Tíminn - 08.12.1964, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.12.1964, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 8. desember 1964 TIMINN Barna- og unglinga- hækur Iðunnar AAJHöfn, Hornafirði, 30. nóv. Gamanieikurinn „Þrír skálkar“ var frumsýndur hér í Sindrabæ, laugar- daginn 28. nóvember fyrir fullu húsl og við mikla hrifningu. Leikurum og leikstjóra bárust blóm og var ákaflega fagnað. Tvær svningar voru á sunnudag einnig fyrir fullu húsi. Ákveðið er að fara ■ leikfór til Eskifjarðar 5. desember og hafa þrjár sýningar. Leikstjórinn, Höskuldur Skagfjörð, hefur sýnt mikinn dugnað við að koma þessu leikrlti á svið, og tók ekki nema mánuð að æfa það. Myndin er af Mettu (Hildigerði Skaftadóttur) og Núrí, spákerlingu (Sigrúnu Eiríksdóttur). Forlagið Iðunn gefur út allmarg ar barna- og unglingabækur að i venju á þessu hausti. Eftir Davíð Áskelsson koma út tvær bækur, ætlaðar yngstu 'esend unum. Nefnast þær Dansi, dansi tíúkkan mín og Litlu börnin leika sér. Eru þær með teikningum eftir Halldór Pétursson. Þá má nefna þriðju smábarnabókina eftir Björn Daníelsson, og nefnist hún Puti í kexinu. Allar þessar bækur eru prentaðar á stóru og greinilegu letri og vel fallnar til lestraræf- inga, jafnframt því að era skemmtilegar og fræðandi, þó að l með ævintýrabrag sé. Eyja útlaganna nefnist drengja- | bók eftir norskan höfund, Magnus I Thingnæs, og gerist í norska skerjagarðinum. Benedikt Arnkelsson hefur þýtt hana. Þetta er viðburðarík saga, sem hlotið hefur hylli drengja, bæði heima í Noregi og erlendis Þá má nefna bók fyrir unglings- stúlkur, er nefnist Dagbók Evu, eftir Mollie Faustman í þýðingu Jóns G. Sveinssonar. Þessi bók hlaut verðlaun í sænskri keppni um beztu sögu til handa unglings- stúlkum. Fimm í hers höndum er ný bók Skortur á húsnæði að Hdlum vegna NH—Hofsósi, 4. des. í sumar hafa verið þó nokkrar framkvæmdir að Hólum í Hjalta) dal. Þar var reist anddyri milli leikfimihússins og aðalbyggingar innar og tengir það húsin saman. Þá voru einnig nokkrar endurbæt ur gerðar á gömlu húsakynnunum gler tekið upp og tvöfaldað, sett- ar í nýjar hurðir og nýjum frysti klefa komið upp jafnframt því, sem ræktað land staðarins var aukið Mikill áhugi er ríkandi hjá for- ráðamönnum Hóla, bæði heima og heiman um uppbyggingu skólans, og einnig fleiri skóla á staðnum í framtíðinni Hólabúið er að nokkru leyti tvíþætt, þar eð það stendur undir eigin rekstri annars vegar, og er svo um leið kennslu, bú fyrir bændaskólann. Stefán- Aðalsteinsson hefur að undan förnu haft þár aðstöðu til sauð fjártilrauna, bæði tilrauna til þess að auka gæði ullarinnar og kjöts ins j Á flólum eru einnig hrossarækt1 artilraunir í fullum gangi, og er verið að reyna að hreinrækta Svaðastaðastofninn. en í því skyni voru keyptaj: nokkrar hryssur og folar nýlega. Bústofninn, eins og: hann er nú, er 70 nautgripir, 601 kindui og 100 hross. í Bændaskólanum að Hólum eru rúmlega 30 nemendur í vetur eða um 10 fleiri en i fyrra, og um- sóknir eru þegar farnar að ber- ast fyrir næsta vetur, og jafnvel fyrir veturinn '66—67. Eins og stendur er varla rúm fyrir fleiri nemendur, og