Tíminn - 25.11.1964, Blaðsíða 5

Tíminn - 25.11.1964, Blaðsíða 5
17 MIÐVIKUDAGUR 25. rtóvember 1964 TIM9NN Bók Eriendar um Kúrdana er komin Bókar Erlendar Haraldssonar um Kúrda hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu. Nf er hún komin út hjá Skuggsjá og nefnist „Með uppreisnarmönnum í Kúrdistan.“ íslendirígar hafa ekki átt marga ævintýramenn í blaðamannastétt, enda er íslenzka blaðamannastétt- in ung að árum. Og enginn ís- lenzkur blaðamaður annar en Er- lendur Haraldsson hefur orðið til að flytja málstað undirokaðrar smáþjóðar á alþjóðavettvangi og jafnframt deilt með henni deg^ og nótt meðan hún berst fyrir lífi sínu. Erlendur hefur dvalizt lang- dvölum í Kúrdistan. Honum var smyglað inn og út úr landinu og hætti við það lífi sínu. Hann varð að fara huldu höfði og leita næt- urstaðar í hellum, eins og hver annar sakamaður. Og í þessari bók segir frá ferð hans um brenndar sveitir og héruð stórbrotins lands. í bókinni segir einnig frá eftir- minnilegum leiðtogum kúrdískra uppreisnarmanna, skæruliðum og bændafólki. Hér er því um að ræða mjög forvitnilega bók um þróttmikið fólk, sem berst við ofurefli og ungan íslenzkan blaða- mann, sem hefur reynt að hjálpa því. Bókin er 185 bls. skreytt mörg- um myndum og kostar hún kr. 298.55. HJUKRUNARNEMII FRAMANDIIANDI , Þorbjörg Árnadóttir. Kalt er við kórbak Kalt er við kórbak heitir bók, sem Guðmundur J. Einarsson frá Brjánslæk sendir frá sér. „Höf- undur hefur frá mörgu að segja á sjó og landi, utanlands og inn- an. Hann segir hressilega frá og af mikilli eínlægni og einurð, en einnig ríkri réttlætistilfinningu, hvort sem í hlut á nánasta skyld- fólk hans, félagar á íslandi og í Færeyjum, þar sem hann átti heima um árabil, — sóknarprest- urinn, sveitarhöfðínginn eða yfir- læknir og hjúkrunarfólk á Vífils- stöðum. Bókin er 264 bls. útgef- andi er Skugg«já og bókin kostar kr. 295.40. GB-Reykjavík, 18. nóvember. Komin er út á vegum ísafold- arprentsmiðju skáldsaga, sem nefnist „Signý“ og hefur auka heitið „Hjúkrunarnemi í framandi landi,“ en höhindur er Þorbjörg Árnadóttir rithöfundur og mag- ister í hjúkainarfræðum. Sagan hefst í Reykjavík, þegar Spánska veikin dynur yfir og Signý gerist sjálfboðaliði við hjúkrunarstarfíð í Miðbæjarbama skólanum. Sögusviðið færist svo til Kaupmannahafnar. Signý hef- ur hug á að læra hjúkrun en þyk- ir of ung til að fara á hjúkrunar skóla og verður að bíða á ann- að ár, vinnur á hjúkrunarheimili og skrifstofu og kynnist ýmis konar fólki, sorgum þess og gleði, þ.á.m. íslenzkum Garðstúdentum, lístafólki, einstæðingsstúlkum, sem fóru út í heim í leit að hajn- ingjunni, og fleirum. Loks kemst Signý á hjúkrunarskóla á stórum spítala. sjúklingar, hjúkrunarlið og aðrir ganga yfir sögusviðið og reynsla Signýjar verður margþætt og viðburðarrík. Sagan er byggð á sönnum atburðum í aðalatrið- um, en öllum nöfnum breytt og Skáldavillurnar • ein persóna gerð úr tveim eða j fleiri. Þorbjörg Árnadóttir (frá Skútu j stöðum) hefur áður sent frá sér i nokkrar bækur, m.a. skáldsöguna „Sveitin okkar,“ og leikritið „Draumur smalastúlkunnar" og ferðabókina „Pílagrímsför og ferðaþættir." Þorbjörg var í mörg ár við hjúkrunarnám erlendis, fyrst í Danmörku, en lengst vest- ur á Kyrrahafsströnd Bandaríkj- anna, lauk meistaraprófi, en sam hliða stundaði hún og bókmennta nám við háskóla vestra. Eftir heim komuna fékkst hún við hjúkrun areftirlit og ritstörf. Skáldsagan „Signý“ er 168 bls. og kostar kr. 200.45. í Skáldatíma Gagnrýni á þjóðleg og alþjóð- leg menníngarviðhorf Halldórs Laxness birtast í Skáldavillumar í Skáldatíma, bók, sem Einar Freyr hefur sent