Tíminn - 08.12.1964, Blaðsíða 11

Tíminn - 08.12.1964, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 8. desember 1964 TÍSVEINN ii 46 Viltu ekki gista hér í nótt, þetta verður alveg eins og í gamla daga. I — Að mér heilum og lifandi, herra Stewart, sagði hann hlæjandi. Ég er hvort sem er hálfhræddur við að fara heim. — Hvað er að? spurði Morrison. — O, það er kerlingin aftur. í gærkveldi sá hún, að ég kyssti systur hennar. Ég gat svarið að það var ekki gert í vondri meiningu, en haldið þið að hún geti tekið þetta skynsamlega? Hún hafði næstum slegið systur sína í rot með þvottaprikinu og hefði farið eins með mig, ef ég hefði ekki lagt á flótta. Stewart hló. — Ég efast ekki um að þetta hefðir þú átt skilið. Peggy kallaði og bauð okkur inn og hálftíma síðar sett- umst við að kvöldverði, sem þrælar Tipan báru fyrir okk- ur. Borðstofa Stewarts var í stóru laufþöktu húsi. Hún var skreytt með körfum, sem hengdar voru upp fullar af blómum af ýmsum lit. Maður stóð i hverjum enda hennar og hélt á kyndli, sem lýsti hana alla upp með iðandi bjarma. Peggi var farin til þess að borða kvöldverð með þernum sínum, og Tipan vildi heldur borða einsamall. — Hve langan tíma tekur að ljúka við smíði skipsins? spurði ég Morrison. — Hálft ár — ef til vill lengur. Manni miðar hægt með svo lítilf jörleg verkfæri. — Þú vonast eftir að komast til Batavia á bátnum? — Já, og þar getum við fengið skiprúm heim með HoL lendingum. Fimm okkar eiga að gera þessa tilraun — Nor man, Mclntosh, Muspratt, Byrne og ég. Stewart og Cole man kjósa heldur að bíða ensks skips hér. — Sömuleiðis, skaut ég inn í. — Mér vegnar ágætlega Tantira, og þykir vænt um að geta unnið að orðabókinni — Hvað mig snertir, sagði Stewart, þá er ég ánaSgð ur með Tahiti og hef enga löngun tO að drukkna! — Drukkna — hvaða þvættingur! sagði Morrison óþolin móður. — Þetta litla skip væri nógu traust, þótt sigla ætti því umhverfis jörðina! — Þú hefur ekki ságt herra Byam um okkur, greip Ellison fram í. — Við ætlum að setja á stofn svolítið konungsríki fyrir okkur sjálfa. Við erum ófyrirleitnir piltar, og enginn okkar myndi sleppa við gálgann, ef Englend- ingar hefðu hendur í hári okkar! Herra Morrison hefur lofað að setja okkur á land á einni eða annarri eyju vesturfrá. — Það er það bezta, sem þeir geta gert, sagði Morrison. — Ég ætla að reyna að finna eyju með góðlyndum íbú- um. Tom verður með, Millward, Hillbrant og enn fremur Summer. Churchill verður hér eftir, þó að augljóst sé, að hann verður hengdur. Dick Skinner hefur komizt að þeirri niðurstöðu, að það sé skylda sín að ganga yfirvöldunum á hönd og taka út refsinguna fyrir glæp sinn. Að því er Thompson snertir, þá er hann fremur dýr en maður, og viljum við því ekki hafa hann um borð. — Hvar er Burkitt? spurði ég. — Hann og Muspratt búa á Papara, svaraði Stewart, — hjá höfðingja Tevakynþáttarins. — Þeir buðust til að hjálpa okkur við starfið, bætti Morrison við, — en hvorugur þeirra er nokkuð lagtækur. Mér þótti gaman að frétta af „Bounty“ mönnum, sem flestir voru mér geðþekkir. Við töluðum saman langt fram á nótt, meðan menn Tipan kveiktu á einu blysinu eftir ann- að. Tunglið kom upp í því að ég kvaddi vini mína og rölti heimleiðis eftir auðri ströndinni. Morguninn eftir fékk ég ástæðu til þess að hugsa um það, sem Morrison hafði sagt um Thompson, sem var kjánalegastur og klúrastur af áhöfn „Bounty“. Hann og Churchill höfðu bundizt merkilegum vináttuböndum og vörðu því mest af tíma sínum til þess að sigla umhverfis eyjuna í litlum skemmtibáti, sem þeir höfðu búið út með reiða og litlu lérefts-segli. Thompson geðjaðist ekki að Tahiti-búum og treysti þeim hvergi, hann fór aldrei þar í land án þess að hafa með sér hlaðna byssu. Þegar ég gekk niður að ströndinni til að fá mér morgun- bað, gekk ég fram á tvímenningana, sem