Tíminn - 25.11.1964, Qupperneq 6

Tíminn - 25.11.1964, Qupperneq 6
MIÐVIKUDAGUR 25. nóvember 1964 18 TIMINN Guðmundur Björnsson, Stöðvarfirði Við náðum tali af Guðmundi Björnssyni frá Stöðvarfirði, full- trúa á þingi ASÍ, áður en hann hélt heimleiðis, og spurðum hann tíðinda. Guðmundur sagði, að nú væru tveir bátar gerðir út frá Stöðvar- Guðmundur Björnsson, firði, Kambaföst 100 lestir og Heimir 190 lestir. Báðir þessir bátar eru nýlegir, og Heimir að- eins ársgamall. Kambaröst hætti síldveiðum um 20. september og hafði þá fengið 10 þúsund mál. Heimir hefur stundað síldveiðar til þessa og fengið samtals 24 þús- und mál. Báturinn er nú staddur hér syðra. Kambaröstin fór þrjár ferðir með frysta beitusíld til Fær eyja að síldveiðum loknum, en er nú að fiska fyrir erlendan markað. Trillubátaútgerð hefur má heita lagzt niður á Stöðvarfirði um sinn. Enginn fiskur var frystur þar í sumar, en talsverð síld, hátt í 4 þúsund tunnur alls. Saltað var í tæpar 9 þúsund tunnur í einni söltunarstöð- Síldarmóttökuskil- yrði þyrfti að bæta, sagði Guð- mundur, og hefur verið leitað eft- ir ríkisaðstoð til byggingar síldar- bræðslu, sem hreppuririn, tvö út- gerðarfélög og einstaklingar munu standa fyrir. Um ASÍ-þingið sagði Guðmund- ur að það hefði verið hið fjölsótt- asta: — Þinghaldið er í rauninni að verða óviðráðanlegt vegna mann- fjölda, það er orðið þröngt um þingheim í KR-skálanum, öll hús- gögn verður að flytja þangað utan úr bæ. — Ég held, sagði Guðmundur, að allir séu nú sammála um, að skipulagi þingsins þurfi að breyta, en um hitt gætu orðið skiptar skoðanir, hvernig breyta skuli. — Frá þessu þingi er efst í hugum manna boð stjórnarflokkanna um samstöðu um lausn skipulagsmála og rýmkun á fjárhag sambandsins gegn stjórnaraðstöðu innan sam- takanna. Persónulega tel ég að hér sé um óskyld mál að ræða, sem ekki verði talað um í sömu andrá. Hrossakaup eiga hér ekki við. Þá tel ég, að samstarf krata og komma í stjórn ASÍ hafi ekki eefið svo góða raun, að ástæða sé \ til að stuðla að, að það verði tek- ið upp að nýju. Ennfremur var grundvöllur fyrir sama meirihluta í stjórn og fyrr og raunar sterk- ari, þrátt fyrir að Landssamband ísl. verzlunarmanna er komið inn í samtökin. N — En þrátt fyrir allt, Guð- mundur, var samþykkt nokkur rýmkun á fjárhag sambandsins. — Sú lausn, sem þar fékkst — þó ekki eins og stjórn ASÍ lagði til — byggist ef til vill mest eða eingöngu á þeirri afstöðu, sem Sverrir Hermannsson tók, er hann lýsti vfir snemma á þingi, að verzl- unarmenn væru komnir inn í ASÍ til að byggja upp, en ekki til að rífa niður. En varðandi það mál, sem ég gat um áðan, vil ég bæta við, að þessi stjórn ASÍ hefur staðið að því að breyta stefnu ríkisstjómarinnar í mikilsverðum málum, í sambandi við afnám vísi- tölubanrisins, vaxtalækkunina og aðrar umbætur á húsnæðismála- löggjöfinni. Og ég hef enga trú á, að aðstaða ASÍ til áhrifa á ríkis- stjórnina hefði styrkzt við að fá málsvara ríkisstjórarinnar inn í stjórn ASÍ, Ég tek því á mig minn hluta ábyrgðarinnar á því, að þessi verzlun átti sér ekki stað, því sennilega hefur afstaða okkar Framsóknarmanna orðið til að koma í veg fyrir, að forystumenn kommanna í verklýðssamtökunum hér í Reykjavík legðu út í það ævintýri að kaupa krata á fæti. Sigurður Jóhannesson, Akureyri Einn af fulltrúum verzlunar- manna á 29. þingi Alþýðusam- bands íslands var Sigurður Jóhannesson, skrifstofumaður, á Akureyri. Blaðið náði tali af Sig urði er þinginu var lokið