Alþýðublaðið - 30.06.1954, Síða 4

Alþýðublaðið - 30.06.1954, Síða 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ Miðvikudagur 30. júní 1951 Ctgeftndi: Alþýðuflokkurimn. Ritstjóri og ábyrgðirmiðEr. Hamtíbtl ValdimArssan MeSritstjóri: Helgi SœmnndsHn. Fréttastjóri* Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamenn: Loftnr Quð- mundsson og Björgvin Guðmundsson. Augiýsingastjórl: Emma Möller. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsraga- aími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Alþýðuprentsmiðjaa, Hvg. 8—10. Áskriftarverð 15,00 á mán. 1 lausasciu: 1,00. Glæsileg frammistaða. ATHYGLI almennings und- anfarna daga hefur ekki beinzt fyrst og fremst að stjórnmá1- [ uim heima cðo erlciHÍi.;, þó að ýmislegt hafi til tíðinda iioríð. Málið, sem hæst hcr, var frammistaða Friðriks Ofaísson-j 'ar á skákmótinu í Prag. Itliiðin sættu skiljanlegri gagnrýni fyrir að flytja ekki nógu ná- kvæmar fréttir af mótinu, enda úrslitanna heðið í mikilli eftirvæntingu. Nú er mótinu lokið. Það leiddi í Ijós, að Friðrik Ólafsson hefur þegar .þokað sér í námunda við stór- meistarana sem skákmaður. Hann kemur heim frá Prag sem glæsilegur sigurvegari, Jjó að hann yrði ekki meðal þeirra fjögurra, er flesta vinninga Mutu á mótinu. Mest er þó um Mtt vert, að Friðrik virðisl ó- tvírætt maður framtíðarinnar á sviði skáklistarinnar, því að enn er hann> kornungur og á eftir að öðlast bá keppnis- reynslu, sem o£t og tíðum ræð- ur úrslitum, þegar stórmeistar- arnir reyna með sér. Alþýðublaðið hefur áður kynnt lesendum sínum Friðrik ‘Oiafsson og skákferil hans fram að þessu. En nú hefur hann unnið sinn stærsta sigur og gert ísland frægt meðal skákmanna og skákunnenda svíðs vegar um heim. Einstakar skákir, sem tefldar voru í Prag, munu enn ekki hafa bor- izt hingað til lands, en sönnun- argögnin um glæsilega frammi- síöðu Friðriks eru þó fleiri en vinningar hans. Sigurvegararn- ir á mótinu, Pachmann og Szabo, hafa báðir látið í Ijós aðdáun á þessum unga og bráð- efnilega skákmanni okkar og Szabo tjáð sig reiðubúinn að heimsækja ísland til þátttöku á skákmóti, ef þess verði fariö á Ieit. Slíkur vitnisburður fæst ekki nema hann sc verð- skuldaður. Skákíþróttin hefur blómgazt skemmtilega hér á landi undan- fárið. Gleggsti vottur þess er ferill Friðriks Ólafssonar, sem mun geta talizt snjallasti skák- tnaður okkar fyrr og síðar, enda orðinn Iangkunnastur þeirra erlendis. Friðrik hefur sýnt, að hann er g-eddur frá- bærum hæf’Ieikum sem skák- m.aður. Hér eftir verður fylgzt Tna&l honum i hvert sinn, sem hann keppir á skáhmótum með- al „hinna stóru“. Þetta er öll- um íslendingum ærið fagnað- arefni, enda mun Friðrik OI- afsson verða þess var, þegar hann snýr heim að lokinni þol- rauninni í Prag. En við verð- um að gera meira en fagna. Friðrik verður að fá tækifæri til þess að 'taka þátt í sem flestum stórmótum. Framtíð hans er undir því komin, að hann eigi þess kost að rcyna krafta sína og hæfileika til aukinnar þjálfunar og vax- andi þroska. Æska hans í skák- Hsíinni er liðin, þó að hann sé enn kornungur maður. Nú taka manndómsárin við. Þau krefjast mikils, en gefa líka mörg og stór fyrirheit. Friðrik er líklegur til að revnast vanda þeirra vaxinn, ef hann nýtur fulltingis og fær þau tækifæri sem honum eru nauðsvnleg. Þjóðin öll verður að hjálpa hon um í því efni. Friðrik Ólafsson má ekki gjalda þess. að hann er brotinn af bergi fámennrar þjóðar. Hann á að njóta þess, að hæfileikar hans eru von Is- íendinga um að eignast glæsi- legan afreksmann í göfugri og fagurri íþrótt. I Því er stundum haldið fram, og því míður með nokkrum rétti, að íslenzk æska sé stöddl á hættulegum vegamótum. Þess er að vænta, því að margt er