Tíminn - 09.12.1964, Síða 5

Tíminn - 09.12.1964, Síða 5
I J* •* mnVIKUDAGUR 9. desember 1964 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: í'órarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aug- lýsingastj.: Steingrimur Gislason. Ritstj.skrifstofur 1 Eddu- húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur, Bankastræti I. Af- greiðslusimi 12323. Auglýsingasími 19523. Aðrar skrifstofur, simi 18300. Áskriftargjald kr. 90,00 á mán. innanlands — í lausasölu kr. 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Til 99 ára • Það eru nú orðin um tuttugu ár síðan Bandaríkja- s’ ?órn fór fram á að fá Hvalfjörð leigðan til 99 ára- Þá v, ' ;alda stríðið enn ekki hafið, og beiðni þessi auðsjá- aui ga við það miðuð, að Bandaríkin hefðu fasta bæki- stöð í Hvalfirði án tillits til þess, hvernig ástatt væri í alþjóðamálum-. Oft síðan hefur þessi beiðni verið endurnýjuð í ýmsu formi, en alltaf verið hafnað þangað til nú, að ríkis- stjórnin hefur leyft Bandaríkjamönnum að hefjast handa um framkvæmdir, sem beinlínis stefna að því að koma upp flotastöð í Hvalfirði. Þessar framkvæmdir eru hafriar, þegar horfur fara batnandi í alþjóðamálum. Þær eru því ekki bundnar við stríðshættu. Þær eru bersýnilega sprottnar af sömu rót- um og beiðni Bandaríkjamanna 1945- Hér er ekki stefnt að vörnum vegna hættuástands um takmarkað skeið, heldur er stefnt að varanlegri bæki- stöð, eins og ætlunin var 1945. Þetta færir allt hersetumálið í nýjan farveg. Það er fullkomlega rétt, sem Ólafur Jóhannesson hélt fram í umræðunum um þetta mál í efri deild 1 fyrradag, að hinar fyrirhuguðu framkvæmdir munu gera það mun torsóttara að láta bandaríska herinn fara héðan, þegar fslendingar sjálfir telja hans ekki þörf lengur. Þetta þurfa menn að gera sér ljóst. Hinar fyrirhug- uðu hernaðarframkvæmdir Bandaríkjamanna í Hval- firði, ef úr þeim verður, skapa alveg nýtt víðhorf í þessum málum. Eign fyrir alla Það er stefna Framsóknarmanna, að þjóðarauðurinn skiptist á sem allra flestar hendur, —að sem allra flestir geti orðið vel bjargálna og efnalega sjálfstæðir. Flokkur- inn telur að stefna beri að því, að allir geti átt nokkra eign og þá fyrst og fremst þak yfir höfuðið. Það er í samræmi við þetta sjónarmið, sem fulltrúar flokksins í borgarstjórn hafa lagt til, að fyrirhuguð hækk- un fasteignaskattsins verði ekki látin ná til verðmætis hóflegrar íbúðar. Þjóðfélagið á að sýna í verki, að það vilji, að menn geti eignast þak yfir höfuðið án þess að verða sérstaklega skattlagðir vegna þess. Með því að undanþiggja slíka eign skatti sýnir þjóðfélagið, að það vill ekki láta þjóðarauðinn safnast á fáar hendur, heldur stefnir það að eign fyrir alla. „Að blása út“ Jónas Pétursson, alþm., flutti þátt um daginn og veginn. Hann varaði mjög við blindri kreddutrú á hagfræði- kenningar, sagðist vilja flýta rafvæðingu landsins og eggj aði lögeggjan til sérstakra ráðstafana til að stuðla að jafnvægi í byggð landsins.. Menn rak í rogastanz og minntust þess, að þingmaðurinn hefur í sex ár stutt ríkisstjórn, sem umturnað hefur efnahagskerfi lands- ins með ofstækisfullri framkvæmd úreltra hagfræði- kenninga, dregið stórkostlega úr raforkuframkvæmdum og nálega eyðilagt með öllu þann vísi, sem kominn var að sérstakri starfsemi til