Tíminn - 11.12.1964, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.12.1964, Blaðsíða 1
Þurrabúðarmenn lýsa sambúðinni VITA EKKI UM NEFNDASAMNING VIÐ STJÚRNINA Skeiðará kemur enn sem fyrr að mestu undan suðausturhorni hans, við Jökulfell. Þar er jökullinn brattur en ekki úfnari en svo að oft hefur verið farið upp með Jökulfelli og yfir jökulinn fyrir ofan upptökin. Myndin var tekin í haust af Skeiðará, þar sem hún rennur undan jöklinum. Tímamynd. JÚKLAR MINNKA MINNA EN ÁÐUR MB-Reykjavík, 10. des. Jöklar hafa minnkað heldur minna í ár en undanfarið, sam- kvæmt þeim niðurstöðum jökla- mælinga, sem nú liggja fyrir, að sögn Jóns Eyþórssonar, veður- fræðings, og sumir hafa jafnvel lengzt nokkuð. Blaðið átti í dag tal við Jón Eyþórsson, veðurfræðing, sem að öðrum ólöstuðum er allra manna fróðastur um breytíngar á íslenzk- um jöklum og hegðun þeirra. — Yfirleitt hafa jöklar stytzt á langflestum mælingastöðvunum, sagði Jón, en með minna móti eins og eðlilegt er eftir fremur kalt sumar, og á stöku stað hefur orð- ið lítilsháttar framgangur. Mörg árin hafa allir jöklar stytzt, svo að þetta ár hefur orðið nokkur „afturför" í þróuninni. Til dæmis hefur Kvíárjökull lengzt um 52 metra og Fellsjökull um 20 metra. Aftur á móti hefur Breiðamerkur- jökull stytzt um 70 metra, Jón kvað orðið erfiðara með mælingar en áður vegna fólksfæð- ar í nágrenni jöklanna. Til dæmis Framh. á bls. 2. TK-Reykjavík, 10. des. Alfreð Gíslason upplýsti það á þingi í dag, að sambúðin á Alþýðu- bandalagsheimilinu er á þann veg komin, að ekki er einu sinni rætt við þá „þurrabúðarmenn", Gils, Alfreð og Hannibal, um meginmál- efni eins og samninga Sósíalista- flokksins við stjómarflokkana um fjölgun í nefndum. Var þetta til frekari undirstirkunar á þeirri yf- irlýsingu Þjóðviljans fyrir nokkr- um dögum, að samstarfsmenn kommúnista í Alþýðubandalaginu væm ekki annað né meira en „þurrabúðarmenn hjá Sósíalista- félagi Reykjavíkur“. Við umræður í efri deild í gær um frumvarp á breytingu á lögum um þingsköp Alþingis, þ. e. að fjölga í þingnefndmn úr 5 í 7, gerði Ólafur Jóhannesson þá grein fyrir afstöðu Framsóknarmánna til þess máls, að þar sem hér væri um samkomulag að ræða, sem gert hefði verið utan þings milli Sósíal- istaflokksins annars vegar og stjórnarflokkanna hins vegar, sem Framsóknarflokkurinn hefði ekki átt neina aðild að, og því lýst yfir að hans aðildar væri ekki þörf. Framsóknarflokkurinn vildi því ekki bera ábyrgð á þessari ráðstöf- un og rétt að stjórnarflokkarnir bæra einir heiðurinn af henni. Heiður þeim, sem heiður ber. Hins vegar vildu Framsóknarmenn ekki bregða fæti fyrir þessa breytingu af samúð með Alþýðubandalaginu, því að samkvæmt þingstyrk þess ætti það fullan rétt á einum full- trúa í 5 manna nefndum, en þessu sæti ræna stjómarflokkarnir með sameiginlegum lista víð nefnda- kjör. — í þessu máli hefur ráð- herrum gengið illa að samræma guðspjöll sín. Bjarni Benediktsson, Framhald á 3. síðu. FJÖRTÁN TEKNIR MB-Reykjavík, 10. desemeber Várðskipið Þór tók í dag biezk an togara út af Geiróifsgnúp og er það fjórtándi cogarinn, sem varðskip færir til hafnar á þessu ári fyrir ólöglega iandhelgisve\ðar. Undanfarin ár hafa ekki svo ir.arg- ir togarar verið teknir við élög- legar veiðar. f nótt kom varðskipið Þór að brezka togaranum Kingston Jac- inth H-198 að meintum ólögletrum veiðum, 2.4 sjómílum innan við fiskveiðilögsögutakmörkin út af Geirólfsgnúp. Fór varðskipið með togarann til Akureyrar og komu Skipin þangað í morgun. Þetta er fjórtándi togarinn, sem varðskip taka við ólöglegar veiðar hér við land á þessu ári. 11 þeirra hafa verið brezkir og 3 íslenzkir. Er þetta óvenjulega há tala og hærri en verið hefur undanfarin ár. Til dærnis voru 11 togarar teíkn ir í fyrra og venjulega hafa þeir verið 10—12. Er þá að sjálfsögðu ■ekki reiknað með þeirn mörgu tog uram, sem kærðir voru í „þorska stríðinu" en ekiki var unnt að færa til hafnar vegna valdbehing ar brezkra hersfeipa. TVEIR FENGU MILLJÓNIRNAR KJ-Reykjavík, 10. des. í dag var dregið í 12. flokki Happdrættis Háskóia fslands. og meðal vinninganna sem út vora dregnir, vora tveir a eina milljón, er komu upp á miða númer 36. 580 og seldir í umboði Frímanns Frímannssonar í Hafnarhúsinu. Sitt hvor maðurinn atti miðana, og þrír aðrir aukavinningana sem eru 50000 hver. Sá sem átti númer 36.581 hafði Oætt við sig miðum í Aukaflokknum og fékik því eitthundrað þúsund krónui í aukavinninga. Tíminn reyndi að ná tali af þess um tveim nýju „miliiónerum" en annar vildi ekkert við blöðin tala, og hinn sagðist ekki geta talað við blöðin fyrr en hann væri búinn að jafna sig eftir að hafa fc-ngið milljónina. Tvö hundruð þúsund króna vinn ingurinn kom á háifmiða númer 13.816. Voru tveir miðanna seldir Framh. á ols. z Frá drættinum í 12. flokki Háskólahappdrættisins í gær. Úr stærra hjólinu eru vinningsnúmerin dregin, en vlnningsupphæðir úr því minna, lengst til vinstri. (Timamynd KJ.).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.