á hverfanda hveli í íslcnzku þjóðlífi í dag. Yið megum ekki loka augunum fyrir því, að mörg ungmenni á íslandi feta hála stigu. En þess ber jafn- framt að minnast, að til eru ungir íslendingar, sem sækja hærrá á bSratía þroskavænlegra viðfangsefna en nokkru sinni fyrr. íþróttaafrek Islendinga 'sæta furðu. Og í hópi hinna ungu og efnilegu íþróttamanna okkar ber Friðrik Ólafsson hæst. j Fordæmi Friðriks Ólafssonar I er íslenzkri æsku ómetanlegt. Það sýnir, hvert er að leita þroska og sæmdar. Og í liópi íslenzkrar æsku verða þeir margir, sem óska að feta í fót- spor Friðriks Ólafssonar, setja markið hátt og færast mikið í fang í von um stóra sigra. I Meðan svo reynist, er ástæðu- | laust að örvænta um íslenzka æsku og íslenzkra framtíð. Þjóð með slík fyrirheit í fari barna sinna þarf engu að kvíða. áfjiý&iblaið Fæsí á flestum veitingastöðum bæjarins. — Kaupið blaðið um leið og þér fáið yður kaffi. Hver er maðiirinn? UM DAGINN, þegar ég var beðinn að skrifa 1 þetta blað greinarkorn um dr. Richard Beck, var ég einnig beðinn að skrifa stutta kynningargrein um annan vin minn búsettan í Vesturheimi. dr. Stefán Einars son prófessor. sem í sumar dvelur hér á landi. Hann mun hafa lofað Ferðafélagi Islands að rita árbók félagsins þessu sinni, og á hún að fjalla um Austfirði. Dr. Stsfán var hér einnig í fyrrasumar og vann þá að bví að ful'lgera íslenzka bókmenntasögu á ertsku, þar sem allar okkar bókmenntir eru teknar til athugunar. frá upphafi fram á árið 1953. Fé- lagið The American Scandin avian Foundation mun innar. skamms gefa bókina út I sam- vir.nu við eitthvert amerískt bókaforlag. Svo sem ég kynnnst fyrst dr. Beck í Ameríkuferð minni 1945, þá bar og fundum.okkar dr. Stefáns einnig fyrst saman á því sumrl vestan hafs. í bók: inni A langferðaleiðum lýsi ég samfundum okkar og komi hans, frú Margréta", sem nú er látin fyrir tveim árum., og læt ég smákafla úr þe'rri frásögn fl.ióta hér með. Þau hjón höfðu þá, eins og svo margsinnis áður, sumardvöl £ háskólaborginni Ithaca (íböku) en þav vann dr. Stefán öllutn fristundum sán- um að rannsókn íslenzkra Fræða í Fiske-bókasafninu, sem> Stefán Einarsson. með þeim í bílnum þeirra nið ur ,að Cayugavatninu og sjá endurnar synda. Ég bað um að fá að sjá endurnar fyrst, en matir.n á eftir. Síðan ókum við af stað. FJALL, MAÐUR, KONA. En hvað hér var fallegt. Borgin stendur í djúpum dal fyrir suðausturenda hins langa og mjóa vatns og lykja um bcna háar hæðir eða hálsar á þijá vegu. Tvö géysidjúp og þröng gljúfur skerast gegnum hálsinn að austanverðu við hana. Brýr liggja yfir bæði gljúfrin og teng.ja saman þá hluta borgarinnar, sem byggðir hvort ég: má segja frá því öllu, því sumir eru svo gerðir, að þeir una bezt óséðir af'fjöld- anum og kunna því betur að'. heyra vin sinn hvlltan en> sjálfan sig. Mér er ekki grun-; iaust um að svo sé farið frú Margréti Einarsson frá Eystra saltslöndum. Hún er nú dáin. En ég fann mig í návist mik- illar könu óg merkilegrar. þar. sem hún var. Um dr. Stefán Einarsson er það einnig.að segja, eð hann er furðulega hógvær maður og hlédrægur að eðlisiari. Hann befur þó ekki komizt hjá bví að verða af afspuro kunnur hverju mannsbarri á ísiandi, auk þess sem hann er víða> orðinn þekktur erlendis af þeim bókum o>g gremum sern; hann hefur ritað á ensku. Fjöldi menntamanna víðsvegar um heim veit þau ei:i deili á íslenzkri menningu, sem þeir hafa numið af bókUm Stefáns. UPPRUNI OG NÁM. Hann er fæddur að Höskulds stöðum í Breiðdal .9. júní 1897. Stúdent 1917. Tók meistarapróf í norrænu við Háskóle^Jslands árið 1923. Nam hljóðfræði í Finnlandj 1924—1925. Lauk doktorsprófi frá haskólanum í Osló 1927, og kallaði hann : it- gerð sína „Betrage zuf islándisdhen