frá sér. Bókin er í Episku söguútgáfunni, og á baksfðu segir, að hér sé fremur um að ræða málefnalega gagn- rýni á Halldór Laxness en per- sónulega. Bókin er 136 bls. NÝ ÆTTARSAGA ÚR ÍSLENZKU ÞJÓÐÚFI Valt er veraldar gengið er „ris- mikil ættarsaga úr íslenzku þjóð- lífi eftir Elínborgu Lárusdóttur. Á síðasta ári sendi hún frá sér bókina Eigi má sköpum renna, og h}aut fyrir hana mikið lof. í þessari nýju bók er enn sögð saga Dalsættarinnar, einkum þó sona þeirra Dalshjóna. Hákon er orð- inn kapellán hjá prestinum á Felli og fær heimsókn af Jörgen Jörgensen, öðru nafni Jörundi hundadagakonungi. Skáldkonan vefur inn i frásögn sína aldarfars- og þjóðlífslýsing- um og sögnum, sem lifað hafa á vörum fólksins, einkum þó um ættarföðurinn Hákon rika í Dal. „Gera þær söguna alla litríkari og byggingu verksins sterkari, og sanna það, sem áður var vitáð, að skáldkonan kann vel til verka og gjörþekkir það tímabil, sem þessi rismikla saga spannar yfir.“ Bókin er 276 bls. og hún kostar kr. 298.50. Útgefandi er Skuggsjá. Varðberg á Húsavík Hinn 10. nóvember var stofn að Varðbergs-félag á Húsavík, sjö unda Varðbergsfélagið í landinu. Stofnendur vora rúmlega 30 tals ins. Stofnfundurinn var haldinn í samkomuhúsinu Hlöðufellí, og var á honum lagt fram lagafrum varp, sem samþykkt var samhljóða en jafnframt samþykkti fundur- inn að gerast aðili að samþykkt um samstarf Varðbergsfélaganna, sém gerð var á landsráðstefnunni á Akureyri fyrst í nóvember. í stjóm félagsins voru kjörnir þeir Stefán Sörensen. formaður Páll Þór Kristinsson, 1. varaf., Guðm. Hákonarson, 2. • varaf. Einar Fr. Jóhannesson, ritari, Ragnar Helgason, gjaldkeri og Ární Björn Þorvaldsson, með stjórnandi. Varastjóm skipa þeir Jón A. Ámason, Stefán Hjaltason og Gunnar Páll Jóhannesson. TÍU BÆKUR FRÁ ÆSKUINjNÍ ! ÁR Frá bókaútgáfu Æskunnar koma út tíu bækur í ár, og eru þá útgáfubækur Æskunnar .orðn- ar 120 síðan útgáfan hófét árið 1930. Sumar bókanna að þessu sinni eru endurprentaðar, og kem ur t.d. ein út nú í fimmtu útgáfu. pn það er: ' Örkin hans Nóa eftir Walt Disney, í þýðingu Guðjóns Guð- Jónssonar fyrrv.. skólastjóra. Eng- in bók hefur komið oftar út hjá Æskunni, og selst hún jafnan upp á skömmum tíma. Hún kostar kr. 58.00. Litla lambið eftir séra Jón Kr. ísfeld hefur áður birzt sem fram- haldssaga í Æskunni Bókina prýða margar fal- legar teikningar eftír listakonuna Þórdísi Tryggvadóttur. Hún kost- ar kr. 61.30. Spæjarar eftir Gunnar Nilan er hörkuspennandi saga og aðallega ætluð strákum, þýðandi Guðjón Guðjónsson fyrrv. skólastjóri. Hún kostar kr. 97.60. Fjósakötturinn Jáum segir frá eftir Gustav Sandgren, þýðandi Sigrún Guðjónsdóttir bókavövður. Þetta er bók handa 6—10 ára gömlum börnum, mikið mynd- skreytt. Hetjan unga eftir H. Strang í þýðingu Sigurðar Skúlasonar kem ur nú út í annað sinn og er helzt fyrir börn á aldrinum 9—12 ára. Verð kr. 58.25. Móðir og barn eftir indverska skáldið og spekinginn R. Tagore, í þýðingu Gunnars Dals, kemur út í vandaðri útgáfu í tilefni 65 ára afmælis barnablaðsins Æsk- unnar. Verð kr. 168.80. Oliver Tvvist eftir Charles Dick ens kom út hjá ÆskúhtiU árið 1943 og seldist upp á skömmum tíma og hefur verið mikið eftir spurð síðan, ekki sízt, þegar sag- an kom sem framhaldsleikrit í Ríkisútvarpinu. Sagan kom út fyrr á þessu ári og hefur mikið gengið á það upplag síðan. Verð kr. 158.25. Davíð Copperfield eftir Charies Dickens hefur verið að koma sem framhaldssaga í Æskunni og er ekki lokið þar, þótt hún komi nú út í heild á bók. Mikil eftir- spurn hefur verið eftir henni, því að nýlega var byrjað að flytja hana sem framhaldsleikrit