Tíminn - 08.12.1964, Blaðsíða 12

Tíminn - 08.12.1964, Blaðsíða 12
fyrlrliða KR, Reykjavíkurbikarinn. Fyrir affan er afhendir Karli Andreas Fyrri leikur ÍR og Belfast Collegians í Evrópubikarkeppn- inni í korfuknattleik, fór fram í íþróttahúsinu á Keflavíkur- flugvelli á laugardaginn. Lauk leiknum með yfirburðasigri ÍR 71:17. Þetta var sannarlega leikur kattarins að mús- inni. Ollu leikmenn Collegians töluverðum vonbrigðum. Eftir leik þennan má alveg slá því föstu, að það verður ÍR. sem mætir Frakklandsmeisturunum í baráttunni um áframhald- andi keppni í 2. umferð. Yfirburðir ÍR voru of miklir til þess að um skemmtilegan leik væri að ræða. Leikurinn var á köfl um oft daufur og olli því „taktik“ íranna í sókn. ÍRingarnir voru taugaóstyrkir fyrstu mín. leiksins og þeir voru mjög óheppnir með! körfuskot. A 2. mín. skorar1 Murphy úr tveim vítaköstum, en bá vakna fR-ingai taka góðan spreti og breyta stöðunm i 9:2. Um miðjan nálfleikinn er nokkuð þóf, oe þegar 9 mín. voru til hálf1 leiks var staðan 11:5 ÍR í hag. Þá taka þeir sig til Birgir Jakobs- son. Hólmsteinn og Viðar og skoruðu hverja körfuna á fætur annarri og lauk hálfleiknum 31:5 fyrir ÍR. ÍR-ingar byrjuðu síðari hálfleik öllu betur en þann fyrri. Settu þeir oft upp skemmtilegar leikflettur. sem gjörsamlega rugl uðu írana ÍR-ingai skoruðu á skömmum tíma 13 stig gegn l Þá byrjuðu þeir að leyfa írunum að skjóta af færi. Á 7. mín. síðari hálfleiks skora svo Collegians úr langskoti í fyrsta skipti í leiknum allt hitt höfðu írsku leikmennirn ir skorað úr vítaköstum. ÍR-ingar héldu nú áfram að auka forskotið og lauk leiknum með yfirburðar sigri 71:17. ÍR ingar hafa oft sýnt betri leik en þennan, sendingar voru tíðum ónákvæmar og komust írarnir stundum inn í þær. Hjá ÍR bar mest á þeim Birgi Jakobssyni, ungum leikmanni, skoraði 16 stig (þar af 10 í röð í síðari hálfleik) og Hólmsteini (16 stig). Þá var liðinu mikill styrkur af Guðmundi Þorsteins- syni sem nú lék aftur með eftir langa fjarveru vegna veikinda. Hanr var svo til einráður undir báðum bakfjölum og skoraði auk þess 12 stig. Þorsteinn .-iallgrímsson (6 stig) lék oft snilidarlega og byggði vei upp en meiddist á fæti í fyrri hálfleik og var hafður lítt inn á. kramhalo a bls 13 írsku lelkmennirnir berjast um knöttinn í leiknum gegn ÍR á laugaidag. I SigurSardóttir, fyrirliði kvennaliðs Vals, með Reykjavíkurbikarinn í mfl. kvenna. Varnarleikaðferðin færði okkur sigur - segir Karl Jóhannsson. - KR-ingar urðu Reykjavíkurmeíst- arar í handknattleik 1%4. Islenzku og sænsku meistararnir í dag í dag klukkan 17.30 eftir íslenzkum tíma hefst í Gautaborg í Svíþjóð, leikur Fram og Redbergslid í Evrópubikarkeppninni í handknattleik. Eflaust bíða margir spenntir eftir urslitum leiks- ins minnugir góðrar frammistöðu leikmanna Fram í síðnstu Evrópubikarkeppni. — Eins og fram kom í viðtali við Birgi Lúð- víksson, formann handknattleiksdeildar Fram, hér í blaðinu fyrir helgi, taldi hann Fram-liðið í góðri æfingu, en varaði við of mikilli bjartsýni. Svíar eiga handknattleikslið, seni eru á borð vð það bezta í heiminum — og eiga mun sterkari lið en t. d. Danir. Það