Tíminn - 25.11.1964, Blaðsíða 3

Tíminn - 25.11.1964, Blaðsíða 3
I MIÐVIKUDAGUR 25. nóvember 1964 TÍMINN Ársþing hestamanna Ársþing Landssambands hestamannafélaga, hið 15. í röð inni, var haldið á Sauðárkróki dagana 7. og 8. þ. m. Þingið sátu fulltrúar frá 23 hestamannafélögum af 25 sem í sambandinu eru og voru full trúar með atkvæðisrétti 59 tals ins. j Auk þess sátu nokkrir gest- j ir þingið, en þeir voru: H J.1 Hólmjárn, kennari við bænda- skólann á Hólum og fyrsti for maður sambandsins, Bjr.rni Bjarnason, fyrrv skólas'iióri, Laugarvatni, en hann hefur haft á hendi erindrekstur iyrir sambandið að undanförnu, Þor kell Bjarnason, hrossaræktar- ráðunautur, Laugarvatni og j ráðunautarnir Egill Bjarna- son og Sigfús Þorsteinssor Forsetar þingsins voru kjörn ir Friðrik Margeirsson, Sauð- árkróki og Sigurður Hara.ds- son, Hólum, en ritarar Jón Guð mundsson, Fjalli, Árni Ás- bjarnarson, Hveragerði og i Karl Ágústsson, Akureyri - | H.J. Hólmjárn flutti enndi á þinginu um kynbætur hrossa 1 og urðu um hana fjörugai um- j ræður. i Einar G. E. Sæmundsen, for-, maður sambandsins flutti langa og fróðlega skýrslu um störf! sambandsstjórnar á s. 1. scarfs ! ári og bar hún vott urn mik ið og öflugt starf sambands- stjórnar á liðnu starfsári. Enn fremur fluttu skýrslur: ritari sambandsins, Sigursteinn Þórð arson, Borgarnesi og varagiald keri Haraldur Sveinsson, Reykjavík, í fjarveru aðalg'ald- kera. Eftir að þingfulltrúum rafði verið skipt í starfsnefndir og þær starfað, voru gerðar ýmsar ályktanir bæði um innri mál sambandsins og starfið útávið, svo sem um kynbætur hrtssa, sýningar kypnbótahrossa, eftir lit með útflutningi hrossa og áskorun til hestaeigenda um betri og mannúðlegri meðferð hrossa sinna. Ennfremur voru gerðar ályktanir um fræóslu- starf sambandsins og útgáfu blaðsins „Hesturinn okkar’ , fé lagsmerki o. fl. o, fl Þingið kaus milliþinganefnd tii að fjalla um hrossarætkarmálin á milli þinga, en næsta þing verð ur væntanlega háð í Rangár- þingi. Landssamband nesta- mannafélaga er 15 ára í næsta mánuði, en vegna starfs þes á undanförnum árum hefur auk izt til muna áhugi fyrir ís- lenzka hestinum, ræktun hans og notkun. Hefur samb. kondð á reiðskólum og tamingastöðvum og sett reglur um hestaþing með sýningum og kappreiðum. í sambandinu eru nú 25 htsta mannafélög víðsvegar um land ið, með á þriðja þúsund félags menn. Þingfulltrúar sátu mynöar- Framhald á 22. síðu. Nýlega var opnuð í Reykja- vík ný húsgagnaverzlun — Hús gagnahöllin s.f. að Laugavegi 26. Verzlunin er í sama hús- næði og Húsbúnaður var áður, en eigendur Húsgagnahallar- innar eru Iljörtur Jónsson, kaupmaður í Olympíu og Jón, sonur hans. Á götuhæðinni hefur verzlunin verið hólfuð niður á einkar smekklegan hátt, og þar geta viðskiptavin- irnir skoðað húsgögnin í hínu rétta umhverfi, sem þeim hef- ur verið búið. Á II. hæðmni verða húsgögn líka til sýnis og sölu, og þar er einnig rúm- góður lager fyrir verzlunina. Alls hefur Húsgagnahöllin yf- ir að ráða 1000 fermetrum í húsinu. Siggi Karls húsgagna- teiknari sá um allt skipulag á neðri hæðinni. í Húsgagnahöll inni verða á boðstólum hús- gögn frá allflestum íslenzkum húsgagnaframleiðendum. Mynd in er af Húsgagnahölliniii. Orgel vígt í Húsavíkurkirkju Þ.J.-Húsavík. Á kirkjudegi í Húsavíkur- kirkju fyrir nokkru var vígt nýtt pípuorgel. Gamla orgelið. sem þjónað hefur Húsavíkur- kirkju í meir en hálfa öld, var kvatt með því, að organistinn, Reynir Jónasson, lék á það for spil, sóknarpresturinn, séra Björn H. Jónsson, flutti bæn og kírkjukórinn söng, „Kirkja vors guðs er gamalt hús.