síðan fjölgaði í skól anum hefur orðið tilfinnanlegur skortur á húsnæði fyrir starfsfólk ið á búinu sjálfu í sumar fóru fram athuganir á því, hvort heitt vatn myndi fást á Hólum og eru líkur taldar sterkar fyrir því að svo sé, og er nú mikill áhugi á að hefja rannsóknarborun Hefur verið ákveðið að fram- kvæmó rannsóknarborun strax og Sauðárkróksborinn svókallaði er laus sem líklega verður í vetur eða með vorinu. Mikið hefur ver- ið rætt um að koma upp héraðs skóla í héraðinu, og fyndinst mörg um æskilegt, að hann yrði reistur á Hólum, og finndist heitt vatn á staðnum, væru það að minnsta kosti mikil meðmæli með honum. eítir Enid Blyton í þýðingu Krist- mundar Bjarnasonar. Áður eru komnar út átta bækur í þessum flokki hjá Iðunni, en Enid Blyton er einn vinsælasti barnabókahöf- undur, sem nú er uppi. Eftir sama höfund kemur og út bókinDularfulla hálsmenið, og er það fimmta bókin í þeim flokki. Þá hefur Iðunn hafið endurút- gáfu á sögunum af Önnu í Grænu- hlíð eftir L. M. Montgomery, en þær sögur urðu fyrir allmörgum árum afar vinsælar meðal unglings stúlkna. Kemur í haust út önnur bókin í þessum flokki, en þes6ar bækur eru í þýðingu Axels Guð- mundssonar. Að undanförnu hefur Iðunn gef- ið út flokk barnabóka um Óla Alex ander, sem lengi var kunn sögu- STamnaic » ois u Fl gefur afslátt Flugfélag íslands hefur um margra ára skeið haft þann hátt á að veita skólafólki afslátt af far- gjöldum innan lands um hátíðarn- ar og auðvelda þannig þeim, sem stunda nám við skóla fjarri heim- ilum sínum, samvistir vjð ætt- ingja og vini á sjélfri hátíð heim- ilanna, jólunum. Þessi háttur verður og hafður á nú. , i , ........ t Állt skólafólk, sem óskar að ferðast með flugvélum félagsins á flugleiðum innan lands um hátíð arnar, á kost á sérstökum, lágum fargjöldum, sem ganga í gildi 15. desember í ár og gilda til 15. janúar 1965. Þessi fargjöld eru 25% lægri en venjuleg einmiðafargjöld innan lands. Afsláttur þessi er háður þeim skilyrðum að keyptur sé tvímiði og hann notaður báðar leiðir, og 2. ýnt sé vottorð frá skolastjóra, sem sýni, að viðkomandi stundi nám við skólann. Það skólafólk, sem hugsar sér að notfæra sér þessi hlunnindi ætti að panta sér far með góðum fyrirvara, því samkvæmt reynslu undanfarinna ára verða síðustu ferðjr fyrir jól fljótt fullskipaðar Auk DC-3 flugvélanna mun Viscountflugvélin „Gullfaxi” jrða í innanlandsfluginu um hátíðarnar Ævisaga eyðimerkurkonungs FB—Reykjavík, 4. des. Ibn Saud, ævisaga eyðimerkur- konungsins eftir David Howarth er komin út hjá Bókaútgáfunni Vörðufelli í Reykjavík. Bókin seg- ir frá ibn Saud, sem árið 1901 hélt við fertugasta mann frá Kuwait til þess að heimta aftur konungdæmi föður síns. Hann var þá tutf - og eins árs og félaus. Þegar hann dó fimmtíu árum síðar réð hann óum- deilanlega yfir nærri allri Arabíu og var sennilega annar ríkasti mað ur heimi. Á bókarkápu segir, að markmið hins ævintýralega lífs ibn Saud hafi verið tvíþætt: að sameina Ara- bíu og hreinsa trúna; i nafm trúar innar færði hann út veldi sitt frá hafi til hafs og hertók hina helgu borg Mekka Hann var hraustur hermaður, vígfimur f návígi