Tíminn - 09.12.1964, Blaðsíða 8
8
TÍMINN
MIÐVIKUDAGUR 9. desember 1964
PALL ZOPHONIASSON
fyrrverandl alþingismaður
í dag verður Páll Zóphónías-
son fyrrverandi alþingismaður
til moldar borinn. Er þar fallinn
í valinn mikill baráttu- og for-
ustumaður úr fylkingabrjósti
Framsóknarmanna. Páll var
hreinn og sannur félagshyggju-
maður og brennandi af áhuga.
Knúinn fram af ákafri löngun
til þess að láta gott af sér
leiða og með ráð undir hverju
rifi í umbótamálum, sótti hann
starfið fast og hlífði sér lítt.
Honum varð líka mikið ágegnt,
sem sjá má víðsvegar um land-
ið, og rakið verður rækilegar af
öðrum.
Okkur sem áttum þvi að
fagna að starfa með Páli Zóph-
óníassyni og hafa stuðning af
áhuga hans og þekkingu, er nú
þakklætið til hans efst í huga,
og söknuður yfir því að hafa
ekki mátt lengur eiga hann að
félaga. Um það tjáir á hinn
bóginn ekki að tala, því þetta
er gangur lífsins. En á þessum
degi vil ég láta í ljós'þakkir
fyrir stórfellt starf og ómetan
legt samstarf og félagsskap.
Ég sendi fjölskyldu Páls
Zóphóníassonar innilega samúð
arkveðju og þakkir, sem ég veit
að mikill fjöldi fólks um ger-
valít landið mundj vilja tak'a
undir.
Eysteinn Jónsson
Það mun hafa verið árið 1928
að ég kynntist fyrst Páli Zophon-
jassyni persónulega. Borgfirðing
um fannst sem nýr heimur opn-
aðist í sambandi við búfjárrækt
með tilkomu Páls sem búfjár-
ræktarráðunaut Búnaðarfélags Is-
lands því málflutningur hans á
þessu sviði svo Ijós og skiljan-
legur, að það var eins og flestir
gætu tileínkað sér hans raunhæfu
sjónarmið. Mun bar, meðal annars
hafa ráðið hans miklu kennara-
hæfileikar og eldlegur áhugi fyrir
málefninu. Niðurstaðan af þessari
fyrstu fræðslu Páls var sú, að við
báðum hann að útvega okkur kyn-
bótanaut og jafnhliða réðum við
mann til að annast mjólkurmæl-
ingar í hreppnum, og skýrslugerð
um mjólkurmagn og mjólkurgæði
hverrar kýr. Samhliða var svo frá
gengið, að hver bóndi skyldi ekki
farga kvígukálfum undan gæða-
kúm sínum nema aðrir bændur
hefðu áður átt kost á að kaupa
bá til uppeldis. Nærri jafntímís
var svo ákveðið að búnaðarfélag
hreppsins fengi sér úrvalshrút úr
S-Þingeyjarsýslu til kynbóta. sem
það svo hefði á sínum vegum og
hver félagi ætti rétt á að leíða
ákveðna ærtölu undir hann á
hverjum vetri. Páll reisti þvi í
Borgarfirði, eins og víðar, áhrifa
öldu um aukna arðsemi búfjár,
sem bændur þar !lafa búið að.
Það var eins ug hinn hógværi
málflutningur Páls á þessu sviði,
studdur ljósum rökum um eftir-
sóknarverða kostí gæðagripanna,
væru þannig fram sett að hver
maður gæti tileinkað sér kunnáttu
íans.
