Tíminn - 09.12.1964, Blaðsíða 7

Tíminn - 09.12.1964, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 9. desember 1964 ÞINGFRÉTTIR TÍMINN ÞINGFRÉTTIR 2 SKIP OG SILDAR LEIT ALLT ARIÐ UM KRING Jón Skaftason flytur ásamt þeim Ingvari Gíslasyni, Ey- steini Jónssyni og Ólafi Jó- fiannessyni tillögu til þings- ályktunar um kaup á síldar- leitarskipum. Tillagan er svo- hl jóðandi: Alþingi ályktar að skora á ríkis- stjórnina að ákveða nú þegar að kaupa eða láta smíða a. m. k. tvö vel útbúin síldarleitarskip til þess að annast síldarleit allan ársins hring umhverfis landið. Enn Tillaga Framsóknarmanna fremur að efla fjárhag síldarleit- arinnar, svo að unnt verði að taka leitarskip á leigu yfir mesta anna- tímann á sumar- og haustsíldveið- um. í greinargerð segir: Nú má telja, að örugg vit- neskja sé fengin fyrir því, að síld- in haldi sig á miðunum umhverfis landið árið um kring. Mikið ríður á að afla sem mestrar vitneskju um göngu hennar og hvar hún hefst við á nverjum árstima. í þessu skyni hefur skipulögð síldarleit verið stunduð hér við land á vegum sjávarútvegsmála- ráðuneytisins í rúman áratug. Al- þjóð er kunnur hinn mikli árang- ur, sem náðst hefur í þessum efn- úm, og er ekki ofmælt, þótt full- yrt sé, að síldarleitinni megi að verulegu leyti þakka þann mikla síldarafla, sem borizt hefur á land síðustu árin og nemur nú um helming heildaraflans. Þrátt fyrir þessa staðreynd hefur af hálfu hins opinbera ekki verið nægilega vel búið að þess- ari starfsemi þau 11 árin, sem hún hefur verið stunduð. Má þar til nefna, að leitin hefur ávallt þurft að notast við misvel útbúin leiguskip frá ári til árs, sem oft (hefur reynzt erfitt að útvega og 'búa góðum leitartækjiun. Við svo búið má ekki lengur standa, ef stórtjón á ekki af að hljótast fyrir þjóðina. Með tillögu þessari er lagt til, Opinberir starfsmenn fái verkfallsrétt Einar Olgeirsson hafði í gær framsögu fyrir frumvarpi er hann flytur um verkfallsrétt opinberra starfsmanna, er kveður á um að bann við verkfalli opinberra starfs manna frá 1915 verði numið úr gildi og opinberum starfsmönnum verðj heimilt að gera verkfall, náist ekki samningar um kjör þeirra á grundvelli laga um kjara- samninga opinberra starfsmanna, sem sett voru 1962. Þórarinn Þórarinsson sagði, að fullur samningsréttur til jafns við aðrar stéttir hefði lengi verið bar- áttumál opinberra starfsmanna og kröfur um hann hefðu aukizt eftir að opinberum starfsmönnum í Noregi hefði verið veittur samn- ingsréttur. Þessar kröfur leiddu til þess að bráðabirgðasamkomu- lag náðist milli ríkisstjórnarinnar og samtaka opinberra starfsmanna um takmarkaðan samningsrétt, sem staðfest var með lögum 1962. Samtök opinberra starfs- manna höfðu greinilega þann fyr- irvara á, að þar væri um bráða- birgðasamkomulag að ræða og um framnaldið færi eftir því, sem hin nýju lög reyndust í fram- kvæmd Samkomulag náðist ekki skv. hinum nýju lögum og kvað Kjara- dómui upp úrskurð sinn skv. á- kvæðum laganna. en iafnframt skýrt tekið fram i lögunum, að verð' almennar kauphækkanir í LOKAÐ Tilraunastöð Háskólans í meinafræði að Keld- um verður lokuð til hádegis í dag vegna útfarar Páls Zophóníassonar fyrrverandi búnaðarmála- stjóra. Bílaeigendur athugið Ventlaslípingar, hringjaskiptingu og aðra mótor- vinnu fáið þið hjá okkur b V BIFVÉLAVERKSTÆÐIÐ 10 VENTILU SlMI 35313 landinu á því, tímabili, skuli opin- berir starfsmenn fá sömu hækk- anir. Almenn 15% kauphækkun varð hjá öðrum stéttum eftir að Kjaradómur tók gildi og áttu oþiíi- berir starfsmenn skýlausan rétt á sömu hækkunum. skv. lögunum. Vitnaði Þórarinn m.a. í þingræðu Bjarna Benediktssonar um launa- mál. þar sem hann túlkaði ákvæði laganna. Þrátt fyrir þetta ákvæði laganna kvað Kjaradómur upp þann úrskurð að opinberir starfs- menn skyldu engar hækkanir fá. Þetta var opinberum starfsmönn- um til mikilla vonbrigða. og með þessum úrskurði var raunverulega kippt stuðum undan þeim grund- velli sem samkomulag ríkisstjórn- arinnar og B.S.R.B hafði byggzt á. Síðan hafa ýmsar aðrar stéttir enn fengið kauphækkanir án þess að opinberir starfsmenn hafi nokkuð fengið og ofan á þetta bættist svo hin gííurlega skattaálagning í sum ar. Allt þetta veldur því að opin- berjr starfsmenn verða nú að leita nýrra leiða f