höfðu setzt í fjöru- borðið rétt hjá, þar sem þeir höfðu sett bátinn. Grís hékk á teini fyrir eldinum, og biðu þeir þess að hann yrði full- steiktur. — Góðan daginn, viljið þér borða með okkur morgunverð, herra Byam? hrópaði Churchill gestrisinn. Thompson leit upp útundan sér. Hvern andskotann mein- arðu, Churchill, að bjóða bannsettum stráknum, þegar við höfum ekki nóg handa sjálfum okkur! Churchill varð reiður. — Fúli þrjótur! hrópaði hann. — Herra Byam er vinur minn! Farðu og lærðu mannasiði hjá hinum innfæddu, þá slepp ég við að berja þá inn > hausinn á þér! Thompson stóð á fætur og lötraði lengra upp í sandinn. Þar settist hann niður með byssuna milli hnjánna. Ég hafði þegar borðað morgunverð, svo að ég hélt áfram. í sömu svifum sá ég hóp manna, sem voru að bisa við að setja upp stóran seglbát, en eigendur bátsins komu í áttina til okkar. MaðurinR bar á handlegg sér þriggja til fjögra ára gamalt barn. Þau staðnæmdust hjá báti Churchill til þess að dást að léreftsseglinu,, Svo ^nejru þau sér að okkur og buðu góðan dag. Tahitikonan hallaði sér yfir borðstokk- inn til að sjá saumana, og í sama vetfangi heyrði ég grófa raust Thompsons: — Hypjaðu þig í burtu! öskraði hann. Hjónin litu stillilega til hans án þess að skilja, hvað hann sagði. og Thompson hrópaði aftur: — Reynið að hafa ykkur á burt — skollinn hirði ykkur! Hjónin litu á okkur forviða, og Churchill opnaði munninn til að segja eitthvað, í því að Thompson, án ítarlegri aðvörunar, miðaði byssunni og hleypti af. Kúlan fór í gegnum barnið og brjóst mannsins. Þau duttu bæði niður í fjöruna og lituðu sandinn blóði sínu. Konan hljóðaði, og fólkið tók að streyma til okk- ar úr húsunum umhverfis. Churchill stökk í áttina til Thompson, þar sem hann sat með byssuna, sem enn þá rauk úr eftir skotið. Vel úti- látið högg skellti morðingjanum flötum í sandinn. Churchill greip byssuna og hljóp með Thompson máttlausan undir NÝR HIMINN - NÝ JÖRÐ EFTIR ARTHÉMISE GOERTZ 56 — Er það skoðun yðar, spurði Celeste de Gerbeau með beisku brosi, — að dyggð og hreinleiki konunnar beri ekki lengur launin i sjálfum sér? — Ekki vil ég segja það, ans- aði læknirinn og mætti rólegur tilliti hennar. — Dyggð og skírlífi er vafalaust enn til hjá þeim, sem ekki hafa öðlast neín tækifæri til að glata því. — En við erum horfin frá efninu, flýtti frú de Gerbeau móð- ir hennar sér að grípa fram í. — Að því er mér skilst, er nér um það að ræða hverjar varúðar- ráðstafanir við eigum að gera til þess, að forðast ósiðleg áhrif . — Hegðun fer oft eftir kríng- umstæðunum. Ekki eftir því, hvað menn gera, heldur hvers vegna þeir gera það. Það ættum við að gera okkur ljóst, áður en við dirf- umst að kalla þá ósiðlega. — f þessu tilfelli geta kring- umstæðurnar ekki afsakað .... hóf faðir Guichard máls, eftír að frú Vigée hafði hvað eftir annað litið til hans ótvíræðu augnaráði. Hann langaði til að segja eitt- hvað sannfærandi, en gat ekki haldið áram þegar til kom. Viktor átti erfitt með að bæla niður gremju sína, er óx í sífellu. —1 Hvað hefur þessi unga stúlka gert? Hvað er út á hana að setja? — En hin — móðir hennar — er morðingi. Nanaine sló blævængnum við lófa sinn. — Hún er orsök í dauða dómarans. Þau voru nú tekin að gerast all hávær, eins og þau væru að keppa við óveðrið úti fyrir. — Það er þjóðfélagið, sem er morðinginn. Það erum við, sem erum glæpamenn, af því að við höfum samið lög, sem neyða hvern sem er til að gera það sama og hún, það er hún, sem ætti að ákæra okkur hin. — Við — de Gerbeau ættin — glæpamenn og morðingjar. Aldrei hef ég nú heyrt .... Frúin reis á fætur og festi hattprjón sinn skjálfandi fingrum. — Komdu Cel- este. Það er tími til kominn að við förum. — Já, en kæra frú — óveðrið. hrópaði Olympe. — Gilti einu hvernig — það var nú rangt eigi að síður . byrjaði faðír Guichard