Tíminn - 11.12.1964, Blaðsíða 9

Tíminn - 11.12.1964, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGTJR 11. desember 1964 TÍMINN HAFA JAPANIR FUNDIÐ NÝTT LYF VIÐ KRABBAMEINI? Bambus hefur lengi komið að góðu gagni til ýmissa hluta, og nú hefur sannazt, að hann er nýtilegur á enn einu sviði. sem sé efní í áhrifamikið með- al gagn ýmsum tegundum krabbameins. Það er Japani, sem fundið hefur upp meðalið, sem gengur undir nafninu BAMFOLIN, og einmitt það gera læknavísindamenn úti í heimi sér vonir um, að vega muni drjúgt á metaskálunum í baráttunni gegn krabbameins- sjúkdómum. Þó mega menn ekki búast við því, að þetta lyf komist í almenna notkun fyrr en eftir 5-10 ár. Rannsóknir þessar eru enn á tilraunastigi, en samt er bað ætlan þeirra, sem gerst þeikkja að bamfolin verði framleitt í stórum stíl til þessara hluta áður en mörg ár líða. Eitt er víst, að bamfolin hef- ur dugað gegn krabbameini. Til raunír, sem þegar hafa staðið yfir í átta eða níu ár, gefa ástæðu til bjartsýni. En áfram- haldandi rannsóknir verða að taka sinn tíma áður en læknar almennt viðurkenna lækningar mátt þessa lyfs. Þótt tilraunir hafi gefizt vel í Japan, hefur lyfið ekki enn hlotið viður- kenningu meðal lækna yfirleitt þar í landi. Það er t.d. ekki enn komið í notkun á krabba- meinsspítala ríkisins í Tokyo. Aðspurður sagði yfirlæknirinn þar: „Ég þekki bamfolin aðeins af orðspori, hef aldrei séð það.“ Þessi ríkisspítali er aðeins 2l/2 árs gamall. Þar eru 400 krabba- meinssjúklingar, og eru þar stundaðar tilraunalækningar, allar innan hins hefðbundna ramma, sem tíðkast á spítölum víðast annars staðar, radium lækningar og uppslcurðir. Á, tilraunastofum þessa Krabbameinsspítala starfa fimmtíu læknar, efnafræðingar og eðlisfræðingar. Þeir einbeita sér að því verkefni fyrst og fremst að grafast fyrir um, hvernig venjulegar frumur um myndast í krabbafrumur. Hing- að til hafa þeir komizt að nið urstöðu, sem allir eru á eitt sáttir um: Það er búið að finna efni, sem á mikinn þátt í að mynda krabba, og nefnist það 4-Nitroquinoline N-oxide. Og með rannsóknum á því, hvern ig. þetta efni leiðír til myndun ar krabba gera menn sér vonii um að finna loks aðferðir til að berjast gegn meininu, helzt með því að finna efniskjarna. sem komið getur eígin frumum líkamans til að vinna gegn því. að krabbaírumur myndist. seg- ir dr. Nakahara yfirlæknir. „En það er einmitt á þennan hátt, sem við teljum að bam folin starfi'' segir annar lækn ir, dr. med. Mutuhiko Kuroki, og í hans höndum er framtíð bamfolins, það er hann, sem ■itjórnar hinum stöðugu tilraun um með þetta meðal, hann ei formaður JCC, sem er félags- skapur nokkurra vísindamanna. sem vinna að því einu að skipu leggja þetta rannsóknarstarf og draga saman alla þá þræði, sem snerta bamfolin og notk- un þess. Bamfolin var fundið upp fyr- ir tuttugu árum af manni, sem heitir Koji Yokoyama. Hann er nú 74 ára gamall og veitir forstöðu tilraunum, sem fara fram í tvílyftu bárujárnshúsi í eínu úthverfi í Tokyo, þar sem tólf manns vinna að því að.fram leiða bamfolin, og njagnið er ekki nema 2-300 grömm á dag. enn sem komið er. Yokoyama segir sjálfur svo frá, hvemig tiltekin athugun Ieiddi tíl þessarar uppfinning: ar. „Sushi (þ.e. japanskir nest- ispakkar, hrísgrjón, fiskur og fleiri matartegundir) hefur m. a. inni að halda hrísgrjón, sem bambusblöð eru vafin utan um. Ég tók eftir því, að hrísgrjón- in í bambusblöðunum varðveitt ust sérstaklega vel, jafnvel mán uðum saman, án þess að mygla eða rotna, og því fór ég að reyna að framleiða vökva, sem ég fékk svo einkaleyfi á til notkunar við ýmsa hluti, eink- um sem varnarlyf gegn sótt- kveikju. Þegar konan mín fékk krabbamein 64 ára gömul, reyndum við í fyrsta sinn bam- folin gegn krabbameininu — og eftir þrjá mánuði var krabb- inn horfinn. Síðan gerði ég til- raunir með þetta á fjórum vin- um mínum, sem allir þjaðust af krabbameini, og þegar að- ferðin við þá gaf enn góða raun, kunni ég ekki við að halda þessari uppgötvun leyndri fyr- ir öðrum, heldur sneri ég mér til dr. Oshima forstöðumanns járnbrautarspítalans og dr Kur oki við Saitama-heilsuhælið og bað þá að taka til rannsóknar. hvort hér væri um nýtt áhrifa mikið lyf gegn krabbameini aí' ræða.