að efla jafnvægi í byggð landsins- Allt þetta hefur þingmaðurinn stutt. Nú er spurningin. hvort samvizkan er að vakna, og svo, hvort nokkuð meira verði fyrir hana gert en að létta af þrýstingnum með einu útvarpserindi. TÍMINN 5 Arnþór Þorsteinsson: ER ÍSLENZKURIDNAÐUR Á UNDANHALOI? Á umliðnum írum hefur margþættur iðnaður verið að festa rætur í þjóðlífi vorra ís- lendinga. Margax greinar þessa iðnaðar hafa náð verulegum þroska. Sem heild hefur ís- Ienzkur iðnaður nú verið það viðurkenndur af stjórnarvöld- um landsins, að mál hans heyra undir einn ráðherra ríkisstjórn arinnar, iðnaðarmálaráðherra, hliðstætt hinum aðalatvinnu vegum vorum, laudbúnaði og sjávarútvegi, en hvor þessara atvinnuvega hefir sinn ákveðna ráðherra til að gæta hagsmuna sinna. Auk þessa hefir nú verið komið á iðnlánasjóði og Iðnað arbanka til eflingar íslemzkum iðnaði. Það verður þó að segjast eins og það er, að sjávarútvegur og landbúnaður njóta í margþætt um skiln'ingi velvildar og stuðn ings ríkisvaldsins, bæði fjár- hagslega og siðferðilega, langt fram yfir það sem iðnaðurinn hefir nokkru sinni þekkt bæði fyrr og aú. Sjávarútvegurinn og landbún aðurinn njóta þeirra forrétiinda báðir að vera studdir af ríkis valdinu, eigi einasfca með greið um aðgangi að bönkum lands ins (samanber afuirðalán) held- ur njóta báðir þessir atvinnu vegii vorir beinna styrkja svo nemur hundruðum milljóna ár- lega. Sá er þetta ritar veit að báðir þessir atvinnuvegir þarfn ast þessara styrkja og illgjör Iegt mun að reka þjóðfélag vort í dag án þeirra. Það skal jafnframt tekið fram að íslenzkur iðnaður hefir af ríkisvaldSins hálfu notið stuðn- ings í tollalöggjöf landsins, með allháum collum á hliðstæðum innfluttum vörum, eins konair verndartollum. Á hitt má jafnframt benda, að tollar af vélum, varahlutum og margþættum efnivörum til íslenzks iðnaðar eru í tollaflokk um sem óvíða eða hvergi munu þekkjast i nágrannalöndum vor um. f því sambandi má t. d. nefna, að af öllum vélum til ís tenzks iðnaðar verður að greiða 35% toll og að auki 6,05% toll af innkaupsverði og tolli við- komandi véla. Sama máli gegn- ir um vélavarahluti. Fataiðnað ur þarf í flestum tilf. að greiða 65% toll af tilleggi og í sumum tilfellum 80 og 90% eftir vöru- tegundum, sem þó verður að flytja inn vegna sama iðnaðar. Einnig má benda á, að í nokkr um tilfellum má finna tolla af efnisvörum sem fluttar eru inn í sambandi við ullariðnað og sútun skinna sem reiknaður er 110% af verði vörunnar að við- bættu flutningsgjald'i og vá tryggingu. íslenzkur iðnaður er ungur að árum. Hann þarfnast því skilnings og aðhlynningar ráða manna þjóðfélagsins meðan hann er að festa rætur og kom ast á legg. Það ber vel að hafa í huga að okkar ungj íslenzki Arnþór Þorsteinsson iðnaður verður að keppa við há þróaðan erlendan iðnað, sem hefir í þjónustu simri margfalt fjármagn, vélakost, útbreiðslu- tækni og síðast en ekki sízt, starfslið sem á ,ið oaki tnáif un. kynslóð fram af kynslóð. Það er athyglisvert að hinn nýi forsætisráðherra Bretlandg hefir látið það verða eitt af sín um fyrstu verkum að hækka um 15%.Ví,al]a to,|Ia af innflutt um iðnaðaryörum til að bæta efnahag'landsins eins og sagt er, en þessi tollahækkun er jafnframt verndartollur þeim háþróaða iðnaði. sem rekinn eir í