hóg- værlega Læknirinn leit til hans lengi og stranglega Prestur sneri sér und- an og lauk ekki við setninguna Konurnar kvöddu nú þrátt fyrir illviðrið Þær vildu augljóslega fremur gera sig holdvotar en sitja hér stundinni lengur og eiga von á frekari móðgunum 24 Þegar læknirinn kom heim trá kirkju næsta sunnudag, kom hann við hjá Ulysse, frænda sínum Hafðí gamli maðurinn stungið sig á teiknibólu í þumalfingurinn, og hiaupið bólga í. Sat hann í oóka hverbergi sínu. innan um ógrynni af opnum bókum, sem lágu hér og þar á gólfinu, og með landa- bréf af Virginíu á borðinu fyrir i'raman sig — Fáðu þér sætí — fáðu þér sæti, sagði hann annars hugar, og leit ekki upp úr landabréfinu En þar sem hver einasti hlutur, sem hægt var að setjast á, var hlaðinn bókum, kortum og blöð- um, stóð Viktor kyrr, þar sem hann var kominn Loks beindi frændi hans athygli sínni að honum — Jæja drengur minn, sagði hann og hló við lágt — Hvað segir þú um síðustu frétt- irnar? — Hvaða fréttir? — Nú, hefur þú ekki heyrt þaíS Núnún frétti það í bakaríinu Fauvette d‘Eaubonne getur ekki greitt veðskuldir sínar Bidault tekur „Joli Bois:: af henni og hin- ir verða að fara hingað út eftir — Hvert fara kostgangarar hennar þá? — O, sennilega þangað sem þeir eru komnir frá og þar sem þeir eiga heima, Sínum megin við Mason-Dixon mörkin — En Fauvette? — Hún flytur til Fagraness Palmýra Delamare hefur tekið hana á heimili sitt, ásamt einhverj um herra Néron Paviot, sem á víst náumast bót fyrir rassinri á sér — Ég sá þau í kirkjunni rétt áðan, þau virtust bæði fjarska ró- leg — Þau hafa sjálfsagt beðið guð um daglegt brauð Undanfarnar víkur höfðu gerig- ið ýmsar sögusagnir um fjárhags- vandræði Fauvette. Hún hafði orð ið að greiða bakaranum reikning sinn með neftóbaksdósum langafa síns. Var þetta að vísu furðulegt því að öll skipti hennar við kost- gangara sína virtust til fyrírmynd ar „Joli Bois“ var allfaf yfirfullt Sannleikurinn var hinsvegar sá, að Fauvette framreiddi allt og góðan og dýran mat, húri kostaði allt of miklu til fæðisíns og lagði mikið í virðulegan viðurgerning, það hafði hún erft frá móður sinni. Hir. víðfrægu kvöldverðar- borð frá Bourbon stræti á sunnu- dögum, voru daglegur viðburður hjá henní á „Joli Bois“ Læknirinn þekkti vel hæfni Fau vette til að ná einskonar heppni út úr óhöppum sínum og ræddi því málið ekki nánar. en breytti umtalsefni — Jæja, frændi, það var þá rétta vopnið, sem við notuðum á eitrið. Þú ert betri í höndinni- — Vopn? Betri? Ulysse frændi var farinn að missa heym og hafði misskilið hann — Slúður Ekkert annað en blekking. Bíddu við, þá skal ég sýna þér — réttu mér möppuna þarna á skrifborð- inu. Viktor fékk með ærinni fyrir- höfn dregið hana fram undan handritastafla og gamli maðurinn tók úr henni pappírsörk með blaðaúrklippu — Lestu þarna — lestu. Hann skalf af reiði. ... — Manni verður á að brosa að þeim skelk, er greip um sig á Stóra-Bretlandi, þegar Blér- iot hélt hina sögulegu innreið sína á brezka jörð. Því það er ljóst, að engin af vélum þeim, er þar voru sýndar, felur í sér hina minnstu ógnun í hernaðarlegu tíl- liti. Það er í sannleika dásamlegt, að mönnum skuli yfirleitt vera mögulegt að fljúga, en af því leið- ir engan veginn hitt, að loftskip verði nokkru sinní notuð i verzl- un eða hernaði ... — Áfram, áfram, sagði Ul- ysse frændi. Sjáðu, hvað kemur á eftir . . . ... — Þrátt fyrir framfarir á sviði loftsiglinga, mun alls ekki verða um að ræða vaxandi eyði- leggingu herskipa Það er haft á orði, að einn maður á loftskipi geti varpað sprengju ó stærð við krokketkúlu niður yfir herskip og sprengt það í loft upp. En fólk sem vinnur að byggingu herskípa þekkir ekkert til slíkra sprengi efna og hefur enga trú á verkun um þessar frámunalegu krokket kúlu....

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.