þhone:ik“ (Drög að íslenzkri hljóðfræði). Sama ár réðst hann til Jóhns Hop- er deild í Cornell-háskólabóka safní. EKIÐ TIL ÍÞÖKU. Ég var búinn að dvelja nokkrar vikur í New York. 19. ágúst samdi ég við mister Lodge kennara minn. að hann sleppti mér við allan lærdóm í 5 daga, og morguninn eftir klukkan átta lagði ég af stað til Iþöku með áætlurarfoíl núm er 1151. Það var mistur og logn um morguninn, en létti til seinna og gerði cólskin og mik inn hita. — Víða er mjög fal- legt landslag á þessari leið, þó ekki sé það stórfengiegt. Það er land lágra gróðursælla fjalla og grunnra þéttfoýlla dala, land hálsa og hæða, og hér og þar skin á biátt stöðu- vatn gegnum skógarlimið. Og sums staðar sér maður dálitla á, og það er fossniður í fjarska og fuglakvak í skógi. — Leið- in liggur um þrjú r;ki: New York, New Jersey, Pennsyl- vaníu og aftur inn í New York ríki. SÆLL OG BLESSAÐUR. Klukkan hálfsex komxun við til íþöku. Ég steig út úr bíln um, og það kom glaðlegur mið aldra maður, berihöfðaður óg léttklæddur, askvaðandi á móti mér og heilsaði mér með þessari dásamlegu kveðju: „Komdu nú sæll og blessað ur, Guðmundur, og velkom inn!“ Ég þek.kti af myr.dum, að þarna var kominn dr. Stefán, sem í fjöldamörg ár hefur dvai ið fjarri ættjörð sinnj til þess að auka veg og hróður hennar meðal þjóða. Kona hans, frú Margrét Einarsson, sem er þýzkættuð, en fædd og uppal in í Eystrasaltslöndum, var með honum. Þau spurou mig, hvort ég vildi nú heldur ctrax fá mér að borða eða aka fyrst eru þarna í hlíðunum. Þar eru götur mjög brattar og erfiðar aliri umferð. Þetta læt ég nægja um lands lagið, því að hitt er meira virði. Maðurinn er meira virði en fjallið, konan dásamíegri en blóm þess og viður. Ég eyddi kvöldinu öllu með hjónunum>, fyrst úti, svo inni hjá þeim. Ég sá giítar úti í horni og bað um músík. Jú, músík skyldi ég fá, ef ég vildi syngja undir; svaraði húsbóndinn. Ég vissi að hann iðkaði tónlist í hjá- verkum og hafði samið lög, eitt eða tvö þeirra hafði ég hevrt stúdentakór í Raykjavík syngja í útvarpið. HÓGVÆR EN KUNNUR Ég komst að mörgu einstöku þetta kvöld. Ekki veit ég þó kins University Baltemore Maryland Bandaríkj unum og hefur kennt þar síðan, undan farin ár hefur hann verið ! prófessor í norræiuim fræð- .um. > Fyrir störf sín við þennan heimsfræga háskóla hefur dr. ; Stefán nú verið sýnd einhver ; sú mesta sæmd, sem vísinda- manni í Ameríku getur hlotn azt, þar sem hann hefur alveg nýlega verið kjörinn meðlim- ur The American Philospohical Society at Philadelphia. Þetta er eins konar fræðimanna akademlía, og geta meðlimir ekki orðið fleiri en 500. Kjósa þeir sjálfir félaga, eða út- nefna þá, í stað þeirra, sem falla frá. Er þetta mikili heið ur fyrir Stefán og fyllsta á- Fra.nhald á 7. síðu. ; S ' s s s s s s s V s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s VI Ð T VÖ EF HEFÐI ég verið minning, sem var hjarta þínu kær, ég hefði gefið augum þínum ljóma. En ég er aðeins stráið, sem við götu þína grær og gleymist fljótt við angan dýrri blóma. Og hefði ég verið stjarna upp við himinblámans þök ég hefði skinið björt á þína vegi. En> ég er aðeins húmið, sem að hefur stundar tök og hljóðlátt þokar fyrir næsta degi. i Ef hefði ég verið kyrrðin, sem að færir þreyttum fri'S, ég fundið hefði Ieið að vitund þinni. En ég er aðeins gestur, sem að horfi á lokuð hlið og hverf á bak við okkar gleymdu kynni. En þegar stjörnur blika liti í blárri húmsins firð, þá bregður fyrir þessu Iitla kvæði. Og sumarnóítm hvíslar í sinni klökkvu kyrrð um kærar stundir, sem við eigum bæði. GUÐRÚN ÁRNADÓTTIR frá Oddsstöðum. S s <1 s • S s s V s s s s s s s s s s ;s s s s s ,s s s s s s s s

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.