í út- varpinu. Þýðandi Sigurður Skúla- son. Hún kostar kr. 158.25. Tvær bækur eiga eftír að koma út fyrir jólin, drengjasagan Hart á móti hörðu eftir Dag Christen- sen, þíðandi Guðm. G. Hagalín, og telpnasagan Stína eftir Babbis Friis Baastad, þýðandi Sigurður Gunnarsson skólastjóri. ÆVISAGA HARALDS BÖÐVARSSONAR f fararbroddi er ævisaga Har- alds Böðvarssonar, framfara- og framkvæmdamanns, sem allir þekkja. Ævisöguna ritar Guðmund ur G. Hagalín. Á bókarkápu seg- ir: „Frá bemsku er sem lífið hafi stefnt markvisst að því að gera Harald Böðvarsson að þeim þrek- mikla, kappsama og hagsýna at- hafnamannk sem öll verk hans vitna um. í bókinni er sagt frá uppbyggingu blómlegra útgerðar- stöðva og verzlunarfyrirtækja j Sandgerði og á Akranesi, og hér er lýst, hvernig Haraldur fylgir þróun þeirra útgerðartækja, sém hann hefur valíð sér. Bókin er 432 bls. og í henni eru allmargar myndir. Hún kost- ar kr. 369.25 og ^r gefin út af Skuggsjá. C® £r * jmfon/u- tóssleikar rónleikar Sinfóníuhljómsveit ar íslands, sem fram fóru pann 19. nóv. s. 1. undir stjórn Igor Buketoff, fluttu allbreytilega efnisskrá. M. a. var flutt ísl. tónverk eftir dr. Hallgrím Helgason, Verk þetta er svo til ný- samið eða 1963 og nefnir nöf. það Rapsódíu f. hljómsveit og skilgreinir sem vegsömun til rimnalagsirís. í upphafi verks- ins þræðir höf. að nokkru aðr- ar götur en vandi hans er. og má þar gera sér vonir um eitt hvað nýtt, en verkið teygir úr sér og hleður sífellt utan á sig. Margt er þar haglega gert og ber með qér þekkingu og kunn áttu höfundar, þótt hei’din verði helzt til löng og þyrkings leg. Aaron Copland hefir heyrzt nokkuð á tónleikum hér og er verk hans E1 salon Mexico all forvitnilegt. Höf. segir sjálfur að eðli og andi hinna mexi- könsku dansa, séu það sem fyr ir honum vaki að túlka. Ein- mitt þessi áhrif er ekki svo auðvelt að draga fram, þar sem sérstæður rytmi myndar uppistöðuna. Hin næma skynj un í þesu efni varð nokkuð út undan og missti því marks í samspili. Fyrri hluti tónleikanna var andstæður þeim síðari og var fiðluleikur Björns Ólafssonar konsertmeistara eftirminnileg- ur. Konsert fyrir fiðlu og hljóm- sveit eftir Beethoven, er eitt stærsta og eftirsóknarverðasta hlutverk fiðluleikara, en jafn framt eitt þeirra vandasömu og viðkvæmu. Leikur Björns í þesu verki var frábær, allt verk ið túlkaði hann af nærgætni og smekkvísi. Tillitssemi hans við hvert smáatriði verksins, jafn- framt nærnri samvinnu við hljómsveit skapaði formfasta heild. Upphafsverk tónleikanna var forleikur Mozarts að óperunni Don Giovanni, sem sagan segir að Mozart hafi samið á einni nóttu. Hvað sem því viðkeniur, hefir þessi fíngerði forleikur án efa átt sér meiri aðdraganda, þótt hinn mikilvirki höfundur hafi komið honum á blað á næturstund. Flutningur hljóm- sveitar var í þessu verki dá- góður en hljómaði hrjúft á lcöflum. Hljómsveitarstjóra IgorBuke ‘toff og einleikara Bimi Ólafs syni var mjög vel tekið og hin ar hjartanlegu vúðtökur sem Björn fékk voru vel verðskuld- aðar. Unnur Arnórsðóttlr. Gaf Samtökunum rit- launin. Eins og mönnum er í minni, birtist fyrir nokkrum mánuðum í Dagbladet í Osló löng greín um íslenzka dátasjónVarpið. Nokkru síðar birtist hún á íslenzku í Tím- anum, og varð af mikill úlfaþyt- ur í ábyrgðarblöðum hermanna- sjónvarpsins. Höfundur greinarínnar, Björn Stefánsson, búnaðarhagfræðingur, lét þess getið, að hann mundi gefa einhverjum þjóðhollum sam- tökum á íslandi höfundarlaunin. Hefur hann nú efnt það og sent þau Samtökum hernámsandstæð- inga að gjöf staríi þeirra til efl- íngar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.