Tíminn - 09.12.1964, Page 14

Tíminn - 09.12.1964, Page 14
14 MIÐVIKUDAGUR 9. desember 1964 TKSVIINN Gufuketill til sölu Til sölu er notaður gufuketill um 30 ferm. að stærð. Allar nánari upplýsingar gefur Teiknistofa Landssmiðjunnar, simi 20680 Bremsuborðar i rúllum fyrirliggjandi. 1 3/8” I 1/2’ — 1 3/4” — 2’ — 2 1/4” — 2 1/2” X 3 16’ 3” - 3 1/2’ - 4” — 5” X a/16’ 4” — 5” — X 3/8” 4” X 7 I6‘ J4" X l/2“. Einnip bremsuhnoð. gotl úrval Laugavegi 17(1 Simi 1-22-60 LOKAÐ VEGNA JARÐARFARAR LokaS i dag fyrir hádegi vegna jarðarfarar Páls Zóphóníassonar. BÚNAÐARFÉLAG ÍSLANDS Bíla & búvélasalan TRAKTORSGRÖFUR! Massey-Ferguson árgerð '63—'64 eru í toppstandi góðir greiðsluskilmálar ef samið er strax. Traktorar, Vörubílar, Jeppar, fólksblar. Bíla & húvélasalan v. Miklatorg — Sími 2-31-36. JÓLATRÉ Furugreinar, furutré forstofuna prýða. Jólagreni, jólatré jólin blessuð skrýða. Jólatréssalan Drápuhlíð 1. sími 17229. Tilkynning Þeir, sem eiga myndir í Innrömmun, eru beðnir að sækja þær fyrir áramót. ÁSBRÚ, GRETTISGÖTU 54 þar sem verzlunin flytur Á NJÁLSGÖTU 62 SMYRILL KÓPAVOGUR Framhald ai ib siðu Þetta mun vera fyrsta kerfið hérlendis, sem skipulagt er frá upphafi í kringum slíka kyndi- stöð. Kyndistöðvar hafa verið sett annars staðar í gömul hverfi og sem varastöðvar við hitaveitu. ANASTASÍA Framnala ai 16 siðu. Donkósakkanna í Chicago, og þá flúði ég eins fljótt og ég gat. Fyrst að Stalín náði í Trotsky, þá gat hann alveg eins náð í mig. Peningar? Ég hef aldrei haft áhuga á pen- ingum. Ég hef lifað rólegu og friðsamlegu lífi, unnið með mínum tveim höndum — og það er allt sem ég þrái. Frið. VÉL A HK.EUM GERNTNG VanU menn pæglieg Fljótlep vönanP ■anna PKIJ' _ Símt 2185’'- op »0469 TIL SÖLU: 2ja herb. íbúð í tvíbýlishúsi I sér inng.. sér hiti. Stærð 75 ferm.. Stór og ffaleg lóð, ' alveg sér íbúðin er laus upp úr áramótum. Málaflutningsskrifstofa: Þorvarður K. Þorsteinsson Miklubiaut 74. Fastelgnaviðsklpti: Guðmundur Tryggvason Sími 22790. Ms. £s|a fer austur um land til Akureyr ar 14. þ. m. Vörumóttaka mið vikudag og fimmtudag til Fá- skrúðsfjarðar, Reyðarfjarðar, Eskifjarðar, Norðfjarðar, Seyð ísfjarðar, Raufarhafnar og Húsavíkur. Farseðlar seldir á föstudag. Ms. Heröubreið fer vestur um land í hringferð 15. þ. m. Vörumóttaka á fimmtudag og föstudag til Kópaskers, Þórshafnar, Bakka fjarðar, Vopnafjarðar. Borgar fjarðar, Mjóafjarðar, Stöðvar ; fjarðar, Breiðdalsvíkur, Djúpa- vogs og Hornafjarðar. Þetta eru síðustu ferðii il Austurfjarða fyrir jól. I Jf Laxveiðijorð Góð laxveiðijörð óskast til kaups. Þeir, sem áhuga hafa á því, sendi nöfn sín ásamt nánari upplýsingum til blaðsins fyrir 20 desember næstkomandi, merkt: „Jörð. MINNINI. Framhald ai 9 siðu prófdómendur við skólann. Frú Guðrún Hannesdóttir féll þegar inn í þá mynd, sem ég hafði í barnæsku gert mér um göfuga drottningu — Höfðingleg ásýn' um tignarleg í fasi og allri framgöngu, æðrulaus í skapgerð, trygg'vnd, viðmótshlý og góðviljuð — eftir- minnileg afbragðskona. Og Páll — þessi einstaki áhlaupamaður og eldhugi, heitur hugsjónamaður um félagsmál og framfarir, alltaf vinn andi alltaf kennandi, alltaf hugs andi um það fyrst og frémst, hvernig hann mætti verða íslenzk- um bændum til sem mestrar liðsemdar. Og þó hafði hann nóg an tíma til allra hluta, þessi störf um hlaðni maður, — einnig tíma til þess að hugsa um eilífðarmálin. Það var mikið happ, að mega kynnast þeim hjónum fyrir 44 ár- um. Enn þá meira var þó vert um hitt, að öðlast vináttu þeirra upp frá því. Sú skuld verður ekki með öðru goldin en því, að blessa minn ingu þeirra. Páll Zóphóníasson var einn mest ur afreksmaður í hópi þeirra, sem unnið hafa fyrir íslenzkan land- búnað. Hann varði allri ævi sinni fórnaði allri orku sinni, áhuga sínum og mælsku fyrir þá hug- sjón. að lyfta bændastéttinni og vinna henni varanlegt gagn. ETig inn þekkti til þeirrar hlítar, sem hann, hagi hvers einasta bónda. Enginn bar meir fyrir brjósti farn að bóndans og farsæld. Þess vegna var hann líka ódeigur að segja til syndanna. Og víst auðnaðist hcn- um að marka mörg spor og djúp á langri ævi, fleiri miklu og dýpri en okkur liggur í augum uppi í fljótu bragði. Enginn var gæddur skarpari