Leiðbeiningar Páls um lækn-
ingu húsdýrakvilla voru líka oft
eins vel metnar eins og þær kæmu
frá reyndum dýralækni, og ef
einhvern slíkan vanda bar að
höndum, þegar Páll var á ferð-
inni, leituðu bændur óspart til
hans og ætíð var hann reiðubúinn
til aðstoðar. Höfðu pólitískir and-
stæðingar Páls það stundum að
góðlátlegu gamanmáli, að hann
fengi stundum atkvæði út á kýr
sjálfstæðisheimila. Náttú’lega
voru slík ummiæli ýkt og yfirdrif
in, en undirstrikuðu þó hið al-
menna sjónarmið, að Páll væri í
mörgu v|l fær og hefði áhuga
fyrir að greiða úr allra vanda
Páll var samvinnumaður að eðli
og uppruna og var lítið hrifinn
af verzlunarbraski og gróða-
áfergju einstaklinga, sem fór með
árunum vaxandi, en löngum var
hann hófsamur í orðum þá sem
endranær þegar slík fyrirbæri
báru á góma.
Persónuleg kynni mín af Páli
fóru eðlilega vaxandi eftir að
hann gerðist þingmaður okkar
N-Mýlinga og að sjálfsögðu meir
eftir að við urðum samþingsmenn.
Á leiðarþingum og framboðsferð-
um dvaldi hann að sjálfsögðu á
mínu heimili, þegar hann var á
ferðinni í Borgarfirði og Vopna-
firði, þar sem ég bjó á þeim ár-
um. Til þeirra daga hlökkuð-
um við hjónin ætíð, því að þá var
„opið hús“, eins og reyndar oftar.
Allir þurftu að hitta Pál. ekki
síður pólitískir andstæðingar en
fylgismeni
væri „seni
honum í þeim efnum og öllum
var hans aðstoð jafn velkomin
og sjálfsögð.
Páll var á marga iund óvenju-
legur persónuleiki, gáfaður mann-
kostamaður með góða menntun á
sínu sviði og mikill áhugamaður
um öll þau mál, sem hann taldi
til bóta og framdráttar þjóðinni.
Hann var frjálslyndur umbótamað
ur og i ýmsu talsvert róttækur í
skoðunum, en bó stundum íhalds-
samur ef hann taldi að um væri
að ræða þjóðleg verðmæti. Hann
lét sig flest mál nokkru varða og
var aldrei myrkur í máli um skoð-
anir sínar, á Alþingi eða heima
í kjördæmi. Og hann fékkst ekki
ætíð um, hvort mönnum líkaði
betur eða verr. Páll hafði sterka
tilfinningu, sem hann dró ekki
fjöður yfir, fyrir því sem hann
taldi rétt í hverju máli, og hann
taldi sig stundum fá hugboð um
hvernig ætti að snúast við erfið-
um og tvísýnum pólitískum vanda
málum. Stundum ullu „sérsjónar-
mið“ Páls nokkru fjaðrafoki inn-
an hans flokks, bæði heima í kjör-
dæmi og á þingi, en slíkt kom
ekki að sök og allur slíkur ágrein-
ingur hjaðnaði eins fljótt og hann
reis, þvi allir þekktu grandvar-
leika hans og viðleitni tíl að finna
það sanna og rétta í hverju mál.
Páll var góður ræðumaður,
sanngjarn, rökfastur og alvarleg-
ur í málflutningi, en enginn
„humoristi“ og óáleitinn var
hann í garð andstæðinganna. Man
ég að mér fannst hann stundum
vera á framboðsfundum full „dauf
ur“ til svara við andstæðingana,
og kom fyrir að ég talaði í trún-
aði um slíkt við hann og vildi
ætíð færa samstundis heim til
föðurhúsanna allar fullyrðingar
og staðlausar ádeilur andstæðing-
anna, ef Páli rann í skap á þeim
vettvangi, þá var enginn öfunds-
verður að mæta honum og kom
þar meðal annars til hið óvenju-
íega minni hans uim alla forsógu
mála. Páll var í eðli sínu óvenju-
lega sanngjarn maður í dómum
um menn og málefni, og í raun
og veru mjög ,,landsföðurlega“
sinnaður i flestu, og þótti því
stundum full kröfulítill fyrir kjör-
dæmi sítt, sem stafaði af því að
honum fundust sumar kröfur ekki
vera í samræmi við það sem hann
taldi sanngjarnt í bili eða í sam-
ræmi við það sem hægt var að
sinna, enda oft í mörg horn að
líta í fjármálum á þeim árum.