ber einnig að hafa í huga, að heimavöllur hefur mikla þýðingu og hjálpar það eflaust Svíunum í dag. Engu að síður er ástæða til að vona það bezta og allir hér heima hljóta að óska Fram velgengni í þessari viðureign við frændur okkar í Svíþjóð, því eftir þessum leik verður tekið og dæmt út frá. Alf — Reykjavík, 7. desember. — Við getum þakkað nýrri varnarleikaðferð sigur í pessu móti, sagði Karl Jóhannsson, fyrirliði KR, eftir að KR-ingar höfðu tryggt sér sigur í Reykjavíkurmótinu í handknattleik á sunnudag. Þessi ummæli Karls eru vissulega réttmæt, KR- ingar hafa leikið afbrigði af tvöfaldri vörn í öllum leikjum sinum í Reykjavíkurmótinu og ekkert lið fundið svar við henni. Síðast urðu ÍR-ingar fórnarlömb, en þeir stóðu gersam- lega ráðþrota gegn þessari varnarleikaðferð KR s.l. sunnu- dag og náðu aldrei að ógna sigri KR, 17:8. KR-ingar eru Rvíkurmeistarar í handknattleik 1964 eftir að hafa unnið alla sína leiki, einnig gegn íslandsmeisturunum Fram. Frekar óvæntur sigur, en fyllilega verð- skuldaSur. Hvort KR teikst eins vel upp í íslandsmótinu skal látið ó- sagt, en liðið er í stöðugri fram- för og sinn stóra þátt í því eiga ungu leikmennirnir. Bakgrunnur- inn er svo Karl Jóhannsson ,sem itýrir liði sínu á velli, en utan vall- ar er Reynir Ólafsson, sem sjálfur h'efur lagt skóna á hilluna, en erj nú þjálfari liðsins. i á sunnudagskvöld fór annar leik | ur fram í meistaraflokkj karla og j áttust við Þróttur og Víkingur. j Þróttur vann með 8:7 eftir skemmtilega viðureign. Einum j leik er nú ólokið í mótinu, leik Fram Ármanns, en honum var frestað vegna utanfarar Fram. j Valsssúlkurnar sigr- iuöu í meistaraflokki j Valsstúlkurnar urðu Rvíkurmeistarar í mfl. kvenna, en á j laugardag sigruðu þær Ármann með 7:4 í spennandi Ieik. Sigur Vals var verðskuldaður, þótt tvísýnt væri um úrslit ! undir lokin. Valur hafði yfir í hálfleik 4:2, en Ármann jafn- aði þetta bil um miðjan síðari hálfleik, 4:4. En síðasti kafli leiksins var vel leikinn af hálfu Vals-stúlknanna. Sigríður S.igurðardóttir skoraði 5:4 úr víti og biætti litlú siðar 6. mark inu við. Öruggan sigur undirstrik aði svo Björg „litla“ Guðmunds- dóttir, systir Sigrúnar með fallegu marki. — Dómari í íeiknum var Guðjón Magnússon og virðist þar á ferð upprennnandi góður hand- knattleiksdóm ari. A iaugardagskvöld fór einnig fram úrslitaieikur í 2. flokki kvenna og áttust við Fram og Vík ingur. Fram-stúlkurnar sigruðu örgglega 5:1. Má til gamans geta þess að þetta er eini flokkurinn frá Fram, sem sigraði í þessu Rvíkur- móti, en Fram hefur átt mikilli velgengni að fagna í Reykjavíkur- mótinu s.l. ár. KR og Valur unnu í flestum flokkum í nýafstöðnu Rvíkurmóti í handknattleik. Hér birtist tafla yf- ir sigurvegara. Mfl. karla. KR.. 1. fl. karla KR 2. flokkur karla: Valur. 3. flokku. karla: Valur. Mfl. kvenna: Valur 2. fl. kvenna: Fram. I.R. reyndist alger of- Jarl írsku meistaranna - Vann Collegians með 71:17 á laugardaginn RITSTJÓRI: HALLUR SÍMONARSON IWfflíiIiMI TÍMINN ÍÞRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR 8. desember 1964

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.