Tíminn - 25.11.1964, Blaðsíða 9
MIBVIKUDAGUR 25. nóvember 1964
1
35
frá þessu. Burkitt og þeir, sem hann hafði vakið, stóðu nú og
biðu eftir mér. Þeir samþykktu þegar í stað uppástungu
mína. Við tókum okkur byssur í hönd, og ég lét Thompson
halda vörð við vopnakistuna. Svo vöktum við McCoy, Willi-
ams, Alexander Smith og fleiri. Allir lofuðu þeir því að taka
þátt í uppreisninni. Við fengum þeim vopn, og þegar ég hafði
sett varðmenn við allar klefadyr, fórum við inn í klefa
Blighs. Hitt vitið þér.
Hann sat þögull stundarkorn og horfði í gaupnir sér. Loks
rauf hann þögnina og sagði: — Álítið þér, að Bligh komist
nokkurn tíma til Englands?
— Það er hæpið. Fyrsti staðurinn, þar sem nokkurrar
hjálpar er að vænta, er Timor. Og Timor er í um 3600 mílu-
fjórðúnga fjarlægð frá þeim stað, þar sem báturinn var sett-
ur á flot. Þegar ég tók skipið á mitt vald, hafði ég í hyggju
að flytja Biigh í böndum til Englands. En skipverjarnir vildu
ekki heýra það nefnt. það vissuð þér sjálfur. Og ég varð að
beygja mig fyrir því. Svo vaknaði spurningin um það, hverjir
ættu að fara með honum. Upphaflega ætlaði ég aðeins að
senda með honum Fryer, Samúel, Hayward og Hallet, en ég
gat ekki neitað hinum, fyrst þeir vildu endilega fara. Það
hefði verið hættulegt að halda þeim eftir. Mér var það ljóst,
að ef ég héldi á eftir þeim Fryer, Purchell, Cole og Peckover,
hefðu þeir gert allt, sem í þeirra valdi stóð til þess að safna
um sig mönnum og ná skipinu á sitt vald. Jæja, það er komið
sem komið er. Nú verð ég að hugsa um þá, sem með mér eru.
Það minnsta, sem ég get gert, er að hindra það, að við verð-
um teknir.
— En hvað um okkur hina?
— Ég átti von á að þér spyrðuð að því, og þér eigið vissu-
lega rétt á því. Ég get ekki ætlazt til þess, að þið sleppið
allri von um að komast aftur heim, eins og Young hefur
gert. Mín örlög eru ekki glæsilegri en ykkar.
Hann stóð á fætur, gekk út að kýrauganu og horfði.á sólar-
lagið. Að stundarkorni liðnu sneri hann sér að mér.
— Ef ég færi með yður til Tahiti og skildi við ykkur, þar
myndi enginn af ykkur þykjast skuldbundinn til þess að
þegja um uppreisnina. Sem stendur má ég til með að halda
ykkur hér, hversu leitt sem það er. Þetta er allt og sumt, sem
ég get sagt og það verðið þér að láta yður lynda.
Christian minntist ekkert á ráðagerðir sínar fýrst um sinn
enda þótt hann léti skiljast' á sér, að við myndum sjá land
eftir tvo daga. Að morgni þess 28. maí, nákvæmlega 4 vikum
eftir uppreisnina, sáum við ey á bakborða í um 18 mílufjórð-
unga fjarlægð. Við vorum nærri því allan daginn að komast
I að eynni og lögðumst við akkeri um kvöldið um þrjár mílur
i frá vesturoddanum. Þegar birta tók af degi fengum við byr
B og sigldum fram með rifinu nokkuð fra landi. Stewart hafði
ágætt minni, þegar um var að ræða lengdar- og breiddargráð
ur, og hann mundi ennfremur öll kort, sem hann hafði séð,.
Hann var viss um, að þessi eyja héti Tupuai, sem Cook skip-
stjóri hafði uppgötvað. Okkur, sem höfðum verið á sjónum í
tvo mánuði, virtist eyja þessi lík aldingarðinum Eden. Og
hvort sem það voru uppreisnarmenn eða ekki uppreisnar-
menn, þá voru allir jafnákveðnir í því að fara þar á land.
Margar smáeyjar voru fram með rifinu. Alls staðar sáum við
merki þess. að eyján væri þéttbyggð.
Christian skýrði okkur frá því, að hann ætlaði að stýra
skipinu að landi gegnum sund eitt. Þegar við komum í sund-
ið, sáum við þar stóran her. Þar hlutu allir íbúarnir að hafa
safnazt saman. Við álitum, að þeir myndu vera um 8 eða 9
hundruð. Þeir voru vopnaðir spjótum, kylfum og grjóti og
það var bersýnilegt, að þeir ætluðu að hindra það, að við
kæmumst að landi. Þeir sinntu því engu, þótt við værum hin
ir vingjarnlegustu, heldur hristu spjótin, og létu grjóti rigna
yfir þilfarið, og margir skipverjar særðust. Við neyddumst
til þess að hörfa undan. Sumir uppreisnarmanna stungu
upp á því, að við skyldum skjóta nokkrum falibyssuskotum á
hina innfæddu. Hefðum við gert það, þá hefðum við drep-
ið mörg hundruð þeirra og kúgað hina til hlýðni, en Christi-*
an vildi ekki heyra j>að nefnt. Hann var ákveðinn í því að
reyna að komast einhvers staðar í land á friðsamlegan hátt.