“ Þá var nýja orgelið vigt. Séra Björn. H. Jónsson flutti vígsluræðuna, séra Sigurður Guðmundsson, prófastur að- Grenjaðarstað flutti bæn op Reynir Jónasson flutti forspil á orgelið. Ingvar Þórarinsson, formaður sóknarnefndar, flutti erindi um orgelmál kirkjunnar og sönglíf við hana. Bæjarstjór inn á Húsavík, Áskell Einars son, skýrði frá því, að Húsa- víkurbær mundi í tilefni orge) vígslunnar gefa orgelsjóði kirkjunnar 50 þús. kr. Áður hefur Húsavíkurbær iagt fram 75 þús. kr. til orgelkaupanna Finnur Kristjánsson, kaupfé lagsstjóri greindi frá sjóðs- stofnun til styrktar tónlistar lífi á Húsavík. Sjóðinn, sem nú er 110 þús. kr. gaf safnað arfólk Húsavíkurkirkju til heið urs hjónunum, Gertrud Frið riksson og séra Friðriki A. Friðrikssyni, fyrrv. prófasti á Húsavík. Frú Gertrud er búin að vera organisti við Húsavík urkirkju í 25 ár, en lét af starfi fyrír ári. Séra Friðrik var sóknarprestur á Húsavík í nærri þrjátíu ár. Bæði hafa hjónin stutt af alúð tónlistar líf á Húsavík í nærfellt þriðj ung aldar. Fyrirhugað er að veita úr sjóðnum framlög til styrktar efnilegu söng- og tón- listarfólki á Húsavík og til söngmenntunar Húsavíku'- söfnuði almennt. Húsavíkurkirkja 15 í HAFNARFIRÐi Föstudaginn 13. nóv. opnaði Við opnun útibúsins tilkynnti Iðnaðarbanki íslands h.f. útibú í formaður bankaráðsins, Sveinn B. Hafnarfirði. Útibúið er við Strand Valfells. að Iðnaðarbankinn gæfi götu 34 í húsnæði Apóteks Hafn- Iðnskóla Ilafnarfjarðar peningá- arfjarðar. upphæð til tækjakaupa fyrir skól Iðnaðarbankinn hefur starfað ann í rúm 11 ár og jafnan haft mikil viðskipti við íðnfyrirtæki og iðn- Forstöðumaður útibúsins verð aðarmenn í Hafnarfirði. Því ákvað j ur Sigmundur Helgason, sem hef- bankaráð Iðnaðarbankans í vor j ur verið deildarstjóri í Iðnaðar- að stofna útibú í Hafnarfirði til ! bankanum. Útibúið er opið kl. að greiða fyrir þessum viðskipt I 10—12 og 13.30—16.30 daglega og um. Útibúið í Hafnarfirði er eina | auk þess föstudaga kl. 17-19 og útibú Iðnaðarbankans. ' I laugardaga kl. 10—12. HJARTA VERND landssamfök hjarta- og æðasjúkdómavarnafé- laga á íslandi. Stofnfundur „Hjartaverndar" landssamtaka hjarta- ^g æðasjúk- dómavarnafélaga á íslandi var haldinn í I. kennslustofu Háskól- ans sunnudaginn 25. okt. s.l. Fundinn setti formaður Hjarta- og æðasjúkdómavarnafélags Reykjavíkur, próf. Sigurður Sam- úelsson, og bauð hann gestí fund arins, heilbrigðismálaráðherra, Jó- hann Hafstein, borgarstjóra, Geir Hallgrímsson, ráðuneytisstjóra, landlækni og borgarlækni og fleiri velkomna til fundarins. Fundarstjóri var Valdimar Stef- ánsson, saksóknari ríkisins, en fundarritari Sveinn Snorrason, hrl. Á fundinum voru mættir milli 40 og 50 fulltrúar frá 18 af 19 svæðafélögum landsins,-, sem aðild eiga að samtökunum;:: Á stofn- fundinulfi var gengið frá setningu laga samtakanna og fyrsta stjórn þeirra kosin, en hana skipa: Benedikt Gröndal, alþ., Eðvarð Sigurðsson, alþ., Sigurður Bjarna- son, alþ., Þórarinn Þórarinsson, alþ., Geir Hallgrímsson, borgarstj. Eggert Kristjánsson, stkm., Pét- ur Benediktsson, bankastj., Sig- tryggur Klemenzson, ráðuneytisst. Óskar Jónsson, forstj., Hafnarfirði, Guðrún P. Helgadóttir, skólast., Davíð Davíðsson, próf., Ólafur Sig urðsson, yfirlæknir, Akureyri, Páll Gíslason, yfirlæknir, Akranesi, Snorri P .Snorrason, deildarlækn- ir, Sigurður Samúelsson, próf. í varastjórn voru þessir menn kosnir: Eyþór Tómasson, forstj., Páll Sigurðsson, tryggingaryfirlæknir, Sigurliði Kristjánsson, kaupm., Vigdís Jakóbsdóttir, frú, Keflavík, Þórður Pálmason, kaupfélagsstjóri Borgarnesi. Endurskoðendur: Bjarni Bjarnason, lögg. endursk. og Hauk ' Framhald á 22. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.