Tíminn - 09.12.1964, Síða 16

Tíminn - 09.12.1964, Síða 16
 Miðvikudagiir 9. desember 1964. 251. tbl. 48. árg. FJARHITUNARKERFI TEK- ið / yvowwv / /rtíA4 iw/ MB-Reykjavík, 8. desember. Næstu daga verður prófað nýtt fjarhitunarkerfi í Kópa- f NÝ ANASTASÍA ER FUND- IN / BANDARÍKJUNUM EJ-eykjavík, 8. desemeber. Ný Anastasia hefur komifi fram á sjónarsviðið. Það er kona nokkur í Chicago, Eugen- ia Smith að nafni. Hún lauk vifi að skrifa æviminningar An astasiu i fyrra, og vöktu þær slíka athygli útgefandans, að hann ræddi nánar við frú Smith, og játaði hún að lokum, að hún sjálf væri Anastasía. Hefur hún síðan gengið undir alls kyns rannsóknir, og niður '* stöður þeirra eru: — annað hvort er hún Anastasia, eða þá frábær rithöfundur með mjög óvenjulega sagnfræðilega þekkingu. í febrúar árið 1963 hringdi frú Smith til þekkts útgefanda í New York, Róbert Speller rg kvaðst hafa handrit, sem hún hefði skrifað, — væri það ævi saga frægrar persónu. Speller, sem var mörg ár í Riga á veg- um bandarísku utanríkisþjón- ustunnar, og mikill áhugamað ur um rússnesk málefni og sögu, las handritið og varð yfir sig hrifinn. Sérstaklega varf’ hann furðu lostínn yfir bví hversu nákvæmar lýsingarnar af keisaranum, lífinu við hirð ina, rússneskum stjórnmálum þeirra tíma, aftökunni og flótt anum voru. Er hann hafði íok ið við bókina sagði hann: — „Annað hvort er betta skrífað af Anastasíu, eða þá af mesta rithöfundi þessarar aldar.“ Hann komst aftur í sam- band við frú Smith og innti hana nánar eftir högum henn- ar og því, hvemig hún hefði getað skrifað þessa bók, og eft ir nokkurn tíma játaði trú Smith, að hún væri Anastas- Eugenia Smith ía, yngsta dóttir Nikulásar Rússakeisara. En þótt Speller, eftir að hafa iesið bókina og rætt við frú Smith, tryði þessari fullyrð- ingu, þá vissí hann, að margir myndu mótmæla þessu harð iega. Því fékk hann frá Smith til þess að ganga undir lyga- mælingu. Einn af helztu sér- fræðingum Bandaríkjanna í sambandi við lygamæla, Cleve Backster, var fenginn til þess að sjá um tilraunina, en hann hefur unnið í 17 ár við rann sóknir á slíkum mælum og komið fram með margar endur bætur á þeim. Alls var frú Smith 30 klukkustundir í hönd um hans. Nlðurstaða hans var sú, að hún hlyti að vera Anastasía. Því næst fékk Speller einn af þekktustu sál fræðingum Bandaríkjanna til þess að athuga, hvort hún værí heil á geðsmunum, og sagðist hann ekki vera í vafa um, að svo væri. Og hann segir í skýsrlu sinni: — „Allt það, sem fram hefur komið í viðtöl um mínum við frú Smith, bend ir til þess, að hún getl verið Anastasía". En það eru ekki allir, sem eru á sama máli. Bandaríska tímaritið Life var vantrúað og gerði ýmsar „tilraunir" í þessu sambandi, sem virðast vera á ósannindum byggðar. og mun það mál enda í réttinum. Og margir hafa spurt í undr- un, hvers vegna hún hafi ekki komið fram með þessa fyll- yrðingðu sína fyrr. Þessu svar ar frú Smith þannig: — Ég hafði margar ástæður Fyrst af því að hryllilegar mínningar ásóttu mig. Og einn ig af því að ég var hrædd við að þekkjast. Snemma á þriðja tug aldarinnar var mér marg- sinnis hótað. Og einu sinni, man ég, þekkti mig maður, þeg ar ég var viðstödd hljómleika Framh á bls. 14 KAUPFELOG HEILISSANDS OG ÚLAFSVÍKUR SAMEINUD KJ-Reykjavík, 8. des. Nú stendur fyrir dyrum sam- eining tveggja kaupfélaga á utan- verðu Snæfellsnesi. Eru þetta kaupfélögin í Ólafsvík og á Hell issandi. Tíminn hafði í dag tal af for- mönnum beggja félaganna þeim Ársæli Jónssyni í Rifi og Skúla Benediktssyni í Ólafsvík. Sögðu þeir að almennir félagsfundlr hefðu verið haldnir ! báðum fé- lögunum um síðustu helgi, og hefði sameiningin verið sam- þykkt á báðum stöðunum. Til þess að sameiningunni geti orðið verð ur félagsfundur að samþykk.ia hana tvisvar, og verða fundir bví aftur um næstu helgi Sameininp- in er miðuð við næstkomandi ára mót. Ásgeir Hjálmar Sigurðsson kaup félagsstjórí á Hellissandi mun verða kaupfélagsstjóri hins aýia félags, ^n bað mun verða netnt Kaupfélag Snæfellsness. en eins og áður segir er það undir sam- þykki félagsfundanna, sem haldnir verða um helgina, hvort af sam- einingunni verður eða ekki. Með tílkomu Ennisvegar gjör- breyttust viðhorfin þama vzt á nesinu, því nú er aðeins stund arfjórðungsakstur á milli stað- anna. Að vísu hafði áður verið rætt um sameiningu kaupfélag- anna, en af því varð bá ekki Aðalskrifstofan mun verða í Ólafsvík, en verzlanírnar