með sverð og byssu og meistari í hinni ævafornu hernaðarlist eyðimerkur búanna en mildi hans og persónu töfrai tærðu honum einnig sigur yfir þrjózkufullum sheikum. Oft vann hann uppreisnarmenn á sitt band með pví að setja þá aftui stöðui sínar og kvænast systrum þeirra og dætrum (sagt er að hann hafi kvænzt 300 sinn- um) Eyðimerkurkóngurinn dreg- ur ekki einungis upp skýra mynd ai nafnkunnum stríðsmanni og þjóðlífi sem hvergi á sér hlið- stæðu á tuttugustu óldinm. hún er jafnframt viðburðarrík og hug-j tæk saga, sem kemur lesandanum i hvað eftir annað til að minnast hins forna arabíska ævintýraheims í Þúsund og einni nótt Þýðndi bókarinnar er Sig- laugur Brynleifsson og lætur þess getið lok eftirmála. að i þann muna sem bókin fór í prentun hafi Saud verið settur af og Faisal | hafi tekið við af honum. Veikindi j konungs voru nefnd sem ástæða fyrir valdaafsali hans. | 3 Afmælisminning Morgunblaðsins Dýrtíðarmál eru eitt megin- viðfangsefni hverrar ríkisstjórn ar, ekki aðeins hér á landi, heldur í flestum öðrum lýðræð- islöndum. í fyrrahaust baðst finnsk ríkisstjórn iausnar, af því að dýrtíðin hafði vaxið um 5,6% á einu ári og ekki var samstaða um gagnráðstafanir til stöðvunar. Árið 1958 baðst Hermann Jónasson, þáverandi forsætisráðhcrra, lausnar fyrir ráðuneyti sitt, af því að fyrir dyrum var 17 stiga hækkun vísitölunnar, ef ckki yrði að gert, og ekki var samstaða um gagnráðstafanir með stjórnar- flokkum. Þessi dýrtíðarhækkuh stafaði einvörðungu af ábyrgð- arlausri stjórnarandstöðu Sjálf stæðisflokksins, sem hafði meira að segja gengið svo langt að láta einstök fyrirtæki ná- tengd flokknum bjóða kaup- hækkanir til þess að koma skriðunni af stað. Þegar Sjálf- stæðisflokkurinn kom svo sjálf- ur til vald-a litlu síðar, var fyrsta verk lians að taka aftur þær kauphækkanir, sem hann hafði komið fram, en dýrtíðin, sem af þeim hafði skapazt, hélzt og vel bað. Morgunblaðið minntist þess fyrir nokkrum dögum, að sex ár voru liðin síðan vinstri stjórnin fór frá af fyrrgreind- um ástæðum, 17 vísitölustigun- um, sem ekki fékkst samstaoa um að ráðast gegn, og Sjálf- stæðisflokkurinn og Alþýðu- flokkurinn tóku við völdum með það loforð æðst að stöðva dýrtíðina. 130 stig — og situr enn Það loforð hefur „viðreisnar- stjórnin“ efnt með þvi að hækka dýrtíð og verðbólgu um Bjami Benediktsson. 60—70 stig, sem eru tvöföld á við 17 stigin 1958, eða sam- svara a. m. k. 130 sams konai stigum. En Bjarna Benedikts- syni hefur ekki þótt ástæða til þess að biðjast lausnar. Hann telur sig hafa siðferðislegan rétt til að sitja, þó að hann hafi efnt stöðvunarloforð sín með því að bæta við 130 stig- um. Von er, að honum þyki löðurmannlegt að segja af sér vegna einna 17 stiga. Viðreisnarstjórnin hefur blásið út dýrtíðina margfalt á við vinstri stjórnina, þrátt fyrir loforð um stöðvun. For- sætisráðherranum hefur þó aldrci dottið í hug, að honum bæri að segja af sér. Hans boðorð er það eitt að sitja, og sitja sem fastast, hversu sem fer um öll loforð. Og er nokkur furða, þótt hann bendi með Framnald á bls. 13. IBN SAUD

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.