöldin og mánudagsmorgna.
Eða væri kannski hægt að líta
bara á þá, sem bókstaflega eru
lokaðir úti frá gleðinni við
dyr dansstaðanna. Þar sést
hvort sagan er ekki sönn og
margt fólk, sem á þar útbrunn
inn lampa og uppbrunninn
kveik í þokkabót.
Því hverju skiptir, þótt sú
olía eyðist, sem nefnd er auð-
ur og aurar. Hitt er verfa, þeg-
ar brennur út á lampa sálar-
innar líka. Þá verður myrkrið
svart og frostið við læstar dyr
hamingjunnar hart og napurt
Ættum við að koma inn í
Síðumúla eða niður í lögreglu-
kjallara. Nei, við skulum held-
úr fara inn á eitthvert heimili
þar sem sjálfblekkingin hefui
orðið að voða. Þar er þó oft-
ast einhver eftir, sem ekki er
orðinn svo dofinn á huga og
og kalinn á hjarta, að geta
ekki lengur grátið.
En tár og andvörp, hvað var
það kallað. Grátur og gnístr
an tanna þarf ekki að heyra
til neinu helvíti annars heims
eins og kirkjan hefur oft vilj
að vera láta. Enda var Krist
ur að tala um ástand í þessari
veröld, ástand, sem þyrfti aó;
varast, þegar hann sagði sög-
ur sínar. „Og ægilegast er -að
glata verðmætum sinnar eigin
sálar.“ Var það ekki grunnur-
inn í viðvörun hans, þegar
hann sagði „Það, sem ég segi
yður, segi ég öllum: Vakið.“