þar og á Hellissandi munu verða reknar sjálfstætt. Til greina mun hafa komið að sameina fleiri félög en bessi tvö á Snæfellsnesi (=n af bvi varð ekki í þetta skipti að minnsia kosti. vogi, sem er hið fyrsta sinnar tegundar á landinu. Nýtt hverfi var skipulagt kringum| kyndistöð, sem miðlar heitu vatni í húsin, og komi hita- geita í Kópavog, er þarna kom- in ágætur stofn fyrir byrjun- arnotkun hennar. Blaðið spurðist í dag fyrir um kerfi þetta hjá Ólafi Jenssyni, bæj arverkfræingi í Kópavogi. Hann kvað lóðum undir þessi hús hafa verið úthlutað vorið 1962. Húsin eru svokölluð keðjuhús við Hrauntungu og Bröttubrekku. Þeir, sem fengu láðirnar skuld- bundu síg til þess að nota þetta nýja kerfi og voru húsin byggð reykháfslaus. Er þarna alls um fimmtíu hús að ræða, en aðeins ein íbúð er í hverju húsi. Mið- svaeðis er svo kyndistöðin, sem er í það rúmgóðu húsi, að þar er unnt að setja upp annan ketil, en ketíllinn, sem í henni er nú á að geta hitað upp 70—80 íbúðir. Aðalleiðslan frá kyndistöðinni liggur fyrir enda raðanna, en greinarnar síðan gegnum húsin. Var ætlunin að taka kyndistöð ina í notkun fyrr á þessu ári en það hefur dregizt, og er aðalástæð an til þess sú, að bygging sumra húsanna hefur dregzt miklu meira en ráð var fyrir gert og eru sumir kjallarar enn í mótun. Tafðí það fyrir því að unnt væri acj leggja aðalleiðsluna, og hafa þeir, sem þegar eru fluttir, orðið fyrir óþægindum af bessum sök- um. Nú eru málin að komast í lag, eins og fyrr segir, og einhvern Meypt næstu daga verður vatoi á kerfið tíl reynslu. Framhald á bls 14. rr-i.t Jólabingó Jólabingó Framsóknar- félags Reykjavíkur verð ur að Hótel Sögu sunnu- daginn 13. desember og hefst klukkan 20.30. Skemmtunin hefst með því að spilað verður bingó um fjölda glæsi- legra vinninga meðal annars um hvíldarstól, málverk, matvörur til jólanna, heimilistæki og margt, margt fleira. Þá mun Einar Ágústsson al þingismaður flytja ávarp óvæntur gestur kemur f heimsókn. Aðgöngumiða má panta í símum 1-55- 64 og 1-60-66, og er mönnum ráðlagt að gera það hið fyrsta, því í gær höfðu verið pantaðir á annað hundrað miðar. Sala á trjám og greinum að hefjast Kveikt á jóia- trjám / borgittni FB-Reykjavík, 8 .dcs. Gullfoss kom í annað sinn með jólatré til landsins á sunnudag- inn og má sjá þess glögg merki, því jólatrjáasala er að hefjast, og helztu torg borgarinnar hata fengið sitt jólatré nú eins og á undanförnum árum. Búið er að kveikja á sumum trjánna, en á Óslóartrénu, sem verður á Austur- velli, verður líklega kveikt á laug ardag eða sunnudag. Við fengum þær upplýsingar hjá Skógræktarfélagi Reykjavík ur, að nú væri að ljúka við upp- setningu jólatrjánna á almanna- færí í Reykjavík. Tré verða nú eins og í fyrra á Miklatorgi. Hlemimtorgi, MeJatorgi. við Neskirkju, Laugarneskirkju og við Réttarholtsskólann og auk þess á mótum Langholtsvegar og Laug arásvegar og í Bankastræti. Öll eru þessi tré reist á vegum borg arinnar að undanskildu trénu í Bankastræti, sem er gjöf Land- græðslusjóðs til borgarbúa. Nokkur fyrirtæki hafa síðan feng- ið stór tré til þess að hafa fyrir utan byggingar sínar, eins og til dæmis Osta- og smjörsalan og Byggingafélag alþýðu. Öll þessi tré eru 8—10 metra há og ljós- um skreytt. Sala á jólatrjám er eínnig hafin, en fólk dregur það oft fram und ir jói að kaupa tré og greina’ Skógræktarmennirnir sögðu jKk ur þó, að ekkert gerði til fyrir menn að kaupa trén núna strax, ef fólk hefði aðstöðu til að geyma þau úti. Það væri e.Kki gott að geyma þau t. d inní í bílskúrum. nema því aðeins að þau væru vætt annað slagið. Það væri bví ef til vill ekki úr vegi, að ná sér í tréð, áður en mesta ösin er kom in. Skyndihappdrættið Dragið nú ekki lengur að gera skil fyrir heimsenda miða. Þann 23. þ. m. verður dregið um Opel Rekord bifreið, fjórar rafmagns- ritvélar, fjórar Singer saumavélar og 4 Levin frystikistur, samtals að fjárhæð um fjögur hundruð þúsund krónur. Miðar eru seldir hjá fjölmöig- um umboðsmönnum um land alit. í Reykjavík eru miðar seldir' 1. f Tjarnargötu 26, sími 15564 Opið til klukkan 7 á kvöldín. 2. Hjá afgreiðslu Tímans í Banka- stræti, sími 1^2323. 3. Úr bílnum, sem er vestast í Austurstrætinu, á lóðinni Aust- urstræti 1. JÓLAFUNDUR Félag Framsóknarkvonna heldur jólafund i T.iarnargötu 26. miðviku daginn 9 þ m ki'drkan o 30. Skuggamyndasýning og fleira. Stjómin.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.