kjarabaráttunni og eðlilegt að þeir krefjist nú samn- ingsréttar. Þeir höfðu sýnt fullan samkomulagsvilja og fallizt á að fara millileið. en þeirri leið hefur nú verið lokað af meirihluta Kjaradóms. Það er erfitt að neita opinberum starfsmönnum um samningsrét eftir það, sem á und- an er gengið og opinberum starfs- mönnum er öðrum stéttum eins vel eða betur trúandi til að fara gætilega með sinn samningsrétt. að ríkisstjórnjn ákveði strax að láta smíða tvö vel útbúin síldar- leitarskip eða kaupi til þessarar starfsemi hentug skip, sem búið er að smíða. Reynslan hefur sýnt, að hin svonefndu 250 lesta austurþýzku stálskip henta að flestu leyti vel til síldarleitar vegna góðrar sjó- hæfni, hæfilegrar stærðar og hóf- legs rekstrarkostnaðar. Telja kunn áttumen á sviði síldarleitar, að ef ríkið keypti tvö þessara skipa °g byggi þau hinum beztu leitar- tækjum, væri stórt skref stigið til eflingar síldarleitinni og þar með síldarútveginum. Þótt tvö vel útbúin skip mundu þannig verða til mikilla hagsbóta, er ljóst, að enn sem fyrr yrði að styðjast við leiguskip til viðbótar yfir háannatímann, þegar síld- veiði er stunduð á mörgum stöð- um samtímis allt í kringum land- ið og mikillar leitar er þörf. ^JíGaSaGaH IMíiOl KSSTR/KTI 11 Sima? 15014 11325 19181. | E ■ArAr Ríkisreikningurinn fyrir árið 1963 va rtil 1. umræðu í neðri deild í gær og hafði fjármálaráðhcrra framsögu. Skúli Guðmundsson kvaddi sér hljóðs og vakti athygli á nokkr- um liðum reikningsins. Sagði hann, að reikningurinn bæri mjög aug- ljóslega með sér að kostnaður við ríkisreksturinn hefði aukizt veru- Iega í valdatíð miverandi ríkisstjórnar. T.d. hefði kostnaður við Stjórriarráðið aukizt um 115%, kostnaður við utanríkismál um 119% og kostnaður við skattaálagningu um 130%. Þegar Iögin um skattaá- lagningu var breytt og skattanefndir lagðar niður var sagt að það myndi verða til þess að stórlækka kostnað við skattakerHð, en raunin hefur orðið töluvert önnur og í athugasemdum yfirskoðunarmanna er á þetta bent og að athuga þurfi þetta mál gaumgæfilega þar sem reynsla sýni, að kostnaður við hið nýja fyrirkomulag' er miklu meiri en hið eldra. Einnig gera yfirskoðunarmenn athugasemdir við kostn- að vegna innheimtu tolla og innflutningsgjalda, en sá kostnaður hef- ur aukizt um 90 % síðan 1958. ★★ Skúli rakti ýmsar fleiri athugasemdir yfirskoðunarmanna. sem ráðherra hefði ekki gefið fullnægiandi svör við. Yfirskoðunarmenn benda á, að kostnaður við hagsýslu hefur orðið samtals 2-7 milljnnir króna síðan 1960 en segja að ekki sé ljóst, hver árangur hafi orðið af þeirri hagsýslu. Fjármálaráðherra bendir einkum í svari sínu á sam- einingu Tóbaks- og áfengisverzlananna. Skúli sagði, að ekki hefði nú þurft neina hagsýslustofnun til að sameina þau fyrirtæki, að rekst urkostnaður Tóbaks- og áfengisverzlunarinnar væri hlutfallslega inið- að við brúttósölu eins mikill og hann var hiá búðum fvrirtækjunum samanlegt. ★★ Skúli benti á, að ráðherrann bæri aðallega við launahækkunum, sem ástæðu við hækkuðum rekstursútgiöldum ríkissjóðs, en það svar væri ekki fullnæjandi. Laun opinberra starfsmanna hefðu hækkað um 40—50%, en hækkunin hefði aðeins komið á hálft árið 1963 og mætti því búast við enn meiri hækkunum á næsta ári af þeim sökum. ★★ Þá benti Skúli á, að endurskoðun hjá fjármálaráðuneytinu á reikningnum væri hvergi nærri lokið og minnti á þær athugasemdir yfirskoðunarmanna, er þeir segja, að ástandið í endurskoðuninni sé ekki gott og hafi þróun mála gengið í öfuga átt við það, sem >'onast hefði verið eftir. Að lokum lagði Skúli til, að frestað yrði afgreiðslu á reikningnum þar til nánari upplýsingar lægju fyrir um einstök atriði. ★Ar Gunnar Thoroddsen svaraði ekki ræðu Skúla og var tnálinu vísað til 2. umræðu og fjárhagsnefndar. ★★ Emil Jónsson hafði í efri deild í gær framsögu fyrir frumvarpi um að heimila erfðafjársjóði að lána til enduræfingastöðva örvrkja. Ólafur Jóhannesson drap á nokkur atriði málsins, cr hann oskaði að nefndin, sem fengi málið til meðferðar athugaði sérstaklega. BILA & BIIVÉI.A5SALAN Við höfum bílana og traktorana Vörubílar, Fólksbílar, Jeppar Traktorar með á moksturstækjum allaf fyrir hendi BILA & BÚVÉLASALAN við Miklatorg, sími 2-31-36.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.