Páll var, eins og kunnugt er,
margfróður og meðal annars sjón-
minnugur á allar hagfræðilegar
tölur. Man ég glöggt hversu hann
gat komið andstæðingunum heima
í héraði úr jafnvægi í pólitískum
deilum, þegar hann þuldi yfir
þeim tölur. sem studdu hans mál-
flutning, og þeir gátu þar enga
rönd víð reist.
Það er gamalt orðtak að hver
maður verði mikill að sjálfum
sér. Slíkt er að nokkru rétt, bví
hæfileikar manna, skapgerð og
mannkostir eiga sinn mikla þátt
í hversu menn verða farsælir fyr-
ir sjálfa sig og sína samtíð. Hitt
er svo, að mínum dómí, jafn mik-
ið sannmæli, að stundum er „mað-
urinn ei nema hálfur“, því í iífi
og störfum, baráttunni fyrir hug-
sjónum og hugðarefnum, veldur
oft gæfumun að hafa eignazt góð-
an og skilningsríkan lífsförunaut
— og í því efni var Páll mikill
gæfumaður. Frú Guðrún Hannes-
dóttir, kona Páls, var á fíesta
lund óvenjuleg kona, sem hafði
til að bera gáfur, mannkosti, hus-
móðurlega glæsimennsku og ann-
að það sem góða konu má prýða.
Hefi ég fáum eða engum konum
kynnzt, sem mér hefir fundizt
meira til um en frú Guðrúnu, og
ég fullyrði, að fáar íslenzkar kon-
ur hafa, að mínum dómi, verið
betur færar um að koma vel og
virðulega fram í hvaða stöðu þjóð-
félagsins sem verða vildi. Hvort
sem hún hefði verið húsmóðir í
höll eða hreysi, þá hefði hún kom-
ið fram með þeirri reisn og höfð-
ingsbrag. sem við átti og glatt
gat gest og gangandi. Beimili
Páls og Guðrúnar var „opið hús‘
Allir gátu leitað þar skjóls og
fyrirgreiðslu. og þar var enginn
mannamunur gerður Hjartahlýja
og góðvild hjónanna beggja var
,sú sama í garð vina og vanda-
manna sem og nauðleitax-manna
hvaðan af landinu sem þeir voru.
Slíkir menn áttu oft erindi við
Pál og þeim var frú Guðrún ekki
síður innan handar en maður
hennar. Páll var því mikill gæfu-
maður í einkalífi sínu, ekki ein-
göngu í sambúð við ágæta konu,
heldur einnig vegna barna þeírra,
sem öll eru þekkt að góðum hæfi-
leikum, hvert á sínu sviði. sam-
fara mannkostum, sem þau erfðu
frá foreldrum sínum og ræktuð-
ust í uppeldi þeirra á þeirra ágæta
æskuheimili.
Eg minnist Páls vinar mins
með mikilli virðingu og einlægri
þökk fyrir langt og gott samstarí.
Við vorum ekki ætíð samferða i
hverju máli. en skoðanámunurinn
var ekki meiri en það, að gagn-
kvæmt traust og vinátta eyddi
jafnóðum slíkum ágreiningi.
Eins og komið var heilsu Páls,
•hefði ég óskað að hann hefði
mátt losna við jarðvist sína sem
fljótast eftir að hann missti kon-
una, en svo fór þó ekki, og hann
hefir langa stund síðan þurft að
bíða við mikið heilsuleysi, sem
fyrir augum okkar mannanna viri
ist tilgangslaust, en Páll var trú-
maður og taldi að allt, sem frarn
við mann kæmi í lífinu, hefði
sinn tilgang. Ef til vill hefir hann
rétt fyrir sér og að „krossganga“
hans í rúmt ár frá andláti konu
hans hafi haft sinn æðri tilgang.