Uppreisnarmenn héldu nú fund með sér. Við hinir, að und
anteknum Young, yorum sendir fram á skipið, svo að við
heyrðum ekki, hvao rætt væri. Eftir fjórðung stundar gengu
menn til starfa sinna, svo að auðséð var, að úkvörðun hafði
verið tekin, sem allir voru ánægðir með. Skömmu seinna var
siglt í norðurátt.
Young vildi auðvitað ekki skýra frá þvi, hvað hefði gerzt
og við vildum ekki spyrja hann að því. Við vissum líka, að
fyrst stefnt var í norður, var ekki um aðra ey að ræða en
Tahiti. Við Morrison og Stewart hvísluðumst á í káetunni um
kvöldið. Við þorðum varla að vona, að við yrðum settir á
land á Tahiti. Væri nokkur von til þess að skip kæmi til
nokkurrar eyjar í suðurhöfum, þá var það til Tahiti. Það gat
að vísu orðið nokkurra ára bið á því, en þangað hlaut skip
að koma. Við vorum sammála um það, að ef við kæmumst
til Tahiti skyldum við aldrei fara þaðan aftur, nema heim
til Englands.
XI.
Síðustú fréttir af BOUNTY.
.nóaaTOBiIsH
Daginn eftir að við höfðum ákveðið að flýja, gerði Christi-
an orð eftir mér. Ég hitti hann inni í káetunni, og var Churc-
hill þar hjá honum. Hann benti mér að koma inn fyrir,
sendi burtu varðmanninn og lokaði dyrunum. Christian var
alvarlegur og áhyggjufullur á svipinn. En Churchill stóð við
dyrnar, krosslagði hendur á brjóstinu og brosti til mín. Hann
var hár maður, þreklega vaxinn, miðaldra, bláeygður og
hinn karlmannlegasti.
— Ég hefði látið gera orð eftir yður, herra Byam, sagði
Christian, — til þess að tilkynna yður ákvörðun þá, sem við
höfum tekið gagnvart yður og þ|eim, sem.ekki tóku þátt í upp
reisninni. Við hötum engan ykkar, en kringumstæðurnar eru
46
aði þau til kvöldverðar.
— Jæja, sagði Nanaine — nú
verður bráðum bundinn endir á
þessi læknisstörf, sem eru að gera
útaf við þig. Borgarstjórinn kom
hingað og spurði eftir þér. Þú
hefur ekki heimild til að setja
hér á stofn lækr.ingastofu án sam-
þykkis borgarráðs.
Hana nú. Leynisala töfralyfj-
anna hjá lyfjabúð Bidaults hafði
þá minnkað. Það voru góðar frétt-
ir.
— Ég hef leyfi til að stunda
lækningar á eigin sptýur.
— Já, en þú hefur ekki heim-
ild til að stunda þær ókeypis hér
í bæ. Til þess harft þú að fá leyfi
borgarstjórans.
— Gott. Hann var of þreytt-
ur til að fara út í þrætur um mál-
ið. — Ég skal þá senda sjúkling-
unum reikninga. En þeír verða
ekki greíddir — og mér dettur
ekki í hug að kalla eftir því.
Hann fór upp í herbergi sitt,
fór úr skóm og treyju og fleygði
sér ofan á rúmið. Hann varð að
fjarlægja orðið ,,ókeypis“ á aug-
lýsingaspjaldi sínu. Og hann varð
að segja þeim, sem vitjuðu hans,
að reyndar myndu þeir fá reikn-
ing frá sér, en það værl bara forms
atriði. En hvað maður varð að
gegna mörgu. sem var þarflaust
og kjánalegt. Berjast við £vo
margt fólk og margvíslega for-
dóma ....
Hann heyrði rödd frænku sinn-
ai alla leið upp, skræka og glymj-
andi af gremju. — Hugsa sér, að
eyða allri þessari menntun á ann-
an eins viðskiptalýð. Hreint og
beint allt til ónýtis.
20. kafli.
Á miðvikudagsmorgun lagði
yiktor af stað -til New Orleans.
Á skránni yfir allt, sem hann
þurfti að gera þar, var meðal
annars að heimsækja „Hið sam-
einaða ávaxtafélag" þeirra erinda,
að kaupa farseðil til Panama á
þriðja laugardag í ágúst. Þann dag
ætlaði hann að halda af stað,
hvort sem búið yrði að útvega
hingað nýjan lækni eða ekki. Þó
vonaði hann að nýi læknirinn
yrði kominn, áður en hann færi.
Hann langaði til að. skýra fyrir
honum rannsóknir sínar á pell-
agra, og vekja áhuga hans á að
halda áfram með lækningastoí-
una.