og spjall aði lítillega við hann um þingið. — Ertu ánægður með þetta Al- þýðusambandsþing, Sigurður? — Já, það er engin ástæða til annars. Á þessu þingi var starf- að mun meira að málefnum verka lýðshreyfingarinnar á félagslegum Siguröur Jóhannesson grundvelli en á þinginu árið 1962, þegar mikill hluti þingtímans fór í deilur um kjörbréf. Nú voru kjörbréfin aftur á móti afgreidd á mjög skömmum tíma. — Hvernig gengu þingstörfin? — Allt benti til þess í upphafi þingsins að fulltrúarnir ætluðu sér að þessu sinni að vinna á þinginu á faglegum grundvelli, og það var líka gert framan af. Engar deilur urðu um grundvall- aratriðin í þeim mörgu og góðu ályktunum, sem gerðar voru á þinginu um ýmis málefni verka- lýðsins. En er líða tók á þingið, breyttist ástandið. — Hvernig? — Þá kom fram hjá minnihlut- anum, eins og frægt er orðið, að framgangur ýmissa þýðingar- mestu innanfélagsmála Alþýðu- sambandsins, var bundinn' vissu skilyrði af þeirra hendi, þ.e. þeir gátu ekki hugsað sér að standa að lausn fjárhags- og skipulags- málanna, nema þeir gætu verzlað með þá lausn og fengið nokkur miðstjórnarsæti í staðinn. Áður benti allt til þess að þeir ætl- uðu að vinna að málunum af skynsemi og á stéttarlegum grund velli, en svo kom skyndilega . í ljós, að þeir ætluðu að selja sig. Að slíku var að sjálfsögðu ekki hægt að ganga. — Hvernig lízt þér á miðstjórn ina? — Eg er mjög ánægður með, að miðstjórnin var endurkjörin. Sam starf Framsóknarmanna og Al- þýðubandalagsmanna í miðstjóm ASÍ á síðasta kjörtímabili tókst að mínu áliti vel. Þeir áttu m.a. frumkvæðið að júní samkomulag inu í sameiningu, og var það að mörgu leyti mjög góður áfangi í kjarabaráttunni. Miðstjórnin hef ur staðið sig vel, og ég hef allar ástæður til þess að ætla, að svo verði einnig á því kjörtímabili, sem nú er hafið. — Hvað okkur verzlunarmenn snertir sérstaklega, þá höfum við einn varamann í miðstjórninni, Markús Stefánsson, sem fær að sitja alla fundi hennar og koma þa,- fram sjónarmiðum verzlunar- manna. Þó hefði að vísu verið betra að verzlunarmenn ættu aðal mann í miðstjórn ASÍ. — Þannig, að þingið í heild tókst vel að þínu áliti? — Já, það má segja. Þó var að vísu mjög leiðinlegt, að minni- hlutamenn skyldu ekki getað starf að þingið út án þess að stunda sölumennsku sína, en slíkt athæfi er alltaf til skaða fyrir samtökin — sagði Sigurður að lokum. Óskar Jónsson, Selfossi _ Fulltrúi Verzlunarmannafe'ags Árnessýslu á nýafstöðnu ASÍ- þingi var Óskar Jónsson. Selfossi. Þetta er i annað sinn sem Ó.skar er kjörinn fulltrúi félagsins á Al- þýðusambandsþing, en Verzlunar- mannafélag Árnessýslu mun vera eina verzlunarmanpafélagið sem stendur utan Landssambands ísl. verzlur.armanna — Hver voru nú megin verk- efni þingsins, að þínum dóini Ósk ar? — Fyrst skal nú telja kaup- og kjaramálin. sem framundan er að leysa á næstunm. þá skipulags- mál ASÍ, og fjárhagslegur rekstr- argrundvöllur samtakanna. Óskar Jónsson — En ekki voru nú öll þessi mál leyst á þinginu. — Nei, en frá sjónarmiði okk ar Framsóknarmanna kom ekki annað til mála, en stjórn ASÍ yrði skipuð þeim meirihluta er þingið skipaði. Það er álit mitt, að á meðan meirihlutakosning er í verkalýðsfélögunum sjálfum, þá skuli meirihlutakosning -- einnig gilda á sjálfu ASÍ þingfnu Verði híns vegar að þvi horfið að við- hafa hlutfallskosningu í verkalýðs félögunum og stéttasamböndunum leiðir af sjálfu sér, að viðhafa þá aðferð við kjör stjórnar Alþýðu sambands íslands — en fyrr