Tíminn - 11.12.1964, Blaðsíða 14

Tíminn - 11.12.1964, Blaðsíða 14
14 TÍMINN FIMMTUDAGUR 10. desember 1964 Amerísk Rauð Delícious epli EINGÖNGU BEZTI GÆÐAFLOKKUR „EXTRA FANCY'' NÝ SENDING MEÐ HVERRI FERÐ Eggert Kristjánsson & Co. hf. SÍMI 1-1400. SKRIFSTOFUSTÖRF , Stúlkur óskast til starfa við farpantanadeild félagsins í Reykjavík í byrjun næsta árs. Nokkur skrifstofureynsla æskileg. Kunnátta í ensku og einu Norðurlandamálinu, nauðsynleg. Yngri stúlkur en 18 ára koma ekki til greina. Umsóknareyðublöðum, sem fást á skrifstofum félagsins í Reykjavík, sé skilað fyrir 20. desember til Starfsmannahalds Flugfélags íslands. M.s. GULLFOSS fer frá Reykjavík í kvöld kl. 8 til Gautaborgar Kaupmannahafnar og Leith. Parþegar beðnir að koma til skips tdukkan 7. HE EIMSKIPAFÉLAG ISLANDS BÓKMENNTIR Framhald af 8. síðu. fremur vera dæmigerð ósk, það sem gæti gerzt og hefndarhugur gældi við, heldur en raunveru- legir atburðir. Drengur á fjalli og þessi síðasta saga bókarinnar, þótt ólíkar séu gefa bókinni að mínum dómi það gildi, sem hún hefur, en það gildi er líka mikið. Guðmundur Daníels- son er afburðasnjall rithöfundur, þar sem honum tekst bezt. Þá skortir hann hvorki stílsnilld, skap hita né hugkvæmni. En hann læt- ur ef ttl vill prenta óþarfalega mikið. Snjall rithöfundur þarf lík lega fremur á bréfakörfu að halda en þeir sem léttvægavi teljast. AK. LOGINN HELGI t’ra-mhaid ai o síðu. Það er visisulega erfitt að ha’da uppi leikstarfsemi i litlum þurp- um úti á landi. En fé'agsheimilin gefa gullin tækifæri. Og þau tæki færi nýtast, þegar saman fer ein lægur áhugi leikaranna og öflug ui’ stuðningur margra aðila í byggðarlaginu. En þannig skilst mér að til hafi tekizt þar á Fá- skrúðsfirði. V.H. SÍLDARFLUTNINGASKIP Framhald at 8. síðu. haldið sig á miðunum en ekki verið á sífelldu ferðalagi fram og aftur. Þegar síldarflutningar eru komnir í gott lag verður auðvelt að beína löndun síldarinanr þang- að sem síldar er þörf hverju sinni en láta skipin ekki verða fyrir löndunarstöðvunum af þeim sök- um að löndunin beinist aðallega á þær hafnir er Iiggja næst mið- unum. Skip, sem getur flutt 10.000 mál eða meíra í einu, skiptir ekki miklu hvort það siglir heldur á Siglufjörð eða til dæmis Skaga- strönd og geta því flutningarnir jafnvel stuðlað að því að fólkið haldist á þessum stöðum. Talið er, að hægt sé að geyma síldina í kældum sjó 4 til 6 daga og hægt sé að salta hana, þó að henni sé landað með dælu. Ef þetta reyn- ist rétt, eru miklir möguleikar fyr ir því að hægt sé að salta síld á hinum ólíklegustu stöðum, svo að möguleiki er að salta meira magn en hægt hefur verið hingað til, þegar vinnan fer fram á fáum söltunarstöðvum. Afkastageta verksmiðjanna norðan lands og austan er 66.500 mál síldar á sólahring og ef síldin kemur jafnt til verksmiðjanna er um að ræða tvær milljónír mála á mánuði hjá þeim öllum, svo að auðséð er, að það eru ekki nýjar verksmiðjur, sem þarf að byggja, heldur þarf að skipuleggja síldar- flugningana. Flest þessara minni skipa munu hafa olíu og vatn til viku útivistar en varla öllu lengur. Þess vegna þarf að sjá þeim fyrir nauðsynj- um. í flestum tilfellum geta flutn- ingaskipin séð um þessa þjónustu en ef það þykir ekki hagkvæmt þá er ekki um annað að gera en að hafa sérstök birgðaskip, því að helzt eiga skipin ekki að þurfa að fara ínn nema undan veðri. Ýmislegt mun koma i ljós við skipulagningu þessara mála, svo sem viðgerðarþjónusta á síldarleit artækjum og jafnvel minniháttar vélaviðgerðir. Þótt aðallega sé rætt um minni skip er auðvitað nauðsynlegt að athuga um flutn- inga fyrir stærri skipin einmg, bví auðséð er að hægt er að auka veið- arnar að miklum mun með næp- um flutningaskipakosti. Gaman vaéri ef einhver sem hefur verið með skip að stærð 70 til 120 rúm- lestir léti í tiós álit sitt um þetta fyrirkomulag. STÚRKQSTLEG FRAMFÖR í FRAMLEIÐ SLU HRUKKUEYÐANDl SMYRSLA LA SALLE verksmiðjurnar í Bandaríkjunum setja á markaðinn La Salle Lotion (HRUKKUEYÐANDI SMYRSL) 1) Mun stærri glös 2) Mun meira magn fyrir færri krónur 3) Sléttar úr hrukkunum á 5 mínútum 4) Algerlega skaðlaust fyrir húðina 5) Má nota eins oft og hver og einn óskar 6) Eitt glas endist mánuðum saman 7) Auðvelt í notkun. — Notkunarreglur á ís- lenzku fylgja hverju glasi. FÆST í FLESTUM VERZLUNUM LANDSINS, SEM VERZLA MEÐ SNYRTIVÖRUR. Heildsölubirgðir: O. Johnson & Kaaber h.f. ÞAKKARÁVÖRP Beztu þakkir og kveðjur til allra, sem glöddu mig á 60 ára afmælinu 24. 10.. 1964. Sumarljði Sigmundsson, Borgarnesi. Þökkum innilega sýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför mannsins míns, föður okkar tengdaföður og afa, Jóns ísleifssonar frá Grænuhlíð. Guðný Þórólfsdóttir, börny tengdabörn og barnabörn. Alúðar þakkir færum vlð öllum nær og fjær er auðsýndu okkur vin- semd og hluttekningu við andlát og jarðarför ástkærs eiginmanns og föður, Sigurðar Jónssonar úrsmiðs ,frá Borg, Skipasundi 6. Matthildur Stefánsdóttir, Stefán Sigurðsson, Róbert K. Sigurðsson, Auður S. Sigurðardóttir, Jón Sigurðsson, Guðbjörg R. Sigurðardóftir. Við þökkum af alhug öllum þeim mörgu, sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og jarðarför eiginkonu mlnnar, móður, dóttur, dótturdóttur og systur, Guðlaugar Ingibjargar Albertsdóttur, Súðavík. Sigurður Benjamínsson og synir, Guðlaug Guðlaugsdóttir, Albert Kristjánsson, Ingibjörg Guðnadóttir og systkini hinnar látnu. I.S

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.