“ „Tilraunirnar báru furðuleg an árangur," segir dr. Kuroki „Árið 1960 gátum við ekki orða bundizt og gáfum skýrslu um lækningarnar tíl japanska krabbavemdarfélagsins. Dag- blöðin birtu þetta sem stórfrétt og mér bárust bréf í þúsunda tali frá fólki um land allt. Ég hef ekki enn komizt yfir að svara slíkum bréfum, þó ég skrifi upp undir tíu svarbréf á dag. Þessar bréfaskrfftir taka mikinn tíma frá starfi mínu, þetta er mjög viðkvæmt mál, og ég verð að fara alla vega í kring um það, að það sé ekki á mínu valdi a'ð veita öllu þessu fólki fullnægjandi hjálp. En það eru ekki aðems sjúklingar. sem skrifa mér bréf, þótt þeir séu i miktam meiri híuta. Ficldi bréfa berast frá læknum og alls kyns sérfræðingum, einnig með alaframleiðendum sem vilja um fram alla muni hefja fram- leiðslu lyfsins. En einkafyrir- tæki munu ekki fá að hefja framleiðslu lyfsins.“ Um niðurstöður rannsókn anna kemst dr. Kuroki þannig að orði: „Við vitum i raun og veru elcki enn, hvað oamfolin er, þekkjum ekki efnauppskriftina, kunnum bara að búa það til sjálfir. Það hefur ekki runníð upp fyrir okkur,hvers vegna eða með hvaða hætti bamfolin hefur þessi áhrif. Hið eina, sem við vitum er, að þetta eru af- leíðingarnar. „Og sá er munur a bamfolin og meðulum þeim, er hingað til hafa verið notuð í þessu skyni, að bamfolin vinnur ekki á heil- brigðum frumum um leíð og það brýtur krabbafrumur á bak aftur. Freistandi er að ætla, að það orki með þeim hætti, að eðlilegt mótstöðuafl líkamans vaxi um leið gegn krabbafrum- unum.: Tilraunir með rotlur og mýs voi’u mjög uppörvandi í byrj- un, og það var með mikilli eft- irvæntingu, að við réðumst í hina fyrstu meiri háttar til- raun með fólk. Því að oft vill það verða, að tilraunir, sem gef ast vel á dýrum, mistakast, þeg- ar þeim er beitt rið manneskj- ur. En þessu var ekki svo farið um bamfolin. Manneskjur reyndust jafnvel enn móttæki- legri fyrir þessa lækningu en dýrín, þurftu minna magn af lyfinu. Eitt hundrað manneskjur, allar með krabbamein á síðasta stigi, gengust undir þessa til- raunalækningu með bamfolin. Venjulegar aðferðir höfðu ver- ið taldar vonlausar við þetta fólk. Tíu sjúklíngar tóku dá- samlegum framförum. Þrjátíu náðu miklu hægari og minni bata. Sextíu læknuðust alls ekki af bamfolin," sagði dr. Kuroki Um þessar mundir er verið að vinna að skýrslu um aðra tilraun, í þetta sinn sjúkling; með krabbamein á miðstigi eins og dr. Kuroki nefnir það í mörgum tilvikum er þar fjall að um sjáanleg krabbameins útbrot, sem venjulega mundi vera beitt uppskurði við. Dr Kuroki fullyrðir, að bamtoli- lækningin hafi margsinnis gert uppskurð óþarfan. Annars rill hann ekki að svo komnu máli herma nánar frá niðurstöðum þessara tílrauna, því að þær eiga fyrst að birtast í japönsku læknatímariti áður en blöðin fá þær til birtingar. En dr. Kur- oki telur niðurstöður þessara tilrauna mjög uppörvandi og skýrslan muni birtast í lækna- tímaritinu þá og þegar Krabbaverndarráð Japans, sem skammstafað er JCC (Jap an Contra Cancer council), hefur tiú tekið þá ákvörðun, að •'1 I na.M 9 4 41*1 ' ai «1 iife L'i' m h i' >iV « Dr. Kuroki mælist tll aö önnur lönd taki þátt í tilraununum. ■ ■ ■ •/••: Á.'i ! Dr. Nakahara stjórnar stærsta krabbameinsspítala Japans, en þekkir ekki bamfolin af eigin reynslu. ............ ... -...................... ........— -■-........... ............ . ------ ----nil,r,-|ITn Dr. Yokoyama fann upp bamfolin og fyrsti krabbameinssjúklingurlnn, sem hann læknaSi, var kona hans.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.