skilningi, glöggvari sýn, meiri fúsleik og hæfni til hol'.ráða. Og svo er fyrir að þakka, að ég held að flestir stéttarbræðra minna hafi fundið þetta, vitað það og viðurkennt. Því munu allar sveitir drjúpa í dag. Systkinum öllum. börnum Páls og Guðrúnar, — og henni Þuru, sem alla tíð var sem ein af fjöl skyldunni — sendi ég einlægar samúðarkveðjur. Gisli Magnússon. Oft er það sagt, að á þessari öld hafi orðið svo miklar breyt- ingar á lífi þjóðarinnar, að ævin- týri sé líkast. Vegna stórstígra framfara í at- vinnuháttum hefur þjóðin risið ur fátækt og kröppum kjörum ttl efna og góðrar afkomu. Hvernig gat þetta dásamlega ævintýri gerzt? Hefur kynslóð 20. aldarinnar verið svo miklu dug- legri en allar aðrar í sögu þjóðar- innar að undrið mætti ske? Nei, það er ekki ástæðan. Ævintýríð gerðist vegna þess, að þjóðin lærði nýja verkmenningu, hún eignaðist leiðtoga og leiðbeinend- ur, sem sögðu henni til vegai, menn, sem gátu lært af þeim þjóð- um, sem lengra voru á veg komn- ir, og þeir voru auk þess þeim hæfileika gæddir að geta kennt öðrum. I Einn af þessum mönnum var Páll Zophóníasson. Hann var prestssonur frá Viðvík í Skaga- firði, kominn af merkum ættum, og hlaut í foreldrahúsum þá sann- færingu, að hann skyldi verja ævi- starfi sínu til að þjóna öðrum. Og Páll ákvað að helga starfskrafta sína landbúnaðinum og bjó sig undir það lífsstarf sem bezt mátti verða, með því að taka háskóla- próf i búfræði frá Landbúnaðar- háskólanum í Kaupmannahöfn, að l eins 23ja ára gamall. Starfsdagur Páls Zóphóníasarsonar varð bæði langur og strangur. Hann var bændaskólakennari og skólastjóri í 19 ár, ráðunautur Búnaðarfélags íslands um aldarfjórðungs skeíð og búnaðarmálastjóri í sex ár. Auk þessara embættisstarfa gegndi hann fjölmörgum öðrum trúnað- arstörfum og var m.a. alþingismað- ur í 23 ár samfleytt. Mór er sagt, að Páll hafi verið frábær kennari og skólastjóri, og á ég auðvelt með að trúa því, par eð ég veit, að hann var mjög vel menntaður og hafði auk þess svo einlæga og smitandi trú á íslenzk um landbúnað. Sjálfur kynntist ég, Páli bezt sem ráðunauti og á því sviði var hann frábær hæfileika- maður, og ógleymanlegur öllum, sem kynntust honum í starfi. Á ferðalögum sínum sem ráðunaut- ur kynntist hann betur íslenzkum landbúnaði en flestir aðrir og hafði því sérstaklega heilsteypta yfirsýn yfir möguleika landbúnað- arins. Á þessum ferðalögum var Páll alls staðar aufúsugestur. l^tann átti svo auðvelt að skilja hvers manns hag og kunni ráð til að leysa svo margra manna vanda. Ég held þó, að mér hafi þótt vænzt um eitt í fari Páls, en það var hvað hann var einl. skepnu- vinur. Hann þekkti flestar kýr, sem hann hafði séð og talaði oft um þær eins og hann ætti þær. Hann var svo glöggur á kosti þeirra og galla, að okkur yngrí ráðunautunum datt stundum í hug, að hann hefði fleiri skilning- arvit en við hin. Þar mun hafa verið rétt til getið, því að Páll bjó yfir óvenjulegum dulrænum hæfileikum. Páll var einstakur eljumaður. Að vísu unnust honum flest verk létt, því að starfsleikní hans var mikil, en í sinni löngu starfsævi unni hann sér lítt hvíldar. Nú, þegar Páll kveður okkur, örþreyttur eftir meira en 50 ara starf í þágu landbúnaðarms og þjóðarinnar allrar og eftir erfiða sjúkdómslegu, þá verður efst í huganum að gleðjast yfir að hann skyldi loksins fti'á hvíld. En um leið finnum við til inni- legs saknaðar og tómleika. ís- lenzkar byggðir hafa misst einn skjólbezta klettinn, sem þær aitu í höfuðstaðnum á Sóleyjargötu 7, þar sem heiðurshjónin Páll Zóphoníasson og Guðrún Hann- esdóttir áttu sitt góða og höfðing- lega heimili. Ég vil fyrir hönd sunnlenzkra bænda þakka þeim innilega fyrir þeirra lífsstarf, og börnum þeírra, tengdabörnum og barnabörnum færi ég mínar hugheilustu samúð- arkveðjur. Hjalti Gestsson. ÞAKKARÁVÖRP Þakka innilega öllum þeim, er minntuzt mín á sjötugs- afmælinu. Ég þakka góSar gjafir og hlýjar kveðjur, en umfram allt þann vinarhug, sem á bak við liggur. ÓLAFÍA EGILSDÓTTIR, Ijósmóðir, Hnjóti. Móðir okkar Guðlaug Hjörleifsdóttir, andaðist á Landakotsspítalanum 8 þ. m. Gerða Sigurðar, Hjörleifur Sigurðsson, Hailgrímur Sigurðsson.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.