Hann hafði afráðið að tala við
frænda sinn, Alcide Larouch
lækni. Ekki til að ræða um félags
skap þeirra, heldur sem hreina og
beina kurteisisheimsókn. í raun
inni var honum forvitni á
að finna Alcide að máli, því
hann vænti þess, að fá nánar
fregnir af Palmýru Delamare í
eitt skipti fyrir öll. Fyrirfram var
hann nægílega kunnur ævisögu
hennar til að skilja ástæðuna fyr-
ir því, að það var talið
hneyksli út af fyrir sig, að nefna
nafn hennar. En hann hafði ekki
enn fengig fulla skýringu á því
hvaða hlutdeild Larouche læknir
hafði átt í hneykslinu, og þótt
hann þefði ekki haft minnsta
áhuga fyrir fortíð Palmýru, til að
byrja með, var hann tekinn að
gerast forvitinn upp á síðkastið.
— Það er allt of löng saga, hafði
Ulysse frændi sagt. — Fáðu Al-
cide Larouch frænda þinn til að
segja þér hana. Og Fauvette d‘
Eaubonne hafði spurt hann stein
hissa: — Vitíð þér virkilega ekki,
hvers vegna Alcide reyndi að
skera sig á háls?
Hann fór þegar til fremsta
brauðgerðarhúss bæjarins, til að
panta köku fyrir afmælisveizlu
ICólettu hinn 15. ágúst. Hún átti
að vera listaverk. Þaðan fór hann
til heilbrígðiseftirlitsins og samdi
við það um að láta eftirlitsmenn
þess sjá um að setja lok ofan á
brunnana á eignarlóðum deRoch-
ers í borginni. Loks náði hann til
aðseturs Larouches læknis í Mais
in Blanche nokkru fyrir klukkan
ellefu.
Ekki var nokkur stóll auður í
hinní fagurbúnu biðstofu. Þar
voru skrautleg, hvít gluggatjöld,
körfustólar, þykk kókusábreiða á
gólfi, veggir fóðraðir silkilíki og
hengu á þeim*málverk eftir kunna
meistara. Er hann gekk inn úr
dyrunum barst móti honum óslit-
in suða af kvenröddum. En jafn-
skjótt sem hann birtíst hljóðnaði
allt. Hann nam staðar með strá
hatt sinn í hendinni. Konurnar
litu undrandi til hans, en litu svo
af honum aftur og héldu áfram
samræðum sínum.
— Jú, mælti ein konan, er
skreytti hár sitt með svartri strúts
fjöður. — Það er alveg rétt! Blöð
in segja að hann hafi horfið frá
starfi sínu vegna ástarinnar!
— Hver? Hver þá? spurði
gömul kona með eyrnalokka úr
gimsteinum og heyrnarpípu við
eyra.
— Alfonse prins af Orleans,
svaraði ung ljóshærð stúlka, sem
hélt á sólhlíf með silkikögri.
— Hann var bæði aftignaður og
rekinn úr herdeildinni.
— Lífsins ómögulegt! Hver var
það, sem hann kvæntíst?
— Beatrice af Sachsen-Coburg
— í leyfisleysi. ■
Samræðumar þögqyðu; skyndi-
lega, þegar holdug 'stúfungskerl
ing í glæsilegum knipplingakjól
kom innan úr viðtalsstofunni og
gekk til dyra í fylgd með grannri
kohu í hvítum, nýstroknum lín-
klæðum. Hún virtist furða sig á
að sjá karlmann þarna. Hún
lyfti brúnum og spurði stmögum
rómi hver hann væri.
— Ég er duRocher læknir,
frændi dr, Larouche! svaraði Vik-
tor.
— Ó, já, svoleiðis! Augnabrún-
irnar komust begar í samt lag.
Hinn nýi meðeigandi.
Alcide kom þegar fram fyrir og
faðmaði hann Innilega að sér.
-— Jæja þá, kæri vinur — loksins,
loksins! Svo tók hann utan um
frænda sinn og leidíli hann inn í
viðtalsstofuna.
— Ágætt, ágætt! Larouch
læknir hafði það fyrir vana, að
segja allt tvisvar. — Þú kemur
alveg mátulega til að bjarga mér
frá að farast úr ofreynslu. Þú
sérð nú að ég er önnum kafinn
upp fyrir höfuð. Han nbenti fram
til biðstofunnar. Hönd hans var
hvít og feitlagin, og fyrir svörtu
hárin á handarbakinu sýndist hún
enn hvítari. — Yfirfullt af þeim
þunguðu, sagði hann í gremju-
rómi. — Ég er farinn að halda að
það sé eitthvað til í því, sem sagt
er, að Míssissippifljótið eigi sök á
þessari óhemju frjósemi kvenna
okkar, óhemju frjósemi. Ég held,
að ef konhrnar drykkju regnvatn.
myndu þær eignast færri böm.
færri börn.
—En meira af taugaveiki,
bætti Viktor við.
— Ó, já, en taugaveikina ráð-
um við nú við, Larouche læknir
deplaði augunum laumulega.
— Nú, en eina siðferðilega að-
ferð þeirra að lækna bameignir.
er að taka veikina. Hann hló
ánægjulega að sinni eigin fyndni.
Hann bar óvenju hátt hálslín, sem