Tíminn - 09.12.1964, Blaðsíða 1
I
SVIAR UNNU 25:20
Sala 5 ntillj.
en tjónið 20
Brunaútsala Samvinnutrygginga
hefur nú staðið í rúma viku, ig
fer henni senn að ljúka, að pví
er Björn Vilmundarson skrifstofu
stjóri tjáði okkur í kvöld. Seldar
hafa verið vörur fyrir nálægt fimm
milljónum, en tjónið í vöru-
geymslubrunanum mun samt
hafa orðið um eða yfir 20 milljón
ir, eftir því sem næst verður kom
izt.
Útsalan hófst á föstudegi fyrir
viku, og var mikil sala fyrstu dag
ana, á mánudegi þar á eftir hafði
verið selt fyrir 3 milljónir, enda
var vöruúrvalíð mest fyrstu dag
ana. Nú er lítið eftir nema vefnað
ar- og pappírsvörur, og bjóst
Björn ekki við að útsalan ætti oft
ir að standa nema 2—3 daga
enn. Eftir það gerði nann ráð iyrir
að verzlunum og fyrirtækjum
yrði boðlð að kaupa vefnaðarvör
una og annað, sem kann að vera
eftir í stórum slöttum, eða ;afn-
vel yrði haft uppboð á afgangin-
um.
Nokkuð hafði verjð talað um
í upphafi að hafa útsöluna opna
fram eftir kvöldi, en svo var horf
I ið frá því, þar eð starfsfólkið
hafði yfirleitt fengið nóg, þegar
Framhald á 15. síðu.
4 ieknir
SK—Vestmannaeyjum, 8. des.
Fjórir Vestmannaey'abátar voru
teknir við meintar óiöglegar veið
ar innan fiskveiðitakmarkanna við
Ingólfshöfða í , gærkvöldi og fór
varðskip með þá ningað og sranda
réttarhöld yfir í kvöld. í gær-
kvöldi kom varðskip'ð Óðinn að
fjórum báturn héðan frá Vest-
mannaeyjum, þar sem þeir voru
að meintum ólöglegum landheigis
veiðuim skammt austan við Itigólfs
höfða. Bátarnir, sem hér *coma
við sögu eru Kap I. VS 272, Kap II.
VE 4,Björg VE 5,og Ingþór VE 75.
Varðskipið fór með alla bátana
| hingað til Vestmannaeyja og komiu
1 þeir hingað í morgun Réttariiöld
I hófust svo hjá bæiarfógeianum
her síðdegis í dag og lögðu varð-
skipsmenn þar fram mælingar sín
ar
í gærkvöldi fór fram leikur
í Evrópubikarkeppninni í hand-
knattleik milli íslandsmeistara
Fram og sænsku meistaranna
Redbergslid.Leikurinn fór fram
í Gautaborg og lyktaði með
sigri Svíanna, 25 : 20. Liði
Fram tókst vel upp í fyrri hálf-
leik. en í hálfleik höfðu Sví-
arnir yfir 13 : 11. Fram tókst
hins vegar ekki eins vel upp í
síðari hálfleik og urðu fyrstu
mínúturnar örlagaríkar, en á
þeim tókst Fram ekki að skora.
en Svíarnir áttu góðan kafla,
sem tryggði þeim forskot, er
nægði þeim til sigurs. — Mynd-
in að ofan er símsend frá
Gautaborg. Á henni sést Karl
Benediktsson skora fyrir Fram.
Nánar um leikinn á bls. 12.
mKum
STOFNA EFNA RA NNSOKNA RSTOFU
NYRDRA / ÞÁGU LANDBÚNAÐARINS
EI>Akureyri, 8. desember.
Á næsta vori tekur til starfa
cfnarannsóknarstofa hér á Akur-
eyri, sem á að annast rannsóknir í
þágu landbúnaðarins. Mikil nauð-
syn er á slíkri stofnun, þar eð
ýmis vandamál, sem aðeins verða
leyst á vísindalegan hátt, verða æ
algengari í landbúnaðinum sem
öðrum atvinnlugreinum.
Ólafur Jónsson ráðunautur
skýrði frá gangi þessa máls á
Bændaklúbbs-fundi hér á Akur-
eyri í gærkvöldi. Efnarannsóknar-
stofu þessari er komið á fót fyrir
forgöngu ræktunarsambandanna
hér Norðanlands, en fyrsta fjár-
veiting til hennar voru 300 þúsund
króna hlutur af einnar milljón
króna gjöf, sem SÍS gaf til jarð-
vegs rannsókna á fimmtugsafmæli
sínu. Aðalfundur KEA í fyrra
samþykkti að styrkja stofnun
þessa með 250 þúsund króna fram-
lagi og einnig hafa önnur kaup-
félög norðanlands svo og búnaðar-
félög, lagt fé af mörkum og nema
FÆRD ÞYNGIST
MB-Reykjavík. 8. desember. voru heflar sendir af stað. og
Vegurinn austur yfir fjall varð ruddu þeir Þrcngslaveginn, sem
ófær um tíma í norgun '’egna var orðinn þungfær stórum bflum.
snjóbyls, en þegair veðrinu slotaði,! Síðdegis í dag var komin góð færð
i austur fyrir fjall, en þungfært
var um uppsveítir Árnessýslu.
Vesturlandsvegur var einnig
góður orðið var þungfært í Bröttu
brekku í morgun, en hún var mok-
uð í dag. Á Snæfellsnesi var mik-
iII jafnfallinn snjór. .-n Kerlíngar
skarð var fært stærri bílum. Fróð-
árheiðin var mokuð í dag og var
þá komin góð færð til Ólafsvíkur.
Ef hvessir, má búast við að vegir
á Snæfellsnesi lokist. Heiðar á
Vestf.iörðum voru ófærar.
Gott færi var norður um Holta-
vörðuheiði og alla leið á Öxnadals-
heiði. en þar var þung færð, vegna
skaírennings. Sömu sögu er að
segja um Vaðlaheiði en með því
Framhald á 15. síðu.
þessai fjárupphæðir nú alls 1.1
milljón króna
Undirbúningsstarfsemin er nú
það langt á veg komin, að verið
er að setja upp rannsóknartækin
í fyrirhuguðu húsnæði, en það er
í húsakynnum verksmiðjunnar
Sjafnar. Forstöðumaður hefur ver-
Framhald á 15. síðu.
I SNJÓ
Það var greinilegt, að börnin
á Dagheimilinu í Kópavogi
kunnu vel að meta snjóinn
gær, eins og reyndar öll önn
ur börn. Á lóðinni hjá Dag
heimilinu er ágætis sleða
brekka, sém óspart var notuð,
og fóstrurnar þurftu lítið að
skipta sér af börnunum. Það
var bara til að auka ánægjuna
þegar allir lentu í ejnni bendu,
eins og hér á myndinni.
(Tímamynd K.J.)