ekki. Við Framsóknarmenn teljum að forystulið verkalýðssamtakanna verði að vera höfuðvígi þeirra í baráttunni við kaupskerðingar- stefnu rikisstjórnarinnar. Við get um hrósað okkur af því að hafa bjargað íslenzkum launþegum frá því að lúta í einu og öllu þeirri ríkisstjórn er grátlegast hefur leikið íslenzkan verkalýð á undan förnum árum, en á þinginu ætlaði ríkisstjórnin að ná nokkrum tök um á höfuðvígi verkalýðsins — Aiþýðusambandi íslands. — Og bvernig þá? — Minnihlutinn, það er stjórn arliðið, hafði uppi allskonar til- burði um að verzla með hagsmuna mál ASÍ gegn aðild að stjórn samtakanna. Vai helzt á þeim að skilja, að þeim hefði verið veitt vilyrði fyrir því, af einhýerjum úr forystuliði Alþýðubandalags- ins — þó vart sé hægt að trúa því. Ábyrgðarleysi rninnihlutans á þingi lýsti sér bezt í því að hann hindraði framgang nauðsynlegra skipulagsbreytinga innan ASÍ. Slíkt framferði er ekki samboðið félagslega þroskuðu fólki. hver svo sem í hlut á. Með þessum að- gerðum þóttist minnihlutinn eða stjórnarliðar ætla að eyða allri pólitík í samtökunum, en með afstöðu sinni í að hindra naudsyn- legar lagabreytingar augiýstu þeir það betur en með nokkru öðru að fyrir þeim vöktu aðeins pólitísk bolabrögð Markús Stefánsson, Reykjavík Við spurðum Markús Stefáns son, varamann í stjórn ASÍ: — Hvað finnst þér einkum hafa eínkennt þetta nýafstaðna ASÍ- þing? — Það sem mér fannst ein- kenna það hvað mest er, hve Al- þyðuflokkurinn virðist vera orð- inn gersamlega vonlaus um fylgi sitt innan verkalýðshreyfingarinn ar Hann gerði ítrekaðar tilraunir til þess að kaupa sig inn í stjórn samtakanna. Foringjar Al- þýðuflokksmanna á þinginu fóru ekxi dult með það, að hægt væri að leysa öll þau mál, sem mið- stjórnin taldi mest aðkallandi, ef þeir aðeins fengju að fara í stjórn. Slíkt er orðið vonleysi þeirra Al- þýðuflokksmanna, sem árið 1956 áttu á annað hundrað þátttakenda á ASÍ-þingi, að þeir sjá enga leið til áhrifa á stjórn samtakanna en að verzla með sig á þennan hátt. Nú voru innan við 80 þingfulltrú ar fylgjandi Alþýðuflokknum og það er raunalegt til þess að vita, að Alþýðuflokksmenn skuli ekki vilja læra neitt af reynslunni og taka upp heilbrigðari stefnu en undanfarið og reyna á þann hátt að efla áhrif sín innan verkalýðs hreyfingarinnar. — Hvaða mál telur þú veiga- mest, þeirra er lágu fyrir þessu þingi? — Tvímælalaust skipulagsmál- in og fjármálin. Um þau fyrr- nefndu fékkst engin niðurstaða. Ekki lá nein bylting í skipulags- malunum fyrir þessu þingi, en tillögurnar miðuðust við það, að hægt yrði að leysa skipulagsvanda málin fyrir næsta ASÍ-þing. Svona þing eru að verða óframkvæman- leg. Þau eru allt of þung í vöfum og kosta miklu meira en févana samband rís undir. Svona fjöl- menn þing kryfja mál aldrei eins til mergjar og smærri þing, störf in verða allt of umfangsmikil. Þetta þing kostaði samtökin að minnsta kosti 300 þúsund krónur, og þeim peningum væri örugg- lega miklu betur varið á annan hátt. — Til þess að samþykkja til- lögur þurfti tvo þriðju atkvæða, þai eð um lagabreytingu var að ræða. Kratar voru reiðubúnir til að hjálpa til við að koma þessum málum fram — ef þeir fengju stjórnarsæti í staðinn. Einn helzti oddviti þeirra á þinginu, Óskar Hallgrímsson, lagði sjálfur fram tillögu í þessum málum í skipu- lags- og laganefnd, sem r.ann hljóp svo frá, þar eð hann fékk ekki tækifæri til að kaupa sig Markús Stefánsson I

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.