Við vinir hans sem á eftir koma,
fáum ef til vill síðar svar við
slíku.
Að lokum kveðja okkar hjón-
anna til Páls: í guðs riði og
hafðu þökik fyrir allt og allt.
Halldór Ásgrímsson.
í dag fer fram útför Páls Zóph-
óníassonar, fyrrverandi alþingis-
manns og búnaðarmálastjóra. Með
honum er genginn mikill hæfi-
leikamaður og sérstæður persónu-
leiki, sem unnið hefur lengur og
meira fyrir bændur þessa lands
en nokkur annar á þessari öld. Páll
var fæddur í Viðvík í Skagafirði
18. nóvember 1886, sonur prófasts-
hjónanna þar, Zóphóníasar Hall-
dórssonar og Jóhönnu Jónsdóttur,
Péturssonar, háyfirdómara. Hann
ólst upp með foreldrum sínum í
Viðvík. Kunnugir hafa tjáð þeim.
er þetta ritar, að strax á bamsaldri
hafi komið fram hjá Páli óvenju-
legur starfsáhugi og dugneður.
Hann hafði mikið yndi af öllum
bússtörfum, ekki sízt skepnuhirð-
ingu, hann unni náttúrunni og öllu
lífi, og var alltaf boðinn og búinn
ti) að hlúa að öllum nvgræðingi. Á
bernsku- og æskuárunum sótti
hann eftir að blanda geði við
vinnufólkið, starfa með því, taka
þátt í gleði þess og finna til
með því í erfiðleikum þess og um-
komuleysi. Þá þegar mun skapgerð
Páls hafa mótazt til lífstíðar, hon-
um til gæfu og þjóðinni til bless-
unar. Hann var ætíð mannvinur,
hafði andúð á öllum sérréttindum
þeiiua, sem betur máttu sín, en
vann óskiptur og ótrauður að
bættun. hag þeirra sem verr voru
settir í þjóðfélaginu. í þessari
stuttu grein verður aðeins rætt
um nofckur atriði úr hinu fjöjþætta
ævistarfi Páls Zóphóníassonar, en
aðrir mnuu lýsa öðmm þáttum
starfa hans.
Páll Zóphóníasson var námsmað-
ur mikill, hafði frábært minni og
skarpan skilning. Samt lagði hann
ekki stund á latínuskólanám. Mun
áhugi hans á búskap hafa valdið
því. Hann stundaði nám í Hóla-
skóla og útskrifaðist búfræðingur
þaðan árið 1905. Eftir það stund-
aði hann verklegt nám hjá Rækt-
unarfélagi Norðurlands, unz hann
snemma árs 1906 hélt til Dan-
merkur. Þar stundaði hann ívrst
nám í lýðháskólum, en hóf svo
nám við Landbúnaðarháskólann i
Kaupmannahöfn og brautskráðist
þaðan sem landbúnaðarkancudat
1909. Sama ár réðist Páll sem kenn
ari við bændaskólann á Hvann-
eyri og gegndi því starfi til vors-
ins 1920, að hann tók við stjórn
Bændaskólans á Hólum i Hjalta-
dal.
Pál) kvæntist vorið 1912 Guð-
rúnu Hannesdóttur frá Deildar-
tungu. Fyrstu tvö búskaparárin
var heimili þeirra á Hvanneyri,
en vorið 1914 fluttu þau að Kletti
í Reykholtsdal og hófu þar búskap
Þar bjuggu þau til 1920, að þau
fluttu að Hólum. Búskapurinn á
Kletti mun mjög hafa hvílt á
herðum húsfreyju, þar sem Páll
var öll árin kennari 4 Hvannevri
og tók auk þess þátt í ýmsum fél-
ag'málum í héraði.
Páll var skólastjóri á Hólum í
8 ár, og hafði skólabúið á leigu
fyrri hluta þess tímabils.
Bæði skólastjórn og kennsta fór
V'» '/