Bretlandi Þannig hugsa Bret ar um sinn iðnað og ber vissu lega að vona að ís/enzk stje.rn- arvöld, und'ir forystu iðnaðar- málaráðherra. haldi vöku sinni og geri engár þær ráðstafanir í follamálum sem koma hin um unga íslenzka iðnaði á kné. Frændur vorir. Norðmenn, hafa skilið að það er ógerlegt að byggja upp iðnað, sem jöfn um höndum á að starfa fyrir norskt þjóðlíf og skapa aukinn útflutn'ing iðnaðarvara, nema f, hlúð sé að honum af ríkisvald- | ins hálfu. Kemuir þar margt til £ svo sem fjármagn, tollar, aukin iðnmenntun og margþætt fyrir greiðsla á erlendum vettvangi. Þessi skilningur norska ríkis- valdsins hefir einnig borið þann árangur að norskar iðnaðarvör- ur sjást nú í vaxandi mæl? á erlendum mörkuðum víðsvegar um heim. í sambandi við tollamál norsks iðnaðar má benda á að t.d. vélar sem fluttar eru til landsins og hafa það megin tak mark að vinna úr norskum hrá efnum, eru tollfrjálsar. Eins og fyrr segir í þessari grein verður íslenzkur iðnaður að greiða um 40% toll af innfluttum vélum og vélavarahlutum. Á þessu og fleiru er lýtur að íslenzkum iðn iði þarf vissulega að verða breyting og það fyrr en seinna. Hinn ungi íslenzki iðnaður á nú samkeppni við háþróaðan erlendan iðnað. eigi einasta frá nærligigjandi löndum, heldur einnig frá löndum sem greiða sínum iðnaðarmönnum laun, sem eru aðeins lítið brot af þ beim launum sem islenzkur iðn- aður greiðir í dag. Lönd, sem keppast við að koma íslemzkum og fleiri landa iðnaði fyrir kattarnef með launakúgun og fleiri aðgerðum, svo sem dump- ing verði, eða verðlagi sem ligg ur langt undir kostnaðarverði vörunnar. Flestar eða allar rík- isstjórn'ir nærliggjandi landa, munu verða vel á verði fyirir slíkum innflutningi og hrein lega banna hann, nema á ís- landi, mun slíkur innflutningur leyfður í vaxandi mæli. Af þessum og fleiri sökum hafa nokkrar greinar hins ís- Ienzka iðnaðar nú þegar orðið fyrir áfalli og aðrair hafa orðið að rifa seglin að fullu. Td. mun skóiðnaður sem rekinn var í Revkjavík, og framleiddi um 100 þús. pör af skóm, vera svo til alveg lagður niður. Skyrtu gerðir munu flestar eða allar verða að hætta starfsemi sinni. Kexiðnaðurinn á í vök að verj ast og er byrjaður að draga saman seglin. Fleiri iðngreinar mætti nefna sem Iíkt er ástatt um. en hér skal staðar numið í bili íslcnzkt máltæki segir að það sé of seint að byrgja brunn inn, þegar barnið er dottið of- an v hann. Já það er vissulega rétt Það er seint að fara að rétta íslenzkum iðnaði hjálp B arhönd þegar bú'ið ei að jj jafna hann við jörðu. Iðn aðarmenn þurfa að halda vöku sinni, því þótt segja megi að þeir hafi á umliðnum árum verið mjög hógværir í kröfum sínum, til íslenzkra valdhafa, þá verða þeir að hafa fulla gát á þróun mála iðnaðarins og að sjálfsögðu er það fyrst og fremst þeirra að gæta iiags- muna iðnaðarins nú og avallt. A. Þ. Séra Halldór Kolbeins Kveðja frá vini Sólhvítu brimi við sævarströnd var sál þín Iík, • af geislandi krafti og gleðinnar ólgu svo rík. Þú varst lc/tandi barn eftir ljósi og hyr. Svignuðu segl þinna vona í svellandi byr. Kall þitt til lýðsins bar kraftsins hljóm. Veikur hlaut viljann hið vonda sinn dóm. Og þín heiðríkjusál við Herrans stól á eilífðarströnd fagnar upprisusól.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.